Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐŒ) VELVAKANDI SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 39 C Bernd Trutenau Morgunblaðið/Sverrir Ágúst Haraldsson son og var hann spurður álits á málinu. Það á tvímælalaust að taka þetta merki niður og setja íslenska skjald- armerkið upp í staðinn, sagði hann en vildi ekkert frekar um málið segja. En ekki voru allir á þeirri skoðun. Konungsmerkið má alveg vera þarna á sínum stað, sagði Óskar Mikaelsson. Svo mætti íslenska skjaldarmerkið vera þarna líka, t.d. yfir svölur.um fyrir ofan gluggann. Annars hef ég ekki hugleitt þetta mál sérstaklega. fyrir henni, sagði Loftur. Svo mörg voru þau orð. Merki Kristjáns 9. Að undanfömu hefur skapast umræða um merki Kristjáns 9. á þaki Alþingishússins, þykir sumum óviðeigandi að þetta merki sé þarna og vilja fá íslenska skjaldarmerkið í þess stað. Það var bjart veður en kallt og alltaf er fólk á ferli Austurvelli. Þar hittum við að máli Ágúst Haralds- Það er sagt að íslendingar séu viðkvæmir mjög fyrir áliti útlend- inga á málefnum þjóðarinnar. Hvað skyldu útlendingar hafa að segja um þetta mál? Á Austurvelli hittum við Bernd Trutenau, Þjóðverja sem stundar nám hér á landi. Mér finnst allt í lagi að hafa þetta merki þama, sagði hann. Auðvitað er það dáh'tið skrýtið að hafa merki annars ríkis á íslenska Alþingishúsinu en þetta er fallegt merki og setur mikinn svip á húsið. Alþjóðasamtök ITC; Þjálfun í mann- legnm samskíptum Til Velvakanda. IVelvakanda 10. nóvember sl. biðja tvær vinkonur um upplýsingar um starfsemi ITC á íslandi. Að ganga í ITC-deild er hvorki háð aldri, menntun eða kyni. Hver sem tekur þátt í ITC-þjálfuninni ger- ir það með ósk um sjálfsþroska í samfélagi við aðra, sem finna hvöt hjá sér til að halda áfram að læra með ástundun og æfingum. Alþjóðasamtök ITC — Intemat- ional training in communication — voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1938, og í dag eru deildir starfandi víðs vegar um heiminn. Hér á landi voru samtökin í upphafi nefnd Land- samtök málfreyja, en með samþykkt Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti var ákveðið að breyta nafninu t Land- samtök ITC. Samtökin eru því opin jafnt körlum sem konum. Hér á landi eru starfandi 23 deild- ir, þar af 10 á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Fundir eru haldnir tvisvar í mánuði, frá september til maí ár hvert. Kostnaður mun vera u.þ.b. 5—6.000 krónur. Aðilatala takmark- ast við 30 í hverri deild, svo hver og einn njóti þjálfunar sem best, og sé virkur þátttakandi. • Innan deildanna fer fram viðamikil þjálfun ein- staklingsins til að geta tjáð skoðanir sínar betur, að flytja mál sitt, að vinna í hóp og að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. ITC veitir einnig þjálf- un í ræðumennsku og fundarsköpum. Alþjóðasamtök ITC njóta virðing- ar og viðurkenningar um allan heim, og atvinnurekendur taka til greina að einstaklingur sem nýtur þjálfunar i félagsskap sem þessum hlýtur að vera betri starfskraftur. Aukið sjálf- straust og þekking gefur greiðari aðgang að betra starfi. Fundarstaðir eru auglýstir vikulega í dagbókum dagblaðanna. Vonandi verða tvær vinkonur og aðrir lesendur einhvers fróðari um ITC við þessar upplýsingar. Við bjóð- um nýja félaga með löngun til fram- fara velkomna. Allar nánari upplýsingar veita blaðafulltrúar ITC: Hjördís Jensdóttir 91-28996 Guðrún Lilja Norðdahl 91-46751 Marta Pálsdóttir 91-656154, Jónina Högnadóttir 94-3662. F.h. Landssamtaka ITC Hjördís Jensdóttir SPURT OG SVARAÐ H.P., REYKJAVÍK »T l.Hve mörg böm em í I gmnnskólum á Reykjavík- ursvæðinu. 2. Hversu mörgu böm voru rekin eða vísað úr skóla veturinn ’87-’88 og hvemig skiptist það niður á einstaka skóla? Áslaug Brynjólfedóttir fræðslustjóri. l.Nemendur í grunnskólum Reykjavíkur þetta skólaár eru 14.221. 