Morgunblaðið - 25.09.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 25.09.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 ísland er ungt eldQallaland þar sem fólk býr við hættu vegna eldsumbrota og jarðskjálfta. En margar þjóðir hafa orðið verr úti vegna eldsumbrota en íslend- ingar á undanfbrnum árum og áratugum. Þegar bregðast þurfti við vegna eldgosahættu á eyjunni Guadeloupe í Vestur-Indíum var kallaður til íslenskur jarðfræð- ingur, dr. Guðmundur E. Sig- valdason, forstöðumaður Nor- rænu eldQallastöðvarinnar, en hann hefúr verið virkur í al- þjóðlegu samstarfi sem miðar að því að auka árvekni og minnka áhættu á eldvirkum svæðum. Slysið mikla, þegar 25.000 manns fórust í Armero í Kólombíu vegna aurskriðu frá eldQallinu Nevado del Ruiz árið 1985, vakti eldfjallafræðinga um heim allan til alvarlegrar umhugsunar. Á þingi, sem haldið var á Nýja Sjá- landi nokkrum mánuðum eftir slysið voru eldQallafræðingar hvattir til að eiga frumkvæði að kynningu og fræðslu, sem gæti leitt til aukins skilnings almenn- ings og stjórnvalda á nauðsyn forvama, en algjör skortur á forvöraum átti stóran þátt í hve slysaiega tókst til í Kólombíu. Guðmundi fannst þetta verkefiii standa sér nærri enda er hann formaður Alþj óðasambands eld- fjallastöðva, sem er ráðgjafi UNESCO þegar hættuástand skapast vegna eldsumbrota. Til- viljun réð því að þegar þessi mál voru fersk í huga bar fúndum saman við Jón Hermannsson, kvikmyndagerðarmann, sem fór að ympra á fræðslumyndagerð fyrir sjónvarp. Orð óx af orði og nú era sex sjónvarpsþættir í undirbúningi. Að undanförnu hafa þeir Jón Hermannsson verið á ferð um heiminn með kvik- myndatökumanninum Sigurði Sverri Pálssyni og hljóðupptöku- manninum Þórarai Guðnasyni. Kvikmyndatökum er nú að verða lokið og við tekur klipping og annar frágangur. Vonir standa til að myndin verði tilbúin til sýningar í vor og fáum við þá væntanlega að sjá sjónvarps- þættina í íslenska sjónvarpinu. Við gripum Guðmund í viðtal milli þess sem þeir félagar voru að kvikmynda á Islandi. Kvikmyndað um víða veröld vegna sjónvarpsþátta um eldvirkni Hawaii. Þórarinn hlustar á hraunflóðið. Kvikmyndaliðið á Hawaii: Jón, Sverrir, Guðmundur og Þórarinn. ■■■ ■ essi kvik- myndagerð á sér eflaust langan aðdrag- anda í hugar- heimi Guð- mundar, fræ- inu ef til vill sáð í fyrsta eld- gosinu sem hann varð vitni að, er hann 14 ára gamall kom með móður sinni að hraunjaðri Heklugossins 1947. Síðan leið langur tími. Guðmundur var í langskólanámi. Fékk á menntaskólaárunum fyrir tilviljun sumarvinnu á fjöllum við landmæl- ingar, en það átti sinn þátt í nám- svalinu. Hann lauk háskólanámi í Þýskalandi með lokaverkefni um myndbreytingu bergs við heita hveri. Stundaði í framhaldi af því rannsóknir á jarðhita í Bandaríkjun- um. Hann hugðist halda slíkum rannsóknum áfram hér heima en þá gerðist tvennt í senn, útskýrir hann. „Ég kynntist Sigurði Þórar- inssyni, jarðfræðingi, og laðaðist að honum eins og svo margir aðrir, og Askja tók að gjósa. Skjálftar og gufugos hófust daginn sem ég kom heim eftir níu ár í námi.“ Þar með var Guðmundur kominn í eldgosin og átti eftir að hafa afskipti af fleiri eldgosum en flestir aðrir núlif- andi jarðfræðingar, hér heima í Öskju 1961, Surtsey 1963, Heklu 1970 og 1980, Kröflu níu sinnum á árunum 1975 til 1984, og erlend- is á Jan Mayen 1970, tvisvar á Hawaii, Guadeloupe 1976 og til Nevado del Ruiz var hann kallaður þegar ósköpin dundu þar yfir. „Eldgos og jarðskjálftar eru nátt- vama fyrr en stórslys eða efnahags- legt áfall hefur vakið menn til um- hugsunar. Stundum nægir það ekki til eins og nærtæk dæmi sanna. Spumingin sem menn veltu fyrir sér á þinginu á Nýja Sjálandi var sú hveijum væri um að kenna að ekki er betur staðið að þessum málum. Það er einfalt að skella skuldinni á áhugalaus stjómvöld og sinnulausan almenning. Þá væri nær að spyija hvort við, sem þykj- umst vita betur, höfum gert nóg til að