Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SljNNUDAQUR 11. DESEMBER 1988
t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERDÍS KARLSDÓTTIR, Grýtubakka 20, andaöist á Reykjalundi 9. desember sl. Jarðarförin auglýst siðar. Karl Sigurhjartarson, Kristín Hrönn Vigfúsdóttir, Sigfús Sigurhjartarson, Hrönn Einarsdóttir og barnabörn.
t Konan mín og móðir okkar, SÓLVEIG MARÍA ANDERSEN, Ljósheimum 6, lést í Landspítalanum að morgni sunnudagsins 4. desember. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 12. desem- ber kl. 13.30. Magnús Jónsson, börn, barnabörn og barnabarnabarn.
t Útför ALBERTS JÓNSSONAR frá ísafirði, fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 13. desember kl. 13.30. Aðstandendur.
t Útför eiginkonu minnar, ÞURÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Vesturvallagötu 1, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 12. desember kl. 13.30. Sigurvaldi Björnsson.
t Útför mannsins míns, SIGURÐAR ÞORBJÖRNSSONAR, Neðra-Nesi, fer fram frá Stafholtskirkju miðvikudaginn 14. þ.m. kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiöstöðinni í Reykjavík kl. 11.00 Jórunn Jóhannsdóttir.
t Minningarathöfn um móður mína, MARGRÉTI ÁRNADÓTTUR frá Gunnarsstööum, Hrlngbraut 91, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Krlstfn Gfsladóttir.
t Elskulegur sonur okkar, bróðir og dóttursonur, KJARTAN RAGNAR KJARTANSSON, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni f Reykjavík mánudaginn 12: desember kl. 15.00. Mergrét Kolbeinsdóttir, Kjartan Kjartansson Guðmundur Ingvason, Guðrún Guðmundsdóttir, Elfsabet Kjartansdóttir, Halldór S. Kjartansson, Pótur Ó. Guðmundsson, Inga Björg Kjartansdóttir, Guðrún E. Halldórsdóttir.
t Útför SÆMUNDAR L. JÓHANNESSONAR skipstjóra, Hverfisgötu S2b, Hafnarfirði, sem andaðist 8. desember í St. Jósefsspitala; Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Sigurveig Guðmundsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Jón Rafnar Jónsson, Margrét Sæmundsdóttir, Þorkell Erlingsson, | Gullveig Sæmundsdóttir, Steinar J. Lúðvfksson, Hjalti Sæmundsson, Jenný Einarsdóttir, Logi Sæmundsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Frosti Sæmundsson, Dagbjörg Baldursdóttir, Margrét Thorlacius, barnabörn og barnabarnabörn.
Kjartan Ragnar
Kjartansson
Fæddur 3. mai 1969
Dáinn 4. desember 1988
Með örfáum orðum vil ég minn-
ast frænda míns, Kjartans Ragnars
Kjartanssonar, Dalseli 13
Reykjavík, en hann lézt sviplega
4. desember síðastliðinn.
Kjartan kom aðeins tíu ára gam-
all ásamt systur sinni, Elísabetu,
hingað að Odda, til skammrar sum-
ardvalar.
Þau systkinin báru þess glöggt
vitni, að þau komu frá menningar-
heimili og að siðfágun hafði sízt
verið vanrækt í uppeldi þeirra.
Síðan komu þau systkinin aftur
næsta ár og hann síðast hið þriðja.
011 árin þtjú til nokkurra daga sum-
ardvalar í senn.
Þegar eftir fyrstu kynni var ætíð
ósvikin tilhlökkun hjá bömum okk-
ar hjóna, þegar þeirra var næst
von, og líka hjá okkur, foreldrum
þeirra, því við fundum svo glöggt,
að þau bæði tvö færðu með sér
góðan andblæ í húsið okkar. Því
þau voru bæði gleðinnar og birtunn-
ar böm.
Vegna þessara löngu liðnu sam-
verustunda, er m.a. bundu heimili
okkar og þeirra vináttuböndum, búa
okkur ríkar þakkir í huga.
En árin eru fljót að hverfa á
braut og aðeins örsjaldan síðan
hefur fundum okkar og Kjartans
borið saman.
Og nú þegar hann svo óvænt og
í blóma lífsins hefur.verið kvaddur
yfir um mærin miklu, mæri lífs og
dauða, þá er ég sannfærður um,
að hjálp Drottins Jesú er honum
og ástvinum hans nærri, já öllum
þeim er líða vegna hins hörmulega
atburðar.
Ég trúi því að ljósið eilífa muni
hrekja á braut það tregans hyldjúpa
myrkur, er þessa skammdegisdaga
byrgir ástvinum Kjartans sólarsýn.
Eg votta Kjartani föður hans,
Margréti móður hans, systkinum
hans, Elísabetu og Halldóri Sig-
urði, og öðrum ástvinum öllum,
dýpstu samúð mína, konu minnar
ogbarna.