2. Samkvæmt grunnskólalögum má ekki reka nemendur alfarið úr skóla. 1 erindisbréfi fyrir skólastjóra grannskóla segir í 26. grein: „Hafi nemandi valdið traflun og ekki látið skipast við áminningar kenn- ara svo að hann hefur orðið að víkja nemanda úr kennslustund skal skóla- stjóri ræða málið við kennarann ef ástæða þykir til og leitast við að sætta aðila og ljúka málinu. Takist það ekki má vísa málinu til fræðslustjóra. Valdi nemandi hins vegar vandræðum í skóla með hegðun sinni og viðleitni umsjón- arkennara (bekkjarkennara) til að ráða bót á ber ekki ámagur tekur skóla- stjóri málið í sínar hendur og kannar það frá öllum hliðum. Geti skóli og heimili í sameiningu ekki leyst vand- ann vísar skólastjóri málinu til sér- fræðilegrar meðferðar fræðsluskrif- stofu. Hann skal tilkynna forráða- mönnum þá ákvörðun án tafar hafi hún ekki verið tekin í samráði við þá. Meðan málið er óútkljáð getur skólastjórí vísað nemanda úr skóla um stundarsakir enda hafi hann til- kynnt forráðamönnum og fræðslu- stjóra þá ákvörðun sína.“ Þessi grein byggist á 54. gr. grunnskólalaga. Fræðslustjóri í samvinnu við sína starfsmenn reynir að fínna lausn á málinu m.a. með einhverskonar sérúr- ræðum, sem reyndar er mikill skortur á. í sumum tilfellum er reynt að leysa málið með því að láta nemandann skipta um skóla og fá þá sérkennsluað- stoð. í 49. gr-. grannskólalaga segin „Fræðslustjóri getur að höfðu sam- ráði við foreldra eða forráðamenn auk skólastjóra, heimilað nemanda að hverfa frá grunnskólanámi að loknum 8. bekk í allt að eitt ár vegna þátttöku í atvinnulífi, og lýkur nemandi þá grannskólanámi þeim mun síðar. Heimilt skal að meta þessa þátttöku nemandans í atvinnulífi til jafns við nám í tilteknum valgreinum 9. bekkj- ar.“ Slíkar undanþágur hafa verið veitt- ar í vissum tilfellum. Þá kemur fyrir að mjög erfitt reynist að fá einstaka nemendur til að sækja skóla, þrátt fyrir viðtöl og ráðgjöf og þótt foreldr- ar æski þess. Það verður að segjast að sérstak- lega á efri stigum grannskólans er skólinn ekki í stakk búinn til að mæta kennsluþörfum hinna ólíku nemenda og miðast of mikið við bóknám fyrir alla með sama hraða. í 42. gr. grannskólalaga segir „í samræmi við markmið grunn- skóla skal að þvi stefnt, að nám í öll- um bekkjum skólans tengist sem best raunhæfúm athugunum og þroskandi störfum utan skólaveggjanna. í 7.-9. bekk verði val námsgreina fijálst að hluta, og skal þar við það miðað, að verklegt skyldu- og valnám geti sam- anlagt numið helmingi námstímans að hámarki, en fímmtungi hans að lágmarki." Þessi grein grannskólalaga hefur ekki verið framkvæmd varðandi verk- legt skyldu- og valnám. Hins vegar höfum við verið að leitast við hér í Reykjavík að koma á nokkram „starfedeildum" á efra stigi, þar sem meiri áhersla er lögð á slíka þætti. En það hefur reynst þungt undir fæti og verður að takast af sérkennslu- magni, sem er af skomum skammti. 3. Samkvæmt ofanrituðu, verður þriðja lið ekki svarað, því að ekki er hægt að tala um fjölda þeirra nem- enda, sem reknir era úr skóla, heldur nemendur sem fást ekki til að sækja skóla eða óskað er eftir undanþágu frá námi. Það skal einnig tekið fram að skól- ar era mjög misstórir og félagslegt umhverfi skóla misjafnt. Batterýíkassatali. Lítil 24 stk. 360 kr. kassinn Miðsærð 24 stk. 480 kr. kassinn Stór 12 stk. 360 kr. kassinn Garparnir - áður 1.390 kr. Nú 690 kr. Rokkbarbiedúkkur og allskonar fylgihlutir 20% afsláttur Sindy-vörur 20% afsláttur Jólin nálgast Þúsundir leikfanga á gjafverði. Komið, skoðið, hringið. Sparið þúsundir króna og kaupið jólagjöfina tímanlega. Póstsendum LEIKFANGAHÚSID Skólavörðustíg 10. Sími 14806. IEIKFÖNG - LEIKFÖNG Stórkostleg rýmlngarsala 10-70% afsláttur Sirkus bílabraut. Áður2.750 kr. Nú 1.300 kr. Brave star karlar. Áður 750 kr. Nú 250kr. Dúkkursem skríða - Dúkkursem gráta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.