Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 25 C Auglýsingar sem borga sig Listrænt gildi vegur ofþungt í íslenskum auglýsingum að mati sumra auglýsenda. Þetta kom fram á ráðstefiiu sem Samtök íslenskra aug- lýsingastofa efhdu til fyrir skemmstu. Þar sem auglýsendur eru þeir sem standa straum af kostnaði við gerð auglýsinga má ætla að þeir hafi þar mikil áhrif og má þvi búast við að vönduðum íslensk- um auglýsingum fækki á næstunni. Þessi þróun er athyglisverð þeg- ar það er haft í huga að auglýsingastofúr á Vesturlöndum hafa á síðustu áratugum sífellt lagt meira af mörkum við þróun mynd- máls. Einnig ber að hafa í huga að auglýsingar móta mjög myndræn- an smekk fólks og þvi til áréttingar má minna á að á einni allra vinsælustu dagskrárklukkustund á Stöð 2 eru sýndar u.þ.b. 40 aug- lýsingar. Sjónarmið auglýsenda er það að auglýsingar séu alltof dýrar í framleiðslu en dæmi eru um að sjón- varpsauglýsing kosti um 800 þús- und krónur að ótöldum kostnaði við að sýna hana. Þeir halda því fram að auglýs- ingastofur ein- blíni um of á út- lit, frágang og annað í þeim dúr en staldri síður við það hvort auglýsingin skili ár- angri. Þeir telja að ástæður þessa séu m.a. þær að á auglýsingastof- unum vinni fólk með menntun og reynslu á sviði lista frekar en á sviði viðskipta og markaðsmála. Auglýsendur segjast að sjálfsögðu vilja að auglýsingar þeirra séu vandaðar og líti vel út en spuming sé hvort íslenski markaðurinn sé nógu stór til þess að bera þær uppi. Þeir spyrja hvort e.t.v. sé hægt að lækka framleiðslukostnað um helm ing án þess að áhrif auglýsinganna minnki að sama skapi. Starfsfólk auglýsingastof- anna yrði fyrst til þess að viður- kenna að sumar íslenskar auglýs- ingar séu vandaðar og að mikið sé í þær lagt og að þær séu fyllilega á við það sem best gerist annars staðar í Evrópu. Þeir telja hins veg- ar að erfitt sé að lækka kostnað við gerð þeirra verulega því stærsti hluti hans sé fastur stofnkostnaður nema þá að dregið sé átakanlega úr gæðum. Einkum á þetta við um sjónvarpsauglýsingar og benda þeir á að sjónvarpssekúndan sé alltaf jafndýr, sama hvort auglýsingin sé góð eða vond. Einn heimildarmanna íaldi ólíklegt að rótgrónustu sjón- varpsauglýsingaframleiðendumir í Reykjavík, Frost Film hf., Saga Film hf. og Sýn hf., létu undan kröfum af þessu tagi. Hins vegar hafa nýrri framleiðendur eins og t.d. íslenska myndverið hf. boðið auglýsendum ódýrari þjónustu þar sem sjónvarpstökur eru færri og sviðsmynd og umgjörð einfaldari. Margar auglýsingastofur hafa verið tregar til þess að beina viðskiptum sínum til þeirra sem tilbúnir em til þess að slá af listrænum kröfum, þar eð þær telja slíkan afslátt óæskilegan. Auk þess ráða þar einnig margvísleg viðskiptatengsl. Auglýsingagerðarmenn benda einn ig á að erfitt sé að alhæfa um þessa hluti því sumum vömm hæfi betur að þær séu auglýstar á vandaðan hátt. ■ Þessi ágreiningur ér i hnotskurn sá að hönnuðir vilja gera góða aug- lýsingu en auglýsendur vilja fá nægjanlega góða auglýsingu. Einnig má segja að þessi ágreining- ur kristallist í skilningi þessara tveggja aðila á því hvað sé góð auglýsing. Auglýsingagerðarmenn telja að góð auglýsing sé hug- myndarík, vel útfærð og vönduð. Auglýsendur, sem borga brúsann, telja að sú sé góð sem örvi sölu hvað mest. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman og margir auglýs- endur nefna það að þegar auglýs- ingagerðarmenn verðlauna bestu auglýsingarnar miði þeir einungis við eigin forsendur. Auglýsingastofur eru ekki líkleg- ar til þess að gefa eftir í þessu máli án einhverra stympinga en hins vegar era það auglýsendur sem halda utan um budduna. Þeir hafa nú bundist samtökum og að sögn heimildarmanns er innan þeirra mikil umræða um framleiðslukostn- aðinn og ekki ólík- legt að þeir muni standa saman í því að reyna að lækka hann. Einnig huga þeir á að starf- rækja upplýsinga- þjónustu fyrir þá sem þurfa að aug- lýsa og vonast þeir til að það veiti auglýsingastofum aukið aðhald. Því er líklegt að í framtíðinni verði minna íjármagni eytt í hvetja aug- lýsingu. Það hefði t.d. í för með sér að vönduðum ljósmyndaauglýsing- um fækkaði í tímaritum og að sjón- varpsáhorfendur sæju færri leiknar auglýsingar og fábrotnari samsetn- ingar. Auglýsingarnar yrðu því að líkindum einfaldari og fábreyttari en hvort það dragi úr vinsældum skal látið ósagt hér. Karl prins konungnr fjölmiðla Karl Bretaprins hefur fundið sér leið til áhrifa í samfélagi sem í raun ætlast ekki til annars af honum en að bíða eftir andláti móður sinnar. Hann hefur numið táknmál fjöl- miðla ef svo má segja og hann. hagnýtir sér það á mjög áhrifaríkan hátt. Hann hefur lært það æ betur á síðustu áram að með yfirveguðum og meitluðum setningum getur hann látið hrikta í mörgum styrkum stoðum bresks samfélags. Kunnast- ar era eiturörvar -þær sem hann hefur sent breskum arkitektum og líkt verkum þeirra m.a. við ógeðsleg graftarkýli á baki góðs vinar eða loftárása Þjóðveija í síðari heims- styijöldinni. Hann hefur einnig með svipuðum hætti látið að sér kveða m.a. varðandi fátækt og slæman aðbúnað innflytj- enda í Bretlandi og óæskileg áhrif glæpa- og klám- mynda. Nýverið steig hann feti framar og samdi handrit að sjón- varpsþætti fyrir breska ríkissjón- varpið BBC. Þar kynnti hann í eigin persóriu viðhorf sín til skipulags- mála og arkitekt- úrs og setti hann hugmyndir sínar fram á þann hátt að reyndustu sjón- varpsmenn Breta hefðu ekki getað gert betur. Afstaða hans virtist skýr, skynsöm og fordómalaus. Þátturinn vakti gífurlega athygli og í skoðanakönnun sem fjölmiðlar gerðu í kjölfarið kom í ljós að al- menningur fagnaði þessu framtaki og vonaðist til þess að prinsinn léti oftar í sér heyra. Arkitektar era að vonum lítið hrifnir af afskiptum prinsins en geta þó ekki neitað því að sú umræða og vakning sem hann hefur hrandið af stað sé af hinu góða. BAKSVIP eftir Ásgeir Fridgeirsson ■ Eru auglýsingar of dýr- ar í framleiðslu? ■ Einblina auglýsinga- stofúr á listrænt útlit auglýsinga en gá ekki að því hvort þær beri árangur? ■ Þarf listræn auglýsing endilega að bera árang- ur? ■ Hvað er góð auglýsing? Sú sem er hugmyndarík og vönduð, segja hönn- uðir og starfsfólk aug- lýsingastofa. Sú sem eykur sölu, segja aug- lýsendur. FÓLK i fjölmiðlum ■ Björgvin Halldórsson hefúr látið af störfúm fram- kvæmda- stjora hjá Sljörnunni og ráðið sig til íslensku auglýsingastofúnnar