í bjargfastri trú og óbilandi von
um sigur ljóssins yfir myrkrinu,
lífsins jrfir dauðanum, tek ég undir
þetta bænarmál trúarskáldsins
bjartsýna og sterka:
„Alheimsvald, vort eilíft líf og kraftur,
sem eftir hvelja nóttu sendir dag,
þín heilög ásján lýsi aftur, aftur,
á eftir þetta blinda reiðarslag."
Stefán Lárusson
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er. (Vald.Briem)
Við systkinin biðum með tals-
verðri eftirvæntingu — allt eftir
aldri og þroska hvers og eins —
eftir fæðingu litla barnsins hans
Kjartans Kjartanssonar, föðurbróð-
ur okkar. Kjartan frændi var mikil
bamagæla og gaf sér alltaf tíma
til að leika við okkur. Ósjaldan fór
hann með alla krakkahrúguna — 6
talsins — í bíltúra á bláa Willys-
jeppanum sínum og þótti okkur það
hin mestu ævintýri.
Við vorum á aldrinum 3ja—12
ára vorið 1969 þegar Kjartan Ragn-
ar fæddist og koma hans í þennan
heim er atburður, sem geymist vel
í hugskoti okkar. Hann var einstak-
lega fallegt bam, þó okkur krökk-
unum þætti það kannski sjálfsagt
mál, því Kjartan átti sinn sess í
hugum okkar og Margrét Kolbeins-
dóttir, eiginkona hans, var falleg-
asta konan, sem við höfðum nokk-
um tíma séð. Angdofa horfðum við
á litla frænda okkar og þegar hann
deplaði augunum sínum, með löngu,
dökku augnhámnum, vomm við
viss um að þetta bam væri það
bezta og fallegasta í öllum heimin-
um.
Tíminn leið. Litli frændi óx úr
grasi. Fjölskyldan bjó fyrst á Lang-
holtsvegi 2 í kjallaranum hjá ömmu
og afa. Þá fluttist hún til Hafnar-
Qarðar í eigið húsnæði og svo í
stærri íbúð í Kópavoginum. Glókoll-
ur var nú orðinn stóri bróðir; þeirra
Elísabetar, fæddrar 6. apríl 1972,
og Halldórs Sigurðar, fædds 27.
júní 1975. Við systkinin gerðum
okkur raunhæfari mynd af tilver-
unni, en samt sem áður þótti okkur
sem alltaf væri bjart og fagurt yfír
þeim systkinunum. Það var því með
söknuði sem við horfðum á eftir
fjölskyldunni út fyrir landsteinana.
Til Svíþjóðar lá leið þeirra Kjart-
ans og Margrétar með bömin árið
1976. Kjartan Ragnar var þá 7 ára
og í Svíþjóð fór hann í skóla. Hon-
um gekk vel að læra og þegar fj'öl-
skyldan sneri heimleiðis eftir 2ja
ára útivist hóf hann skólagÖngu í
Kópavoginum. Þegar að því kom
að jafnöldrum hans var kennt fyrsta
erlenda tungumálið, dönsku, sótti
hann kennslutíma í sænsku, það
kom af sjálfu sér.
Hratt flýgur stund. Unglingsárin
nálgast. Það hefur teygst rækilega
úr litla frænda okkar og fallegu
augun hans eru hálf falin á bak við
gleraugu. En nú emm við frænd-
systkini hans meira fyrir að vera
með grín og gamanmál en að
skyggnast um í spegli sálarinnar.
Okkur er það mikið ánægjuefni að
finna að Kjartan Ragnar hefur tek-
ið spaugsemi föður síns að erfðum.
Seinni hluta árs 1982 slitu for-
eldrar Kjartans Ragnars samvistir.
Yngri systkinin, Elísabet og Halldór
Sigurður, vom í umsjón móður
sinnar, en þeir feðgar, Kjartan og
Kjartan Ragnar, fylgdust að. Skiln-
aðir em tíðir í okkar samfélagi og
okkur er ljóst að þeir em bömunum
alltaf erfiðir. Þau Margrét og Kjart-
an lögðu sig fram við að gera þeim
Kjartani Ragnari, Elísabetu og
Halldóri Sigurði hann eins létt-
bæran og þeim frekast var unnt,
þó foreldramir ættu ekki lengur
samleið. Systkinin vom saman um
helgar, til skiptis hjá móður sinni
og föður.
Búskapur þeirra feðga gekk vel.
Við höfðum fyrst áhyggjur af því
að heimilisstörfin gætu vafist fyrir
þeim, en þeir urðu fljótlega sjálf-
bjarga hvað það varðaði. Sum okk-
ar komu með meðlæti með sér í
fyrstu heimsóknina í Gmndargerði
17, hið nýja heimili Kjartananna,
en áður en kvöldið var úti höfðu
nöfn bragðgóðra kextegunda og
osta af margvíslegustu tegundum
verið lögð á minnið, svo við gætum
sjálf borið fram jafn gimilegt með-
læti.
