Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 31
an af að glettast. Þó hann hafi
ekki náð tvítugsaldri, þá hafði lífið
vissulega reynt hann á ýmsan hátt,
en Kjartan Ragnar var heilsteyptur
persónuleiki og tók sem lífið bauð
upp á eins og fullþroska maður.
Hans tími var kominn.
Aðfaranótt sunnudagsins 4. des-
ember lézt Kjartan Ragnar í hörmu-
legu bílslysi í Hafnarfjarðarhöfn.
A morgun, mánudaginn 12. des-
ember, fylgjum við frænda okkar
til grafar.
Svo fari þeir í friði,
er frá oss skiljast hér,
og hjá því dimma hliði,
sem holdið inn um fer,
skal frelsis engill fríður
oss flytja huggun þá,
að Drottins dýrð vor bíður,
ef Drottin trúum á.
(Bjöm Halldórsson frá Laufási)
Við biðjum fyrir ástvinum hans.
Frændsystkinin
Á sunnudagsmorgni berast þær
fréttir í útvarpi að bifreið hafi verið
ekið fram af bryggju í Hafnarfirði.
I henni voru fimm unglingar og
komust þau öll út nema einn sem
fórst. Ósjálfrátt verður okkur hugs-
að til alls þess unga fólks sem við
umgöngumst daglega.
Ollum eru orðnar ljósar hætturn-
ar sem stafa af bifreiðum, en gagn-
vart þeim erum við ráðþrota. Á
örskotsstund breytist gleði í sorg,
þunga sorg. Það kemur á daginn
að þessi ungi maður er einn af nem-
endum okkar á viðskiptasviði Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti, Kjartan
Ragnar Kjartansson.
Hann er annar nemandi skólans
sem ferst í bifreiðarslysi á þessari
önn.
Erfitt er að koma orðum að hugs-
un sinni á slíkum stundum. Mynd-
um úr kennslustundum bregður
leiftursnöggt fyrir, minning um
góðan dreng, vingjarnlegan og al-
vörugefinn nemanda.
Við eigum öll ánægjulegar minn-
ingar um samverustundir og við-
kynningu við Kjartan. Hann var
ljúfur og kurteis í allri framgöngu.
Við sjáum mikið eftir honum. Hann
stundaði námið vel og tók góðum
framförum.
Við kennarar á viðskiptasviði
Fjölbrautaskólans í Breiðholti send-
um foreldrum, systkinum og öllum
ástvinum Kjartans okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og minn-
umst þess með þakklæti að hafa
kynnst þessum góða pilti.
F.h. kennara á
viðskiptasviði FB,
María Sigurðardóttir.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr.P)
Skólafélagi okkar, Kjartan R.
Kjartansson, er látinn. Dauðinn vitj-
aði hans í blóma lífsins. Eftir sitja
kærar minningar sem ávallt eiga
eftir að lifa með þeim sem hann
þekktu.
v Félagar Kjartans vita að hann
var sérlega ljúfur og heiðarlegur í
samskiptum sínum við annað fólk.
Hann var lífsglaður og lét ekkert
standa í vegi fyrir sér ef hann var
ákveðinn í að ná settu marki. Hann
var virkur í félagslífi skólans og
hafði mikil áhrif á þá sem með
honum voru. Sérstaklega hafði
hann mikinn áhuga á skák og stóð
sig vel á þeim roótum sem hann tók
þátt í á vegum skólans.
Óvænt brotthvarf hans minnir
okkur á nálægð dauðans hvar sem
við erum og hvað sem við gerum
og að hann gerir ekki boð á undan
sér. Minnumst samt þess að dauð-
inn er ekki endir alls, heldur aðeins
upphafið.
Minningin lifir um góðan dreng.
Hvorki með hefð né ráni
hér þetta líf ég fann.
Sálin er svo sem að láni
samtengd við líkamann.
I herrans höndum stendur
að heimta sitt af mér.
Dauðinn má segjast sendur
að sækja, hvað skaparans er. (Hallgr.P)
Skólafélagar
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
tltflrtrmiw ci n.;m !
[- SUNNUDAGUR1T. ‘DESEMBER'1988
Systraminning:
Guðrún Magnúsdóttir
Guðbjörg Magnúsdóttir
Guðrún
Fædd9.júní 1896
að Múlakoti
Dáin 17. júií 1988
Guðbjörg
Fædd 12. febrúar 1899
að Tindum
Dáin 19. nóvember 1988
Eitt er það býli í Barðastrandar-
sýslu austanverðri, sem fleiri kann-
ast við af afspurn eða eigin reynslu
en sem samsvarar stærð jarðarinn-
ar eða umfangi búskapar þar. Á
ég þar við Kinnarstaði við Þorska-
fjörð. Ástæða þess hversu þekkt
býli þetta er í nútímanum eru ábú-
endurnir, sem þar hafa búið í nær-
fellt 6 áratugi, en það eru systurn-
ar Guðrún, Guðbjörg og Ólína
Magnúsdætur. Þær Guðrún og Guð-
björg féllu frá á þessu ári eins og
að ofan greinir. Af ýmsum ástæðum
langar mig til að minnast þeirra
nokkrum orðum í blaði þó að ég
finni mig ekki mann til þess svo
sem vert væri.
