Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
11
- PARÍS - REYKJAVÍK - LONDON - NEW YORK - KAUPMA
Kostnaðurinn við hans innkaup er
á bilinu 8.800 krónur upp í 11.300
krónur, en fer í 16.500 til 19.000
krónur, ef glösin eru meðtalin.
NEW YORK JAFNVEL
ÓDÝRARI
Loks verslum við á herrann í
borginni sem gjarnan hefur verið
nefnd höfuðborg alls heimsins, New
York. Skyrtan hans kostar frá
2.000 krónum (Terry Ellis) upp í
3.600 krónur (Boss). Bindið er af
gerðinni Boss, 2.400 krónur, eða
Armagni, 2.800 krónur. Peysan er
frá Boss og kostar 6.400 krónur,
rakspírinn frá Aramis kostar 1.100
krónur og bókin hans er nýjasta
bók Tom Clancy, spjaldbundin og
kostar 900 krónur. Það sem verður
einna dýrast handa herranum eru
koníaksglösin, enda innflutt frá
Evrópu. Við getum valið á milli
sænskra glasa frá Orefors, á 6.825
krónur, sex glös, og austurrískra
glasa frá Riedel, sem sex saman
kosta 8.162 krónur. Hans hluti í
New York kostar því frá rúmum
16 þúsund krónum upp í 19 þúsund
krónur.
HANDA HENNI ER MUN
DÝRARA í REYKJAVÍK
Karfan hennar hefur að geyma
náttkjól (úr bómull eða nælon),
slopp, úr velúr eða nælon, leður-
handtösku, leðurstígvél, ilmvatn,
hljómplötu og bók. Við getum valið
sett af náttkjól og slopp úr nælon
á um 6.000 krónur, eða fengið
finnskan bómullamáttkjól með vel-
úrslopp í sama lit. Náttkjóllinn kost-
ar þá um 2.300 krónur, en sloppur-
inn um 6,000 krónur. Glæsilegustu
innkaupin á þessum nótum væru
að sjálfsögðu sett úr silki, en þá
er verð fyrir náttkjól og slopp lið-
lega 14 þúsund krónur. Verðið á
leðurhandtöskum er mjög mismun-
andi. Hægt er að velja sér hand-
tösku á bilinu 2.000 til 20 þúsund
krónur. Algengt verð á handtöskum
með dýrari merkjum, eins og Jill
Sanders eða Etienne Aigner, er á
bilinu 12 þúsund til 20 þúsund krón-
ur. Leðurstígvél fást frá um 7 þús-
und krónum og allt upp í 20 þúsund
krónur (Etienne Aigner). Frúin fær
líka lítið ilmvatnsglas, og þá erum
við að tala um ekta ilmvatn. Al-
gengasta stærð er 7,5 millilítrar,
og ér verðið frá um 1.300 krónum
upp í tæpar 9.000 krónur fyrir glas-
ið. Þannig getur lítrinn af ilmvatn-
inu kostað allt að 1,2 milljónum
króna! Þá fær frúin nýútkomna
hljómplötu og mun algengasta verð
á þeim vera um 1.200 krónur og
loks fær hún bók, sem við verðleggj-
um á 3.000 krónur. Að ógleymdum
hennar hlut í koníaksglösunum, þá
kostar hennar hluti af körfunni, ef
við höldum okkur við dýrari kant-
inn, um 70 þúsund krónur, en ef
við veljum það sem ódýrara er þá
leggur hennar hlutur sig á 30 þús-
und krónur.
PARÍS AOEINS
HÁLFDRÆTTIMGUR I VID
REYKJAVÍK
í París gerum við sömu innkaup
á frúna og við gerðum hér í
Reykjavík, en þau koma vægar við
pyngjuna, því há leðurstígvél, af
gerðinni Charles Jourdan (sem er
merki í dýrara lagi) kosta 12.200
krónur, handtaskan, frá sama
hönnuði kostar 9.500 krónur, nátt-
kjóllinn og sloppurinn í setti, kosta
8.700 krónur, ilmvatnið, Chanel No
5, kostar 2.000 krónur, hljómplatan
560 krónur (geisladiskur 840 krón-
ur) og bókin 900 krónur. Hennar
hlutur kostar því um 35 þúsund
krónur, en gæti orðið eitthvað ör-
lítið ódýrari, ef valin væru ódýrari
stígvél og handtaska.
I kóngsins (drottningarinnar?)