Það var kært með Kjartani og
t
Sambýlískona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐMUNDÍNA BJARNADÓTTIR,
Háteigsvegi 22,
sem lést í Landakotsspítala þriðjudaginn 6. desember verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. desember kl
15.00.
Ketill Sigfússon,
Sigriður Ágústsdóttir, Hörður Árnason,
Úlfar Ágústsson, Jósefina Gísladóttir,
Anna Jóna Ágústsdóttir, Birgir Ólason.
Kjartani Ragnari. Þeir höfðu sam-
eiginlegan áhuga á handbolta, fót-
bolta, bifreiðum og bifreiðaíþrótt-
um. Þegar vel lá á þeim bmgðu
þeir sér gjaman á völlinn til að
horfa á íþróttakappleiki. Þá tóku
þeir oftsinnis myndbandssnældur á
leigu og vom eigin dagskrárstjórar
— löngu áður en það orð komst í
tízku.
Kjartan og Margrét fundu sér
nýja lífsfömnauta. Þau Kjartan og
Guðrún Guðmundsdóttir, sambýlis-
kona hans, fluttust í Dalsel 13
ásamt Kjartani Ragnari. Þar
bjuggu þau sér fallegt heimili og
undu sér vel saman.
Um þetta leyti eignaðist Kjartan
Ragnar tvö lítil systkini; Pétur Guð-
mupdsson, sem móðir hans eignað-
ist með sínum maka og er hann nú
á 4. ári, og Kjartani og Guðrúnu
fæddist dóttir 4. nóvember 1985
og var hún skírð Inga Björg.
Fjölskylda Kjartans Ragnars og
þeirra systkina stækkaði mjög við
það að foreldrar þeirra komu sér
upp nýrri fjölskyldu hvort um sig.
Þau systkinin aðlöguðust hinum
nýju kringumstæðum fljótt og vel
og gerðu gott úr öllu saman.
Kjartan Ragnar átti hauk í horni
þar sem Guðrún var. Hún reyndist
honum vel og við sáum að hún ljóm-
aði af stolti í hans garð oft og tíðum,
rétt eins og hann væri hennar eigin
sonur. Þá tóku móðir Guðrúnar og
aðrir í fjölskyldu hennar honum
opnum örmum og kunnu vel að
meta kímni hans og létta lund.
Eins og gengur og gerist með
íslenzka unglinga vann Kjartan
Ragnar á_ sumrin þegar frí voru í
skólum. Á þrettánda ári fór hann
að vinna á Landspítalanum við
garðyrkjustörf á lóðinni, sem til-
heyrir spítalanum. Eitt sumarið út-
vegaði Guðrún honum starf hjá
jámvöruverzlun Zimsen, en á
Landspítalanum vann hann öll sum-
ur þess utan, rétt eins og fjögur
okkar systkinanna.
Afl, Kjartan Páll Kjartansson,
málarameistari, stundaði sína iðn
þar. Kjartan, sonur hans, hafði á
árum áður ekki einasta numið pípu-.
lagningar heldur og málaraiðnina
og starfaði nú ásamt föður sínum
á spítalanum. Þá var það og svo
að pabbi okkar systkinanna var
einnig lærður málari, þó hans aðal-
starf væri á öðram vettvangi og
hafði hann lengi vel aukavinnu við
málningu á Landspítalanum. Yngri
bróðir okkar vann hjá afa á sumrin
og lærði hjá honum iðnina með
menntaskólanáminu og þannig
unnu þeir feðgar, bræður og frænd-
ur hlið við hlið um hríð.
Kjartan Ragnar stundaði nám við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti á við-
skiptabraut. Hann átti talsvert af
kunningjum, en gerði sér fyllilega
grein fyrir því, að raunveraleg vin-
átta er vandfundin. Þegar hann bjó
í KópaVoginum eignaðist hann
traustan og góðan vin — þó vega-
lengdir væra stundum talsverðar
þeirra á milli, létu þeir Kjartan
Ragnar og Halldór í Kópavoginum
það ekki á sig fá og hittust í góðu
tómi og fóra til dæmis saman í bíó.
Þá bundust þeir Steini og Svenni
vináttuböndum við Kjartan Ragnar,
en þeim kynntist hann í skólanum.
Þessir traustu og góðu drengir eiga
þakkir skyldar fyrir að hafa auð-
sýnt Kjartani Ragnari vinarþel; slíkt
er ómetanlegt þeim er nýtur.
Kjartan Ragnar var heimakær
og artarlegur við fyilskyldu sína.
Hann var glaðlyndur og hafði gam-