Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 Vilhjálmur Þórðar- son bifreiðastjóri Fæddur 5. október 1913 Dáinn 1. desember 1988 Mig langar til að minnast fáum orðum vinar míns Vilhjálms Þórðar- sonar sem varð bráðkvaddur 1. des- ember sl. Það má teljast óskadauð- dagi athafnamanns sem lokið hafði sínu umfangsmikla lífsstarfí sem krafðist s;felldrar árvekni nótt og dag, en heilsan nú farin að bila. Vilhjálmur fæddist á Vestdalseyri við SeyðisQörð fyrir rúmum 75 árum og var í skíminni gefíð nafn afa síns, Vilhjálms Jónssonar útvegsbónda að Kaldalæk við Vattames eystra. Vil- hjálmur litli ólst upp í hópi Ijögurra systkina hjá foreldrum sínum til sjö ára aldurs er hann missti móður sína, en þá tvístraðist flölskyldan en systk- inin vom tekin í fóstur af frændum og vinum. Alsystkini Vilhjálms vom Svanhvít Amóra (d. 1937), Þorsteinn vélstjóri í Keflavík, Aðalsteinn matsveinn í Hafnarfirði og Sigurður skipstjóri og útgerðarmaður og eigandi fískverk- unarstöðvarinnar Eyjabergs í Vest- mannæyjum. Þá átti Vilhjálmur hálfbróður, samfeðra, sem heitir Ólafur Jón og vinnur hjá Flugleiðum. Vilhjálmur fylgdi í fyrstu föður sínum frá AustQörðum til Suðumesja þegar hann var 9 ára gamall. Foreldrar Vilhjálms vom Þórður Vilhjálmsson, fæddur 16. mars 1882, dáinn 1944, sjómaður á Fáskrúðs- firði, og kona hans, Þorbjörg Þórar- insdóttir, fædd 17. október 1892, dáin 1. apríl 1921. Foreldrar Þórðar vom Vilhjálmur útvegsbóndi að Kaldalæk sem fyrr er getið og kona hans, Kristín Sturludóttir bónda á Vattamesi. Vilhjálmi var komið í fóstur hjá Einari Straumíjörð og konu hans Þorbjörgu Sigmundsdóttur, seinni konu Einars, en þar var hann til 17 ára aldurs og var Vilhjálmur þeim þakklátur æ síðan. Vilhjálmur vann á þessum ámm við vitabyggingu á summm og vita- vörslu á vetmm á Garðskaga. Eftir það lá leiðin á sjóinn í skiprúm hjá hinum farsæla sjósóknara og öðl- ingsmanni Albert Ólafssyni skip- stjóra sem löngum þótti með afbrigð- um aflasæll. Árið 1934 er Vilhjálmur var 21 árs byijaði hann á því starfí sem síðar átti eftir að verða hans aðal- starf um ævina, fyrst á akstri lang- ferðabíla á bifreiðastöð Steindórs og sumpart sem leigubílstjóri fyrst að sumrinu, en fór enn um sinn til sjós á vetrarvertíð og þá á togaranum Ólafí sem Sigmjón Mýrdal var skip- stjóri á. Eftir að togarinn fórst fjór- um ámm seinna, 1938, hætti Vil- hjálmur að mestu sjómennsku og stundaði úr því sitt aðalstarf, leigu- bflaakstur og leigubflarekstur. Eftir að hafa starfað í 8 ár hjá Steindóri, stofnaði Vilhjálmur með öðmm árið 1943 bifreiðastjórafélagið Hreyfíl og var 18 ár í stjóm þess og gerði út leigubifreiðir þaðan til dauðadags. Auk leigubflarekstursins starfaði Vil- hjálmur að ýmsum öðmm fram- kvæmdum og framfaramálum eftir því sem tími og kraftar lejrfðu og þá oftast til að aðstoða samferða- menn sína sem til hans leituðu um stuðning og þátttöku. Vilhjálmur taldi það löngum sitt mesta hamingjuspor um ævina er hann 21. maí 1938 gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Helgu Finn- bogadóttur frá Tjamarkoti í Innri- Njarðvík, þar sem foreldrar hennar Finnbogi Guðmundsson útgerðar- maður og Þorkelína Jónsdóttir frá Hópi í Grindavík, höfðu búið í um hálfa öld. Helga var Vilhjálmi manni sinum fljótlega stoð og stytta í eril- sömu starfí hans sem oft gerði mikl- ar kröfur til heimilisins og oft reyndi á dugnað og