Morgunblaðið - 25.09.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
9
17. sunnudagur eftir trinitatis
HUGVEKJA
eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON
Komið, — nú er
hvíldardagnr
Lúk. 14,1.-11.
„Er leyfílegt að lækna á
hvíldardegi eða ekki?“
Jesús var í höfðingjaboði,
og honum varð það á að sjá
aumur á sjúkum manni, sem
kom þar fýrir augu hans. Það
var á hvíldardegi. Auðsætt er
af guðspjöllunum, að fátt
vakti meiri athygli í samtíð
hans en slík atvik. Fólkið var
furðu lostið, sumir sárreiðir
og hneykslaðir. Hann gekk í
berhögg við helgidagalög
þjóðarf sinnar, og þau voru
helgur dómur, grundvöllur
samfélagsins og hollustunnar
við Drottin. Þeim, sem skráðu
guðspjöllin, er þetta hugstætt.
Margoft er vikið að lækning-
um á hvíldardegi.
„Ég spyr yður: Hvort er
heldur leyfílegt að gjöra gott
eða gjöra illt á hvíldardegi,
bjarga lífí eða granda því?“
(Lúk. 6). Slíkar spumingar
vakti hann og benti jafnframt
á það, sem blasti við augum:
Nauðsyn þótti bijóta lög, þeg-
ar hversdagslegir atvinnu-
hagsmunir þóttu í húfí. Heilsa
og líf og bágindi vesalinga
voru annað mál.
Hvíldardagar Jesú voru er-
ilssamir. Þeir voru honum
hjálpræðisdagar þjáðra og
þurfandi manna: „Andi Drott-
ins er yfir mér, af því að hann
hefur smurt mig. Hann hefur
sent mig til að flytja fátækum
gleðilegan boðskap, boða
bandingjum lausn og blindum
sýn, láta þjáða lausa og kunn-
gjöra náðarár Drottins."
Stefnuræða hans hófst á orð-
um Jesaja spámanns. Þá ræðu
flutti hann í heimabyggð
sinni, Nazaret. Frá henni seg-
ir í fjórða kafla Lúkasar. Þeim
þótti hún í fyrstu hugnæm og
yndisleg. Þegar henni var lok-
ið, drógu þeir hann upp á
bjargbrún og ætluðu að hrinda
honum þar fram af. Það var
á hvíldardegi.
Kristnir menn halda ekki
hvíldardaga í marklausu iðju-
leysi eða hugleiðslu. Hvíldar-
dagar eru ekki kyrrðardagar
með þeim hætti, að hvorki
megi þá mæla gott orð né
vinna gott verk. Þeir eru
hjálpræðisdagar handa mönn-
um. Hjálpræðisorð og hand-
bær hjálp og miskunn, jarð-
nesk, mennsk og brýn eru á
dagskránni. Þeim, sem starfa
að því að líkna fólki, ætti að
vera það ljúfara verk á
hvíldardegi en nokkrum öðr-
um degi. Og engir dagar
skyldu erilsamari á ævi prests
en Drottins dagar. Helgihaldið
er raunar hin fyrsta skylda
og nauðsyn: „Halda skaltu
hvíldardaginn heilagan.“ Það
merkir ekki, að presturinn, —
og allir kristnir menn eru
prestar, — skuli fara á hestbak
eða skíði ellegar sitja heima í
skauti fjölskyldunnar með
góða bók á sunnudegi. Honum
ber að vera í húsi Drottins á
helgum degi, ganga þar til
móts við Guð og menn. Það
var venja Jesú, óhagganleg,
og það skal vera venja þín.
Fyrsta guðspjall dagsins er
í tveim þáttum. Seinni þáttur-
inn geymir ræðu Jesú um
hrokann og hefðarsætin ann-
ars vegar og hógværðina,
„mjúklætið“ og yztu sætin
hins vegar. Sá þáttur kynni
að virðast næsta óskyldur
þeim fyrri og hvíldardeginum.
En þar er ekki allt sem sýnist.