Kaupmannahöfn verður verslunin á
frúna með eftirfarandi hætti: Eti-
enne Aigner-handtaska á bilinu 6
til 10 þúsund krónur, leðurstígvél
frá 3 til 6 þúsund krónur, náttkjóll
og sloppur frá Priunth úr þunnu
bómullaijersey á 5.000 krónur, ilm-
vatn frá Chanel No 5 (7 ml) á 3.500
krónur, geisladiskur á 700 krónur
(hljómplata væri talsvert ódýrari)
og bók á 1.500 krónur. Hennar inn-
kaup kosta þá í Köben frá 22 þús-
undum upp í um 30 þúsund krón-
ur, að koníaksglösunum meðtöld-
um, en hennar hlutur í þeim er lið-
lega 1.000 krónur.
í London fær frúin satínnáttkjól
og slopp frá Eulalle fyrir 8.100
krónur, en til er sett allt niður í
4.500 krónur. Ilmvatnið hennar,
Chanel No 5, kostar 4.300 krónur,
hljómplatan 500 krónur (meðal-
l\lew York
Jólaljósadýrðin í New York er slík,
að flestar borgir blikna í
samanburðinum, enda allt svo stórt
í henni Ameríku.
verð), bókin 1.600 krónur, Leður-
stígvélin frá 5.400 upp í 8.000 krón-
ur (allt vönduð stígvél) og leður-
handtaskan frá Jane Shilton kostar
5.000 krónur, en dýrari merki allt
upp í 9.000 krónur. Hennar hlutur,
að glösunum undanskildum, er því
á bilinu 21 þúsund krónur, upp í
33 þúsund krónur, en ef hún fær
glösin líka þá þarf hún að greiða
frá 28 þúsund krónum upp í 41
þúsund krónur.
DIOR OC OUCCI
I NEW YORX
í New York fær frúin náttkjól
frá Dior á verði frá 3.800 krónum
upp í 6.300 krónur og slopp af sama
merki frá 4.500 krónum upp í 7.700
krónur. Hún fær handtösku frá
Gucci fyrir 10 þúsund krónur og
Bandolino-leðurstígvél fyrir 6.700
krónur. (Bandolino er talið hlið-
stætt merki við Etienne Aigner, og
Gucci fínna, ef eitthvað er). Hún
fær líka Chanel 5, 7 millilítra, og
fyrir þá greiðum við 2.700 krónur.
Við getum valið hvort við gefum
henni hljómplötu fyrir 400 krónur
HVAÐ KOSTA JÓLAGJAFIRNAR í HEIMSBORGUNUM í SAMANBURÐIVIÐ REYKIAVÍK ?
Handa honum Reykjavík París Kaupmannahöfn London New York
Skyrta 3.980 3.000 2.5-4.700 1.7-2.700 2-3.600
Hálsbindi 2.900 1.4-2.500 2.5-3.000 1.000 2.4-2.800
Ullarpeysa 5.5-9.000 6-7.000 4.8-10.200 3-4.200 6.400
Rakspíri 1.300 1.150 2.700 1.500 1.100
Jólabók 2-3.500 900 1.500 1.600 900
3 koníaksglös 1.2-3.000 1.000 1.000 7.700 3.4-4.100
Samtals 20-25.000 12.7-16.000 15-24.000 16.5-18.700 16-19.000
Handa henni
Náttkjóll Náttsloppur >6-14.000 >8.700 >5.000 >4.5-8.100 3.8-6.300 4.5-7.700
Leðurtaska 2-20.000 9.500 6-10.000 5-9.000 10.000
Leðurstígvél 7-20.000 12.200 3-6.000 5.4-8.000 6.700
llmvatn 1.3-9.000 2.000 3.5000 4.300 2.700
Hljómplata 1.200 6-840 700 500 4-680
Jólabók 3.000 900 1.500 1.600 900
3 koníaksglös 1.2-3.000 1.000 1.000 7.700 3.4-4.100
Samtals 30-70.000 u.þ.b. 35.000 22-30.000 28-41.000 32-40.000
Handa barninu
Fjarstýrður bfll 3-7.000 2.3-2.800 2-3.400 3.7-6.000 1.3-4.000 ■o
Leikfangabfll 2-5.000 4-500 1.300 0.5-1.700 0.7-1.000 ■o
Dúkka 1.5-4.000 2.000 1-1.400 1.300 1.3-3.000 ! !
eða geisladisk fyrir 680 krónur og
bókin hennar kostar um 900 krón-
ur. Hennar hluti í körfunni verður
því frá 32 þúsundum (þijú koníaks-
glös reiknuð með) upp í 40 þúsund
krónur.