stjómsemi húsfreyjunn- ar, enda hjónabandið hið farsælasta í rúmlega 50 ára sambúð. Hastarleg veikindi konunnar og erfíð spítala- lega nú í haust munu hafa veikt mótstöðuþrek hins umhyggjusama og tilfínninganæma eiginmanns. Helga ól manni sínum 6 mann- vænieg böm, 5 drengi og eina stúlku sem öll hafa komist til hins besta þroska í skjóli fyrii myndar heimilis. Böm eru þessi: Svanur Þór starf- andi lögfrseðingur í Reykjavík, kvæntur Rósínu Myrtle Vilhjálms- dóttur, fyrri kona hans var Ingunn Jensdóttir, þau skildu; Hlöðver versl- unarmaður, kvæntur Hrafnhildi Ás- geirsdóttur; Erla, gift Skúla Jóhann- essyni en þau eiga- nú og reka versl- animar Tékk-kristal í Reykjavík; Vilhjálmur Þ. lögfræðingur og borg- arfulltrúi í Reykjavík, kvæntur Önnu Johnsen; Viðar verslunarmaður í Hafnarfírði, kvæntur Rósu Stefáns- dóttur, og Einar Þór framkvæmda- stjóri í Reykjavík og viðskiptafræð- ingur, kvæntur Jóhönnu Bjömsdótt- ur. Þannig má segja að þau hjón hafí haft mikið bamalán. Bamabömin eru nú þegar orðin 20, öll lifa nema eitt, og bamabamabömin 3 og allir virðast þessir unglingar og böm færa með sér skýrt ættarmót for- feðra sinna. Vilhjálmur Þórðarson var maður vel á sig kominn, hár vexti, vel lim- aður og hafði sterka andlitsdrætti og allur hinn karlmannlegasti og höfðinglegur í framgöngu. Hann var fljótur að bregða við hvar sem þurfti Ljósher B S.HELGASON HF STEINSNIIÐJA SKEMMUVEGI 48-SlMI 76677 að taka til hendi, ekki síst ef hjálpar var þörf. Hann fylgdist vel með í þjóðmálum, var ákveðinn og fylginn sér og fljótur að gera sér grein fyrir aðalatriðum mála. Hann var fæddur ferjumaður, hann lagði persónulegt stolt sitt að veði fyrir góðri umönnun ferða- mannsins og á lengri og skemmri ferðum að skila þeim heilum í höfn. Þegar árin færðust yfír og Vilhjálm- ur hætti alveg sjálfur að gegna leigu- bflaakstri hafði hann enn um sinn eða til dauðadags á hendi rekstur leigubfla og fékk þá sjálfur tíma til að sinna enn betur sinni stóru flöl- skyldu og vinum og vandamönnum og fóru bamabömin ekki varhluta af slíkri umönnun og höfðu afa sinn í hávegum. Nú þegar Vilhjálmur er horfínn úr okkar hópi em góðar minningar um ástríkan eiginmann, föður og afa huggun harmi gegn og megi Guð blessa þau öll og veita þeim hugarró og styrk. Með samúðarkveðjum frá vini og samferðamanni. Baldur Johnsen Vilhjálmur verður jarðsettur frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. des- ember kl. 13.30. Because I could not stop for Death He kindiy stopped for me The Carriage held but just ourselves And Immortality. (Emily Dickinson) Með nokkmm fátæklegum orðum langar mig til þess að minnast tengdaföður míns, Vilhjálms Þórðar- sonar, sem lést 1. desember 1988. Kynni okkar vom ekki löng. Þau hófust haustið 1980, þegar ég giftist elsta syni hans, Svani Þór. Þá var mér, stúlku frá Suður-Ameríku, tek- ið opnum örmum af þessari sam- hentu og elskulegu §ölskyldu, en með henni hef ég upplifað einlæga vináttu og hjálpsemi, ekki síst núna. Tíminn sem hefur liðið frá því að fréttin barst um fráfall hans Vil- hjálms, hefur verið erfíður. Það er svo erfitt að trúa þvl að hann sé farinn og komi ekki aftur. Erfitt að trúa því að ánægjustundimar verði ekki fleiri sem við fáum að njóta með honum. Vilhjálmur Þórðarson var gæfu- maður. Hann bjó yfír miklum per- sónuleika sem ég hef alla tíð dáðst að. Eg minnist þess hvemig hann bar