Morgunblaðið - 25.09.1988, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
Morgunblaðið/Bjami
í herinn sem tónlistarmann en þá
hringdi ég í Dr. Mixa og hann út-
vegaði honum stöðu sem fyrsta
klarinettleikara í óperunni í Graz
og þaðan gátu þeir ekki náð honum,
þetta var mikið taugastríð. Ég var
alltaf skjálfandi af ótta við að þeir
kæmu að sækja hann. Hann hafði
sem unglingur verið í leikfimifélagi
sem hét Sockol og var annálað fyr-
ir andstöðu við nasista. Eitt kvöldið
komu menn og yfirheyrðu mig um
þetta en ég sagði að hann hefði
ekki komið nálægt þessu félagi
síðan hann var drengur og með það
sluppum við. Næsta dag voru tutt-
ugu Tékkar drepnir. Seinna kom-
umst við að því að hann hafði verið
kærður. Það var algengt að menn
kærðu náungann og oft kærðu böm
foreldra sína fyrir að vera ekki
hoil nasistum. Jan var oft óvarkár.
Hann hlustaði t.d. á hveijum ein-
asta degi á útlönd þó að á útvarp-
inu stæði að það jafngilti dauðadómi
að hlusta á útlönd. Hann gerði það
samt. Áður en við komum heim
vorum við í Graz. Jan hafði þar
góða stöðu og stóð til boða enn
betri staða við óperuna í Vín. En
ég gat ekki meira. Við þoldum hvor-
ugt að vera stöðugt hungruð. Graz
gafst einna síðast upp fyrir banda-
mönnum. Við flýðum úr borginni
til þess að Jan þyrfti ekki að beij-
ast. Ég fór á undan ein á hjóli til
að njósna en Ján og tveir aðrir
menn komu á eftir mér þegar óhætt
var. Við fórum út í sveit á eftir
alls kyns krákustígum og komumst
á sveitabæ. Þar fengum við að
borða, áður höfðum við af náð og
miskunn fengið einn mjólkurbolla á
öðrum bæ, sem við skiptum á milli
okkar öll fjögur.
Ég gleymi aldrei Rússunum og
þeirri grimmd sem ég varð vitni að
í styijöldinni yfirleitt. Ég jgleymi
heldur ekki gyðingunum. Eg reif
mig eitt sinn til blóðs þegar ég
horfði á þá tekna og smalað saman
uppá vörubfl og vissi að það átti
að drepa þá, það var hræðilegt að
geta ekkert gert fyrir þetta fólk.
En ég slapp ósködduð úr þessum
hildarleik og komst heim til Islands
árið 1947, þá fór Jan til Tékkóslóv-
akíu. Ég man hvað fólkið hér ætl-
aði að gera okkur Nönnu systur
gott. Það vildi gefa okkur stórsteik-
ur en við vorum úttaugaðar af hor
og þoldum ekki slfkan mat, köstuð-
um upp og kúguðumst. Það tók
mig hálft ár að ná eðlilegum holdum
á ný.
Jan kom hingað árið 1948. Þegar
hann kom hingað var illa tekið á
móti honum af mörgum tónlistar-
mönnum hér. Yfirskriftin á einni
greininni sem um hann var skrifuð
var meira að segjæ „Útlendur trúð-
ur svívirðir íslenska tónlistarmenn."
Þá vildu menn láta að því liggja
að hann vildi ekki ganga í Félag
íslenskra hljóðfæraleikara. En það
var öfugt, útlendingar fengu þá
ekki inngöngu í það félag. Þeir
reyndu sumir fyrstu árin að meina
honum að fá starf. Menn vildu líka
meina að hann hefði fengið land-
vistarleyfi í gegnum klíku. En því
fór víðs fjarri. Eg var komin á und-
an honum eins og fyrr sagði og ég
fór, ásamt Einari bróður mínum,
til Bjama Benediktssonar og sagði
honum að ég ætti mann úti í Tékkó-
slóvakíu sem ætti kost á skipsferð
hingað til íslands eftir tvo daga.
„Má hann koma,“ spurði ég. Bjami
sagði að hann gæti ómögulega svar-
að því á þeirri stundu. Hann yrði
að athuga það mál og hann vissi
Hús Svanhvítar við Vínarborg
ekki hvenær hann gæti svarað
mér. Ég fór heim og fór út að ganga
til að jafna mig. En þegar ég kom
heim aftur hitti ég Margréti Thor-
oddsen sem gift var bróður mínum.
Hún var andstutt af æsingi og
sagði: „Það var hringt frá utanríkis-
ráðuneytinu, þú átt að koma fljótt."
Ég fór niður í ráðuneyti og fékk þá
í hendumar dvalarleyfi fyrir mann-
inn minn. Svo tóku menn svona illa
á móti honum hér. Það tók mig svo
sárt því ég hafði alltaf sagt við
hann í hörmungunum í Þýska-
landi:„Það verður allt gott þegar
þú kemur með mér heim til ís-
lands."
