Morgunblaðið - 25.09.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.09.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 49 ekki sé unnt að segja eldgos fyrir. í sjötta þætti eru rakin nokkur dæmi um viðbrögð við augljósu hættuástandi, en þar kemur glöggt fram að þeim mun erfiðara er að bregðast við ef fólk vaknar fyrst til umhugsunar þegar hættan steðj- ar að. Auk kvikmyndanna verður stuðst við lifandi teiknimyndir, sem Jón Axel Egilsson gerir. í heild er myndinni ætlað að fræða og vekja til umhugsunar um þá staðreynd að gjörólíkar þjóðir búa við sams konar ógn af völdum eldgosa og jarðskjálfta, en eins hitt að þegar fréttir berast af sorglegum slysum eins í Armero eru tölur um fjöida látinna ekki meiningarsnauð orð, heldur búa að baki einstaklingar, sem höfðu sömu löngun og sama rétt til lífsins og við hin sem eftir lifum. Kring um hnöttinn með myndavélina Af þessu leiðir að þeir félagar hafa verið á ferðinni og kvikmyndað víða um heim, allt frá Haicheng í Kína og Tashkent í Sovétríkjunum tii San Andreas-sprungunnar í Kali- fomíu. Hér á íslandi hefur víða verið myndað á eldvirku svæðunum. „Við byijuðum í maí í fyrra og fór- um þá til Ameríku. Fyrst var kvik- myndað á frönsku eyjunum í Karabíska hafinu og síðan í Kólombíu, Mexíkó, Kalifomíu, á Hawaii og í Washington-fylki þar sem Sankti Helena bauð upp á fróð- legt myndefni. í fyrrasumar tókum við dáiítið efni hér heima en lögðum svo land undir fót í sumar og fóram til Nepai, Indónesíu, KínaogJapan. Innan fárra daga föram við tii Tash- kent í Sovétríkjunum að heimsækja rannsóknastöð í jarðskjálftafræð- um, en þar var gerð uppgötvun, sem menn héldu að gæti leitt til öraggr- ar jarðskjálftaspár. Sagan um tii- raunir til jarðskjálftaspár kemur víða við, bæði í Kína og Kalifomíu auk Sovétríkjanna." „Þetta er búið að vera skemmtilegt en skrambi erfitt. Það er svo mikil yfirferð á skömmum tíma. Við hefðum gjama þegið að vera lengur á hveijum stað, en ferðalögin era dýr og fjár- munir takmarkaðir. Á móti kemur að við höfum verið ótrúlega heppn- ir með veður og fengið mjög góðar móttökur hjá heimamönnum. Víða hefðum við verið nánast ósjálf- bjarga án aðstoðar. Óvíða vora Sverrír myndar hrauntotu á hreyfingu á Hawaii. Arkað um stræti og torg í Bogota. mynd um hvemig svona verk er unnið, og óvíst hvort ég hefði látið til leiðast hefði ég gert mér grein fyrir hversu erfið og margbrotin þessi iðja er. En það er bót í máli að samstarfið hefur verið sérstak- lega ánægjulegt og fróðlegt." Samband milli Kröflu og Öskju Fyrst við höfum dr. Guðmund E. Sigvaldason hjá okkur er tæki- færið notað til að spyrjast fyrir um viðfangsefni Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, sem hann veitir for- stöðu. „Norræna eldfjallastöðin er samnorræn stofnun, sem fær allt sitt fé úr Norræna menningarmála- sjóðnum. Auk fastra starfsmanna hefur stofnunin fimm stöður sem norrænir jarðfræðingar geta sótt um til eins árs í senn og notað tímann til að stunda nám og rann- sóknir sem tengjast eldfjallafræði. Umsóknir um þessar stöður era fjóram til fimm sinnum fleiri en hægt er að sinna, en auk þeirra sækjast jarðfræðingar af öðram þjóðum eftir að fá að dvelja við stofnunina um lengri eða skemmri tíma. Rannsóknir stofnunarinnar hafa í seinni tíð einkum beinst að eldvirkni á gliðnunarbeltum og verkefnin flest sótt í norðlenska gosbeltið. Stofnunin hefur tekið mjög virkan þátt í rannsóknum á Kröflusvæði og mikið og gott sam- starf hefur tekist við Almannavam- ir ríkisins vegna vöktunar svæðis- ins. Jafnframt hafa