Morgunblaðið - 25.09.1988, Síða 67

Morgunblaðið - 25.09.1988, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 Mannskapniim var hleypt út fjórum sinnum á dag, en aldrei út fyrir skipasmíðastöðina. Svo má bara velta þvífyrir sér hvers vegpia í ósköpunum aumingjans mennirnir eru geymdir þarna við þessar aðstæður. ff SNORRI GUÐJÓNSSON ff í sumar hafa 10.000 manns ferðast með okkur um eyjamar. Af þessum fjölda eru um tveir þriðju Islendingar. I Bjarneyjum var elsta -----------9----------- verstöð á Islandi. Þegar mest varíeyjunni voru þar300manns oggert út á 50 bátum. ÓSKAR EYÞÓRSSON Myndlist er talin góð svona spari, á sunnudögum og á þjóðhátíðum. Þá er voða gott að geta talað um „menningararf þjóðarinnar“ en þetta passar ekki nógu vel við hversdagsleikann. GUÐBJÖRG HJARTARDÓTTIR u hvem sem hefur unnið í pólskri skip- asmíðastöð. Pólland er eitthvað svo víðs fjarri okkur hér uppi á skerinu, nema hvað varðar fréttaflutning af stjóm- og verkalýðsmálum þar á bæ. Snorri Guðjónsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur var þama úti í tvær vikur í sumar sem leið, við vinnu í skipasmíðastöðinni „Stocznia Remontowa Nauta" (þessi var erfið- ur...) sem í daglegu tali er nefnd „Nauta Shipyard". Ég innti hann eftir dvölinni í Gdynia. Hver er aðdragandinn að þvi að þú ferð út til Póllands? Þegar ég var ungur strákur fékk ég strax mikinn áhuga á öllu sem viðkemur rafmagni og herbeigið mitt var troðfullt af alls kyns tækjum og tólum í þá venina. Heimilisfólkið kvartaði hástöfum yfir því hversu oft rafmagnið fór af húsinu, en ég lét mér ekki segjast og hélt áfram að gera allskonar til- raunir á bak við luktar dyr. Ég byijaði nám í rafmagnsfræði í Iðnskólanum í Hafnarfirði, sem er mjög athyglisverður skóli, en var þar þó ekki lengi, heldur flutti mig fljót- lega yfir í Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Þar hélt ég áfram í rafmagns- náminu en fékk fljótt áhuga á fleiri greinum og lýk stúdentsprófi þaðan í vor. Ég hef unnið talsvert mikið við skip, t.d. hjá fyrirtækinu Rafboða, og svo hjá rafverktaka áður en ég fór til Póllands. Á báðum stöðunum vann ég sem nemi. H vernig gekk svo dvölin í Gdyn- ia fyrir sig? Ég fór út með föður mínum og bróður, sem var skipaður „almanna- tengslafulltrúi" okkar, vegna þess að hann er svo opinskár. Ef okkur vantaði eitthvað sem erfitt var að ná f, reyndist vel að senda hann út af örkinni til að nálgast hlutinn. Við vorum aliir þrír að vinna við smíði rafmagnstöflu um borð í íslensku skipi sem heitir Ljósafell. Það er dálítið skrítið að vinna svona verk í landi, þar sem bókstaf- lega allt vantar. Maður þarf að koma með öll tæki og tól með sér og ef eitthvað gleymist, verður maður ann- aðhvort að sætta sig við það og reyna að bjarga sér fyrir hom, eða þá að láta senda sér viðkomandi hlut frá vesturhluta Evrópu. Ég var með ákveðnar hugmyndir um þetta land þegar ég fór út, en veið að segja að afstaða mín breytt- ist mjög mikið við komuna þangað. Pólland er ekki nándar nærri því eins drungalegt og ég hafði haldið og þó svo að almenningur þar sé skelfdur yfir ástandinu í efnahags- og þjóðmálum, reyndist fólkið glað- lynt og óhemju gestrisið. Það eru svo fáir ferðamenn sem fara þama um, að hvarvetna þar sem við birtumst, var okkur tekið með kostum og kynj- um. Kannski er einhver hluti af gest- risninni dollaragræðgi, en ekki þá nema að mjög litlu leyti. Það sem mér fannst verst, var að geta ekki talað við fólkið nema með fátæklegu handapati, það hefði verið verulega gaman að spjalla við það. Sem dæmi um hversu almennileg- ir þeir yfirleitt eru, vorum við