Morgunblaðið - 20.11.1988, Síða 11
11 c
MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
ÆTTFRÆDI/Hvemig tengist stabarhaldarinn stabnum?
Gefandinn
Stefán Stephensen.
Staðarhaldarinn
Sr. Þórir Stephen-
sen.
Stephensenar
og Viðey
í sumar var séra Þórir Stephensen (£ 1931) ráðinn hinn fyrsti
staðarhaldari í Viðey eftir endurreisn staðarins. Fór vel á því
að maður með þetta ættarnafn væri ráðinn til starfans þvi að
nafii Stephensena eða Stefánunga, eins og ættin er líka stundum
kölluð, og Viðeyjar hefiir verið bundin traustum böndum i tvær
aldir. Ekki veit ég þó hvort séra Þórir hefiir sóst eftir stöðunni
eða verið ráðinn vegna ættar sinnar. Altént gefur ráðning hans
tilefiii til að rifla svolítið upp sögu Stephensena í Viðey og hvernig
séra Þórir kemur inn í þessa ætt sem kölluð var valdamesta ætt
Islands á síðustu öld.
Forfaðir Stephensena var Ólafur
Stephensen (1731—1812) en
hann var fyrsti íslendingurinn
sem gegndi stöðu æðsta valds-
manns þjóðarinnar í þá tíð, stift-
amtmanns-
embættinu.
Hann fluttist
1793 til Viðeyjar
og bjó við mikla
rausn í Viðeyjar-
stofu til æviloka
enda stórauðug-
ur. Sonur hans
Magnús
dóm-
eftir Guójón
Frióriksson
var
Stephensen (1762—1833)
sQóri, mestur valdamaður lands-
ins á fyrsta þriðjungi 19. aldar
og frumkvöðull í menningar- og
fræðslumálum. Magnús bjó alla
sína tíð í Viðey, keypti hana 1817
af landstjóminni og var eyjan
síðan samfellt í eigu Stephensena
til 1903. Sonur hans var Ólafur
Stephensen (1791—1872) dóm-
málaritari í Viðey. Hann var
þrígiftur og voru tvær fyrri konur
hans, systumar Sigríður og
Marta, sonardætur Ólafs stiftamt-
manns Stephensens og því systk-
inaböm við Ólaf mann sinn. Gift-
ingar innan ættar í Stephensen-
ætt voru mjög algengar eins og
í fleiri yfirstéttarættum á síðustu
öld. Sonur Ólafs og Mörtu var
Magnús Stephensen (1832—
1913) bóndi í Viðey og var hann
þar fjórði og síðasti ábúandinn
af Stephensenætt. Eyjan var seld
úr eigu ættarinnar 1903 eins og
áður sagði.
Ekki var þó Viðey með öllu
gengin úr greipum Stefánunga
því að árið 1938 keypti Stefán
Stephensen (f. 1900) kaupmaður
í versluninni Verðandi í Reykjavík
eyna en hann var sonarsonur áð-
umefnds Magnúsar Stephensens
bónda i Viðey. Faðir hans var
Ólafur Stephensen (1863—1934)
prestur á Mosfelli í Mosfellssveit.
Stefán kaupmaður seldi svo ríkinu
Viðeyjarstofu ásamt landspildu
umhverfis árið 1967 en gaf kirkj-
una íslensku Þjóðkirkjunni. Viðey
er ein af stærstu eyjum landsins
og keypti Reykjavíkurborg
stærsta hluta hennar árið 1983
en sonur Stefáns kaupmanns,
Ólafur Stephensen (f. 1936), for-
stjóri auglýsingastofu í Reykjavík,
heldur þó eftir nokkram hekturam
milli Heljarkinnar og Kvenna-
gönguhóla. Eins og alkunna er
færði svo ríkið Viðeyjarstofu
Reykjavíkurborg að gjöf árið
1986.
Og þá er komið að því hvemig
séra Þórir Stephensen staðar-
haldari er skyldur Stefánungum
í Viðey. Hann er sonur Olafs
Stephensens (1876—1954) öku-
mánns í Reykjavík sem aftur var
sonur séra Stefáns Stephensens
(1832-1922) á Mosfelli í
Grímsnesi. Séra Stefán á Mosfelli
var sonur séra Stefáns Stephen-
sens (1802—1851) á Reynivöllum
sem var sonur Stefáns Stephen-
sens (1767—1820) amtmanns á
Hvítárvöllum en hann var sonur
Ólafs Stephensens stiftamtmanns
í Viðey. Séra Þórir er því fimmti
maður frá Ólafi og era það óvenju-
lega fáir ættliðir miðað við það
að milli fæðingarára þeirra era
rétt 200 ár.
