Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 27
saei jrnra
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
27
Minning:
Marta Jónsdóttir
Fædd 25. júní 1915
Dáin 4. desember 1988
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast móðursystur minnar,
Mörtu Jónsdóttur, sem andaðist á
Sólvangi í Hafnarfirði hinn 4. des-
ember sl., en þar hafði hún dvalið
um langt árabil og háð harða og
langa baráttu við hin miskunnar-
lausa alzheimer sjúkdóm.
Marta Jónsdóttir fæddist 25. júní
1915 á Patreksfirði, dóttir hjónanna
Sigríðar Bachmann og Jóns Snæ-
bjömssonar, símstöðvarstjóra þar.
Þau urðu 11 bömin á Stöð, 10 kom-
ust upp en nú em þau öll látin,
nema Guðrún, sem dvelur í hárri
elli á Droplaugarstöðum í
Reykjavík.
Marta sleit bamskónum í for-
eldrahúsum á Patreksfirði og em
mér sérstaklega minnisstæðar
skemmtilegar frásagnir hennar af
því sem á dagana dreif á Patró
þeirra tíma, þar sem hún og systk-
ini hennar ólust upp í stómm frænd-
og vinargarði.
Rétt undir tvítugt lá leið Mörtu
til Reylqavíkur, þar sem hún nam
hárgreiðslu. Hún starfaði um tíma
að iðn sinni á Siglufirði og á Akur-
eyri en setti svo upp eigin stofu í
Hafiiarfirði, sem hún rak af miklum
dugnaði um margra ára skeið.
I Hafnarfirði lágu leiðir þeirra
Böðvars Sigurðssonar og Mörtu
saman og giftust þau árið 1941.
Böðvar var innfæddur Hafnfirðing-
ur, sonur Sigríðar Böðvarsdóttur
og Sigurðar Valdimarssonar, sem
allir gamlir Hafnfírðingar þekktu.
Þau vom stórhuga ungu hjónin,
þegar þau byggðu sér stórt og
reisulegt íbúðarhús á Hringbraut
56. Þama undu þau vel hag sínum,
því óvíða er útsýnið fegurra en úr
eldhúsglugganum hennar Mörtu,
bærinri og höfnin lágu við fætur
henni og tignarlegur jökullinn úti
við sjóndeildarhringinn. Þau Böðvar
og Marta vom mjög samhent í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur,
Böðvar listasmiður og dverghagur,
allt lék í höndum hans, hvort sem
var um útskurð eða stærri smíðar
að ræða. Böðvar vann alla tíð í
Skipasmíðastöðinni Dröfn, sem
hann var hluthafi í. Böðvar andað-
ist l.júlí 1985.
Mörtu og Böðvari varð þriggja
bama auðið, en urðu fyrir þeirri
miklu sorg að missa tvö þeirra,
dreng og stúlku, stuttu eftir fæð-
ingu þeirra. Skúli Gunnar, fæddur
1948, reyndist foreldram sínum
ætíð góður sonur og þá ekki síður
tengdadóttirin, Laufey Jóhanns-
dóttir, sem reyndist þeim Mörtu og
Böðvari sannkallaður haukur í
homi. Afa- og ömmubörnin em
þijú, þau Marta María, Hjördís Ýrr
og Jóhann Böðvar, sem veittu afa
og ömmu ómælda gleði.
Marta og Böðvar vom einstak-
lega bamgóðar manneskjur enda
hændust frændsystkini þeirra
beggja mjög að þeim. Eg og systk-
ini mín áttum margar ferðimar í
Fjörðinn, þar sem dekrað var við
mann á allan máta. Þau gáfu sér
svo sannarlega tíma til að spjalla,
ekki síður við okkur börnin en full-
orðna.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
elskulegri frænku minni ómældar
ánægju- og hamingjustundir
bemsku- og æskuáranna og um-
hyggju hennar í minn garð og
minna. Blessuð sé minning Mörtu
Jónsdóttur.
