Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 8
,8
MQRGUMBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUUAGUR 11. DESEMBER 1988
1T\ A er sunnudagur 11. desember. 3. sd. í jóla-
vJföstu. Árdegisflóð kl. 7.31. Stórstreymi
með flóðhæð 4,03 m. Síðdegisflóð kl. 19.51. Sólarupprás í
Rvfk kl. 11.09 og sólarlag kl. 15.33. Myrkur kl. 16.49. Sólin
er í hádegisstað í Rvík kl. 13.21 og tunglið er í suðri kl.
15.36 (Almanak Háskóla íslands).
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt
orð, skal aldrei að eilífu deyja. (Jóh. 8,51.)
ÁRNAÐ HEILLA
ára afinæli. Á morg-
un, mánudaginn 12.
desember, er áttræður Hans
Pedersen, Þingvallastræti
42, Akureyri. Hann er fædd-
ur á Jótlandi. Hann verður
að heiman á afmælisdaginn.
ára afinæli. Á morg-
un, 12. desember, er
sextug frú Friðný Armann,
Bjarkargrund 26, Akra-
nesi. Hún og maður hennar,
Bjami Aðalsteinsson, taka á
móti gestum í Oddfellowhús-
inu þar í bænum, Kirkjubraut
56, í dag, sunnudag, kl.
13.30-17.
ÞETTA GERDIST
ERLENDIS gerðist
þetta á þessum degi, 11.
desember:
1317: Birgir Magnússon
Svíakonungur lætur hand-
taka bræður sína, hertogana
Eirík og Valdimar, í Nyköb-
inghöll.
1515:Le Pafi X lætur Parma
og Piacenza af hendi við
Frakka með (Rologna-sátt-
mála.
1718:Karl XII fellur við
Fredrikshald í herförinni
gegn Norðmönnum.
1806: Saxland gengur í
Rínarsambandið og verður
konungsríki með Posen-friðn-
um við Frakka.
1816: Bretar skila Hollend-
ingum Jövu.
1845: Síkar sækja yfir ána
Sutlej á Indlandi og fyrra
Síkastríðið hefst.
1853: Bretar innlima Nag-
pur á Indlandi.
1878: Sameiginlegri stjóm
Frakka og Breta í Egypta-
landi hætt.
1899: Ósigur Breta við Mag-
ersfontein, Óraníu-fríríkinu.
1936: Georg VI verður kon-
ungur Englands eftir valdaaf-
sal Játvarðar VHI.
1937:ítalía gengur úr Þjóða-
bandalaginu.
1941: Bandaríkin segja
Þýskalandi og Ítalíu stríð á
hendur.
1961: Bein hemaðaraðstoð
Bandaríkjanna við S-Víetnam
hefst er tvær þyrluflugsveitir
koma til Saigon.
1972: Geimfaramir í Appollo
17 lenda á tunglinu.
1974: Breska þingið hafnar
að endurvelqa dauðarefsingar
fyrir hryðjuverk.
HÉRLENDIS gerðist
þetta á þessum degi, 11.
desember:
1930: „Gamaslagurinn". —
Átök lögreglu og verkfalls-
mahna við Gamastöðina.
1933: Hannes Jónsson og
Jón í Stóra-Dal reknir úr
Framsóknarflokknum.
KROSSGATAN
B
9
rr
33
18
m
wt~
Hiziz
_______
122 23 24
■f26 ““1H27
LÁRÉTT: 1 frétt, 5 yfir-
læti, 8 hlífir, 9 höfuðfats, 11
safna saman, 14 guðs, 15
galdrakvendi, 16 fískar, 17
aum, 19 dráttardýr, 21 slæmt
veðurfar, 22 heitir, 25 spil,
26 stök, 27 leðja.
LÓÐRÉTT: 2 sefa, 3
megna, 4 bijóstnælu, 5 krot-
ar, 6 snák, 7 verkfæri, 9 hag-
kvæmt, 10 karldýrin, 12
linna, 13 ákveður, 18 fljótinu,
20 einkennisstafir, 21 mynni,
23 frumefni, 24 greinir.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: 1 slæmt, 5 gesta, 8 úrill, 9 hrósa, 11 eldur,
14 náð, 15 glært, 16 jálks, 17 aka, 19 Asta, 21 ótti, 22
undrast, 25 aur, 26 óra, 27 ann.
LÓÐRÉTT: 2 lár, 3 mús, 4 tranta, 5 gleðja, 7 tíu, 9
hógláta, 10 óvæntur, 12 dílótta, 13 roskinn, 18 kurr, 20 an,
21 ósk, 23 dó, 24 AA.
