Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
Dyushin IL-14-vélamar á Reykjavíkurflugvelli.
Morgunblaðið/PPJ
Gamlar sovéskar flugvélar
í ferjuflugi til Bandaríkjanna
Með tilkomu „Glasnost" og lækk-
andi spennu milli þjóða beggja
vegna jámtjalds hefur áhugi manna
á Vesturlöndum á öllu því sem til-
heyrir lífi og tilveru manna austan
jámtjaldsins aukist. Þetta á m.a.
við um hemaðarbúnað og flugvélar
Sovétmanna og vinaþjóða þeirra,
en í Bandaríkjunum nú á dögum
em sovéskar flugvélar afar vinsæl-
ar á flugsýningum sem og í flug-
söfnum. Vestanhafs era til nokkur
fljúgandi söfn eða fyrirtæki sem
sérhæfa sig í því að fara milli staða
með flugvélar af rússneskum upp-
rana og vekja þær gjarnan töluverð-
an áhuga sýningargesta. Flugsafn
eitt vestur í Nevada-fylki í Banda-
ríkjunum á m.a. þó nokkrar orrastu-
þotur af gerðunum MiG-15 OG
MiG-17 auk þyrlu af gerðinni Mi-2
og tvær Antonov AN-2 tvíþekjur,
en þær síðastnefndu höfðu einmitt
viðkomu á Reykjavíkurflugvelli .í
ágústmánuði sl. á leiðinni vestur
um haf. Ekkert lát virðist vera á
áhuganum vestra. og því er Ieitast
við að auka fjölbreytnina með öðr-
um flugvélategundum. Nýlega festi
umrætt safn kaup á tveimur flug-
vélum til viðbótar og hafa þær átt
viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli
síðustu daga. Flugvélar þessar era
af gerðinni Ilyushin IL-14 og vora
áður í eigu pólska flughersins. Flug-
mennimir, sem era að feija flugvél-
amar vestur um haf, sóttu þær til
Munchen í Vestur-Þýskalandi þar
sem þeir fengu tilsögn og þjálfun
í meðferð þeirra frá pólskum her-
flugmönnum.
Uyushin IL-14 var um árabil ein
helsta flugvélategundin í notkun á
innanlandsflugleiðum og styttri
millilandaleiðum sovéska flugfé-
lagsins Aeroflot. Vélin var þróun
af fyrri tegund Ilyushin, IL-12, sem
var hönnuð sem arftaki Douglas
DC-3 (og Sovétsmíðaðrar útgáfu
hennar, Lisunov Li-2) og flaug fyrst
árið 1953. Hreyflamir sem knýja
IL-14 era tveggja raða íjórtán'
strokka stjömuhreyflar af gerðinni
Shvetsov ASh-82T sem framleiða
um tvö þúsund hestöfl. Þessi hreyf-
ill er þróun af sovéskri útgáfu af
Pratt & Whitney R-1830-hreyflin-
um sem knúði Douglas DC-3. Mörg-
um finnst IL-14 bera svip Douglas
DC-3 en við nánari skoðun á bygg-
ingarlagi vélarinnar reynist það
ekki vera á rökum reist að öðra
leyti en að nef IL-14 er óneitanlega
líkt því sem var á Douglasinum.
Alls vora smíðaðar um 3.500
IL-14-flugvélar í Sovétríkjunum
auk þess sem rúmlega eitt hundrað
og tuttugu vélar af þessari gerð
vora framleiddar í Tékkóslóvakíu
og Austur-Þýskalandi. í farþega-
flugi getur IL-14 flutt um þijátíu
og tvo farþega, en vélin var enn-
fremur framleidd til her- og vöru-
flutninga. Ilyushin IL-14 er fyrsta
sovéska flugvélategundin sem seld
var til útflutnings í einhverju magni
og var hún í notkun í öllum löndum
Austur-Evrópu, Kína, Norður-
Kóreu, Kúbu og nokkram löndum
þriðja heimsins, bæði í farþegaflugi
og við herflutninga. Eftir því sem
næst verður komist er þessi flug-
vélategund enn í notkun á vegum
Aeroflot á fámennum og afskekkt-
um svæðum, en þar hefur þessi
sterki vinnuhestur reynst vel.
Flugmennimir, sem era að feija
Úr flugstjómarklefa IL-14.
Morgunblaðið/PPJ
Morgunblaðið/PPJ
Séð fram eftir farþegarými IL-14. Tveir feijuflugmannanna era hér
að skera niður flugvélaléreft til að styrkja stýrisfleti sem hafa ekki
þegar skemmst. Vinstra megin sést í aukaeldsneytisgeyma sem kom-
ið var fyrir vegna feijuflugsins yfir Atlantshaf. Fremst hafa flug-
mennirair komið fyrir mynd af félaga Lenín sem þeir keyptu hér
í Reykjavík, en þeim fannst mjög við hæfi að skreyta vélina í anda
fyrri eiganda.
Iluyshin-vélamar vestur um haf,
láta mjög vel af flugeiginleikum
þeirra og segja þær vera betri en
sambærilegar bandarískar flugvél-
ar sem þeir þeklqa til, s.s. Dougias
DC-3 og Convair 240/440. Iluyshin
IL-14-véIamar era, að sögn flug-
mannanna, mjög liprar og fljótar í
svörun, alveg andstætt því sem
þeir áttu von á. Brottför vélanna
hefur tafist af völdum veðurs á leið-
inni og vegna bilana. Flugvélamar
höfðu báðar staðið ónotaðar í lengri
tíma, sögðu flugmennimir, og mátti
reikna með því að ýmsar smábilan-
ir kæmu fram sem þyrftu lagfær-
ingar við á viðkomustöðum á löngu
ferðalagi sem þessu. Héðan héldu
Iluyshin-vélamar til Syðri-Straum-
Qarðar á Grænlandi sl. föstudag og
þaðan áfram í gegnum Kanada til
nýrra heimkynna þar sem þær
munu eflaust vekja athygli flugsýn-
ingargesta og annarra sem verða
þeirra varir.