Asa Hanna Hjartardóttir
í þann mund sem fjölskylda mín
kveikti á Betlehemskertinu á að-
ventukransinum fjaraði síðasti
XJöföar til
X X fólks í öllum
starfsgreinum!
lífsneisti elskulegrar tengdamóður
minnar út.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Alla tíð sá hún björtu
hliðarnar á tilvemnni. Aldrei vom
svo dökk él að ekki mætti eygja
sólskinsblett í heiði. Oft skiptust á
skin og skúrir í lífi hennar og marg-
an brattann varð að klífa. Það var
alveg sama hvað gekk á, alla tíð
sá hún björtu hliðarnar á tilvemnni.
Bamabömin hennar vom auga-
steinamir hennar og fyrir þau lifði
hún á meðan heilsa hennar leyfði.
Hún kenndi þeim margar vísur,
stökur og fallegar bænir. Hún
kenndi þeim að meta náttúmna og
fegurð landsins, sérstaklega á vor-
in, þá var oft staðið við gluggann
og horft út á höfnina í Hafnarfirðin-
um.
Oft hugleiddi ég hversu vel hún
tók mér sem raddist inn í líf henn-
ar og Böðvars og vildi endilega fá
að deila Sólargeislanum þeirra með
þeim. Enda sagði hún oft við mig:
„Laufey mín, mundu að þú hefur
bömin þín bara að láni um stundar-
sakir.“ Líklega hefur þama verið
talað af eigin reynslu.
Alla tíð var hún reiðubúin að
hjálpa okkur og lofa bömunum að
vera hjá sér einu og einu eða öllum
þremur. Alltaf mátti ganga að já-
yrðinu vísu. Ógleymanleg er mér
aðstoðin þegar ég fór í skóla og
þá var hún reiðubúin að lofa Jó-
hanni Böðvari að vera hjá sér þrátt
fyrir að þá væm kraftarnir farnir
að þverra.
Eftirminnileg verður alla tíð
síðasta ferðin okkar allra á erlenda
gmnd. Þá vom veikindi hennar að
byija að marka spor en samt sem
áður var haldið til Danmerkur.
Hafði hún unun af þvi að sýna
bamabömum þar sem hún áður
hafði sprangað með Böðvari og
Skúla á yngri ámm. Þama fór
„verdensdama“.
Hún hafði unun 'af þvi að veita
og gefa og var hrókur alls fagnaðar
á mannamótum. Hún kenndi mér
svo ótal margt bæði til húsverka og
í matargerð ásamt húshaldi. Börn
hændust að henni, því var það að
yngri bræður mínir hændust fljótt
að henni. Svo var það alla tíð að
böm áttu auðvelda leið að hjarta
hennar.
Þegar leiðir skilja sækja minn-
ingamar fram. Góð kona er gengin
sinn veg. Megi góður Guð geyma
hana á æðra tilvemstigi.
Laufey
3,
'Qr,
fffr-
+
Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNÍNU ÁSMUNDSDÓTTUR
frá Vífilsnesi,
Háagerði 59,
Reykjavík,
verður í Bústaöakirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 15.00.
Jarðsett verður frá Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu fimmtudaginn
15. desember kl. 13.30.
Sigríður Júlíusdóttir,
Sólveig Ása Júlíusdóttir,
Þorbjörg Júlíusdóttir,
Frimann Júlíusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurgísii Eyjólfsson,
Steinar Freysson,
Þórólfur Magnússon,
Metsölublað á hverjum degi!
FLUGMANNATAL
komn
í bókinni er auk flucjmannatals,
saga FIA og myndir
_úr flugsögu
"‘ V- ít|§ H íslendinga.
Bókin fæst
í eftirtöldum
bókaverslunum:
MÁL OG MENNING,
Laugavegi 18
BÓKA VERSLUN
SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR,
Austurstræti 18
PENNINN, Kringlunni, Hallarmúla og Austurstræti
SALA TIL FÉLAGSMANNA
FER FRAM Á SKRIFSTOFU FÍA
Utgefandi:
FÉLAG ÍSL. ATVINNUFLUGMANNA
Háaleitisbraut 68 ■ Sími 35485
VtTMH
Í1TSMU
HEF3T Íí fAORCfUM
rnn,
ióhor-
>ar
iskór ~ éroimkor- /éuldaskór
HKOVERSUIN pbR&AFL P UiW\MB(r 05
KíRICJUSTRKTÍ 8~6inAR W570/+Hði