Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 38
38 morgunblaðið, ÓLYMPÍULEIKARNIR QQg> í SEOUL '88 SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Var öruggur með sigur eftir 30 metra“ - sagði Ben Johnson sem sigraði í 100 metra hlaupi á nýju heimsmeti: 9,79 sek. BEN Johnson, fljótasti maður heims, vann einvígið í 100 metra hlaupi sem allir höfðu beðið eftir. Hann sigraði Carl Lewis, fjórfaldan guilverð- launahafa frá Los Angeles, og setti nýtt glæsilegt heimsmet, 9,79 sekúndur. Þegar hlaupið hófst var reyndar ekki spurning um hver sigraði heldur hvert nýja heimsmetið yrði, slíkir voru yfirburðir Johnson. ÆT Eg fann mig vel og ég var örugg- ur með sigur eftir 30 metra. Svo var bara að fylgja því eftir," sagði Ben Johnson. „Ég slakaði á þegar nokkrir metrar voru eftir og hefði hugsanlega getað komið í mark á 9,78. En ég ætla að spara það þangað til á næsta ári,“ sagði Johnson eftir hlaupið. Viðbragð Yfirburðir Johnson voru fyrst og fremst í ótrúlegu viðbragði. Hann var kominn af stað áður en aðrir keppendur náðu að rétta úr sér. Þrátt fyrir það náði hann ekki jafn góðu viðbragði og á heimsmeistara- mótinu í Róm. Það tók Johnson 0,132 sekúndur að komast af stað en 0,129 í Róm. Byijunin var þó það sem gerði út um hlaupið. Eftir 30 metra var ljóst hver myndi sigra. Johnson náði öruggri forystu og það var ekki fyrr en undir lokin að Lewis náði að minnka muninn en ekki að ógna forskoti Johnson. Þegar nokkrir metrar voru eftir í mark rétti Johnson upp hægri höndina til merkis um sigur. „Gull- verðlaunin eru það sem skiptir máli. Það geta allir slegið heims- metið en það getur engin tekið gullverðlaunin frá mér,“ sagði Johnson, fljótasti maður heims. Úrslitin voru mikil vonbrigði fyr- ir Carl Lewis sem ætlaði að endur- taka afrek sitt frá leikunum í Los Angeles og vinna fem gullverðlaun. Sá draumur er á enda. Á leikunum í Los Angeles sigraði Lewis í 100 m hlaupi en Johnson hafnaði í 3. sæti. „Þetta var gott hlaup en ég var þremur brautum frá Johnson og sá hann ekki fyrr en eftir 60-70 metra," sagði Lewis. „Ég á þijár greinar eftir og mun nú einbeita mér að þeim,“ sagði Lewis. Elnvfgi Þetta hlaup var það sem heimur- inn beið eftir og líklega fáir sem urðu fyrir vonbrigðum. Aldrei hefur náðst jafn góður tími í 100 metra hlaupi. Heimsmet Johnson, 9,79, bandarískt met Lewis 9,92, sem er þriðji besti tími sem náðst hefur og Evrópumet Linford Christie, 9,97. Reuter Frábær byrjun Ben Johnson náði frábæru starti í 100 metra hlaupinu. Viðbragð hans var stórkostlegt og ljóst var strax í upphafi að hveiju stefndi. Á myndinni sést vel hve langt hann er kominn fram úr keppinautum sínum þegar í upphafi og Carl Lewis, fjórði frá vinstri, lítur angistaraugum á keppinaut sinn. 