Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUP^GUR 11. .DKSEMBER .1988 15 ÁLAFOSS VIO RAUflATORG? Snemma árs 1987 leituðu Sovét- menn eftir samstarfi við íslend- inga í ullariðnaði. Var þá jafnvel rætt um Álafossverslun við Rauðatorg. STIKLAÐ Á Allt frá Vopnafirði tii Akraness Qj.ri JlllllU er sl"'c'arsamninganna beðið með clHrLHllUln eftirvæntingu á hveiju hausti. sOlutregbs í liLLINNI Enn vantar 135 milljónir króna upp á að lág- marki rammasamnings um ullarkaup Sovét- manna sé náð á þessu ári. FREDFISKURIHN MIKILVÆGUR Stærstur hluti íslensks útflutnings til Sov- étríkjanna hafa verið fryst karfa- og ufsa- flök. GAFFALBITAR í Sovétríkjunum er þriðji mikilvægasti markaður Hiá SIELÓSfLD okkar tyrir las™e,i ingu. Árið 1987 seldist lagmeti fyr- ir 4,9 milljónir dala, sem var 16% af útflutningi lagmetis. 1986 seldist lagmeti fyrir tæpar 4 milljónir dala. Sendinefnd á vegum Sölustofnunar lagmetis fer út til Sovétríkjanna um þessa helgi til að semja um sölu næsta árs. Að sögn Theódórs S. Halldórssonar framkvæmdastjóra Sölustofnunarinnar hefur verið haft samband við lýðveldin sjálf til að athuga möguleika á sölu þangað. Theódór segist ekki frekar eiga von á því að semjist strax í fyrstu at- rennu. Lagmetið fer fyrst og fremst til Moskvu og Leníngrad. Um er að ræða gaffalbita, matjes-síldar- flök, þorsk- og ufsalifur, reykta síld í vakúmplastpakkningum og létt- reykt síldarflök. „Sovéski markað- urinn er mjög mikilvægur fyrir íslenska lagmetisiðnaðinn og veitir um það bil 100 manns atvinnu,“ segir Theódór ennfremur. Treg sala á prjónavöru í útflutningi til Sovétríkjanna hafa menn helst fundið að skórinn kreppir í ullarvörusölu. Þar hefur löngum verið einn stærsti markaður íslendinga fyrir pijónavörur, sem tekið hefur við u.þ.b fjórðungi út- flutningsins. Talið er Sovétmenn hafi látið kaup á ullarvörum sitja á hakanum vegna gjaldeyrisskorts. í viðskiptabókuninni segir að Sovét- menn skuli kaupa ullarvörur fyrir 5-6V2 milljón dala ef samningar nást milli kaupenda og seljenda. Á þessu ári keypti ráðuneytið Raz- noexport vörur af Álafossi fyrir 2 milljónir dala (rúmlega 90 milljónir ísl. kr.). Þar fyrir utan hefur Sov- éska samvinnusambandið keypt fyrir 3 milljónir dala en þau við- skipti era fyrir utan rammasamn- inginn. Álafossmönnum hefur verið bent á þann möguleika að leita til lýðveldanna sjálfra um sölu á ullar- og skinnavörum. Að sögn Aðal- steins Helgasonar aðstoðarforstjóra telja menn að þar liggi framtíð við- skiptanna. Lýðveldin vilja fremur vöruskipti en gjaldeyrissamninga. Hingað til hafa íslendingar helst viljað beinharðan gjaldeyri fyrir vöru sína en það kann að breytast. Fordæmi eru fyrir slíkum vöru- skiptum milli íslendinga og Sovét- manna. Viðskipti Sambandsins og Sovéska samvinnusambandsins eru að litlum hluta í því formi. Rússar borga hluta ullarvörunnar með sultu, hunangi og hjólbörðum. Í janúar árið 1987 var gerður mótkaupasamningur milli gamla Álafoss hf og Sovétmanna. Tildrög- in voru þau að Raznoexport vildi ekki veija meira fé en 200.000 dölum til ullarkaupa. Báru þeir fyr- ir sig gjaldeyrisskorti. Þegar íslend- ingar gengu að vöruskiptasamningi voru Sovétmenn skyndilega reiðu- búnir að veija 3,6 milljónum dala í ullarkaupin. „Varan“ sem þeir buðu í staðinn var fraktflutingur sem íslendingar áttu að koma í verðerlendis. Búnaðarbanki íslands var aðili að undirbúningi þessa samnings í samstarfi við breska Midlandbankann, sem hefur sér- hæft sig í mótkaupasamningum við Sovétmenn. í ferð Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, til Moskvu í mars 1987 var þessum vöruskiptasamningi breytt í gjald- eyrissamning. Þriðji möguleikinn á ullar- og skinnaviðskiptum við Sovétmenn hefur komið æ oftar upp á yfirborð- ið að undanfömu. í janúar 1987 kynntu Sovétmenn Álafossi hf hug- myndir um sovésk ullarfyrirtæki með íslenskri eignaraðild. Þá var jafnvel farið að tala um