hf. Björgvin sagði í samtali við Morgunblaðið að í starfi sínu á Stjörnunni hefði hann haft tals- verð afskipi af auglýsingagerð sem hefði vakið áhuga hans á að fara í auknum mæli út í aug- lýsingabransann. Björgvin mun annast þá deild íslensku auglýs- ingastofúnnar hf. sem sér um útvarpsauglýsingar auk þess sem hann mun ásamt öðrum annast gerð sjónvarpsauglýsinga. „Ég verð þarna eins konar framleið- andi og hlakka til að takast á við þessi verkefni," sagði Björgvin. Aðspurður um tónlistina kvaðst hann hafa í hyggju að snúa sér í auknum mæli að henni og í þvi sambandi væri ákveðið verkefiii í farvatninu sem of snemmt væri að ræða á þessu stigi. ■Skipan dagskrárgerðarmanna á Bylgjunni virðist nú vera í föst- um skorðum og hafa litlar breyt- ingar orðið á þeirri sveit að und- anförnu. Þó hefúr ein ný rödd kveðið sér þar hljóðs, rödd Ólafar Marín- ar Úlfarsdótt- ur sem hefiir tekið við ís- lenska listan- umafPétri Steini Guð- mundssyni. Ólöf Marín, sem er 19 ára Reykvíkingur, hefur ekki áður starfað við útvarp, en hún var valin úr hópi 80 umsækjenda um starfíð. Að sögn Ólafar Marínar mun íslenski listinn ekki taka stökkbreytingum undir hennar sfjórn þótt einhveiju kunni að verða hliðrað til er fram líða stundir. Hún kveðst hlusta á alla tónlist og hafa fylgst vel með í popptónlistinni en mest dálæti hefúr hún á Randy Craw- ford og James Ingram. ■ Vinsæll útvarps- og sjónvarps þáttur BBC í Bretlandi, Any Questions, átti nýlega 40 ára af- mæli. Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu á fostudögum frá ýmsum stöðum í Bretlandi og hlusxtendur voru flestir um. 16 milljónir á árunum 1950-60. Nú munu aðeins tvær milljónir fylgjast honum í sjónvarpi, en honum er einnig útvarpað sem fyrr. í þáttunum kemur fram fastur hópur þjóðkunnra þátt- takenda, nokkurs konar „vitring- ar“, og þeir eru spurðir álits„á öllu milli himins og jarðar." Af vinsælum þátttakendum má nefiia dr. Bronowski, höfúnd kunnra sjónvarpsþátta um menn- ingarsögu, ritliöfúndinn John Mortimer, leikkonuna Glendu Jackson og stjórnmálamennina „Bob“ Boothby, Norman St. John Stevas, Tony Benn og Enoch Powell. ■ Bjami Dagur Jónsson, út- varpsmaðurinn kunni, hefúr tekið sér hvíld frá dagskrár- gerð á Stjörn- unni um óákveðinn tíma og snúið sér aftur að fyrri störfúm, en hann rekur auglýs- ingastofúna Nýr dagur ásamt Ernst Bachmann. Samkvæmt heimildum okkar standa vonir Stjörnumanna til þess að Bjarni Dagur hverfi aftur til starfa hjá þeim, en ósamið er um launakjör og þar stendur hnífúrinn í kúnni . . . I KOMUM HEIM MÆLUM OG RÁÐLEGGJUMí VALIÁ INNRÉTTINGUM • Þriggja vikna afgreiðslu- frestur. • Ókeypis hugmynda- vinna. • Ókeypis heimsendingar- þjónusta. Höfum á boöstólum frábært úrval af vönduöum og fallegum eldhúsinnréttingum, baðinnrétt- ingum og fataskápum. Viö bjóöum frábært verö og innrétt- ingar við allra hæfi. Hafið sam- band strax! Viö komum, teiknum upp hugmyndir og gerum tilboð þér að kostnaöarlausu. Veitum fólki úti á landi llka sérstaka þjónustu. Viö erum viö hliðina á Álnabæ í Síðumúla. Opið 9-19 alla daga. Laugardaga 10-16. Sunnudaga 10-16. jmúli 32 Sími: 680624 ir opnunartíma 667556.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.