Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 26
á6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 cArpr ejtir Elínu Pálmadóttur Vttlur landans í London Og sjá, andi jólanna var yfir þeim og þeir eyddu óspart. Og drottinn steig niður á Oxford Street og Regent Street og sagði: Hvað gagnar það manninum þótt hann eignist allan heiminn ef hann fær ekki jólaföt og dýrindis gjafir handa allri fjölskyldunni heima? Nú verður að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrsti laugar- dagurinn eftir að kveikt er á jóla- skreytingunum í London og stórverslanirnar búnar undir jólastemmninguna og jólagróð- ann með hugvitssamlegum út- stillingum í búðargluggum. Það gervisnjóar i gluggum stærstu leikfangaverslunar á Regent Street, skammt frá dansa ballet- brúður og í verslunarglugga á Piccadilly hringja nunnur og munkar kirkjuklukk- um með til- þrifum. Þetta er laugardag- urinn þegar fólk streymir í bæinn með krakkana til að sjá dýrðina og byrja jóla- innkaupin. Kraðakið svo mikið á götunum og inni í stórverslun- unum að varla verður troðist áfram. Langar biðraðir við hvern kassa. Þennan dag er líka mætt á staðinn pinklum hlaðið iið ofan af íslandi. í anddyri hótels skammt frá er kallað: Geturðu ekki hjálpað hérna gömlum manni? Hann talar ekki ensku og man ekki herbergisnúmerið! Islendingur- inn þerrar svitann af andlitinu með rauða tóbaksklútnum. En hótelið vill ekki kannast við Herbert Jónsson frá Stykkis- hólmi. Ekki heldur nöfnin á ferðafélögum hans tveimur. En á miðanum sem hann er með stendur nafnið Clifton Ford Hot- el og rétt götunafn. Hann kveðst hafa komið í gær. Sú úr hjálpar- sveitinni hvessir sig, segir af- greiðslufólki að maðurinn hafi sofið þarna í nótt — og að hans sögn i herbergi með þessum tveimur vinum sínum, liklegast á 8. hæð. Þá hófst undanhaldið. Þarna eru engin þriggja manna herbergi, enda ólöglegt. Og 8 hæðir ekki til. En hvaðan kemur þessi miði með hótelnafninu? Ekki frá félögum hans. Málið tekur að skýrast. Þeir félagarnir höfðu verið að versla í kraðakinu í einni stór- versluninni þegar maðurinn varð viðskila við félagana í þvög- unni. Hlýtur að vera skelfilega ónotalegt fyrir mann í sinni fyrstu ferð til útlanda að standa skyndilega einn í þessum látum, þar sem hver ryðst um annan. Vita ekki nafnið á hótelinu sínu og hafa engin skilríki af neinu tagi á sér. Heyrir hann þá ekki ástkæra ylhýra málið. Eftir að hafa heyrt um vandræðin telja þessir íslendingar að hann búi á Clifton Ford og skifa það á miða handa leigubílstjóra. Nú er orðið ljóst að ekki býr hann þar. Herbert tekur þessu af mesta æðruleysi. Enda hafði lukkan leikið við hann. Birst landar. Nú í þriðja sinn. Meðan ráðslagað er í anddyrinu um hvernig finna megi i London þijá heiðursmenn frá Stykkis- hólmi, kemur inn ung_ stúlka íslensk. Hvað er að? Ég hitti þennan mann með tveimur öðr- um í búð í gær og þeir sögðust búa á Upsilon-hóteli. Málið leyst. Kallað á leigubíl fyrir Her- bert og bílstjóranum gefið nafn- MITSUBISHI lLANCER BILL FRA HEKLU BORGAR SIG IHl HEKLAHF VERÐFRAKR. Laugavegi 170-172 Simi 695500 672.000,* sýning á siglinga- ogfiskileitaitœkjum Dagana 15.