Álafoss- verslun við Rauðatorgið. Þegar þessi möguleiki var borinn undir Álafossmenn núna í haust sögðu þeir að hreyfing hefði komist á málin í sumar. Borist hefðu óform- legar tillögur um samvinnu í skinnaiðnaði og fatasaumi í Arm- eníu, Georgíu og Eistlandi. íslend- ingar myndu sjá fyrir þekkingu og tækni og hluta hráefnis. Hluti af- urða yrði seldur í Sovétríkjunum en hluti fluttur út. Ennþá á eftir að leysa það hvernig flytja á hagn- að úr Iandi. Að sögn Aðalsteins Helgasonar eru þessar hugmyndir enn mjög óljósar en ætlunin er að líta nánar á þær á næstu vikum. Hann leggur þó áherslu á að ekki sé meiningin að flytja vinnu úr landi heldur myndi slíkt bætast ofan á þann rekstur sem fyrir er hérlendis. Olía á góðu verði íslendingar hafa einkum keypt olíuvömr af Sovétmönnum. En em þau viðskipti okkur hagstæð? „Svo virðist," segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, „sem viðskiptasam- bönd olíufélaganna á íslandi við þá sem þau em umboðsaðilar fyrir séu svo Iítilfjörleg að þau geti ekki feng- ið olíu á hagstæðara verði en dag- verði í Rotterdam sem við miðum við í viðskiptum við Sovétmenn. Þannig að seinni ár hefur ekki feng- ist hagstæðara olíuverð en frá Sov- étríkjunum. Hins vegar er spuming hvort ekki sé eðlilegt að olíuverslun- in sé sem frjálsust svo verðmyndun- in sé fijálsari. Eins og stendur fylg- ir engin áhætta fyrir olíufélögin af viðskiptunum við Sovétmenn. Und- anfarin ár hafa viðskiptin verið hagstæð og ekki ástæða til að ætla annað en við myndum kaupa af Sovétmönnum olíu hvort sem við- skiptin væm frjáls eða ekki.“ Áuk timburs (250 milljónir ísl kr. árið 1987) höfum við einnig flutt inn bifreiðar svo einhveiju nemi (253 millj. kr. árið 1987). Lada- verksmiðjurnar em í hópi þeirra fyrirtækja sem fengið hafa leyfi til að skipta beint við útlönd. Að sögn forráðamanna Bifreiða og Land- búnaðarvéla, íslenskra umboðsaðila Lada-bifreiða, varð þessi breyting nú í sumar og er ekki enn komin reynsla á hana. Lengst af hefur verið halli á við- skiptum okkar við Sovétríkin. Hann hefur þó farið minnkandi síðustu ár vegna verðlækkunar olíu. Við- skiptin við Sovétmenn voru á síðasta ári um það bil 4% af vömvið- skiptum íslendinga við útlönd. Á ámnum 1954 - 1960 hins vegar vom viðskiptin að meðaltali 15,7% af innflutningi en 17,8% af útflutn- ingi. (Til samanburðar má geta þess að íslandsviðskiptin vom árið 1987 0,053% af viðskiptum Sov- étríkjanna við útlönd eða 1/1900.) Utanríkisviðskipti okkar hafa færst sífellt meir frá Bandaríkjunum og Austur-Evrópu til Evrópubanda- lagsins og Japans. Miklar þreifingar Sem stendur er víða leitað hóf- anna um aukin viðskipti Sovétríkj- anna og íslands. Á dögunum barst Loðskinni hf á Sauðarkróki, fyrir milligöngu Búnaðarbankans, mála- leitan frá Sovétlýðveldinu Kírgízíu í Asíu um samvinnu í skinnafram- leiðslu. Loðskinn hefur veitt sínar upplýsingar, að sögn Margeirs Frið- rikssonar, skrifstofustjóra fyrirtæk- isins. Beðið er eftir tilboði frá Kíigízíu. Þar hefur vaknað áhugi á að súta gæmr sem hingað til hefur verið hent. Aðilar í Sovétlýðveldunum Ge- orgíu og Armeníu hafa leitað til íslenskra fiskeldisfyrirtækja um aðstoð við að koma slíkri atvinnu- grein á fót. Menn frá Sovéska samvinnusam- bandinu í Lettlandi komu í haust og lögðu til að sett yrði upp sameig- inleg verksmiðja í fiskikassafram- leiðslu með samvinnu við Sæplast á Dalvík. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins segja allt of snemmt að segja til um hvort af samningum verði. Viðræður fara nú fram um hugs- anleg kaup Sovétmanna á kinda- kjöti af slátrun þessa hausts og yrði það í fyrsta skipti sem kinda- kjöt yrði flutt þangað út. Fyrir milli- göngu Búnaðarbankans hafa farið fram viðræður milli Búvörudeildar Sambandsins og viðskiptafulltrúa Sovétríkjanna hérlendis. Að sögn Steingríms Sigfússonar landbúnað- arráðherra, eru Sovétmenn nú að íhuga verðtilboð íslendinga. Ráð- herra vildi ekki gefa upp hvaða verð væri þar um að ræða en sagð- ist telja það sambærilegt við það verð sem fæst á markaði á Norður- löndum, sem sagt eitthvað á annað hundrað krónur á kílóið, eða 30% af framleiðslukostnaði. Vonir stæðu einnig til þess að Sovétmenn keyptu ódýrari hluta skrokksins. Steingrímur sagði að þótt staðan væri góð í birgðamálum landbúnað- arafurða gæti farið svo að fara þyrfti fram á útflutningsbætur vegna kindakjötssölu umfram það sem fjárlög heimila. Landbúnaðar- ráðherra sagði að Sovétmenn vildu væntanlega kaupa eins mikið og íslendingar gætu boðið upp á og væri jafnvel til baga hvað íslending- ar gætu boðið upp á lítið. Margir telja þó ólíklegt að af þessum við- skiptum verði því Sovétmenn vilji fremur kjöt af veturgömlu en lambakjöt. Samstarf íslands, Svíþjóðar og Sovétríkjanna? Það sem gerst hefur áþreifanlegt á hinum óplægða akri viðskipta Sovétmanna og íslendinga er þó fremur rýrt enn sem komið er. Fyr- irtækið Kvikk sf. hefur selt fjórar hausklofningsvélar til Sovétríkj- anna fyrir samtals átta milljónir. Bjami Elíasson, forstjóri Kvikks, segist vongóður um frekari sölu til Sovétríkjanna. Fyrirtækið Marel hefur selt 2 rafeindavogir til Sov- étríkjanna. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins er vonast eftir frekari sölu á fyrri hluta næsta árs. Athyglisvert er að árangur á hin- um nýju sviðum hefur helst náðst í tengslum við fiskiðnað Sovét- manna enda þarfnast floti þeirra og fiskvinnsla mikilla endurbóta. Þess má geta að að sænskt stórfyr- irtæki, sem skipt hefur við Sovét- menn í áratugi, á nú í óformlegum viðræðum við íslenska aðila um samstarf, sem gæti leitt til stórauk- inna möguleika á íslenskum útflutn- ingi til Sovétríkjanna. Sovétmenn hafa lýst yfir áhuga sínum við sænska fyrirtækið á að veija næstu árin ómældu fé til endurnýjunar sovéska fiskiskipaflotans og fisk- vinnslu í landi. Búast má við því að þessi mál skýrist á fyrsta árs- fjórðungi næsta árs. Hugsanlegt samstarf Svía, íslendinga og Sovét- manna hefur þegar verið kynnt Norræna Útflutningsverkefna- sjóðnum, Sem lýst hefur áhuga sínum á því að stuðla að framgangi málsins. Norræni fjárfestingarbankinn í Helsinki er tiltölulega nýlega farinn að lána til Sovétríkjanna. í haust var veitt stórt rammalán þangað (50 milljón dalir) og þar opnast möguleikar fyrir íslendinga, sem fram til þessa hafa nær eingöngu komið við sögu bankans, sem verk- efnainnflytjendur. Venjulega er skilyrðið það að tvær Norðurlanda- þjóðir hið minnsta standi að slíkum verkefnum. Þó má vænta undan- tekningar hvað ísland varðar með þau verkefni sem kunna að koma upp á næstunni. Einnig má minnast á að jarðhita er víða að finna í Sovétríkjunum og hafa þarlendir menn lýst yfir áhuga á samvinnu við íslendinga um nýtingu hans í framhaldi af samningi sem gerður hefur verið milli Virkis hf og Ungveija. Pólitíska hliðin Þegar viðskipta- og greiðslu- samningur íslands og Sovétríkj- anna var gerður árið 1953 var talað um að íslendingar ættu að hafa viðskipti við sem flestar þjóðir án tillits til sljómkerfis í viðkomandi ríki. Samstaða hefur verið um þessa stefnu. Helst hefur verið deilt um hvort gott verð fengist fyrir afurðir okkar í Sovétríkjunum og hvort olíukaupin væm nógu hagstæð. Einnig hefur verið ágreiningur um hvort viðskiptahagsmunir væru það miklir að ekki væri vogandi að fetta fingur út í umsvif sovéska sendi- ráðsins hérlendis. Eins og fram hefur komið hefur hlutfallslegt vægi Sovétviðskiptanna minnkað og deilumar því fremur hjaðnað. Á það var minnst í grein um glímu Gorbatsjovs við kerfið, sem birtist í gær, að vestræn ríki stæðu frammi fyrir þeim vanda hvort hjálpa ætti Gorbatsjov að rétta efnahag lands- ins við. Margt bendir nú til að ís- lendingar standi brátt frammi fyrir sömu spumingu en ætli svarið ráð- ist ekki eins og annars staðar af hagnaðarvoninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.