Morgunblaðið - 20.11.1988, Side 44

Morgunblaðið - 20.11.1988, Side 44
FI.JÓTT • FI.JÓTT - \l *44 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 ■1 Glæsileg hótel, góðar strendur og frábær úti■ vistaraðstaða. VEÐRIÐ? - Betra en gott íslenskt sumar. Meðalhitinn yfir jólin er 22-25 gráður. MANNLÍFID? - Þúsundir ferðamanna frá Norðurlöndunum og Evrópu í bland við spænskt mannlíf. - Tívolíið er opið, sundlaugin, ströndin, tennisvöllurinn og dýragarðurinn. 15.000 kr. bárnaafsláttur að auki. EKKERT AD GERA? - Sameiginlegir veislukvöldverðir á aðfangadags- kvöld og gamlárskvöld, sólbað á ströndinni, ferðir með íslenskum fararstjóra til Granada, Gíbraltar, Afríku . .. VERDID? - Vegna áratuga viðskiptasambanda á Costa del Sol bjóðum við frábært verð á frábærum gisti- stöðum, Santa Clara og Benal Beach. Oflft * * Verð miðað við 2 fullorðna og Frá kr. 4l>OUUf* 2 börn í íbúð á Benal Beach. það er ekki hægt annað en að láta sér líða vel. ... og koma heim hlaöinn sóiarorku. Brottför: 17. desember. 18 daga. Flogið í beinu leiguflugi. ÚTSÝN Ferðaskrifstofan Utsýn hf Áifabakka 16, 109 Reykjavík, sími: 91-603060 • Austurstræti 17, 101 Reykjavík, sími: 91-26611 Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri, sími: 96-25000 • Bæjarhrauni 16, 220 Hafnarfirði, sími: 91-652366 • Stillholti 16, 300 Akranesi, sími: 93-11799 BAKÞANKAR Sunnudags- ijóma- pelinn Kannast nokkur annar en ég við það á landinu að fá ekki nægan ijóma? Kann- ast nokkur annar en ég við þá örvæntingu sem er því samfara að sjá ijómapelann fara hringinn og vita að mað- ur sjálfur verð- ur síðastur. Eða ijóma- blandið? Er ekki kominn tími til að reisa styttu með rauðum nebba af þeim manni sem fyrstur lét sér detta það í hug að kaupa sér ijóma til þess eins að halda á honum heim og byija að blanda hann þar með mjólk! Hvers vegna drekkjum við þessu landi í alls konar dóti og drasli svo við liggur að sjálf Esjan fari á bólakaf, hvers vegna reisum við virkjanir upp á virkum eldfjöllum og spörum ekkert til, en þegar kemur að ijómanum út á sveskjugrautinn á sunnudög- um þá segja mömmurnar og pabbarnir við litlu börnin sem þau eru að senda út í búð, tíu potta af undanrennu elskan mín og einn pela af ijóma. Og ef við bjóðum gestum í mat þá látum við okkur líka duga einn lítinn rauðan ijómahlunk. Er það ekki geggjun að raða átta manns á einn pela af ijóma? Er þessi ijómasparnaðarárátta eitt- hvað sem við höfum fengið í arf frá okkar forfeðrum? Við- gangast þessi ósköp kannski enn í Noregi? Væri rétt að gera mann út af örkinni á ríkisstyrk til að rannsaka það? Var Agli Skalla-Gríms- syni kannski sárara um ijómann sinn en silfrið? Ég heyrði eitt sinn sögu af manni sem kom í mjólkurbú og sá óslitna ijómasúlu gus- ast úr röri og niður í stamp. Nú get ég dáið sæll og glaður varð honum að orði. Eg hef séð allt sem vert er að sjá í veröldinni. Og tökum sjálfan mig til dæmis. Ég fæ alltaf í magann þegar ég fer út að versla inn til helgarinnar og þarf að taka ákvörðun fyrir framan hilluna með litlu sætu rauðu hlunkunum. Ég keypti eitt sinn þijá heila lítra þegar elsti sonur minn var fermdur og varð svo mikið um að ég þurfti að hátta þegar heim kom. Mér er ijómavirðing svo í blóð borin að jafnvel þó ég hafi kjark til að kaupa mér pela þá byija ég að spara og spara þegar hann er kominn inn í í skáp. Til dæmis í gær, það var laugardagur og ég herti upp hugann rétt áður en lokað var og keypti mér pela, en nú stendur hann ósnertur frammi og næsta sunnudag verður hann orð- inn súr. eftir Ólaf Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.