sig. Beinn í baki, ákveðinn í fasi, vel klæddur. Hann var höfðinglegur á að líta, en um leið svo mikið ljúfur og blíður, og rétti fram kinnina til að heilsa. Ég sé hann fyrir mér og heyri djúpu röddina hans, sem var svo falleg og heyrðist langar leiðir. Satt að segja var það röddin sem ég kynntist fyrst og var alltaf pínulítið hrædd við. Um jólin 1986 skírðum við litla son okkar í höfuðið á honum. Ég minnist þess hve glæsilegur Vil- hjálmur var, þegar hann hélt á litla hnokkanum og söng með sinni djúpu og hljómfögru riidd, en aðeins á und- an kómum. Ég minnist líka allra bfltúranna með honum og hve áhuga- samur hann var um að skýra frá því sem fyrir augu bar. Hann var líka alltaf að fræða okkur um mannlífíð fyrr á tímum. Fræða okkur um fólk og lífsbaráttu þess á íslandi, þegar hann var ungur. Ég mun reyna að endursegja mínum bömum sögumar hans afa. Já, hann Vilhjálmur var mikill og góður maður. Hann var aldrei án- ægðari og glaðari en þegar hann hafði sem flesta afkomendur sína í kringum sig. Ég kallaði hann alltaf pabba, því mér þótti afar vænt um hann, og hann reyndist mér sannar- lega eins og faðir. Ég dáðist oft að dugnaði og kjarki Vilhjálms, glaðværð ogjákvæðu hug- arfari. Lífskraftur hans og orka voru með eindæmum, eins og hjá ungling- spilti. Hann átti sérstaklega auðvelt með að blanda geði við þá sem han hitti, og skipti aldursmunur engu þar um. Það veit sá sem allt veit að engum hef ég kynnst sem gaf höfðinglegri gjafír eða veitti af meiri rausn en hann. Þó var besta gjöfin að hafa hann hjá okkur. Minningamar um hann munu ylja mér um ókomin ár. Minningar um góðan dreng og sannan mann. Ég bið Guð að blesa Helgu tengdamóður mína og alla fjölskylduna og veita þeim styrk. Guð blessi og leiði Vilhjálm Þórð- arson í ljóssins sölum. Rosina Myrtle Vilhjálmsdóttir Á morgun, mánudaginn 12. des- ember, verður kvaddur hinstu kveðju tengdafaðir minn, Vilhjálmur Þórð- arson, sem lést í Landspítalanum 1. desember. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, ersefur hér hinn.síðsta blund. Minnisstæð verður mér sú reisn sem markaði framgöngu Vilhjálms, hann var sjálfstæður, hreinskiptinn, og sterkbyggður, hann braut sér braut af eigin rammleik. Það má vera að erfíð æskuár hafi mótað hann á þennan veg, en þessir eigin- leikar eru góðir. Sjö ára gamall missir hann móður sína, systkinum hans er komið fyrir í fóstur og Vilhjálmur flytur frá æskuheimili sínu, Vestdalseyri við Seyðisfjörð, með föður sínum „suður með sjó“, þar er honum komið í fóst- ur, og þarf fljótlega að vinna fyrir sínu. Sautján ára fer hann til sjós og stendur á eigin fótum. Þó sjórinn heillaði þá varð hlutskipti hans bif- reiðaakstur. Margar skemmtilegar voru frásagnir hans frá þessum tíma, — áætlunarakstur hjá Steindóri og Erf idrykkjur í hlýju og vinalegu (gggsjg umhverfi. Salir fyrir 20-250 manna hópa í Veitingahöllinni og Domus Medica. Veitingahöllin Húsi Verslunarinnar S: 685018-33272. L ei osleinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. : s S.HELGASON HF STEINSMIÐJA 3KEMMÍVHGI 48-SiMI 76677 leigubifreiðaakstur hjá Hreyfli. Hann vann alla tíð langann vinnudag, kraftur hans leyfði það, enda „skaff- aði hann vel“ eins og svo skemmti- lega var sagt hér áður fyrr. Starfstími Vilhjálms á Hreyfli var langur. Eg veit að það var sjónar- sviptir á stöðinni þegar hann dró sig í hlé frá vinnu vegna veikinda, en