- PPJ
Morgunblaðið/Sverrir
Við upphaf fundarins I Sjómannaskólanum. Andrés Guðjónsson,
skólastjóri Vélskólans er í ræðustól, en sitjandi eru þeir Magnús
Jóhannesson, siglingamálastjóri, og Guðjón Armann Eyjólfeson,
skólastjóri Stýrimannaskólans.
Alþjóðlegur sigl-
ingamáladagur
SÉRSTAKUR siglingamáladagur var haldinn hér á landi á föstu-
dag, en Alþjóðasiglingamálastofhunin beitti sér fyrir því að slíkur
dagur yrði þá haldinn um allan heim til að minna á öryggi við
siglingar og vemdun heimshafanna, en kjörorð stofiiunarinnar
er: Öruggari siglingar og hreinni úthöf. Siglingamálastofnun
Ríkisins og Sjómannaskólinn í Reykjavík minntust dagsins með
sérstakri dagskrá og fúndi í Sjómannaskólanum.
Við upphaf fundarins fluttu yggismál kaupskipa, Jónas Har-
þeir Guðjón Armann Eyjólfsson,
skólastjóri Stýrimannaskólans, og
Andrés Guðjónsson, skólastjóri
Vélskólans ávörp. Magnús Jó-
hannesson, siglingamálastjóri,
flutti erindi um Alþjóðasiglinga-
málastofnunina, Þorkell Sigur-
laugsson frá Sambandi ísienskra
kaupskipaútgerða fjallaði um ör-
aldsson, lögfræðingur LÍÚ, flutti
erindi um örvggismál fiskiskipa
og Helgi Laxdal varaformaður
FFSÍ fjailaði um viðhorf FFSÍ til
öryggis skipa og mengunarvama.
Að loknum framsöguerindum
vora almennar umræður og fyrir-
spumum svarað, en fundinn sóttu
á annað hundrað manns.
Þreyttir og matarlitlir
í hrakningum á Kili
Blönduósi.
\v9fcili (
Morgunb)aðið/J6n Sigurðsson
Þýsku ferðamennirair Richard Wages til vinstri og Jonas Teubner
virtust hressir þrátt fyrir hrakninga undanfarna daga. Þeir eru frá
Tilbingen í Suður-Þýskalandi.
TVEIR tuttugu og eins árs Þjóð-
veijar urðu veðurtepptir á
Hveravöllum í tvo daga vegna
hriðar á Kili. Félagar úr Hjálpar-
sveit skáta á Blönduósi náðu í
þýsku ferðalangana fram á
Hveravelli á miðvikudagskvöldið
og voru félagarair þá orðnir
þreyttir og matarlitlir. Þjóðveij-
arnir sem lögðu af stað fótgang-
andi frá Gullfossi 15. september
voru ekki útúnir til vetrarferða
en komust í slæmu veðri til
Hveravalla 20. september.
Þjóðveijamir ungu, Jonas Teubn-
er og Richard Wages, lögðu upp frá
Gullfossi 15. september og var hug-
myndin að ganga þvert yfír Kjöl.
Höfðu þeir tilkynnt Tilkynninga-
þjónustu björgunarsamtakanna um
ferðir sínar áður en lagt var á §öll
og stóðst tímaáætlun þeirra. Þeir
Jonas og Richard sögðu í samtali
við fréttaritara að þeir hefðu hreppt
vont veður á leiðinni og þegar þeir
vora komnir að Hvítárvatni hefði
farið að snjóa. Einnig sögðu þeir
að það hefði komið þeim á óvart
hversu snöggt veðrið hefði breyst
til hins verra og á snjókomu hefðu
þeir aldrei átt von. Þeir sögðu jafn-
framt að þeir hefðu treyst á að
komast áfram frá Hveravöllum „á
puttanum" en vegna snjókomu og
slæmrar færðar á Kjalvegi hefði
engin bílaumferð verið. Það var
síðan að beiðni Landssambands
hjálparsveita skáta að hjálparsveit-
armenn á Blönduósi náðu í Þjóðveij-
ana á miðvikudagskvöldið og tók
ferðin átta klukkustundir.
Aðspurðir sögðust þeir félagar
hafa fengið áhuga á íslandsferð
eftir að hafa séð þátt um ísland í
þýska sjónvarpinu. Ennfremur
hefðu þeir fengið upplýsingar um
landið í bókum og tímaritum. Þrátt
fyrir þessa reynslu sögðust Jonas
og Richard hafa hrifist af landinu
og vora þeir ákveðnir í því að ferð-
ast meira um landið þar til þeir
færu heim 4. október en miða þá
ferðirnar við byggðir landsins að
fenginni reynslu.
Það skal tekið fram að eftir að
þýsku ferðamennirnir náðu til
Hveravalla var þeim engin hætta
búin, en á Hveravöllum er veðurat-
hugunarstöð eins og kunnugt er og
búseta allt árið. Að sögn hjálpar-
sveitarmanna á Blönduósi sem sóttu
Þjóðveijana voru þeir orðnir þreytt-
ir og matarlitlir og var þeim greini-
lega bragðið vegna duttlunga
íslensku veðráttunnar.
Jón Sig.