Morgunblaðið - 25.09.1988, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
Minning:
Jón Bjarnason
Fæddur 7. maí 1904
Dáinn 10. september 1988
Föðurafí minn, Jón Bjamason,
andaðist aðfaranótt laugardagsins
10. september síðastliðinn, á
Landakotsspítala, Reykjavík, á 85.
aldursári.
Hann fæddist 7. maí 1904, í
Reykjavík, nánar tiltekið á Njáls-
götu 37, sem var fyrsta húsið sem
byggt var vð þá götu. Foreldrar
hans voru Bjami Jónsson, trésmið-
ur, ættaður úr Biskupstungum, og
Ingveldur Sverrisdóttir, ættuð frá
Sólheimum í Mýrdal. í þessu húsi
ólst afi upp, ásamt systkinum sínum
tveimur, Sverri og Kristrúnu, fram
til fjórtán ára aldurs.
Það ár, 1918, fluttist Qölskyldan
frá Reylqavík að Hvammi í
Skorradal, en langafí minn Bjami
hafði þá átt þá jörð um ookkura
ára skeið. f Hvammi átti afi heima
næstu sex árin, eða þar til árið
1924 að hann hélt að nýju til
Reykjavíkur til að heíja nám við
Samvinnuskólann, enda hneigðist
hugur hans lítt til bústarfa. Að því
námi loknu lá leiðin til Danmerkur,
þar sem hann dvaldi við nám og
störf á vegum dönsku samvinnu-
hreyfíngarinnar.
Arið 1930 kvæntist hann ömmu
minni, Dagmar Ólafsdóttur, sem
lést þann 10. október fyrir aðeins
tæpu ári.
Þau hófú sinn búskap í Reykjavík
og bjuggu þar æ síðan, fyrst á
Njarðargötu 5, en það hús keyptu
þau í félagi við langömmu mína og
tengdamóður hans, Guðrúnu Guð-
jónsdóttur. Þar bjuggu þau í mörg
ár ásamt bömum sfnum þremur,
Ólöfu, giftri Val Egilssyni, sem
búsett hafa verið í Bandaríkjunum
um langt árabil, Ingu Bimu, sem
búsett er í Danmörku, og Gunnari,
föður þeirrar sem þetta skrifar og
sem kvæntur er móður minni, Helgu
Erlu Hjartardóttur, og búa þau í
Garðabæ.
Nokkm eftir heimkomuna frá
Danmörku, lærði afi símritun og
hóf um líkt leyti störf hjá Landssíma
íslands. Hann vann þar ámm sam-
an, fyrst á ritsímanum en síðan á
aðalskrifstofu hans.
Um 1960 hætti afí störfum hjá
Landssímanum og vann eftir það
hjá Vátryggingaskrifstofu Sigfúsar
Btömastofii
Friófinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
0pi6 öll kvöid
til Id. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
V- ** 'm
I
Sighvatssonar hf. Hann var einn
af eigendum þess fyrirtækis og
starfaði lengst af þar sem skrif-
stofustjóri.
Arið 1953 festu afí og amma
kaup á íbúðinni á Hraunteig 13,
þar sem þau bjuggu allt til dauða-
dags og við þann stað era allar
mínr minningar um þau bundnar.
Nú þegar leiðir skilja og hugurinn
reikar til liðins tíma fínnst mér að
allt líf mitt sé á einhvem hátt tengt
samvistum við afa og ömmu og
heimili þeirra á Hraunteig. Þar bjó
ég líka, ásamt foreldram mínum,
fyrstu ár ævi minnar og eftir að
ég og fjölskylda mín fluttum af
heimilinu dvaldi ég þar áfram öllum
stundum, enda var hvergi betra að
vera. Því vora þær ófáar helgamar
sem hófust á því að nauðsynlegustu
hlutir vora settir í tösku og haldið
til helgardvalar hjá afa og ömmu.
Eins vora þeir ófáir sunnudagamir
sem við afí fóram prúðbúin, hönd
í hönd, niður í bæ til að gefa öndun-
um á Tjöminni eða til að fara í
þijúbíó, að sjá eitthvert teikni-
myndasafnið og mátti þá oftast
ekki á milli sjá hvort okkar skemmti
sér betur yfír myndinni.
