Morgunblaðið - 20.11.1988, Page 20

Morgunblaðið - 20.11.1988, Page 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 KONAN ER EE'JS OG EÐALVÍN í TKbHKBl/SALOME ÞORKELSDÓTTIR eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur HÚN er alftaf fallega klædd og smekldega snyrt, hún lítur út fyrir að wera langtum yngri en sextíu og eins árs; þetta kemur fyrst í hugann. Á þingi er hún ágæt- lega máli farin og hún æsir sig ekki upp, viricar tamin og yfirveguð. Hún er virðuleg án þess að vera frtiaus. Hún virdist halda fólki í hæfilegri Qariægð með stilling- unni og viðmóti sem er kurteist og ópersónulega vin- gjamlegL Hún gæti þess vegna verið vatnsberi — reyn- ist í krabbamerkinu og finnst gaman að spá í stjjömu- merki, er svolítið hjátrúarfull og bankar í tré þegar hún gefur yfiriýsingar. Hún er þræipólitísk að eigin sögn og hefur verið sjálfstæðiskona frá unga aldri. Henni finnst konum hafa verið haldið niðri í forystuliði stjóm- málaflokkanna en vill vinna með karimönnunum að breytingum til bðta. Hún býr í MosfeHsbæ á kyrriátum stað uppi í Mos- feilsdal. Húsið er viðaridætt og með giaðiegu bláu þaki og hún biður mig blessaða að veraekki aðfara úr skónum. „Engin persnesk teppi hér,“ segir hún og vísar mér inn í heimilislega stofu, þar sem allt vitnar um langa ’*eru íbúa, |>arf nokkrum sinnum að stökkva í símann, Nerfram kaffi og rúnstykki og segist hafa verið að hu.>sa um að hætta við viðtalið. Hún er orðin afvön að tala cm sjálfa sig nema í framhjáhlaupi og er háif feimin vk> >að. Þá veit ég það iíka um hana. Húnerfeimin. RTU EINS YFIR veguð og þú lítur út fyrir að vera? Hef- urðu alltaf verið svona stillt og gætin í fram- komu? Ja, þegar stórt er spurt, verð- ur fátt um svör, segir hún og fómar höndum. Svei mér þá, ég hef ekki hugsað út í þetta. En ætli þetta sé ekki eitthvað sem kemur með aldri og þroSka eins og um- burðarlyndið. Mér er þetta eðlilegt, þetta er ekki tamið. A yngri árum, o, jú, ég skammaðist, ég byrgði ekki reiði inni. Svona til gamans í þessu samhengi um stjör- numerki, ég er krabbi og ég held að eiginleikar hans séu nokkuð ríkir í mér. Þegar ég var krakki var oft sagt að ég væri fýlupoki vegna þess ef mér sámaði dró ég mig í hlé. Dæmigert fyrir krabb- ann. Jú, víst hef ég gaman af því að velta fyrir mér stjömumerkjum ... sumir skammast sín fyrir það og finnst eitthvað ófínt við það. En oft getur verið margt tii í þessu. Maðurinn minn er _ vatnsberi og ég held að hann hafi sterk einkenni þess merkis, hann er rólegur og lokaður, djúpt hugsi einatt, gáfaður. Krabbi og vatnsberi eru ekki sögð eiga skap sam- an. Við vomm nú ekki að velta því fyrir okkur, áður en við giftum okkur sem betur fór! Það gæti verið gaman að láta gera fyrir sig stjörnukort. Kannski ég láti bara verða af því. Það er allt í lagi að skemmta sér við þetta. Hversu mikið sem menn hæðast að þessum „vísindum" hef ég aldrei fyr- irhitt neinn sem vissi ekki í hvaða stjömumerki hann er. Veltirðu aldrinum fyrir þér, hefurðu áhyggjur af því að þú sért að verða gömul? „Það er nú svo með aldur- inn, hvert aldursskeið hefur sinn sjarma, mér finnst ég ekkert eldri en þegar ég varð fimmtug. Annars erteygjan- legt, hvað mönnumdettur í hug, þegar þeir hugsa um tiltekinn aldur. Sextug kona nú er varla eldri en fertug fyrir nokkmm áratugum, svo fremi heilsan sé góð. En þetta getur verið viðkvæmt, kannski meira fyrir konu. Og sumir vom hissa á mér að vera að vekja athygli á því þegar ég varð sextug í fyrra. En því skyldi maður leyna aldri sínum? Mér finnst aldur gefa aukinn þroska og umburðarlyndi, meira öryggi með sjálfan sig. Svo ég syndgi upp á náðina og minnist aðeins á pólitík þá dettur mér í hug að stundum er talað um að það þurfi að yngja upp í þessum eða hin- um flokknum, meðalaldurinn sé