Morgunblaðið - 25.09.1988, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
BORGARSPÍTAI.INN
Lausar Slðdur
Hjúkrunarfræðingar
Á skurðalækningadeildum
Deild A-3. Slysadeild með 18 rúm. Heila- og
taugaskurðlækningadeild með 12 rúm.
Deild A-4. Háls-, nef- og eyrnadeild með 14
rúm.
Almenn skurðlækningadeild með 16 rúm.
Deild A-5. Þvagfæraskurðlækningadeild með
12 rúm.
Almenn skurðlækningadeild með 18 rúm.
Um er að ræða fullt starf og hlutastarf. Á
deildunum eru einnig lausar K-stöður
(kennsla, fræðsla, sérverkefni) hjúkrunar-
fræðinga.
Skipuiagður aðlögunartími.
Starfsaðstaða er mjög góð.
Sjúkraliðar
Lausar eru stöður sjúkraliða á Grensásdeild
E-62. Um er að ræða fullt starf og hlutastarf.
Skipulagður aðlögunartími.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, starfsmannaþjónustu, sími
696356.
Furuborg
- barnaheimili
Starfsmaður óskast í 50-60% starf eftir há-
degi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
696705.
Birkiborg
-dagheimili
Fóstra eða starfsmaður óskast í 50-100%
starf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
696702.
Prentarar
Okkur vantar duglegan prentara strax á
tveggja lita Roland Parva.
Skeytingamenn
Okkur vantar góðan skeytingarmann.
Mjög fjölbreytt verkefni.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30.
september merkt: „Trúnaöur - 4381“ eða
hafa samband við Martein í síma 31170 á
daginn eða 38258 á kvöldin.
Afgreiðslustarf
Viljum ráða í framtíðarstarf röskan af-
greiðslumann, karl eða konu, á verkstæði
okkar Sætúni 8.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknareyðublöð afhent hjá verkstjóra
mánudaginn 12. sept. Upplýsingar ekki veitt-
ar í síma.
Heimilistæki hf
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Hafnarbúðir
hjúkrunarfræðingar
í Hafnarbúðum við Tryggvagötu er starfrækt
hjúkrunardeild fyrir aldraða. Þar vantar hjúkr-
unarfræðing í fulla vinnu á allar vaktir.
Minni vinna kemur einnig til greina.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 14182.
Yfirfóstra
- aðstoðarfólk
Dagheimilið Litla kot við Landakotsspítala
óskar að ráða yfirfóstru nú þegar. Litla kot
er ein dagheimilisdeild með 18 hress og góð
börn á aldrinum 1-3V2 árs. Vegna vaktavinnu
foreldra er hópurinn mis stór frá degi til
dags. Vinnutími starfsmanna sem eru fimm
er einnig breytilegur.
Einnig vantar aðstoðarfólk nú þegar.
Komið eða hringið eftir nánari upplýsingum
hjá Dagrúnu í síma 19600/297 fyrir hádegi.
Reykjavík23.9. 1988.
Bormenn
Óska að ráða 1-2 menn til framtíðarstarfa
við jarðboranir. Reynsla af umhirðu véla og
tækja, svo og meirapróf, æskilegir kostir,
en ekki sett sem skilyrði.
Nánari upplýsingar gefur Friðfinnur K. Daniels-
son, framkvæmdastjóri, í síma 91-673430 eða
985-22619.
Borverktaki
Drilling Contractor
Sjatöúui
Hinn sívinsæli skemmtistaður Norðlendinga,
Sjallinn, er nú að hefja fjölskrúðugt vetrar-
starf sitt og óskar því að ráða jákvætt,
skemmtilegt og hresst starfsfólk.
Framreiðslumenn
Viðkomandi þurfa að hafa reynslu og góð
meðmæli og njóta þess að þjóna góðu fólki.
Plötusnúð
sem þarf að hafa góða almenna þekkingu á
allri dægurtónlist auk þess að geta talað vel
til fólks og skemmt okkar ágætu gestum.
Þá þyrfti plötusnúðurinn að hafa þekkingu á
Ijósabúnaði og hæfileika til að stýra Ijósum.
Birgðavörð
sem ber ábyrgð á afgreiðslu birgða til starfs-
manna. Viðkomandi þarf að vera traustur,
jákvæður, þolinmóður og eiga auðvelt með
að vinna með fólki.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf óskast sendar auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, 101
Reykjavík, fyrir 1. október, merktar:
„SJALLINN - 13511“.
Au-pair
óskast til starfa hjá amerískri fjölskyldu í
Boston. Uþplýsingar í síma 18064.
Yfirvélstjóri
Yfirvélstjóra vantar strax á 215 tonna bát
sem fer til síldveiða.
Upplýsingar í síma 97-31143 á daginn og
97-31231 á kvöldin.
Fósturheimili
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir fjöl-
skyldum sem gætu tekið að sér börn í
skammtíma- og langtímafóstur. Sérstaklega
er óskað eftir fjölskyldum á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu.
Nánari upplýsingar veita félagsráðgjafar í
síma 45700.
Skrifstofa/bókari
Fyrirtækið er ungt framleiðslufyrirtæki í ná-
grenni Reykjavíkur. Vinnutími frá kl. 8-16.
Starfssvið: Ritvinnsla, útskrift reikninga, færsla
sjóðbókar, daglegt uppgjör, tölvubókhald,
merking fylgiskjala, afstemmingarfrágangur á
bókhaldi í hendur endurskoðenda o.fl.
Við leitum að: Manni með víðtæka starfs-
reynslu, verslunarmenntun og færni til að
starfa mjög sjálfstætt. Starfið er laust strax.
Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð-
um sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar: „Bókari - 560“.
Hagvangurhf
Grensásvegi 13
Reykjavík
Sími 83666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir
Bókhaldsþjónusta
Her raf ata versl u n
óskar eftir starfskrafti til afgreiðslustarfa.
Þarf að geta unnið sjálfstætt, eiga gott með
að umgangast fólk og getað hafið störf sem
fyrst.
Upplýsingar í síma 31766 milli kl. 14-19.
Hjúkrunarfræðingur
30 ára hjúkrunarfræðingur óskar eftir hálfu
starfi eftir hádegi. Ýmislegt kemur til greina.
Upplýsingar í síma 45388.
abendi
RAfXJOF C )C, RADNINCVNR
Ert þú á réttri hillu?
Ert þú að fara í nám?
Langar þig að skipta um starf?
Náms- og starfsráðgjöf Ábendis getur að-
stoðað þig við að finna það nám eða starf
sem líklegt er til að veita þér ánægju.
Tímapantanir í síma 689099 frá kl. 9-15 alla
virka daga.
Ábendi sf.