Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
Stoltur yfir því að hafa leitað
skyldfólk mitt uppi
- segir Einar Ólason ljósmyndari
Einar Ólason er 31 árs
ljósmyndari, sem frá 19 ára
aldri hefur leitað ættingja
sinna. Iiann hefiir nú fundið
kynmóður sína og fímm
systkini en leitar enn föður
sins. Hann segist vera á leið til
Bandarikjanna til að hitta
móður sína, sem hann hefiir
aldrei séð, og til að leita uppi
föður sinn. „Eg er afskaplega
ánægður með að hafa fundið
flest skyldmenni mín og ekki
síður stoltur yfir því.“ Einar
segist hafa verið heppinn í leit
sinni. Hann segir sögu sína hér
til þess að hún megi verða
öðrum hvatning til að leita
uppruna síns. Því hver og einn
eigi rétt á vita hverra manna
hann sé.
Móðir mín hafði þegar ákveðið
að gefa mig þegar ég fædd-
ist og ég var ættleiddur vikugam-
all á sjúkrahúsinu í Keflavík. Um
sama leyti ættleiddu kjörforeldrar
mínir tveggja ára gamlan dreng
og ólu okkur upp sem bræður.
Við bjuggum á Húsavík. Þar voru
nokkur kjörböm í næsta ná-
grenni, m.a. þrír félagar okkar,
en við urðum ekki fyrir aðkasti
vegna þessa.
Kjörforeldr-
Ui/rn ar m'n‘r eru
H Uhm yndislegir og
mt W tmtI hafa reynst mér
. vel. Ég hef alltaf
rff vitað að ég væri
Jrfj tökubam og sem
krakki var ég ákaf-
rfí lega forvitinn, lang-
rh vita. hverra
L Cr manna ég væri. For-
eldrar mínir hvöttu
mig til að ná sambandi við skyld-
mennin og gáfu mér allar þær
upplýsingar sem þeir höfðu undir
höndum en þær vom ekki miklar.
Ég vissi hvað móðir mín hét,
hvar hún bjó þegar ég fæddist
og að faðir minn hefði verið
bandarískur hermaður. Einnig
hafði ég heyrt að ég ætti fleiri
systkini, þar á meðal tvíbura. En
ég gerði ekkert í þessum málum
fyrr en undir tvítugt. Þá fór ég á
Hagstofuna og í bandaríska sendi-
ráðið. Á hvorugum staðnum var
nokkrar upplýsingar að hafa, svo
ég hætti í bili. Nokkru seinna fór
ég aftur á Hagstofuna og þar var
stúlka sem reyndist mér ómetan-
leg hjálp. Hún gramsaði og garf-
aði í gömlum skýrslum og komst
loks að því að mamma hefði búið
með móður sinni og systur um
það leyti sem ég fæddist. Hún gaf
mér upp nöfn þeirra og ég fór
strax af stað. Amma var þá látin
fyrir allnokkru en móðursystur
mína fann ég þegar. Það kom
óneitanlega á hana þegar ég
hringdi í hana en hún bauð mér
samt heim. Ég gleymi þvi aldrei
þegar hún opnaði dymar fyrir
mér og á veggnum fyrir aftan
hana blasti við mynd af manni í
einkennisbúningi, sem var nauð-
alíkur mér. Ég hreinlega stein-
gleymdi frænku minni stundar-
kom og starði á myndina, sem
ég hélt vera af pabba. Myndin
reyndist vera af bróður mínum,
sem var elstur okkar systkinanna
og sá eini sem mámma ól upp.
Frænka mín sýndi mér myndir
af fjölskyldunni, sagði mér frá
mömmu, sem hafði flutttil Banda-
ríkjanna 1966, eldri systur minni
og gaf mér upp heimilisfang
þeirra beggja. Það greip mig ofsa-
kæti þegar ég hafði kvatt hana
og mig langaði mest til að stökkva
hæð mína og bara vera þar.
Ég komst fljótt niður á jörðina
og hafði samband við kjörforeldra
eldri systur minnar af tillitssemi
við þau. Þau tóku mér öll vel,
rétt eins og hin systkinin og að-
standendur þeirra síðar. Ég skrif-
aði einnig bréf til mömmu, þá 21
árs gamall. Henni varð óskaplega
mikið um þegar hún fékk bréfíð
og sendi mér kort þar sem hún
sagðist ekki geta hitt mig. Þá var
hún gift hermanni á eftirlaunum
sem hafði ekki hugmynd um að
auk elsta sonar síns hefði mamma
eignast fímm böm og gefíð þau
öll. En við skrifuðumst samt á og
sendum hvort öðru myndir.