eitt sinn að tala við yfirmann í „Nauta" og auðvitað var almannatengslafull- trúinn okkar þar fremstur f flokki við þýðingar. Þessum manni skildist á okkur einhvers staðar í samtalinu að við ættum lítinn seglbát heima á Islandi og var ekki lengi að bjóða okkur bát til leigu yfír helgi. Við þáðum þetta góða boð og leigðum okkur tvo báta og borguðum fyrir með tveimur vodkaflöskum. Það var einmitt einhver vodkaskortur á þess- um tíma. Svo spaugilega vildi til, að Pól- veiji sem hefur siglt mjög víða og tekið þátt í margri siglingakeppni, fór með okkur um borð og talaði sitt hrognamál, sem við skildum auð- vitað alls ekki neitt í, allan tímann sem við vorum úti á vatninu. Hann vildi ólmur uppfræða okkur um allt sem snerti siglingakúnstina og ef hann sá að við skildum ekki hvað hann sagði, var það endurtekið maigoft uns við þóttumst skilja full- komlega hvað hann var að reyna að segja okkur. Urðuð þið fyrir einhveijum skakkaföllum meðan á verkefiiinu stóð? Maður verður náttúrulega að átta sig á því, að kerfið þama er mjög þungt í vöfum. Til dæmis var altalað að búið væri að stela sex sinnum því magni af málningu sem þurfti til að mála skipið. Það er ákaflega lítið hægt að gera við svoleiðis uppákom- um, enda er vinnuaflið kannski það ódýrt að það hreinlega tekur því ekki að gera mál úr slíku. Enda kæmist það að öllum líkindum aldrei í gegnum skrifræðið. Einhveiju sinni ætluðum við feðg- amir að fá lánuð nokkur verkfæri frá Ljósafellinu og nota þau við lítils- háttar viðgerðir þar sem við bjugg- um. Til þess að komast inn í stöðina að morgni og út að kvöldi þurfa menn að fara í gegnum varðhlið þar sem gæslumenn kíkja á passann þinn og athugað er hvort þú berir eitthvað ólögmætt með þér. Við vomm m.a. með eina borvél í verkfærakassanum, sem reyndist ekki vera á lista þeim er varðmennimir höfðu í fórum sínum yfir allt það dót sem finna má í svona kössum. Þetta varð til þess að þeir geymdu okkur heillengi inni á einhverri skrifstofu á meðan þeir fóm yfír hvem einasta hlut i kassan- um. Við vomm nú famir að gera okk- ur grein fyrir því hvað allt getur tekið langan tíma á þessum slóðum, svo að við létum bara fara vel um okkur og steinsofiiuðum þama á meðan allt málavafstrið gekk yfir. Þetta atvik lýsir því vel hversu allt tekur óskaplega langan tíma i Pól- landi. Og reyndar ekki bara þar, heldur víðar í þessum heimshluta. Það tekur fyrir það fyrsta heila fjóra tíma að komast í gegnum Jámtjaldið og maður verður bara að sætta sig við þetta og bíða rólegur átekta. Er eitthvað sérstakt umfram annað sem vakti athygii þína i „Nauta"? Það var eitt sem Pólveijamir sögðu okkur frá og mér fannst nokk- uð skondið. Það höfðu komið mörg rússnesk skip í stöðina sem þeir vissu hreint ekki hvaða hlutverki gegndu og vom í rauninni hvorki fugl né fískur. Ekki var hægt að fiokka þau undir fiskiskip eða farþegaskip, þetta vom bara skip, eitthvað sem flaut og virtist ekki hafa neinn tilgang í sjálfu sér. Og það merkilega við þetja . var, að áhöfnin var höfð um borð þó svo að skipið lægi í flotkví í við- gerð. Það er ekki beint þrifalegt eða skemmtilegt að vera um borð í skipi þar sem verið er að slípa og sjóða og allt er fullt af neistum, hávaða og mengun. Samt var áhöfiiin látm vera á skipinu, sem var ekki búið að vera neinn smá tíma þarha, nefni- lega í rúmt ári Mannskapnum var hleyipt út §ómm sinnum á dag, en aldrei út fyrir skipasmíðastöðina. Svo má bara velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum aumingjans mennimir em geymdir þama viMfi þessar aðstæður. Svo er annað sem ég tók eftir og það er hversu algengt það