svipaðar rann- sóknir verið gerðar í Öskju í Dyngjufjöllum. Samanburður á hegðun þessara tveggja svæða hef- ur gefið Eysteini Tryggvasyni ástaaðu til að koma með þá skemmtilegu tilgátu að hugsanlega sé samband milli Öskju'og Kröflu. Eftir Öskjugosið 1961 jókst þrýst- ingur í kvikukerfi Öskju jafnt og þétt fram til ársins 1975 þegar Kröflueldar hófust. Síðan hefur þrýstingur í Öslgu rénað til mikilla muna, eða sem nemur því að Öskju- botninn sígur um allt að 10 senti- metra á hveiju ári, en þrýstingur heldur áfram að aukast undir Kröflu. Megintilgangur flestra verkefiia er að auka skilning á myndun og hegðun kviku í iðram jarðar og þeim kröftum sem era að verki þegar kvikan brýst til yfir- borðs. Annað dæmi um þá þanka, sem era að bijótast um í okkur er Amaro. Aurflóðið gróf 25 þúsund manns. Sverrir og Þórarinn fylgjast með gðtulífi í Nepal. móttökumar betri en I Kólombíu, en þar nutum við þess að Alþingi íslendinga veitti Kólombíumönnum einnar milljónar króna aðstoð eftir slysið í Ármero. Kólombíunefrid Alþingis ákvað að peningamir skyldu renna til nýstoftiaðrar eld- fjallastöðvar þar í landi og í kjölfar- ið komu tveir kólombfskir jarð- fræðingar til þjálfunar hér heima og Eysteinn Tryggvason, jarðeðlis- fræðingur, fór til Kólombíu sem ráðgjafi við vöktun Nevado del Ruiz og annarra eldQalla. Auk þess veitti Norræna eldfjallastöðin tveimur Kólombíumönnum styrk til þjálfunar við stofnunina. Auðvitað þarf lfka að útvega myndefni annars staðar að, t.d. af gjósandi eldfjöllum. Guðmundur segir að þeir séu í góðu sambandi við Frakkann Maurice Krafft, sem hefur áram saman farið um og kvikmyndað eldgos. Mikið er til af kvikmyndum af eldgosum á ís- landi, en það efni er nyög einhæft enda hafa flest eldgos hér á landi i seinni tíð verið hraungos. Guðmundur tekur undir það að gagnlegt sé að hafa orðið vitni að svo mörgum eldgosum á íslandi, en sú reynsla er ekki einhlít því fjölbreytt og ógnvekjandi eldvirkni er víða meiri en hér á landi. Til dæmis era stórhættuleg eldgos tíð á sumum hinna 13.000 eyja Indó- nesíu og sama má segja um Mexíkó og önnur Mið- og Suður-Ameríku- ríki. I Sovétríkjunum er mikið og virkt eldfjallasvæði á Kamsjatka- skaga. Þeir félagar sóttu um að fá að kvikmynda á því svæði, en þang- að hafa engir Vesturlandabúar fengið að koma svo vitað sé. Þeim var synjað um leyfi, enda munu vera þama hemaðarmannvirki, sem Sovétmenn vilja ekki flíka framan í vestrænar myndavélar. Hvergi annars staðar var nokkur fyrir- staða. I Kína var íslenska kvik- myndaliðið leitt um af stakri gest- risni og mikilli umhyggju og fékk að kvikmynda allt sem það óskaði eftir. Guðmundur segir að kvikmynd- unin hafi verið ákaflega áhugavert viðfangsefni. „Það hefur ekki síst verið gaman að kynnast vinnu- brögðum og tækni samstarfsmann- anna. Sjálfur hafði ég ekki hug- túlkun á þeirri niðurstöðu að eld- virkni hefur verið mjög ójöfn á ís- landi frá lokum síðustu ísaldar. Svo virðist sem stærstu gosin á þessum tíma hafi öll komið á fyrstu ár- þúsundum eftir að jökla leysti, en virkni síðustu alda ekki nema svipur hjá þeirri sjón. Tilgátan er sú að jökulfaigið hafi haldið aftur af eld- virkninni, sem síðan brýst út með miklum ákafa fyrst eftir að jöklar hörfa. Þessi tilgáta vekur aftur aðra þanka um eldvirkni undir jökl- um, sem er talin valda mestu um tilurð móbergsins íslenska. Eflaust hefur hluti þess myndast við slík skiljrrði en rannsóknir okkar á Síðu og í Fljótshverfi og í Dyngjuflöllum benda eindregið til þess að þar hafi jökull hvergi verið nærri þegar miklar