Sá maður, sem skundar til
kirkju sinnar hér á landi á
helgum degi, getur naumast
talizt meðal þeirra, sem sækj-
ast fast eftir hefðarsætum.
Meira að segja kynni að þurfa
nokkurt áræði til slíks, því að
þar er haldið móti þungum
straumi. En þar er að ýmsu
fleira að gæta. Það kynni að
vera, að hvíldardagur í húsi
Guðs og frammi fyrir honum,
væri engum hollari né nauð-
synlegri en þeim, sem skortir
fátækt andans, hógværð og
auðmýkt, sem heitir mjúklæti
í gömlu, íslenzku biblíumáli, —
mjúklæti frammi fyrir guði
og meðal meðbræðra. Páll
postuli ritar um það í Filippí-
bréfí, hversu Jesú afskrýddist
hinni himnesku dýrð, „tók á
sig þjónsmynd og varð mönn-
um líkur“. Hann kom fram
sem maður og „varð hlýðinn
allt til dauða, já, dauðans á
krossi“. — En þar er ekki allt
sagt. Handan við krossinn rís
hin tigna sól upprisunnar. Guð
hefur gefíð honum nafnið,
sem hveiju nafni er æðra, „til
þess að fyrir nafni Jesú skuli
hvert kné beygja sig á himni
og jörðu og undir Jörðu." —
(Fil. 2.)
Er nokkur hvíld eða hátíð
meiri en þessi: að fá að kijúpa
fyrir honum og elsku hans til
manna? Er nokkur hvfld meiri
nauðsyn en hvíldin frá metn-
aði, hatri, öfund, mannfyrir-
litning og hroka, — hvíldin
undir krossi Krists?
Já, segir Jesús. „Hvíldar-
dagurinn er til mannsins
vegna." Og hann er ætlaður
til lækninga, til græðslu
mannameina. „Komið til mín,
allir þér, sem erfíði hafíð og
þungar byrðar, og ég mun
veita yður hvíld.“ (Matt. 11.)
Og síra Hallgrímur fær
ekki orða bundizt:
Komið svo, konur og menn,
að krossinum Jesú senn.
Þótt neyðin þrengi þrenn,
þar fæst nóg lækning enn.
ÞÚ HEFUR TÆKIFÆRI TIL AÐ NÝTA
ÞÉR12 ÁRA REYNSLU SÉRFRÆÐINGA
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS, -
ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU.
Swratf flokka spariskírteina ríkis-
sjóðs borgar sig að innleysa strax.
Aðra ekki.
okkra afflokkum spariskírteina
borgar sig að eiga áfram. Alls ekki
alla.
INíoí/œrðM þér tólf ára reynslu
Fjárfestingarfélagsins og fáðu upp-
lýsingar og góð ráð við innlausn
réttra spariskírteina. Líttu við hjá
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Skyndibréfa, Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
23n?ePt. 1988: Kjarabréf 3,289 Tekjubréf 1,575 Markbréf 1,727 Fjölþjóðabréf 1,268 Skyndibréf 1,012
1--------:----------------i ;—i----i 1 1 1 1 1 1 1 - 1 —... 1 ■ ■
Fjárfestingarfélaginu í Hafnarstrœti,
í Kringlunni, á Ráðhústorgi, og við
hjálpum þér að velja þá lausn, sem
hentar þér best.
FJÁRFESÍINGARFÉIAGIÐ
Hafnarstræti - Kringlunni - Akureyri
Aðili að Verðbréfaþingi íslands
Hluthafar: Verzlunarbankinn, Eimskip, Tryggingamíðstöðin,
Lífeyrissjóður Verslunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga.
WAðgjafar okkar hafa verið tólf ár
í fararbroddi fyrir eigendur spari-
skírteina. Aðstoð þeirra hefur komið
sér ómetanlega vel fyrir sparifjár-
eigendur.
Lttu við, — það kostar þig ekki
neitt!
FJARABRÉF, MARKBRÉF, TEKJUBRÉF,
BANKABRÉF, FÉFANGSBRÉF, NÝ
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS, ELDRI
SPARISKÍRTEINI, TRAUST VERÐBRÉF