Morgunblaðið - 20.11.1988, Síða 29
MORGUNBLAЌ)
MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
29 C
BÓKMENNTIR/Hvencer drepur mabur mann?
Sannleikurínn
og sökudólgurinn
eftir Áma
Þórarinsson
Eftir að Nafn rósarinnar tók
islenska jólabókamarkaðinn
með fjöimiðlaáhlaupi fyrir örfáum
árum er þar öðruvísi um að lítast.
Um margra ára skeið var vita von-
laust að bjóða aðr-
ar þýddar erlendar
skáldsögur til jóla-
gjafa en ungl-
ingabækur fyrir
fullorðna eftir Mc-
Lean, Bagley, In-
nes og félaga. Þau
þáttaskil sem urðu
með Nafni rósar-
innar helguðust umfram allt af vel-
heppnaðri markaðssetningu, sem
svo er kölluð; það tókst sumsé að
sannfæra vanafasta „bókaþjóð“ um
þá furðulegú staðreynd að erlendar
skáldsögur með „listrænan metnað"
geta verið skemmtilegar. Síðan
hafa menn árlega beðið þess með
eftirvæntingu hvert væri^ Nafn
rósarinnar fyrir næstu jól. í fyrra
var það Ilmurinn eftir Patrick Siis-
kind. Núna gæti það orðið Uns sekt
er sönnuð eða Presumed Innocent
eftir Scott Turow.
Bækumar þijár sem nefndar eru
hér að ofan eiga í rauninni ekkert
annað sameiginlegt en að vera er-
lendar metsölubókmenntir sem nota
form sakamálasagna til að fjalla
um manneskjuna og mannfélagið.
Sakamálasagan í öllum sínum
margbreytilegu myndum beitir rann-
sóknartækni til að leita að Iq'arna
hvers máls; fyrrgreindar bækur
nálgast heimspekileg, félagsleg og
sálfræðileg viðfangsefni sín með
sömu tækni svo úr verður spenn-
andi leiðangur um rangala manns-
hugarins og umhverfis hans, hættu-
leg veiðiferð þar sem bráðin er eitt-
hvað sem við getum kallað sannleik-
ur. Oftar en ekki gengur bráðin
veiðimanhinum úr greipum. Stað-
gengill sannleikans verður þá sektin.
Presumed Innocent, sem kemur
hér út fyrir jólin hjá nýju forlagi,
Birtingi og nefnist Uns sekt er
sönnuð í þýðingu Gísla Ragnarsson-
ar, er skrifuð af manni sem gjör-
þekkir slíka rannsóknartækni. Scott
Turow er tæplega fertugur lögfræð-
ingur, men ntaður í Harvard og
fyrrum aðstoðarsaksóknari í
Chicago. Eitt af fyrstu verkefnum
hans í því starfi var að sælqa til
saka sjálfan dómsmálaráðherrann í
Illinois, William Scott með þeim
árangri að ráðherrann var dæmdur
fyrir skattsvik á meðan hann var
enn í embætti. Turow vakti þó ekki
minni athygli þegar hann stýrði
rannsóknum saksóknara á glæp-
samlegu athæfi og fjársvikum í
embættiskerfinu í Cooksýslu, þar
sem 26 manns voru fundnir sekir,
og á spillingu í réttarfarskerfinu í
Chicago, þar sem tíu dómarar og
fyöldi starfsbræðra hans úr lögfræð-
ingastétt hlutu makleg málagjöld.
En Turow var einnig rithöfundur
í laumi. Tíu árum áður en Pres-
umed Innocent tók bandarískan
bókamarkað með trompi hafði hann
sent frá sér bókina One L. (1977).
Þar lýsir hann með óvægnum hætti
kennurum og nemendum í Harvard,
þ.á m. sjálf um sér. Bókinni var vel
tekið og hún seldist í rúmlega
hundrað þúsund eintökum. í hinu
annasama og erfiða starfi saksókn-
ara í Chicago fann Turow síðan
stolnar stundir á kvöldin og um
helgar eða í lestinni á leið í vinnuna
til að punkta hjá sér drög að nýrri
skáldsögu; hann hugsaði um hana
í tvö ár og skrifaði hana á sjö.
Presumed Innocent er unnin
beint upp úr lífsreynslu höfundarins
þótt hann harðneiti því að bókin sé
sjálfsævisöguleg. Sögumaðurinn,
Rusty Sabich er
aðstoðarsaksókn-
ari í stórborg á
borð við Chicago.
Hann er kvæntur
og ástríkur faðir
en lend ir í þeirri
hremmingu að
halda við metnað-
arfulla samstarfs-
konu sína. Þegar
ástkonan finnst
myrt á mjög við-
kvæmum tíma-
punkti fyrir yfir-
mann Sabich kárnar enn gamanið
því honum er falið að rannsaka
morðið. Og af því vont getur yfir-
leitt versnað uppgötvar Sabich að
böndin berast að honum sjálfum.
Á þessa reyfarakenndu grind
spinnur Turow þykkan vef persónu-
legrar og pólitískrar spillingar af
mikilli fimi og stílrænum aga. Það
er ekki einfalt mál að skammta les-
anda upplýsingar gegnum fyrstu
persónu frásögn þannig að hann
Scott Turow -
lögfræðin og listin.
upplifí rannsókn sögumanns sem
smátt og smátt verður sjálfur mið-
punktur hennar. Þetta tekst Turow
án þess að Sabich glati trúnaði og
samúð lesanda og einnig án þess
að hinar flölmörgu aukapersónur
verði útundan; þvert á móti er sag-
an stútfull af litríku og lifandi fólki.