móbergsmyndanir hlóðust upp eða ultu fram í risastórum flóð- um. Enn get ég minnst á þanka um kvikuhlaupskenningar sem vora settar fram og féllu vel að niður- stöðum sumra rannsóknaverkefna í Kröflueldum. Nú era uppi raddir efasemda þegar sífellt fleiri gögn bætast við og eldri gögn era yfirfar- in. Það sem helst mælir á móti kvikuhlaupshugmyndinni er ólík efhasamsetning hrauna í Kröflueld- um, en efnasamsetningin og jarð- eðlisfræðileg gögn sem fengust í síðasta gosinu árið 1984 gefa vísbendingu um fleiri en einn kviku- geymi undir Kröflusvæðinu. Því miður hafa rannsóknir á Kröflu- svæði dregist mjög saman, en ís- lendingar leggja ekkert fé til rann- — sókna okkar á þessu svæði, og Raunvísindastofnun háskólans á í miklum örðugleikum að kosta rekstur jarðskjálftamæla á því svæði sem annars staðar á landinu. Kröflusvæðið er virkt og þar má búast við gosi hvenær sem er. Kröfluvirkjun var reist þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir jarðvísinda- manna. Vextir og afborganir af lánum sem vora tekin vegna þessa . hamfaramannvirkis era alíka miklir á ári hveiju og kostnaður við rekst- ur Háskóla íslands. Stjórnmála- mennimir sem byggðu Kröfluvirkj- un hafa enn ekki lært að það er hægt að afstýra slíkum óföram með því að efna til öflugra rannsókna á * náttúru þessa óstýriláta lands." Stjórnvöld óvíðajafn tómlát sem hér Við víkjum aftur að sjónvarps- þáttunum og tilganginum með þeim, sem er fræðsla um eldvirkni og jarðskjálfta og hvemig hægt er að bregðast við slíkum ógnum. Vonást er til að þættimir verði sýndir sem víðast til almennrar fræðslu og eins gætu þeir nýst sem t kennsluefni í skólum. „Ef okkur tekst að vekja áhuga og umhugsun almennings þá fylgja stjómvöld í kjölfarið," segir Guðmundur og bætir við: „Það hefur einatt valdið mér nokkurri undran hversu sinnulaus íslensk stjómvöld era gagnvart hættunni af eldgosum og jarð- skjálftum á íslandi. Hvorki Heima- eyjargosið né Kröflueldar hafa haft minnstu ahrif í þá átt að breyta viðhorfi til rannsókna á þessu sviði. Hvoratveggja vora náttúraham- farir, sem ollu gífurlegu íjárhags- legu tjóni. Hvað Heimaey varðar var fólk hvatt til að flytja aftur til bæjarins, en það vekur eftirtekt að aldrei var spurt hvort öryggi fólks- ins væri tryggt með nýjustu og bestu aðferðum eldfjallafræðinnar. Tvö eldgos, Surtsey 1963 og Heimaey 1973, eftir um það bil 5.000 ára goshlé, hlýtur að vekja spuminguna af hveiju bara tvö gos, því ekki þijú eða tíu? Við þeirri spumingu er ekki annað svar en að líkumar fyrir fleiri gosum eru ekki Iitlar. Þess vegna ætti að beita bestu fáanlegri tækni til að tryggja öryggi fólksins. í Kröflueldum varð sú undarlega uppákoma að íslensk stjómvöld lýstu því formlega yfir að eldfjallafræðingar landsins væra ómarktækir menn úti í bæ, sem ekki væri hlustað á, enda kæmi ekki annað frá þeim en úrtölur og hrakspár. Tíminn leiddi annað í Ijós en stjómmálamennimir hafa ekkert lært. Jarðvísindamenn hafa varað við miklum jarðskjálftum á Suður- landi á þessari öld eða byijun þeirr- ar næstu. Þegar beiðnir um fjárveit- ingar til rannsókna bára engan árangur leituðu jarðskjálftafræð- ingar til Norræna menningarmála- sjóðsins til að rannsaka íslenska jarðskjálftahættu og fengu þar eitt- hvert fé. Eftir margra ára kynningu af viðbrögðum erlendra stjómvalda við eldgosa- og jarðslqálftahættu hryggir mig að verða að segja að hveigi hef ég kjmnst álíka tómlæti og í mínu eigin landi." Viðtal: Elín Pálmadóttir Myndir: Guðmundur E. Sigvaldason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.