Þær vora líka margar stundimar
sem við áttum saman í stofunni
heima á Hraunteig, við að hlusta á
tónlist af ýmsu tagi og þar gilti
einu hvort hlýtt var á fremstu tenór-
raddir sögunnar eða harmónikku-
snillinga því afí hafði hina mestu
unun af flestri tónlist.
Þá var gjaman hækkað vel í
músíkinni, tekið sporið um stofuna
og afí kenndi undirstöðuatriðin í
polka og zha-zha-zha. Fannst
ömmu þá stundum „unglingamir“
heldur háværir og reyndi að hafa
hemil á gleðinni, en uppskar sjaldn-
ast fyrir erfiði sitt, svo innilega
skemmtun við okkur á þessum
dansæfíngum.
Síðar lá leið mín í gagnfræða-
skóla og seinna í menntaskóla. Þá
var gott að geta leitað til afa með •
snúna dönsku- og enskustíla eða
erfiðar mannkynssöguritgerðir og
var þá víst að aldrei var komið að
tómum kofanum þar. Leysti hann
slík verkefíii jaftivel í gegnum
símann, því ekki hafði sonardóttirin
alltaf þá forsjálni til að bera að
byija á slíku með góðum fyrirvara
og vora því oft góð ráð dýr, þegar
tíminn var naumur. Þá gat nú
gamla manninum stundum ofboðið
kæraleysið. En aldrei brást hann
og alltaf fór maður með fullunnið
verkið í skólann þó lítið væri sam-
ræmið á getu í tímum og því snilld-
armálfari sem var á þeim verkefn-
um sem gerð vora heima fyrir.
Ég minnist einnig allra Qörlegu
umræðnanna við eldhúsborðið á
Hraunteig 13, þar vora hin ólíkustu
mál krafin til mergjar og ekki vora
nú allir alltaf jafíi sammála þá, en
aldrei fór það þó svo að ekki staeðu
allir upp frá þeim umræðum með
bros á vör og sem bestu vinir.
Að lokum má ekki gleyma snilld-
arlegri rithönd afa og hagmælsku.
Margar era þær gestabækumar
sem kvæði hans prýða, skrifuð með
þeirri skrautskrift sem fáir léku
eftir honum.
Nú, þegar ég kveð afa minn
hinsta sinni, er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof
_______um gerð og val legstema.
ÍS S.HEUGASON HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 SiMt 76677
gæfu aðnjótandi að fá að kynnast
slíkum manni sem hann var og fyr-
ir allar þær minningar sem ég á
um hann og mun alltaf varðveita
innra með mér.
í dag á ég lítinn Jón, sem bíður
það erfíða verkefni að bera nafn
langafa síns með þeim sóma sem
hann átti svo sannarlega skilið og
reyna að vera sú heilsteypta og
heiðarlega manneskja sem hann
alla tfð var.
Við sem eftir lifum munum sakna
hans sárt, en tíminn mun án efa
lina sársauka og söknuð og eftir
standa minningin um góðan föður,
afa og langafa, en ekki síður traust-
an vin og félaga.
Blessuð sé minning hans.
Dagmar Guðrún Gunnarsdóttir
Jón ólst að mestu leyti upp í einni
af fallegustu sveit íslands, Borgar-
firði.
Sem unglingur vann hann algeng
sveitastörf og var talinn mjög
hraustur og duglegur til allra verka.
Jón var á unglingsáranum mjög
góður íþróttamaður og sérstaklega
góður í glímu.
Seinna lá leiðin í Samvinnuskól-
ann og skóla fyrir símritara. I mörg
ár starfaði hann hjá Landssíma Ís-
lands sem símritari og seinna á
skrifstofunni þar.
Árið 1958 fór Jón að starfa hjá
Vátryggingaskrifstofu Sigfúsar
Sighvatssonar hf., sem ég undirrit-
uð þá veitti forstöðu. Ég er honum
mjög þakklát fyrir dugnað hans og
sérþekkingu í erfiðum trygginga-
málum sem hann þurfti oft að leysa
úr.
Jón og kona hans, Dagmar Ólafs-
dóttir (nú látin), reistu sitt fyrsta
heimili við Njarðargötu í Reykjavík
og var það eins konar miðstöð fyrir
vini og fjölskyldur þeirra. Móðir frú
Dagmar var þar einnig til húsa og
setti það virðulegan svip á heimilið.