En Presumed Innocent væri vita-
skuld ekki hér til meðferðar ef hún
væri einvörðungu faglega byggð-
ur krimmi. Bókin er í grunninum
um þá flóknu siðferðilegu refílstigu
sem maðurinn getur sífellt ratað
inná með hversdagslegri breytni
sinni. Um þetta móralska munsÆ
fjallar vitaskuld lögfræðin líka.
Scott Turow hefur sagt að hann
hafí haft mestar áhyggj-
ur af því að sagan væri of bók-
menntaleg sem krimmi og of
mikill krimmi til að geta talist
^ bókmenntir. Áhyggjumar reynd-
ust ekki á rökum reistar. Það
bókaforlag bandarískt sem þykir
gera hvað hæstar listrænar
kröfur, Farrar, Straus & Giroux
og einbeitir sér mest að höfund-
um eins og Singer og Solzhenit-
iyn, greiddi honum stærstu upphartíp
sem það hefur nokkurn tíma greitt
fyrirfram þegar fyrsta skáldsaga
r annars vegar, og hefur ekki þurft
að iðrast þeirrar ákvörðunar. Bókin
fékk afbragðs viðtökur gagnrýn-
enda, varð metsölubókin í Banda-
ríkjunum í fyrra/bg hefur að auki
selst grimmt í hátt í tuttugu öðram
löndum. Þá hefur Oscarsverðlauna-
leikstjórinn Sydney Pollack borgað
milljón dollara fyrir kvikmyndarétt-
Á meðan gegnir Scott Turow
störfum verjanda hjá lögmanns-
stofu í Chicago, safnar efni í sarp-
inn og punktar hjá sér í Iestinni
leiðinni í vinnuna. Sú bók á að
fy'alla - undarlegt en satt - um lög-
fræðinga.
Vandaðar Volvo-viðgerðir Vandaðar Volvo-viðgerðir
★ Vetrarskoðun
Við viljum minna á vetrarskoðunartilboð okkar, sem
gildir til 1. desember, aðeins kr. 5.450 (+ varahlutir).
Munið 5% staðgreiðsluafsláttur afallri vinnu og varahlutum.
s.
Qtlversf.
Smiðjuvegi 60,
simi 46350.
alleg mynd er
góð jólagjöf
Afgreiðum
myndatökur
og stækkanir
fyrirjól
ví))«nii
LJÖSMYNDASTOFA
GUÐMUNDUR KR JÓHANNESSON
_ LAUGAVEGI17B SlMI 689220
Vönduð vinna og góð þjónusta skiptir máli.
NORRÆNA RADHERRANEFNDIN
Framkvæmdanefndin auglýsir stöðu
RITARA
Robert Cray - fleytir blúspoppið
honum upp vinsældalistana?
Norræna ráðherra-
nefndin er samvinnu-
stofnun fyrir ríkis-
stjórnir Norðurlanda.
Samvinnan nær yfir
alla meginþætti fé-
lagsmála.
Framkvæmdanefnd
ráðherranefndarinnar
hefur bæði frumkvæði
og annast fram-
kvæmdir fyrir nefnd-
ina.
Framkvæmdanefnd-
inni er skipt í 5 sér-
deildir: Fjárhags- og
stjórnunardeild, upp-
lýsingadeild og skrif-
stofu aðalritara.
Störf ritarans eru við
eina af deildum fram-
kvæmdanefndarinnar
og eru í aðalatriðum
venjuleg ritarastörf svo
sem textavinna og að-
stoð við fundarhöld
o.s.frv.
Ef til vill felur fram-
kvæmdanefndin ritar-
anum önnur störf hjá
nefndinni.
Umsækjandi verður að
hafa viðeigandi fræði-
legan og notadrjúgan
bakgrunn.
Starfið krefst mikillar
samvinnuhæfni og
sjálfstæðis jafnframt
nauðsynjar á að tjá sig
skýrt á einhverju af
þeim tungumálum sem
notuð eru: Dönsku,
norsku eða sænsku.
Framkvæmdanefndin
býður góð starfsskilyrði
og góð laun. Ráðning-
artíminn er 4 ár með
möguleika á framleng-
ingu. Ríkisstarfsmenn
eiga rétt á fríi frá störf-
um á ráðningartíman-
um.
Vinnustaðurinn er
Kaupmannahöfn. Fram-
kvæmdanefndin er
hjálpleg með útvegun á
húsnæði.
Norrænar samvinnu-
stofnanir vinna að jafn-
rétti kynjanna og vænta
umsókna jafnt kvenna
sem karla.
Harald Lossius starfs-
mannaráðunautur eða
Leena Lumes ritari
stjórnarinnar veita nán-
ari upplýsingar í síma í
Kaupmannahöfn
1-114711. Umsóknar-
frestur er til 10. des-
ember 1988.
Skriflegar umsóknir
sendist til:
Nordiska Ministerrádet
Budget- och administr-
ationsavdelningen
Store Strandstræde 18
DK-1255 Köbenhavn
Danmark