MATUR OC DRVKKDR/U
ergott að eiga alltafí eldhússkápnum?
Búraleg
Ekki era allir svo búralegir að
þeir geti séð af sérstakri
skonsu undir forðabúr og frysti-
kistu, og meira reynir á útsjónar-
semi og skipulagshæfileika þeirra
sem hafa fáa
skápa og þrönga
til þess að safna í
forða en hinna sem
hafa yfrið. Hér á
eftir fer listi yfir
hráefni sem skyn-
samlegt er að eiga
eftir Jóhönnu að staðaldri í eld-
Sveinsdóttur húshirslum í því
skyni að eiga alltaf úr einhveiju
að moða, hvort sem tími hefur gef-
ist til að fara út í búð eða ekki
áður en hafist er handa við matartil-
búninginn. Séu t.d. til hrísgrjón og
einhvers konar afgangar af kjöti,
fiski og/eða grænmeti má alltaf
laga risotto, og sé
nánast ekkert annað
til í kotinu en kart-
öflur má t.d. rífa
þær og baka kart-
öflupönnuköku —
rösti — o.s.frv., að
því tilskyidu að ein-
hveijar kryddteg-
undir séu líka við
hendina. (Ég er sem
sagt ekki þeirrar
skoðunar eins og
sumir forframaðir
matarskríbentar erlendir að brenn-
andi kynhvöt sé besta kryddið við
matargerð og að ávallt beri að huga
að kynörvandi efnasamsetningu
fæðunnar svo og örvitseggjandi
framreiðslu hvers réttar fyrir
sig____) En hér kemur listinn:
Dijon-sinnep, gjaman bæði gróft
og fint; gott edik, gjaman bæði
vín- og eplaedik; ólífuolía (einkum
í salöt) og/eða önnur olía með „hlut-
lausara“ bragði, eins og maísolía
ef þið kjósið svo; smjör; tómatkraft-
ur í túpu eða litlum dósum; ein-
hveijar niðursuðuvörar, svo sem
túnfískur, þorskhrogn og spínat;
Parmesanostur; hvítlaukur; soja-
sósa, t.d. tamari; súputeningar eða
—kraftun bæði kjöt-, fiski- og
grænmetiskraftur; hunang; ólífur;
einhvers konar hnetur (og/eða
möndlur); hrísgijón; einhvers konar
pasta; kartöflur; þurrkaðar baunir
(gjaman nokkrar tegundir, þ. á m.
rauðar linsubaunir sem ekki þarf
að leggja í bleyti fyrir suðu); sæmi-
legt úrval kiyddtegunda, þ. á m.
heil kiydd, og gott mortél; egg;
súrmjólk eða hrein jógúrt; ger og
lyftiduft; og svo auðvitað hveiti,
sykur o.s.ftv.
Síðan er um að
gera að fullnýta allt,
á þessum síðustu og
verstu tímum (aftur
og nýbúriir,..),
með réttu hugarfari,
sbr. upphaf ljóðs
zen-búddistans Ed-
wards E. Brown í
The Tassajara Bre-
adbook: „Lífgaðu
fæðuna/ með ást-
ríkri nærveru þinni./
Hafðu samlíðan, berðu virðingu/
fyrir ferskri fæðu, skörðóttum skál-
um,/ skítugum diskaþurrkum og
suðandi flugum./ Hirtu um leifar,/
ekki segja: Hva, það er nóg til,/
þessu getum við hent./ Því allir
hlutir segja: Sýndu mér ást,/ saml-
íðan, varfæmi...“
LIFANDIPENINGAMARKAÐUR
IKRINGLUNNI
„ieM fdiK i
vwbmhmmmwi _-euepgaaHe
fjármal
. ■■■ "!
Ari Sigurðsson
Margrét Hinriksdóttir
Sigrún Ölafsdóttir
Stefán Jóhannsson
HjáFjárfestingarfélaginu íKringlunni FIÁPFFCntvir" APFFI Ar'ltA ^>pið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18
er lifandipeningamarkaður og IzugzrOzg* kl. 10 - 14
og personuleg þjonusta.
Aöili aö Veröbréfaþingi Islands. Hluthafar Verzlunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstöðin,
Lífeyrissjóöur Verzlunarmanna auk rúmloga 400 fyrirtaekja og einstaklina.
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Skyndibréfa, Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
ís nóv. 1988: Kjarabréf 3,364 Tekjubréf 1,567 Markbréf 1,777 Fjölþjóðabréf 1,268 Skyndibréf 1,031