'tf Þróun heimsmetsins í 100 m hlaupi Heimsmetið í 100 m hlaupi karla hefur þróast sem hér segir á þessari öld (metið er fremst, þá nafn methafans, þjóðerni og síðan dagsetning sem metið er sett); 10.6 sek...Donald Lippincott, Bandaríkjunum 6.7.1912 10.4.......Charles Paddock, Bandaríkjunum 23.4.1921 10.3.................Percy Williams, Kanada 9.8.1930 10.2...........Jesse Owens, Bandaríkjunum 20.6.1936 10.1..........Willie Williams, Bandaríkjunum 3.8.1956 10.0.......Armin Hary, Vestur-Þýskalandi 21.6.1960 9.95...........Jim Hines, Bandaríkjunum 14.10.1968 9.93...........Calvin Smith, Bandaríkjunum 3.7.1983 9.83.................BenJohnson, Kanada 30.8.1987 9.79.................Ben Johnson, Kanada 24.9.1988 ÞRÍSTÖKK Búlgarinn Markov vann med 17,61 m Búlgarinn Hristo Markov varð ólympíumeistari í þrístökki karla, stökk 17,61 m. Þetta er þriðji stóri titillinn, sem hann vinnur en hann er núverandi heims- og Evrópumeistari í greininni. Markov stökk 17,61 í fyrsta stökki sínu í úrslitunum og er það þriðtji bezti árangur sem náðst hefur í þrístökki ár. Igor Lapchine, Sovétríkjunum, varð annar með 17,52 m og landi hans, Alexander Kovalenko þriðji, stökk 17,42 m. Banda- ríkjamaðurinn Willie Banks, sem þótti líklegur til afreka, náði sér ekki á strik. Hann stökk aðeins 17,03 m og varð sjötti. ■ Hastökkið Svínn Patrik Sjöberg stökk aðeins 2,25 metra í undankeppni hástökksins í gærmorgun, en það nægði honum til þess að komast í úrslitin, sem verða í dag. Lágmarkið hafði verið sett 2,28 metrar en aðeins sjö stökkvarar náðu þeim árangri í gær. 16 stökkvarar komust í úrslit. Þessir stukku 2,28: Dietmar Mögenburg, Igor Paklin, Geoff Parsons, Clarence Saunders, Dalton Grant, Hollins Conway og Arturo Ortiz. 2,25 m stukku: Robert Ruffíni, Luca Toso, Sjöberg, Rudolf Povarnitsyn, Brian Stanton, Gannady Avdeyenko, Carlo Tránhardt, Jim Howard og Krzysztof Krawczyk. Sá besti! Johnson lyftir fingri hrósandi eftir að hann kom í mark á nýju heimsmeti, sem sigur- vegari í „hlaupi aldarinnar" — 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum i Seoul aðfarar- nótt laugardagsins. SJÖÞRAUT Glæsilegt heimsmet Jackie Joyner- Kerseefékk 7.291 stig. JACKIE Joyner-Kersee sigraði örugglega í keppni kvenna í sjöþraut. Hún setti glæsilegt ólympíu- og heimsmet, hlaut 7291 stig. Hún bætti þar með eigið heimsmet um 76 stig. Joyner-Kersee varð langt á undan næstu konum. Sabine John frá Austur-Þýzkalandi varð önnur með 6.897 stig og þriðja landa hennar Anke Behmer með 6.858 stig. Joyn- er-Kersee setti persónulegt met í þremur greinum af sjö, í 100 m grindahlaupi (12,9 sek), 800 m hlaupi (2.08,51 sek) og í langstökki en þar setti hún jafnframt ólympíu- rr.ct, 7,27 m. Hún hljóp 200 m á 22,56 sek, kastaði 15,80 m í kúlu- varpi, kastaði spjóti 45,66 m og stökk 1,86 m í hástökki. „Ég er fyrst og fremst ánægð með að sigra. Heimsmetið er í öðru sæti hjá mér,“ sagði Jackie Joyner- Kersee eftir sigurinn. Eiginmaður kennar Bob Kersee, sem jafnframt er þjálfari hennar, var að vonum stoltur jrfir afreki konu sinnar og sagði að hún gæti þess vegna sett heimsmet í 400 m hlaupi, það væri bara spurning um að hveiju hún sneri sér. Joyner-Kersee hefur verið í sér- flokki í greininni síðustu tvö ár og er þetta fimmta heimsmet hennar í greininni á þeim tíma. Þetta er í annað skipti sem keppt er í sjö- þraut kvenna á Ólympíuleikum en áður var keppt í fimmtarþraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.