-18. desember nk. munu Samtök seljenda skipatœkja standa fyrir sýningu d nýjustu siglinga- og fiskileitartœkjum í Kristalssal Hótels Loftteiða. BETRI BRÚ '89 er f/rst og fremst œtluð skipstjómar- og útgerðarmönnum og þeim sem tengjastsjövarútvegi, til þess að þeir geti á einum stað fengið góða yfirsýn yfir þróunina. Sérstakurferða- og gistipakki er í boði í tengslum við sýninguna og allar upplýsingar þar um veitir Ferðaskrifstofan Saga s. 624040. Velkomin á BETRIBRÚ ’89 SAMTÖK SELJENDA SMPAkEKJA Aðilar að Samtökum seljenda skipatœkja eru: ísmar hf. © Radiomiðun hf. • R. Sigmundsson hf. ® Rafeindaþjónustan hf. • Sónar hf. • Friðrik A. Jónsson hf. • Skiparadio hf. • Ámi Marinósson ® Sínus ið á KFUM-hótelinu. Hann vei- far glaðlega til okkar. Næst þeg- ar fundum bar saman i Flug- leiðavélinni á leið heim, sagði Herbert að ekki hefði veitt af einum sterkum þegar hann kom heim. Félagarnir kváðu hann áreiðanlega eiga eftir að segja skemmtilega frá þessu æfintýri í London. Félagarnir fengu nú samt skömm í hattinn fyrir að láta mállausan manninn og ókunn- ugan fara út í mannþröngina án þess að hafa á sér nafn hót- elsins, vegabréf eða einhver skilríki. Slys getur hent og engin leið að vita hver manneskjan er. Eða þá lögregluleit og ekki hægt að gera grein fyrir sér. Hefur komið fyrir íslendinga. Ólafur Egilsson, sendiherra, kunni sögu af íslendingnum sem lög- reglan tók undir sinn verndar- væng, en gat ekki fundið út hver eða hvaðan hann eiginlega var. Loks hugkvæmdist þeim á stöðinni að draga upp Iandakort og maðurinn gat bent á ísland. Þá var haft upp á sendiherra íslands. Herbert Jónsson úr Stykkis- hólmi sýndist ekki mundi erfa það þótt sagt yrði frá þessum villum hans í stórborginni, öðr- um til viðvörunar. Galgopalegt orðalag getur þó verið varasamt. Fyrir 20-25 árum skrifaði undir- rituð létta_ frásögn af bónda norðan af Ólafsfirði, sem lenti í Kaupmannahöfn í stað Akur- eyrar. Orðaði það svo að hann hefði álpast upp í vitlausa vél á Reykjavíkurflugvelli. Það var ógætilegt þótt vitað væri af karli í góðu yfirlæti með flugstjórun- um í Höfn. Fréttir bárust brátt um að maðurinn ætti fjölda barna og öll fjölskyldan kjósend- ur Magnúsar Jónssonar frá Mel. Og nú hefði Morgunblaðið vísast skotið öllum þessum at- kvæðum úr hendi þingmanns- ins. Aldrei nefndi heiðursmað- urinn Magnús þetta þó við hinn ógætna skrifara. 15-20 árum síðar birtist viðtal i DV við ald- tnn sómamann. Þar sagði hann eitthvað á þessa leið: En aldrei get ég fyrirgefið minu gamla blaði þegar það sagði að ég hefði álpast inn í vitlausa flugvél! Satt sagði skáldið: Aðgát slcal höfð . . . P.s. í svona vatn gekk Gáruhöf- undur enn um sl. helgi, þar eð á skýrslu alþingis um fjarvistir þingmanna var ógetið að það hefði verið Danfríður Skarphéð- insdóttir sem bað um slika út- tekt á skrifstofunni og varð þar- með frumkvöðull skýrslugerðar- innar, eins og hún hefur sjálf komið á framfæri annars staðar í blaðinu. Afsakið! Kuldaskór - vandaðir og hlýir götuskór - spariskór Velkomin $kÓV0l SKÓFELL Skólavörðustíg 22, Þverholti 7, Mos., sími 14955. sími 667575. Gagnasafnskerfið GAGiMADÍS Fjölbreytt og vandað byrjendanámskeið í notkun gagnasafnsforritsins Gagnadís. IBM á íslandi þýddi forritið á íslensku og það hefur strax öðlast miklar vinsældir. Gagnadís er mjög fullkomið gagnasafnskerfi og hentar vel fyrir verk sem snerta skráningu, stað- færslu gagna, útreikninga og skýrslugerð. Dagskré: k Almennt um Gagnadís og vinnu með gagnasöfn •k Skilgreining spjalda og tengsl á milli þeirra •k Skýöslugerð - skyndiskýrslur ★ Valmyndir k Forritun í Gagnadis kynnt Tími: 29. nóvember og desember kl. 13-17. Innritun í símum 687590og686790. VR og BSRB styðja sína félaga til þótttöku í námskeiðinu. ’ l TÖLVUFRÆÐSLAN Kennari: Andrós Kristjánsson, korfisfræðlngur 1., 6. og 8. Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.