Samt áttum við góðar stundir
hér. Fósturforeldrar mínir keyptu
handa okkur lítið hús í Kópavogin-
um. Þar bjuggum við og áttum
dásamlegar stundir. Eitt sinn lokuð-
um við okkur af í viku og sökktum
okkur ofan j tónlistina. Oft vöktum
við Iangt fram á nætur og sungum
og spiluðum. En samt var eitthvað
farið að bila í sambandi okkar. Ein-
hvem veginn var allt öðravísi þegar
við voram úti í Austurríki og urðum
að snúa bökum saman til þess að
lifa af. Það fóra að koma brestir í
samband okkar en hinn endanlegi
brestur varð vegna atviks sem
snerti litla mús sem við áttum.
Þannig var að þessi litla hvíta mús
okkar var orðin mjög lasburða. Öll
að verða hárlaus og vesöl af elli.
Okkur var sagt að lóga henni en
hvoragt okkar gat það. Svo var það
eitt kvöld að Jan kom til mín og
sagði að ég skyldi ekki hafa áhyggj-
ur lengur af músinni. Ég spurði
hvað hann hefði gert. Þá hafði hann
kveikt eld í rasli, en það verk annað-
ist ég venjulega. Músinni hafði hann
svo hent á bálið. Hann gat ekki
lógað henni á annan hátt. Ég gat
ekki gleymt örlögum litlu músarinn-
ar.
Nokkra seinna fór ég með sam-
þykki hans til Ítalíu til söngnáms.
Þar kynntist ég Dementz, Sigurði
Franssyni, hann kenndi mér söng.
Ég dáðist mikið að honum og það
var margt sem ég fékk að vita og
kynnast í gegnum hann, fyrir utan
söngkennsluna. Ég kynntist m.a.
tónlistarlífinu í Mflanó og heyrði
og sá marga heimsfræga söngvara,
t.d. Maríu Callas og Di Stefano.
Smám saman varð samband okkar
Dementz nánara. Ég er honum
þakklát þó leiðir okkar skildu síðar,
það var mér sársaukalaust. Þegar
ég kom heim frá Ítalíu var Jan
kominn í kunningsskap við konu
sem hann seinna giftist. Hann hafði
oft dreymt draum um unga stúlku.
Nokkra eftir að ég fór til Ítalíu þá
dreymdi hann að ég færi inn í hús
númer 13 en út kæmi stúlka sem
hann þekkti, Sólveig að nafni. Mér
finnst líklegt að hún hafi verið
stúlkan sem hann eitt sinn dreymi
um. Það var merkilegt við þennan
draum að ég kynntist Dementz í
húsi sem var númer 13. Við Jan
skildum og hann giftist Sólveigu
en ég fór út til Salzborgar og seinna
til Vínarborgar. Tíu áram seinna
var það eina nótt að mér leið hræði-
iega illa. Ég var veik og allan dag-
inn hafði ég grátið og kveinað. Um
nóttina fór mér að líða ver og ver
þar til ég fann að ég var að deyja.
Alltaf meðan á þessu stóð, milli
grátkastanna, sagði ég aftur og
aftur „Aumingja litla músin, aum-
ingja litla músin." En ég lifði þessa
nótt af og varð alheil. Nokkra
seinna var hringt til mín. Vinkona
mín hringdi og áður en hún gat
sagt nokkuð sagði ég: „Jan er dá-
inn, er það ekki? Það stóð heima,
hann dó nóttina sem ég hélt ég
væri að deyja. Þrátt fyrir allt var
samband okkar svona náið.
Ég trúi reyndar á framhaldslíf.
Ég er oft ein í húsinu mínu rétt
fyrir utan Vínarborg. Mig langar
ekki til að vera ein en ég get það.
Ég get það vegna þess að ég trúi
því að maður dragi til sín það sem
maður vill draga til sín. Ég dreg
til mín það góða og neita hinu. Ég
hef heyrt að maður sjái einn sjö-
unda af því sem er í kringum mann
sex sjöundu sér maðúr ekki né finn-
ur. Ég trúi að menn lifi aftur og
aftur, að lífið sé skóli. Ég komst
ung í kynni við kenningar yoga og
heillaðist af þeim. Seinna á æfínni
leitaði ég uppi kennara í yoga og
það sem ég hef þannig kynnst hef-
ur verið mér mikilsvert. Ég las einu
sinni í yogabók setningu sem fest-
ist mjög í huga mér. Hún er á þessa
Ieið: „Við eigum að líta á með-
bræður okkar í þeirra raunum og
áhyggjum líkt og þeir séu böm sem
koma til okkar grátandi. Við stijúk-
Hoover Crystaljet uppþvottavélarnar státa af öllu því er
prýða ber frábærar uppþvottavélar.
Skol & biðvinnsla.
Ótal vinnslumöguleika s.s. fyrir kristal, leirtau, potta,
pönnur, gler, ál, stál, allt eftir þlnum þörfum.
Fellur inn I innréttingu eóa fristandandi.
Tekur borðbúnað fyrir 12 manns.
Hagkvæmnisvinnsla og sérstök vinnsla fyrir viðkvæmt
leirtau.
Þurrkar fljótt og vel.
Ræður við mjög erfió óhreinindi. _
HOOVER —
HUGKVÆMNI OG HAGKVÆMNI
SUDURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670 ÞARABAKKI 3, SÍMI670100