Bömin, Ólöf, Bima og Gunnar, vora
sólargeislar foreldranna.
Seinna fluttist Qölskyldan á
Hraunteig 13, og fáum dögum eftir
flutninginn var frú Dagmar búin
að koma öllu fyrir og tilbúin að
taka á móti gestum. Ég og maður-
inn minn, Sigfús heitinn Sighvats-
son, ásamt dóttur okkar Agústu,
voram daglegir gestir á heimili Jóns
og Dagmar.
Eftir lát frú Dagmar hrakaði
heilsu Jóns og erfíður sjúkdómur
lagði þennan hrausta glímukappa í
valinn.
Jón andaðist 10. september sl. á
Landakotsspítala. Að ósk hans fór
jarðarförin fram í kyrrþey.
Við Ágústa biðjum flölskyldu
Jóns og Dagmar að taka á móti
okkar innilegustu samúðarkveðjum.
Ellen Sighvatsson
Þær era fallegar og skýrar mynd-
imar sem ég geymi úr afahúsi.
Afí Jón átti sinn stól við eldhús-
borðið þar sem hann settist oft þeg-
ar við komum í heimsókn, og fékk
sér kaffibolla.
Á þessum eldhúsfúndum var far-
ið víða. Umræðuefnin vora marg-
vísleg og oft var þétt setið í litla
eldhúsinu á Hraunteignum.
Frásagnarhæfíleikar afa komu
kannski einna best í Ijós á þvf að
snemma fékk hann okkur bama-
bömin til að þegja og leggja við
hlustir.
Kímnigáfan var líka á sínum stað
og oft glatt á hjalla þegar afí sagði
sögur af fólki í fortíð og nútíð, hisp-
urslausar frásagnir sem bára vott
Próf. Júlíus Sigur-
jónsson - Minning
Fæddur 26. desember 1907
Dáinn 9. september 1988
Júlíus Siguijónsson prófessor í
heilbrigðisfræði við læknadeild Há-
skóla Islands var fæddur í Grenivík
26. desember 1907. Faðir hans,
Siguijón Jónsson, var þá héraðs-
læknir í Höfðahverfishéraði og bjó
fjölskyldan í Grenivík. Júlíus lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 18 ára gamall og
kandidatsprófí í læknisfræði 1931,
hvortveggja með háum einkunnum.
Hann stundaði framhaldsnám í
meinafræði og bakteríufræði og
lauk prófí frá heilbrigðisfræðaskóla
Lundúnaháskóla. Hann starfaði
sem meinafræðingur í Reykjavík
frá ársbytjun 1934 og kenndi oft
með prófessor Níels Dungal eða í
forföllum hans. Um haustið 1936
hóf hann að kenna heilbrigðisfræði
við læknadeild Háskóla íslands og
varð prófessor í þeirri grein í júlí
1945. Af þeim störfum lét hann
1976 vegna aldurs.
Júlíus vann mikið að rannsóknar-
störfum. Rit hans um skjaldkirtil
íslendinga, sem hann varði sem
doktorsritgerð, er mjög ýtarlegt rit
og hefur sýnt að skjaldkirtill í ís-
lendingum er um marga hluti sér-
stæður. Annað stórvirki í rannsókn-
um vann Júlíus þegar hann tók að
sér að stýra manneldiskönnun þeirri
sem sfðar hefúr verið kennd við
Manneldisráð og fór fram á áranum
1939 og 1940. Um þetta kom út
bókin „Matarræði og heilsufar á
íslandi 1939—40“. Hann vann tals-
vert að matvælarannsóknum, m.a.
mikið af c-vítamínmælingum en á
síðari hluta starfsferils hans fór
hann að stunda meira rannsóknir í
faraldsfræði. Hann gaf út mjög
áhugaverðar greinar um dánaror-
sakir aldraðra og vann mikið að
rannsóknum á magakrabbameini í
íslendingum og niðurstöður hans
um þau efni hafa hlotið verðskuld-
aða athygli.
um næman og ríkan skilning á
mannlegu eðli.