er að konur vinni í skipasmíðastöðvum. Þetta er óþrifavinna og ég bjóst alls ekki við þessu, en þær ganga í hvaða störf sem vera skal og era sérstak- lega vinsælar til að hafa á krönun- um. Annars er erfítt að greina á milli kynja þegar allir em í vinnugöll- um og dmllugir upp fyrir haus. Aðeins um þig sjálfan; áttu ein- hver sérstök áhugamál? Ég er í Flugbjörgunarsveitinni, raunar á fyrsta árinu sem er reynslu- tími og árangur þess mun skera úr um hvort ég verð tekinn inn sem fastur meðlimur. Mér finnst feikilea^. gaman að þessu starfi og þá sérstak- lega öllu sem viðkemur útiveru. Ég hef farið í margar stórskemmtilegar feiðir, m.a. í eina upp á Hvannadals- hnúk. Svona ferðalög reyna viricilega mikið á mann og þannig vil ég ein- mitt taka mínar íþróttir, ekki inni í leikfimissal, heldur úti undir bem lofti. Leggurðu áherslu á eitthvað sérstakt í framtíðinni? Mig langar að verða ríkuri. Er það ekki það sem flesta ef ekki all^,^ dreymir um innst inni? Sumir reyi* að fela það, aðrir ekki. Maður hefur auðvitað velt framtíðinni heilmikið fyrir sér. Niðurstaða mín er sú, að mig langar að finna mér framtíðar- starf þar sem ég þarf að hugsa mik- • ið og vera skapandi og hreyfa mig jafnframt. Það er ákaflega mikið til af störfum núna, þar sem menn þurfa að hugsa mikið en ekkert að hreyfa sig og það er alls ekki nógu gott að mínu mati. Ef ég ætla að verða ríkur verð ég að sjálfsögðu að eiga heil- brigða sál i hraustum líkama eða hvað? S.Á. UMSJÓN STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR OG ARI GÍSLI BRAGASON svo rómantísk. Svo komst ég í sam- band við austurriskan myndlistar- mann fyrir tilstuðlan Helga Þorgils og hann benti mér á þennan skóla og ákvcðna kennara sem við hann starfa. Það er Ifka mjög heillandi að Austurríki skuli liggja að sex öðmm löndum, ég ætti að geta fengið ein- hveija útrás fyrir flökkueðlið í mér! Og Didda, hvemig er skólinn þinn? í rauninni er ég ekki rryög ánægð með skólann. Hann er ipjög virtur og lifir á fomn frasgð, en mér finnst eins og það sé ekki mikið að gerast innan skólans. Aðalatriðið fyrir mig er að vera farin héðan, komin eitt- hvert annað og þurfa að standa á eigin fótum. Mig langaði að fara til London, hún er mikil stórborg, og ég hef allt annað mat á hlutunum þegar ég kem úr litlu samfélagi eins og Reykjavík, heldur en þeir sem lifa í vemlegum mannfjölda. Hver einstaklingur f stórborginni er miklu minna metinn en hér heima, þar sem hver og einn skiptir heilmiklu máli vegna smæðar þjóðfélagsins. Mér fannst mjög skritið að upplifa þennan mun á gild- ismati og held að maður sé ákaflega heppinn að fæðast í landi þar sem allir em einhvers virði. Ég hugsa að mest um vert sé að fara út og sjá eitthvað nýtt, hrein- lega að átta sig á því hvað heimurinn er í raun og vem stór! Ef þú ert á íslandi, í Myndlista- og handfðaskó- lanum og í Nýlistadeild, þá er frekar margt sem bakkar þig upp, eitthvert aðhald og einhver sem reynir að beina þér inn á vissar brautir. í skól- anum í London er maður alveg sjálf- ráður um hvort maður gerir ekki neitt, eða eitthvað sem er einhvers virði. Þama verð ég að gera upp við mig hvort ég hef einhvem metnað og ætla mér að gera einhveija hluti, eða hvort ég ætla bara að sullast í gegnum þetta áreynslulaust. Föram út í aðra sálma. Hvers vegna veljið þið myndlistina, hvað knýr ykkur áfram? D: Já, hvers vegna við erum að hengja okkur á þjóðina, mergsjúga almenning? Nei, í alvöra, f þessu landi er ríkjandi ákveðið viðhorf í þá vem að við námsmenn og þá sér í lagi myndlistamemar, séum ein- hverskonar baggi á þjóðinni. Mynd- list er talin