Mamma sagði mér hver faðir minn
væri en bað mig að hætta að
grennslast fyrir um hann. Hún
sagði mér einnig frá eldri systkin-
um mínum en nefndi hin yngri
ekki. Hún hélt þessu áfram leyndu
fyrir manninum sínum sem nú er
látinn. Það var t.d. mjög erfitt
fyrir mig að geta ekki heimsótt
mömmu þegar ég var á ferð í
Bandaríkjunum tveimur árum
síðar. Ég hef aldrei hitt hana en
ætla að drífa mig vestur fyrir jól.
Eftir þetta kastaði ég mæðinni
um nokkum tíma en var þó annað
slagið að spyijast fyrir um tvíbur-
ana. Þar rakst ég alltaf á vegg
en fann á viðbrögðunum að menn
vissu meira en þeir vildu vera láta.
Það var svo ekki fyrr en 6 árum
seinna að mér datt í hug að
hringja í dómsmálaráðuneytið til
að komast að því hver væri réttur
minn. Þar var mér gefíð samband
við lögfræðing sem tók niður
nafnið mitt og sagði mér að koma
næsta dag. Hann sagði mig eiga
allan rétt á því að vita um for-
eldra mína og systkini. Ég var
óskaplega spenntur því þama var
næstsíðasti hluti ráðgátunnar um
fjölskylduna að leysast. Daginn
eftir gekk ég á fund lögfræðings-
ins, sem byijaði að telja okkur
Tvær fjölskyldur
„Hún reyndist vera nauðalík mér,
þæði í útliti og innræti," segir Einar
Ólason um systur sína, Maríu
Bjarnadóttur. Á myndinni t.v. eru
Einar og kjörbróðir hans, Örn,
með foreldrunum; Óla Kristins-
syni og Ingunni Jónasdóttur.
eldri systkinin upp. Ég gat varla
setið kyrr fyrir óþolinmæði allt
þar til hann tilkynnti mér að ég
ætti yngri systur, sem væri ári
yngri. Mér brá óskaplega. „Eitt
systkinið enn,“ þaut í gegnum
hugann, „en þá er þetta misskiln-
ingur með tvíburana." Ég ætlaði
því að fara út þegar hann spurði
mig hvort ég vildi ekki fá allar
upplýsingamar og sagði mér frá
yngstu systkinunum, tvíbura-
bræðrum. Ég sat bara eins og
lamaður þegar hann lauk við að
lesa upp úr skjölunum.
Heima húkti ég ráðvilltur og
hugsaði um hvað ég ætti að gera.
Ákvað að hringja í yngri systur
mína en hún trúði mér ekki þegar
ég kynnti mig. Að lokum bauð
hún mér heim. Þegar ég stóð á
Morgunblaðið/RAX
útidyratröppunum hjá henni flaug
mér allt í einu í hug hvort ég
væri að ganga of langt, með því
að tilkynna alveg ókunnugu fólki
að ég væri bróðir þess. En ég sló
hugsuninni frá mér og hún hefur
ekki hvarflað að mér síðan. Systir
mín reyndist vera nauðalík mér,
bæði í útliti og innræti. Eins og
mamma, reynum við alltaf að
horfa á björtu hliðamar. Ef
mamma hefði ekki gert það held
ég að hún væri löngu búin að
missa vitið.
Seinna bauð ég svo systkinum
mínum heim og við létum taka
mynd af okkur sem við sendum
mömmu. En tilfínningarnar til
þeirra komu ekkert sisvona. Við
vorum ókunnug; fullorðið fólk.
Síðar kynntist ég þeim betur og
áamband okkar er gott, þó sum
þekki ég betur en önnur. Þrátt
fyrir skyldleikann verður tilfinn-
ingasamband systkina aldrei eins
náið, alist þau ekki saman upp.
Mér er ómögulegt að lýsa þeim
tilfinningum, sem ég ber í bijósti
til systkina minna. Nema hvað ég
er þakklátur fyrir að hafa fundið
þau, þó seint hafí verið.“