MANNAMÓT
KVENFÉLAG Árbæjar-
sóknar heldur fund nk.
þriðjudagskvöld, sem verður
samtímis jóla- og afmælis-
fundur félagsins. Verður
hann f safnaðarheimilinu við
Rofabæ kl. 20.30. Formaður
félagsins, Halldóra V. Stef-
ánsdóttir, minnist 20 ára
afmælis félagsins. Lejmigest-
ur kemur í heimsókn, tvísöng-
ur, og upplestur. Þá fer fram
happdrætti. Matur verður
borinn fram. Að lokum flytur
sóknarpresturinn hugvekju.
VESTFIRÐINGAFÉL. í
Reykjavík heldur aðalfund
sinn í dag á Fríkirkjuvegi 9
kl. 14. Að loknum fundar-
störfum verður borið fram
kaffí og meðlæti.
KVENFÉLAG Neskirkju.
Jólafúndurinn fyrir félags-
menn og gesti þeirra verður
annað kvöld, mánudag, kl.
20.30 í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Söngur og jólapakkar.
Að lokum flutt jólahugvekja.
KVENFÉL. Grensássóknar
heldur jólafundinn í safnaðar-
heimilinu á morgun, mánu-
dag, kl. 20.30. Söngur, efnt
til jólahappdrættis, jólakaffi
og flutt jólahugvelq'a.
FÉLAG eldri borgara. í dag,
sunnudag, er opið hús í Goð-
heimum kl. 14. Frjáls spila-
mennska og tafl. Dansað kl.
20. Á morgun, mánudag, er
opið hús í Tónabæ kl. 13.30.
Spiluð félagsvist kl. 14. í
Tónabæ verður lokað frá og
með 17. þ.m. til 7. janúar nk.
MERKJASÖLUHAPP-,
DRÆTTI Blindravinafélags
íslands. Merkjasöludagar
voru 15. og 16. okt. Vinnings-
númerin eru þessi: 16991 —
3855 - 19770 - 23325 -
19970 - 13183 - 5121 og
2823. Vinninganna skal vitja
í skrifstofu félagsins í Ingólfs-
stræti 16.
RAUÐI kross íslands —
kvennadeildin — heldur jóla-
fundinn nk. þriðjudagskvöld,
13. þ.m., á Loftleiðahótelinu
og hefst hann með jólaborð-
haldi kl. 19. Eru félagskonur
beðnar að hafa samband við
skrifstofuna, s. 28222.
KVENFÉLAG Grindavík-
ur. Annað kvöld, mánudag,
verður jólafundur fyrir fé-
lagsmenn og gesti þeirra kl.
20.30 og verður jólamatur
borinn fram. Skemmtiatriði.
FERÐAKLÚBBURINN
Söring heldur basar á Hall-
veigarstöðum í dag, sunnu-
dag, kl. 13-18.
KVENFÉL. Breiðholts
heldur jólafund sinn í kvöld,
sunnudag í Breiðholtsskóla
og hefst hann kl. 19.30.
MOLAR
9 Með leiðangri Alexand-
ers barst baðmullin um 200
til Hellas frá Indlandi og
með aröbunum til Spánar
um 1300.
9 Um árið 200 er farið að
nota sápu suður í Róm. En
um 800 er hún notuð sem
hreinlætisvara í Mið-Evr-
ópu.
9 Myndprentun með tré-
plötum. Trémyndir þekkt-
ust í Egyptalandi aftur í
grárri forneskju. Árið 593
var letur- og myndprentun
með tréplötum þekkt í
Kína. Árið 1370 var þessi
aðferð fyrst notuð í Evr-
ópu.
9 Postulínið er fúndið upp
austur i Kína. í Iok 16. ald-
ar er farið að flytja
kínverska postulinsmuni til
Evrópu. Það var Þjóðveiji
að nafiii Böttger sem fann
postulínið upp hér í Evrópu
árið 1708.
SÁ NÆST BESTI
Júgurbólga kom upp á kúabúi
einu. Brá bóndinn fljótt við
og hafði samband við dýra-
lækni. Hann hafði ráðlagt
honum að renna smokki upp
á spena kúnna til þess að
ekki kæmust nein óhreinindi
að þeim. Bóndinn lagði leið
sína í apótek þar sem hann
bar .upp erindið. Stúlkan af-
greiddi smokkana eins og
hann hafði beðið um, 100
stykki. Ekkert orð um það.