orðinn svo hár. Vissulega er nauðsynlegt að fá ungt fólk og hugmyndaríkt til starfa, en þeir sem eru eldra geta oft miðlað þeim yngri af reynslu sinni og forðað þeim frá að gera mistök. Þess vegna tel ég eigi að blanda þessu saman. Best fyrir alla. Það em ekki konur einar sem glíma við áhyggjur af aldri, karlmenn gera það líka, þótt það birtist á annan hátt. Mér finnst sjálfsagt að reyna að líta vel út. En á hinn bóginn getur verið af- káralegt þegar eldri konur ■ haga sér eins og smástelpur • og klæða sig þannig. Því f skyldu árin ekki mega sjást . á okkur. Ég trúi að árin , færi okkur ákveðinn þroska,, geri okkur hæfari til að fást , við allt mögulegt sem við i hefðum ekki lagt í áður og • fyrmm, við getum leyft okk-. ur að hafa skoðanir sem við i treystum okkur ekki til að i standa við þegar við vomm yngri. Við emm ekki jafn viðkvæm fyrir sjálfum okkur og getum viðurkennt að við vitum ekki allt. Ég hef stund- um sagt um konur þegar þær em orðnar sextugar: Við er- um eins og eðalvín, því eldri og þroskaðri þess betri! Liv Ullmann sagði í fyrstu bók sinni að hún sæi ekki í spegl- inum andlit ungu stúlkunnar sem henni fyndist innra með sér hún vera. Þetta er ekki fjarri lagi. Og blessuðum karlmönnunum er þetta mál líka og í auknum mæli gang- ast þeir við því, fyrir tiltölu- lega fáum ámm hefði þótt eitthvað athugavert við karl- mann sem lét setja í sig per- manent eða strípur. Þetta hefur breyst og klæðnaður þeirra er líka fijálslegri og eraf hinugóða." Hvað finnst þér skemmti- legt? ÉR FINNST gaman að fara í leik- hús og á tónleika og hef mikla skemmtun afjiví að sjá góð- ar bíómyndir. Vera í glöðum félagsskap. Áður en ég fór á kaf í stjórnmálin var ég starfandi í kvenfélaginu hér og hafði mikla ánægju af því. En stjórnmálin breyta öllu lífi manns, þau verða númer eitt, tvö og þijú. Ef frístund gefst þá er maður þakklátur fyrir að geta verið heima í rólegheitum. Áður hafði ég fjarska gaman af að fara út og skemmta mér, dansa og vera í gleðskap með góðum vinum. Nú er gaman að vera heima hjá sér, ekkert sem rýfur þögn- ina, nema fuglasöngurinn í garðinum. Þó neita ég ekki að ég sakna að ég hef ekki tök á að rækta samband við gamlar og góðar vinkonur. Kannski það sem ég sakna mest. Þegar krakkamir voru litlir heimsöttum við hver aðra með krakkana og áttum líflegar og góðar stundir, það var vel að merkja fyrir sjón- varpið." Fyrir sjónvarpið? „Það er ekki hægt að neita því að sjónvarp hefur haft mikil áhrif á heimilishagi fólks. Svo bættust við mynd- bönd og önnur sjónvarpsrás og þetta tekur af tíma fólks, það eróhugsandi annað.“ Með neikvæðum formerkj- um? „Að sumu leyti, já. Við emm enn ekki nógu dugieg að velja. Manstu fyrir nokkr- um ámm þegar verkfall gerði að verkum að ekkert sjónvarp var. Heilu fjölskyld- umar uppgötvuðu að þær gátu allt í einu farið að tala saman — eða þær höfðu ekki um neitt að tala. Mér finnst óþarfi þegar fólk talar um sjónvarp í niðrandi tón. Snobbar niður á við, að það sé ómenningarlegt að horfa á afþreyingarefni í sjónvarpi. Við megum ekki horfa fram- hjá því að fyrir marga til dæmis eldra fólk og þá sem lifa í einsemd getur sjón- varpið verið góð og kærkom- in afþreying, nokkurs konar heimilisvinur.“EP Hvaðer skemmtilegt við að vasast í pólitík, sætleiki valdsins? „Stjómmálaþátttaka hef- ur ýmsar hliðar, að sumu leyti einangrast maður í pólitísku starfi, því að tími í annað verður svo takmark- aður. Maður er stöðugt á vaktinni. Við verðum alltaf að vera tilbúin að koma á fundi hér og hvar. En óneit- anlega er það oft mjög skemmtilegt og gefur manni innsýn sem maður öðlaðist ekki annars. Og maður eign- ast nýja kunningja, góða NÓVEMBER SÝNING 14—1 BENCO hf. Lágmúla 7, sími 84077. E ■8! o 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.