málefni bifreiðastjóra voru honum hugleikin og eru þau ófá samtölin sem hann átti við vinnufélaga um þau mál. Af mörgum samferðamönnum hans langar mig til að minnast á einn, Eggert Baldursson, en vinátta þeirra stóð óslitið í 53 ár, þó þeir hefðu ekki líkt skapferli þá fór ein- staklega vel á með þeim. Eggert hefur dvalið daglangt hjá þeim Helgu og Vilhjálmi flesta daga síðustu ár, og gjaman nefnt sig „húsvörðinn". Eggert saknar vinar en er þakklát- ur fyrir samstarf þeirra. Af félagsmálum Vilhjálms langar mig að nefna Oddfellow-regluna, en þar starfaði hann í um fjörutíu ár, og naut góðra félaga þar. Vilhjálmur og kona hans, Helga Finnbogadóttir, eignuðust fímm syni og eina dóttur, bamabömin eru orð- in tuttugu og barnabamaböm þrjú. Vilhjálmur átti gott með að um- gangast alla, og ekki síst unga fólk- ið, því þótti skemmtilegt að vera í návist hans, eiga við hann samræður eða taka skák, þau virtu reglur hans og nutu eftirlæti afa. Það var metn- aður hans að kenna þeim öllum á bíl. Síðustu þijá mánuði meðan hann dvaldi einn heima, í veikindum Helgu, þá var oftast eitthvert bama- bamanna hjá honum, þó aðallega þrjú af þeim, og var hann þakklátur fyrir umhyggju þeirra. Eins og gengur og gerist hjá ungu fólki þá býr það oft hjá foreldrum meðan á húsbyggingu stendur, ég og Erla bjuggum ásamt sonum okkar hjá Helgu og Vilhjálmi snemma á búskaparárum okkar, og var það gott sambýli, ekki síst fyrir syni okk- ar sem hnýttust sterkum böndum við afa og ömmu. Það varð þeim mikið áfall þegar þau misstu yngri dóttur- son sinn, fyrir réttum þremur árum, þar hafði myndast sérstök samvinna. Með okkur Vilhjálmi var góður vinskapur alla tíð, kunni ég vel að meta þennan höfðinglega mann sem sagði ákveðið skoðanir sínar, og vildi öllum gott, það var gott að umgang- ast hann. Frásagnargáfa hans og gamansemi var sannarlega í góðu lagi, og margar skemmtilegar sögur til, sem munu ylja. Til dæmis þegar dóttir hans fædd- ist 5 mínútum of seint til að fá skráð- an afmælisdag sinn 1. desember, þá sagði hann í sinni gamansemi að þetta væri óþarfa nákvæmni hjá læknunum, því fullveldisdagurinn væri tilkomumikill afmælisdagur. Nú hefur komið í ljós að 1. desember var örlagadagur í lífí hans og okkar sem söknum. Heimili Vilhjálms og Helgu var alla tíð opið vinum og ættingjum enda oft gestkvæmt þar, þetta kall- aði á mikla vinnu hjá húsmóðurinni en það var aldrei talið eftir. Vilhjálmur átti ijóra bræður og eina systur sem dó ung. Alltaf var glatt á hjalla þegar þeir bræður hitt- ust, og gaman að vera þátttakandi í þeim samkvæmum. Stóran atburð í lífi Vilhjálms og Helgu langar mig að minnast á, það er gullbrúðkaupsdagur þeirra í vor, það var einstaklega ánægjulegt að sjá allan þann fjölda vina sem sótti þau heim og samfagnaði þeim. Elsku Helga, Vilhjálmur sagði við mig fyrir nokkrum dögum að þér væri gefinn meiri andlegur styrkur en honum, þetta var hans tilfinning þegar hann fann hvað veikindi þín tóku á hann. Við sem unnum þér biðjum um styrk þér til handa og vonum að í boðskap jólanna, sem nú fara í hönd, megir þú finna frið og stuðning á viðkvæmum og erfíðum stundum. Ég þakka Vilhjálmi og Helgu fyr- ir lífsförunaut minn og drengina okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Minningin um góðan tengdaföður mun lifa, fari hann í friði. Skúli G. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.