Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
19
varðandi leyfi til hærri álagningar
á bjór að finna í nýju reglugerðinni
um framleiðslu og sölu á áfengum
bjór sem stjórnvöld kynntu nú í vik-
unni.
Nýr hópur viðskiptavina
Eins og áður segir eru ýmsar
hugmyndir uppi um nýjar bjórstofur
í miðbænum þótt enn hafi aðeins
borist ein umsókn um leyfi til veit-
ingahúsareksturs þar. Bjami Mar-
teinsson arkitekt vinnur nú að upp-
setningu bjórkrár í kjallara hússins
Pósthússtræti 17, sem hann á
ásamt konu sinni. „Ég hef nú eins
og margur annar verið með veit-
ingabakteríu í maganum lengi,"
sagði Bjarni í samtali við Morgun-
blaðið. „Hún fór síðan að sækja
verulega á mig þegar við eignuð-
umst þetta hús, því kjallarinn er
afar hentugur fyrir starfsemi af
þessu tagi. Góð nýting eignarinnar
fór því saman við gamlan draum,
svo ekki varð aftur snúið.“
Starfandi veitingamenn í mið-
bænum hafa einnig velt fyrir sér
nýjum möguleikum með tilkomu
áfenga ölsins. Þeirra á meðal er
Vilhjálmur Svan, veitingamaður í
Tunglinu, en hann hyggst opna
bjórstofu þar sem matvöruverslun
Sláturfélags Suðurlands var til
skamms tíma í Hafnarstræti 5.
Hann kvaðst þó ekki hafa neina
tröllatrú á að ölstofureksturinn yrði
einhver gullnáma, heldur væri hann
með þessu að taka þátt í þeirri þró-
un í veitingarekstri sem fyrirsjáan-
leg væri með afléttingu bjórbanns-
ins. Vilhjálmur Svan taldi að tilvon-
andi viðskiptavinir bjórstofunnar
yrðu hrein viðbót við þá viðskipta-
vini sem þegar væru fyrir á mark-
aðnum.
Því má svo bæta við að Café
Strætó í Lækjargötu 2 verður rekið
sem bjórkrá á kvöldin og hafnar
eru framkvæmdir í kjallara Nausts-
ins, þar sem fyrirhugað er að inn-
rétta nýja krá.
Þeir veitingamenn sem Morgun-
blaðið ræddi við voru flestir sam-
mála um, að nýju bjórkrámár
myndu færa sér nýjan viðskipta-
vinahóp. Þannig gerðu þeir því
skóna að fólk, sem komið væri af
léttasta skeiði, myndi líklega sækja
krárnar í einhverjum mæli, og ein-
hver hluti viðskiptavina yrði fólk,
sem ekki væri beinlínis á þeim bux-
unum að „detta í það“ , heldur
kæmi fyrst og fremst til að slappa
af yfir einni kollu eða svo.
Hverfakrár eða
miðbæjarknæpur?
Svo virðist sem flestir þeir, sem
nú em í bjórstofuhugleiðingum,
beini sjónum sínum að gamla mið-
bænum. Auk þeirra bjórstofa sem
áður er getið og fyrir em hafa
ýmsir staðir verið nefndir þótt sum-
ir þeirra séu aðeins á umræðustigi
enn sem komið er. Af því húsnæði
í gamla miðbænum sem rætt hefur
verið um í þessu tilliti má nefna
húsnæðið að Hverfisgötu 12 (á
móti veitingahúsinu Arnarhóli),
Þingholtsstræti 2-4 (á móti Versl-
unarbankanum), og húsnæðið á
horni Bankastrætis og Ingólfs-
strætis, þar sem gamli Málarinn og
síðar Adam vom einu sinni til húsa.
Ennfremur í Austurstræti 14,
(Pósthússtrætismegin), þar sem
Herradeild PÓ hefur verið til húsa
svo lengi sem miðaldra menn muna.
Þar mun þó aðeins vera um vanga-
veltur að ræða enn sem komið er
enda ekki útséð hversu lengi enn
Herradeild PÓ verður í húsinu. Þá
hefur einnig verið talsvert rætt um
.Austurstræti 9, fyrir ofan verslun
Egils Jacobsen, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er nú
verið að innrétta þar skrifstofur
fyrir Búnaðarbankann. Hins vegar
munu margir hafa spurst fyrir um
þetta húsnæði með rekstur bjór-
stofu í huga.
Ekki em þó allir á einu máli um
að gamli miðbærinn sé hentugasti
staðurinn fyrir ölstofur. Margir em
á því að hverfabjórkrár gætu, er
fram líða stundir, náð traustari fót-
festu og benda í því sambandi á
að þá þurfi menn ekki að fara ak-
andi á krána með tilheyrandi fyrir-
höfn, heldur geti skroppið fótgang-
andi „út á horn og fengið sér einn
öllara, tekið í spil og spjallað við
kunningja úr hverfinu", eins og einn
viðmælanda okkar orðaði það. Slík
bjórmenning hefur um langt skeið
tíðkast á Englandi þar sem hverfa-
bjórstofur em hluti af daglegu lífi
manna. Heimildir Morgunblaðsins
herma að áform séu uppi um að
opna slíka hverfabjórstofu í Breið-
holtinu, og jafnvel víðar. Gamli
miðbærinn er þó, enn sem komið
er, í brennidepli hvað þetta varðar.
Skiptar skoðanir
Unnendur gamla miðbæjarins
em þó ekki allir jafn hrifnir af
þeirri hugmynd að þar verði í fram-
tíðinni einhvers konar öldurhúsa-
og skemmtanamiðstöð borgarinnar.
„Eg get nú eiginlega ekki hugsað
þá hugsun til enda æf sú verður
þróunin að ölstofur eigi eftir að
flæma alla verslun burt úr gamla
bænum,“ sagði rótgróinn kaup-
maður, sem rekið hefur verslun í
Kvosinni um árabil. „Hins vegar
gæti þetta orðið ágætt í bland þann-
ig að verslunin blómstraði á daginn
og svo tæki skemmtanalífið við á
kvöldin." Annar kaupmaðúr taldi
að bjórstofur og verslanir gætu átt
vel saman. Bjórstofumenningin
myndi lífga upp á miðbæinn, svo
fremi sem bjórsvolgrið keyrði ekki
úr hófi. Hinn þriðji dró hins vegar
mjög í efa að bjórstofuvæðing yrði
miðbænum eða versluninni þar til
framdráttar og óttaðist hann einna
helst óspektir, með tilheyrandi
rúðubrotum og gripdeildum, ef bjór-
inn færi að flæða þar um allt.
Davíð Oddsson borgarstjóri sagði
hins vegar að ekki væri óeðlilegt að
í Reykjavík, eins og í mörgum öðr-
um borgum, myndaðist einhvers
konar miðstöð skemmtanalífins, svo
framarlega sem gleðskapurinn yrði
innan hóflegra marka. „Ég tel það
kost að hafa skemmtistaðina á
ákveðnu afmörkuðu svæði, utan
íbúðarhverfa, og til þess er gamli
miðbærinn mjög vel fallinn. Menn
myndu þá losna við þetta eilífa
flandur í leigubílum á milli
skemmtistaða," sagði borgarstjóri.
Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar
að verslun og skemmtanalíf gætu
farið ágætlega saman og taldi litla
hættu á að nokkrar bjórkrár til við-
bótar í gamla miðbænum myndu
flæma verslunina í burtu þaðan.