Þegar bóndinn kom heim til
sín, en þetta hafði verið undir
helgi, kom í ljós að það vant-
aði 4 smokka uppá. Helgin
leið. Strax að henni lokinni
fór hann eftir smokkunum
fjórum í apótekið. Þar hitti
hann aftur stúlkuna sem af-
greitt hafði smokkana. Er
hún heyrði að þessir 100
hefðu ekki nægt hafði hún
sagt: Guð minn góður! Von-
andi hef ég ekki eyðilagt fyr-
ir þér helgina.
FRÉTTIR
Eimskip:
Afinælisalmanak
í byrjun næsta árs
verður Eimskipafélag ís-
lands 75 ára. Stofiidagur
þess er 17. janúar.
Almanak Eimskips, af-
mælisalmanakið, er kom-
ið út veglegt að vanda.
Kápumynd þess er eins
og aðrar í lit og er tekin
suður á Reykjanesi og sér
til Eldeyjar. Á kápu er
prentað gullnu letri Eim-
skip 75 ára 1914 — 1989.
Að þessu sinni er það einn
og sami ljósmyndarinn
sem hefiir tekið allar 12
myndir almanaksins. Er
það Rafii Ilafníjörð. Nær
allt eru það landslags-
myndir. Hefúr ljósmynd-
arinn leitað fanga út við
sjávarsíðuna, til sveita og
inn á hálendið. Er lit-
auðgi margra mynda
mikill. Hefiir afinælis-
almanakið tekist vel í
allri vinnslu í Kassagerð
Reykjavíkur. Hönnun
þess annaðist GBB Aug-
Iýsingaþjónustan.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN. í
gær kom togarinn Rauðinúp-
ur inn til viðgerðar. í dag,
sunnudag, er Urriðafoss
væntanlegur að utan og tog-
arinn Viðey kemur inn til
löndunar og togarinn Engey
er væntanlegur úr söluferð.
Þá er danska eftirlitsskipið
Beskytteren væntanlegt. Á
morgun, mánudag, er togar-
inn Jón Baldvinsson vænt-
anlegur inn og landar.
HAFNARFJARÐARHÖFN.
I dag, sunnudag, eru frysti-
togaramir Venus og Ymir
væntanlegir inn til löndunar.
MINNINGARKORT
MINNIN G ARKORT Safti-
aðarfélags Áskirkju eru seld
hjá eftirtöldum: Þuríður
Ágústsdóttir, Austurbrún 37,
sími 81742, Ragna Jónsdóttir
Kambsvegi 17, sími 82775,
Þjónustuíbúðir aldraðra, Dal-
braut 27, Helena Halldórs-
dóttir, Norðurbrún 1, Guðrún
Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími
81984, Holtsapótek Lang-
holtsvegi 84, Verzlunin
Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27.
Þá gefst þeim, sem ekki
eiga heimangengt, kostur á
að hringja í Áskirkju, sími
84035 milli kl. 17.00 og
19.00.
ORÐABÓKIN
Paldrar — pöldrur
Fyrir rúmum fjórum
áratugum vakti ágætur
kunningi minn og sam-
stúdent við norrænudeild
Háskólans athygli mína á
orði, sem hann hafði
heyrt sem kaupmaður
austur á Síðu og hann
kannaðist alls ekki við úr
átthögum sínum í A-
Húnavatnssýslu. Það var
orðið paldrar um stalla
eða þrep í brekkum. Ég
man, að ég varð hissa,
þegar hann sagðist ekki
þekkja orðið, því að svo
samgróið var það mínu
tungutaki austan úr
Mýrdal. Hafði mér aldrei
dottið annað í hug en
þetta væri mælt mál, þar
sem svo hagar til í lands-
lagi. Raunar var mér þá
orðið ljóst, að málfar
manna og orðafar er ekki
alls staðar eins á landinu,
og hér var ein staðfesting
þess. Eftir heimildum að
dæma er orðið þekkt frá
Eyjafjöllum í Rangár-
vallasýslu og allar götur
austur á land og upp á
Hérað. Samkvæmt orða-
bókum eru tvær myndir
af orðinu og merking
ekki heldur hin sama.
Kvk.-orðið paldra, í ft.
pöldrur, merkir smáþýfi
og eins djúpar reiðgötur
og mjög ósléttur vegur.
Þá er talað um, að vegur-
inn sé pöldróttur. Svo
er kk.-orðið paldri, í ft.
paldrar, um þrep í gras-
brekkum. - JAJ.