Stjómmálin vora oft f brenni-
depli á þessum fjölskyldufundum
og afí leiddi þær umræður af mikl-
um áhuga. Dómar vora felldir og
þjóðarskútunni margoft bjargað frá
strandi við eldhúsborðið hjá afa.
En það var ekki alltaf talað á
Hraunteig 13, og oft hljómuðu sin-
fóníur og óperatónlist alla leiðina
út á götu. Þá var afí að taka upp,
hlusta á nýja plötu eða bara prófa
hljómtækin.
Lífsgleði var það sem einkenndi
allt hans fas.
Afí var alltaf að læra og ef skóla-
námið þyngdist var oft leitað til
hans því þar var öll svör að fínna.
Þeir vora ófáir dönskustílamir
sem afí átti heiðurinn af á mínum
menntaskólaáram.
Árið 1984 stundaðj ég nám í
spænsku við Háskóla íslands, og á
sama tíma var afí að læra spænsku
við skrifborðið heima hjá sér. Oft
báram við saman bækur okkar og
ráðfærðum okkur hvort við annað
í náminu. Löng símtöl á síðkvöldum
þar sem framburður og beygingar
vora aðalumræðuefnið vora tíð á
spænskuáram okkar afa.
Fyrir nokkram áram fór fjöl-
skyldan saman til Spánar. Eftir að
búið var að koma sér fyrir á hótel-
inu uppgötvuðum við að afí var
horfínn. Eftir nokkra leit fannst
hann þó þar sem hann var búinn
að koma sér fyrir hjá starfsfólkinu
í móttöku hótelsins og var í hróka-
samræðum að æfa spænskuna sína.
Hann hafði brennandi áhuga á
öllu sem var framandi og krafðist
einbeitni, og ekki er langt síðan
hann hafði hug á að setjast á skóla-
bekk í Háskólanum og sinna
spænskunáminu, þrátt fyrir að
meira en hálf öld væri liðin frá því
hann sótti skóla síðast.
Af því varð þó ekki, en námið
var honum alltaf hugleikið og hann
sinnti því heima fyrir af miklum
áhuga.
Þær verða ekki fleiri heimsókn-
imar á Hraunteiginn, en minning-
amar era hlýjar og fylgja manni
um ókomna tíð.
Afí er farinn, en skilnaðargjöf
hans er lífsgleði, elja og festa,
ómetanlegt veganesti.
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Sem kennari f heilbrigðisfræði
við læknadeild Háskóla Íslands
lagði prófessor Júlíus grandvöll að
þeirri þekkingu í heilbrigðisfræði
sem meirihluti íslenskra lækna í dag
býr að.
Margvísleg trúnaðarstörf tók
hann að sér. Hann var ráðunautur
landlæknis um heilbrigðisfræðileg
eftii alla tíð sem hann kenndi það
fag og kom á stofti og sfjómaði
rannsóknastofu í heilbrigðisfræði.
Hann var mjög oft fulltrúi íslands
á þingum Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar og var aðalfulltrúi
íslands þar samfleytt í 12 ár.
Leiðir okkar Júlfusar lágu fyrst
saman þegar við störfuðum báðir í
stjóm Lánasjóðs stúdenta, en síðar
naut ég kennslu hans í heilbrigðis-
fræði í sfðasta hluta námi í lækna-
deild. Júlíus var ákaflega viðfelldinn
maður, skarpgreindur en Iftillátur.
Ég tel það lán, að hafa kynnst hon-
um á þessum tíma og einnig síðar
er ég tók við störfúm hans við
iæknadeild Háskólans og rann-
sóknastofu í heilbrigðisfræði.
íslensk læknisfræði á á bak að
sjá einum af sínum hæfustu starfs-
mönnum. Rannsóknastörf hans
munu halda minningu hans á lofti,
en á því sviði var hann brautryðj-
andi með því að taka að sér stór
og viðamikil verkefni og skila þeim
af sér með prýði. Rannsóknir hans
frá síðari áram starfsævinnar vora
einkum um faraldsfræði hæg-
gengra sjúkdóma s.s. krabbameina.
Vísindagreinar hans allar bera vott
um mjög agaðan'vísindamann, sem
lét ekkert frá sér fara nema það
væri í hæsta gæðaflokki.
Um leið og ég votta ástvinum
hans samúð mína þakka ég sam-
fylgd og leiðsögn.
Hrafii Tulinius