vekja áhuga og eftirtekt stjómvalda, hvort við höfum komið nógu skýrum boðum til almennings. Niðurstaða umræðnanna var sú að ef sökin er okkar ættum við að eiga frumkvæði að og eyða tíma í að gera betur. Slysið í Armero hlaut að hvetja menn til að taka þessa niðurstöðu mjög alvarlega." Ég var einmitt að koma frá Arm- ero þegar ég hitti Jón Hermannsson á flugvellinum í London. Honum var ofarlega í huga að hefja gerð íslenskra fræðslumynda og í mínum huga komst lítið annað að en sú hugsun að með einföldum hætti hefði verið hægt að koma í veg fyrir Armero-slysið. Ekkert tæki er betra til áróðurs og kennslu en kvikmyndin. Samt tók ég þetta tal okkar ekki mjög alvarlega og það var ekki fyrr en Jón Hermannsson fór að knýja á af fullri alvöru að ég byijaði að krota niður handrit að myndaþáttum. Þeim hjáverkum lauk í november 1986 og við feng- um styrk, 5 milljónir króna, úr Kvikmyndasjóði í ársbyijun 1987 og aftur sömu upphæð í byijun þessa árs. Auk þess hefur Náms- gagnastofnun lagt til á aðra milljón Sverrir kíkir á HimalæjaQöllin. Á Svartsengi. Guðmundur, Sverrir og Þórarinn við störf. Viðtal við dr. Guðmund E. Sigvalda- son úrufarslegar ógnir, sem fáir gefa gaum fyrr en á dynja. Á síðustu árum hafa slys og efnahagsleg áföll af völdum slíkra náttúruhamfara á ýmsum stöðum í heiminum vakið nokkur samfélög til umhugsunar og aðgerða sem beinast að því að minnka þessa áhættu og auka ör- yggi samfélagsþegnanna. Heima- eyjargos og Kröflueldar vöktu til umhugsunar hér heima en auk þess flæktist ég inn í svipuð mál erlend- is, t.d. í nefnd sem var skipuð af rannsóknaráði Frakklands til að meta hættuástand vegna óróleika í eldfjallinu Soufriere á Guadeloupe. Sú nefnd lagði meðal annars til að Frakkar tækju sér tak í rannsókn- um og forvömum vegna eldgosa- hættu á frönsku eyjunum í Vestur- Indíum. Þeir fóru að þeim ráðum og nokkrum árum seinna var for- stöðumönnum eldfjallastöðva víða að úr heiminum boðið að vera við vígslu nýrra eldfjallastöðva á þess- um frönsku eyjum. Við það tæki- færi var stofnað til Alþjóðasamtaka eldfjallastöðva og af pólitískum ástæðum þótti hentugt að gera full- trúa smæstu þjóðarinnar að for- manni," útskýrir Guðmundur af mestu hógværð. „Þetta vatt svo upp á sig. Nú eru þessi samtök ráðgjaf- ar UNESCO, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, þegar aðildarþjóðimar biðja um aðstoð vegna eldgosa eða eld- gosahættu. Vegna þessa hafði ég nokkur afskipti af ráðgjöf til stjóm- valda í Kólombíu eftir slysið í Arm- ero, og þar hefur ný eldfjallastöð verið stofnsett til að vakta eldfjöll í iandinu og vera stjómvöldum og almannavömum til ráðuneytis. Önnur dæmi má nefna svo sem við- brögð ítalskra stjómvalda við eld- gosahættu í Pozzuoli, útborg Nap- ólí, en þar urðu miklar jarðhræring- ar og landris á svæði þar sem nýtt fjall myndaðist á 15. öld. Nú er þama þéttbýl borg. Af þessu tilefni lögðu ítölsk stjómvöld í mikinn kostnað til að efla rannsóknir í eld- fjallafræðum og vöktun ítalskra eld- fjalla. Eldgosið í Sankti Helenu í Bandaríkjunum leiddi til stórauk- inna rannsókna og vöktunar eld- stöðva þar í landi. Niðurstaðan er samt alltaf sú að lítið eða ekkert er aðhafst til rannsókna eða for- króna. Þessar upphæðir nægja fyrir tæpum helmingi verksins." Guðmundur útskýrir uppbygg- ingu handritsins. í fyrsta þætti er fjallað um innræn og útræn öfl jarð- ar, uppmna þeirra, hvemig þau birtast og hvert er samspil þeirra til ilis eða góðs fyrir jarðarbúa. Annar þátturinn fjallar um land- rekskenninguna og hvemig hún skýrir staðsetningu eldvirkra svæða og jarðskjálftasvæða. Þriðji þáttur- inn Qallar um jarðskjálfta, eðli þeirra og áhrif á umhverfið. Pjórði þátturinn fjallar um ýmsar gerðir eldvirkni og hvaða hættur stafa af ólíkum eldgosum. Fimmti þáttur segir frá vöktun eldfjalla og lýsir hvað hægt er að gera til að vara fólk við aðsteðjandi vá, eins þótt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.