Magnús Sigurðsson, f. 6. sept.
1862 í Hólum, d. 22. júlí 1935, hóf
búskap á Kinnarstöðum í Reyk-
hólasveit á árinu 1902. Hann hafði
áður búið í Múlakoti (1891-1898),
svo á Tindum í Geiradal í 4 ár og
síðan á Kinnarstöðum frá 1902 eins
og áður segir. Kona Magnúsar var
Ingibjörg Einarsdóttir, f. 22. júlí
1860 á Kollabúðum, d. 17. nóv.
1937. Þau hjón áttu 4 dætur, Jó-
hönnu, f. 15. maí 1892 að Múla-
koti, d. 14. apríl 1973, en hún var
gift Guðmundi Helgasyni bónda á
Skáldstöðum í sömu sveit og bjuggu
þau hjón þar til æviloka, Guðrúnu
og Guðbjörgu, sem hér er minnzt,
svo og Ólínu, f. 1. apríl 1904 á
Kinnarstöðum, sem ein lifir af systr-
unum frá Kinnarstöðum.
Þau hjónin Ingibjörg og Magnús
voru alltaf leiguliðar en eru sögð
hafa búið gagnsömu og snyrtilegu
búi alla tíð með þeim hætti sem þá
tíðkaðist með dugnaðar- og mynd-
arfólki. Þegar halla tók undan fæti
hjá þeim Kinnarstaðahjónum vegna
aldurs þeirra tóku yngri systurnar
3 smám saman við búsumstangi og
búsforræði, en Jóhanna hafði þá
stofnað heimili með manni sínum.
Eftir lát foreldra sinna um miðjan
íjórða áratuginn bjuggu þær syst-
urnar þrjár á Kinnarstöðum í meira
en hálfa öld við vaxandi reisn og
velsæld allt fram undir það að ellin
dró úr starfsþreki þeirra, en þá
nutu þær eins og löngum fyrr stuðn-
ings Steinunnar Magnúsdóttur,
fósturdóttur á heimilinu, og fjöl-
skyldu hennar.
Undir lok ijórða áratugar þessar-
ar aldar var orðið akfært á bifreið-
um vestur í Reykhólasveit. Náði
bílvegur að Þorskafirði. Fólk sem
nota vildi hina nýju samgönguleið
þurfti að skipta um flutningstæki
á þessum slóðum ef leiðir þess lágu
til eða frá vestanverðri Barða-
strandarsýslu eða ísafjarðarsýslu.
Ferð suður hófst snemma að morgni
en ferð vestur lauk að kveldi. Gist-
ing í Reykhólasveit var því óhjá-
kvæmileg og því nær enda bílvegar-
ins því betra. Málin snerust því á
þann veg, að systurnar á Kinnar-
stöðum urðu að hýsa ferðamenn
þótt þær hefðu síður en svo sótzt
eftir því að stunda þann atvinnu-
veg. Á Kinnarstöðum var torfbær,
sem með smávægilegum breyting-
um og lagfæringum var hægt að
nota til þess að hýsa næturlangt
bílfarm af fólki og veita mat og
annan viðurgjörning. Var mjög
rómuð sú fyrirgreiðsla sem systurn-
ar veittu við frumstæð skilyrði á
nútíma vísu og sú snyrtimennska
sem ástunduð var þar á bæ. Þessa
þjónustu veittu þær systur árum
saman eða allt til þess tíma er
Bjarkarlundur var reistur sem veit-
inga- og gistihús og raunar áfram
í samvinnu við þá sem Bjarkarlund
ráku, er gestafjöldi varð meiri en
gistihúsið réði við.
Þegar ég sem þessar línur rita
kom í fyrsta sinn að Kinnarstöðum
snemma sumars 1941 var upp-
bygging á jörðinni þegar hafin af
fyrirhyggju og myndarskap. Yngsta
systirin, Olína, hafði keypt jörðina
og þær systurnar þijár þá fyrir all
löngu tekið við búskap eftir foreldra
sína. Það sem þær systur komu í
verk á næstu 2—3 áratugum er
með ólíkindum. Allt var byggt upp,
bæði íbúðarhús og skepnuhús, tún
ræktuð og áin virkjuð árið 1949,
þannig að jörðin sjálf gaf bæði ljós-
meti og hitaorku. Það er athyglis-
vert, að þær systur létu rafmagns-
virkjunina ganga fyrir nýju íbúðar-
húsi, en það var reist af miklum
myndarskap 1955-1956. Vélakost-
ur búsins sýndist mér vera eins og
hann var beztur á öðrum búum
miðað við bússtærð. Meðferð allra
tækja og vetrargeymsla var til fyrir-
myndar. Yngsta systirin, Ólína, sem
er lærður kennari, var talsvert fjar-
vistum því hún kenndi aðallega í
annarri sveit, Geiradal.