góð svona spari, á sunnu- dögum og á þjóðhátíðum. Þá er voða gott að geta talað um menningararf þjóðarinnar, en þetta passar ekki nógu vel við hveredagsleikann. Finnið þið fyrir þvf þegar fólk er að tala um menningararfínn, að far- ið gæti svo einn góðan veðurdag að við höfum hreint engan menningar- arf til að tala um, ef við leggjum ekki rækt við Iistamennina okkar? I: Ja, ef þetta viðhorf verður ríkjandi áfram, gæti alveg farið svo. Aimare er af nógu að taka, hér era nokkrir mjög góðir myndlistarmenn, sem gera það sem þeir vilja í sinni list hvort sem almenningsálitið er þeim andsnúið eða ekki. Ég má til að spyija aftur um hvað knýr ykkur áfram, hvaðan sprettur myndlistin eiginlega? I: Við vomm saman með sýningu í Hafnargalleríi núna í ágúst sl. sem vakti okkur til umhugsunar um hvort við væmm að gera mjög líka hluti eða eitthvað gjöreamlega óskylt, ég er nú ekki alveg komin að niðuretöðu með það. Ég veit ekki hvað skal segja um hvemig myndlist verður til. Mér finnst eins og ég eigi einmitt eftir að læra svo mikið um hvemig ég á að tala um verkin mín! Ég held að ég sé nú búin að finna mig að ein- hveiju leyti f málverkinu. Það er svo margt sem gerist á bak við eina mynd, það getur liðið heill mánuður frá byijun verksins og þar til því er lokið og verkið í raun og vem allan tímann að þróast. D: Það sem er svo spennandi við málverkið er að á meðan maður er að gera myndina, uppgötvar maður alls kyns hiuti og í raun og vem veit ég ekki hvaða hugsun liggur að baki, fyrr en myndin er fullgerð. Það liggur við að málverkið lifi sjálfstæðu lffi og ég hef oft þá tilfinn- ingu að ég sé að tala við sjálfa mig, þegar ég horfi á mynd skapast smám saman í höndunum á mér. I: Maður hættir stundum að geta sljómað myndinni, hún tekur oft sjálf f taumana. Þegar ég fæ hugmynd, finnst mér hún oft einföld og kjánaleg. Kannski dettur mér í hug að mála hús, vegna þess að mig langar svo óskaplega til að vita hvemig hús ég myndi mála! Og svo er ég byijuð að mála þetta hús, en er kannski löngu hætt að hugsa um að þetta sé hús... ég meina, þetta er ævintýralegt! D: Upplifunin er sú, að maður er sífellt að fara fram úr sjálfum sér og verður steinhissa yfir útkomunni. Svo er annað sem getur skipt sköpum í myndlist og það em þessi áhrif sem liggja í loftinu, ekki beint nein stefna í myndlistinni í það og það skiptið, heldur í rauninni and- rúmsloftið í kringum mann á hveijum tíma. I: Gott dæmi um þetta er nokkuð sem skeði þegar Didda var farin til London. Þá málaði ég mynd af tveim- ur tijám, annað var appelsínutré og hitt var sítrónutré. Svo frétti ég að Diddu hefði dreymt draum þar sem við vorum að mála sömu myndins_________ Skömmu síðar fer ég til London og þá sýnir Didda mér mynd eftir sig af appelsínutréi og sítrónutréi! Þetta er alveg furðulegt og ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessar app- elsínur og sftrónur koma — Það hlýtur að vera að við höfum upplifað eitthvað svipað sem skilar sér á þenn- an hátt. Að lokum, hvemig kunnið þið við ykkur í hlutveriri þess sem fæst við að skapa? I: Mér finnst þetta afar eðlilegt og sé það alls ekki fyrir mér að fást við annað en myndlist. Það þyrfti f „ það minnsta eitthvað mikið að ske til að ég færi út í aðra hluti. D: Mér finnst myndlistin ofsalega spennandi og lít á hana sem óaðskilj- anlegan hluta af mínu lífi. Hún er erfið að því leyti til, að í raun og vem er ekkert tryggt framundan, alls staðar spumingamerki á bak við alla framvindu. Maður veit ekki hvert — maður fer né hvað verður í framtí- ðinni. S.Á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.