EITTHYAB HAHDA
SMÁFÓLKINU
Af ásettu ráði nær könnunin
ekki til jólagjafa til unglinga, þar
sem íjölbreytnin virðist nánast
óendanleg og sömuleiðis fjölbreytni
í verðlagi. En við könnuðum lítillega
hvað þyrfti að greiða fyrir jólagjaf-
ir handa smáfólkinu í þessum fimm
borgum og kynntum okkur þá verð
á íjarstýrðum leikfangabílum,
venjulegum leikfangabílum og
dúkkunum sígildu. Ejarstýrðir bílar
í Reykjavík af stærri gerðinni eru
á bilinu 5 til 7 þúsund, en hægt er
að fá minni gerðir, fyrir um 3.000
krónur. Venjulegir, meðalstórir
bílar eru hins vegar frá um 2.000
krónum og allt upp í 5.000, eftir
iburði og gæðum. Dúkkumar eru
einnig á margbreytilegu verði, en
meðalstór dúkka (45 til 50 senti-
metra löng) í fínum fötum kostar
frá 1.500 krónum og allt upp í 4.000
krónur.
í París fáum við millistærð af
fjarstýrðum leikfangabíl handa
stráknum fyrir 2.300 til 2.800 krón-
ur, en hefðbundinn tmkk eða kapp-
akstursbíl fyrir 4 til 500 krónur.
Dúkkan sem við kaupum í París
getur ýmislegt, svo sem talað, grát-
ið, pissað og þar fram eftir götunum
og fyrir hana gefum við um 2.000
krónur.
í Kaupmannahöfn fáum við þessa
hluti handa börnunum og borgum
fyrir fjarstýrða bílinn frá 2.000
krónum upp í 3.400. Fyrir hefð-
bundinn, meðalstóran tmkk borg-
um við um 1.300 krónur og fyrir
dúkkuna 1.000 til 1.400 krónur.
Fjarstýrði bíllinn sem strákurinn
fær í London er af gerðinni Prime-
line, rúmlega í meðallagi stór og
kostar 3.700, en er til upp í 6.000
krónur. Venjulegur tmkkur er frá
500 upp í 1.700 krónur. Dúkkan
hennar kostar um 1.300 krónur, en
er fáanleg á ýmsu verði, bæði fyrir
ofan og neðan.
Strákurinn getur fengið glæsi-
legan íjarstýrðan bíl í New York,
Turbo Hopper frá Tayo, fyrir 4.000
krónur, en mun minni, einnig fjar-
stýrðan, Mini Aero, frá Nikko fyrir
1.300 krónur. Venjulegur leik-
fangabíll kostar oft á bilinu 700 til
1.000 krónur. Mjög vönduð dúkka,
og í fallegum fötum kostar um
3.000 krónur, en minni og einfald-
ari gerðir fást fyrir um 1.300 krón-
ur S New York.
í ljósi ofangreinds kann því ekki
að vera svo ijarstæðukennt að
bregða undir sig betri fætinum og
skreppa í jólainnkaupin til útlanda,
jafnvel þótt aðeins sé um dagsferð
að ræða. Tilbreytingin frá daglegu
amstri er næsta trygg og ef umfang
innkaupanna á að verða mikið,
einkum banda kvenþjóðinni, er
ávinningurinn augljós. Miðað við
verðlagið hér í Reykjavík, þá virð-
ast innkaup á frúna, þegar kaupa
á eitthvað „fínt og elegant“, borga
sig hvað best í „útlandinu". Innkaup
á herrann eru einnig hagkvæmari
í borgunum sem notaðar eru til
samanburðar, samkvæmt því sem
kemur fram hér á undan, þótt mun-
urinn sé ekki jafnmikill og á dömu-
vörunum. Þrátt fyrir staðhæfingar
kaupmanna um sambærilega álagn-
ingu, miðað við það sem tíðkast
annars staðar, er það vel skiljanlegt
að á þessu hausti hafi þegar um
1% þjóðarinnar brugðið sér í snögga
innkaupaferð til meginlands Evr-
ópu, Bretlandseyja eða vestur um
haf.
Rétt er að geta þess í lokin að
helgarferðir þær sem boðið hefur
verið upp á í haust og er enn boðið
upp á kosta fyrir einstaklinginn
með þremur gistinóttum frá 21
þúsundi króna (Kaupmannahöfn og
London) upp í 25 til 26 þúsund
krónur (New York).