Eins og áður segir hefur Stein-
unn Magnúsdóttir verið uppeldis-
dóttir á Kinnarstöðum frá bernsku.
Hún er dóttir Magnúsar Sigurðs-
sonar frá Múlakoti, sonar Sigurðar
bónda þarj sem var bróðir Magnús-
ar á Kinnkrstöðum. Magnús faðir
Steinunnar, bóndi í Hólum í Reyk-
hólasveit, féll frá á bezta aldri frá
konu og börnum og varð Steinunn
þá þegar fósturdóttir á Kinnarstöð-
um. Hún hefur tengzt Kinnarstaða-
heimilinu þeim böndum að nánari
gætu tæpast verið þó að einhver
systranna hefði átt hana.
En það eru fleiri en Steinunn sem
hafa notið manngæzku Kinnar-
staðafólksins þótt ekki hafi verið
með þeim hætti sem var um hana.
Mörg ungmenni hafa notið ástúðar
og aðhlynningar, sum öll sín
bemskuár. Ég er ekki nógu kunn-
ugur til að nefna nöfn, þar sem
einhver kynni að vanta, en vil leyfa
mér að geta þess sem mínir nán-
ustu eiga þessu heimili að þakka,
í fjórar kynslóðir. Faðir minn missti
móður sína þegar hann var á átt-
unda ári og leystist þá eða um það
leyti upp bernskuheimili hans. Hlut-
skipti hans þá á eftir var slæmt,
með einni undantekningu þó. Það
varð svo úr að hann komst að Kinn-
arstöðum til frændkonu sinnar Ingi-
bjargar Einarsdóttur og Magnúsar
Sigurðssonar er þau höfðu rétt haf-
ið búskap á þeirri jörð. Þar leið
honum vel og þar átti hann heimili
31
þar til hann fór að heiman til þess
að bijótast í því að afla sér mennt-
unar. Mörgum ámm seinna, er afi
minn var þrotinn að kröftum, varð
Kinnarstaðaheimilið hans skjól, og
þar dvaldist hann fram undir ævi-
lokin, en átti þó að síðustu heima
hjá syni sínum og tengdadóttur í
næstu sveit. Fyrir rúmum 3 áratug-
um heillaðist eldri sonur minn svo
af sveitalífinu og Reykhólasveit-
inni, er við vorum þar á ferð sem
oftar, að hann bað mig eða afa sinn,
þann sem ólst að nokkm leyti upp
á Kinnarstöðum, að fara þess á leit
•við þær systur, að þær tækju hann
í vist eða vinnu. Þær tóku hann til
reynslu í 2 vikur fyrst en úr varð
dvöl hjá þeim í átta sumur við mikla
ánægju unga mannsins og að við
foreldrarnir teljum mikinn þroska
og uppeldisáhrif. Þó að ég hafi sjálf-
ur eða mín kynslóð ekki notið
langdvala á þessu heimili þá leyfi
ég mér samt að telja kynslóðirnar
fjórar af mínu fólki sem eiga Kinn-
arstaðaheimilinu þökk að gjalda,
þar sem ég tel mér gert það sem
gert er fyrir ástvini mína.
í þessum línum sem ritaðar hafa
verið hér á undan er ekki mikið
fjallað um hinar látnu systur per-
sónulega eða viðkynningu mína við
þær hvora um sig. Sú er ástæða
þess, að líf þeirra systra allra var
svo samofið, að erfitt er að fjalla
um eina án þess að fjalla um þær
allar. Fyrir mínum sjónum var Guð-
björg blíðust, Guðrún mestur „húm-
oristinn“ og Ólína alvörugefnust,
en drengskapurinn og manngæzkan
með sama hætti hjá þeim öllum.
Um leið og við Kjartan sonur
minn færum þeim Guðrúnu og Guð-
björgu síðbúnar þakkir, vottum við
og okkar fólk Ólínu, Steinunni og
öðrum ástvinum þeirra innilega
samúð.
Sigurgeir Jónsson.
VERÐ
KR. 42
PR. STK.*
JOLAKORT
EFTIR ÞÍNUM
EIGIN
MYNDUM
Sendu vinum og vandamonnum skemmtilega
og persónulega jólakveðju með jólakorti,
eftir þínum eigin myndum.
Skipholti 31, sími 680450
^l Æfj/ hnnisi
‘MINNSTA PÖNTUN
10STK.