Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 36
.36
MORGIWBLAÍíIÐ , SUNN.UDAGUR 1L BESBMBER 1988
FALKINN FLÝGUR
ÍSAFOLD
I
Fálkinn flýgur- eftir Wilbur Smith
-Fálkinn flýgur er þriðja bókin um ævintýramanninn Zouga Ballan-
tyne. Hinar tvær voru „Englar gráta" og „Menn með mönnum".
Þetta eru safaríkar og spennandi skáldsögur með sögulegu ívafi.
Pær gerast í sunnanverðri Afríku og segja frá landnámi hvíta
mannsins og upphafi kynþáttadeilna þar. Fjallað er um persónur
sem við þekkjum úr mannkynssögunni, svo sem sirCecil Rhodes og
einkamál hans, sem ekki eru á allra vitorði.
tSAKXD
—■mmm ' ..-
Svaðastaðahrossin - upprunl og saga. 1. bindi - eftir Anders
iiansen
- Svaðastaðahrossin er jólabók hestamannsins. En þessi bók hefur
víðari skírskotun. Allir náttúruunnendur njóta þessarar bókar um
hestakynið sem alið hefur fleiri góðhesta en aðrir íslenskir stofnar
á þessari öld. Anders Hansen blaðamaður og hestamaður rekur
sögu hinna skagfirsku gæðinga.
Bók sem frísar af fjöri.
Minna - „engin venjuleg mamma".
- er óvenjuleg bók um óvenjulega konu. Ouðfinna Breiðfjörð,
Minna, átti við geðræn vandamál að stríða en sigraðist á þeim.
Bókin vekurspurningar: Eru lækningaaðferðirnar réttar? Er hóflaus
lyfjagjöf heilbrigðisvandamál? Áður en Minna lést ritaði hún
nokkuð af endurminningum sínum, því henni fannst að saga sín
ætti erindi tjl okkar. Dóttir hennar, Helga Thorberg tók svo upp
þráðinn og fyllir í eyðurnar. Það gerir hún af einstakri nærfærni og
einlægni. t
íöðrum pakkanum eru sögur WilburSmith, „Fálkinn flýgur", „Menn
með mönnum" og „Englar gráta". Þær eru viðburðaríkar, spenn-
andi og halda óskiptri athygli lesandans. Þæreru um leið vönduð
þjóðlffslýsing, baksviðið eru nýlendur Breta í sunnanverðri Afríku,
seintá síðustu öld.
4900 krónur
í hinum pakkanumeru sögurRégine Deforges, „Stúlkaná bláa hjól-
inu", „í blíðu og stríðu" og „Enn er skrattanum skemmt". Þessi
franski þríleikur hefur farið sigurför um Evrópu og verið jafnað við
bestu skáldsögur aldarinnar.
4500 krónur
Þann skortir ekki vandað lesefni sem fær harðan jólapakka frá ísafold!
Undir augliti klukkunnar eftir Christopher Hoian
-Christopher Holan er 22 ára íri. Hann eralvarlega fatlaður, bæði
lamaður og mállaus. Hann ritarsögu um Joseph Meehan, sem hefur
,irum saman verið læstur ofan í kistu eigin líkama" eins og Holan
sjálfur. Þessi bók fékk frábærar viðtökur f Bretlandi og höfundurinn
fékk ein eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Breta, Whitbread verð-
launin fyrir verk sitt. Barátta og bjartsýni þessa fatlaða pilts lætur
engan ósnortinn.
Anders Hansen
SvaðasiaðahrossiN
uppruni og saga
(icfðw harðttti pakka ffá ísafold í jólagjöf!
IBINDI
ÍSAFCXD
ISAFOLD
Kynningarþjónustan/SÍA
Eiturlyfja-
barónarn-
ir komnir
í knatt-
spyrnuna
Kólombíumenn eiga sér sína eit-
urlyQadollara, sinn eiturlyfia-
her, eiturlyQadýrlinga, eitur-
lyflaskæruliða, eiturlyQaþing-
menn og nú eru þeir kornnir
með, að sjálfsögðu, sína eitur-
lyflaknattspyrnu.
Fyrir skömmu var Armando
Perez, einum af 38 atvinnu-
knattspymudómurum í landinu,
rænt í úthverfi einu í Medellin, höf-
uðborg kókaínsölunnar í heiminum,
en daginn eftir var honum sleppt
með eftirfarandi skilaboð frá ræn-
ingjunum til félaga hans í dómara-
stéttinni: „Annaðhvort dæmið þið
leikina réttlátlega eða við stútum
ykkur öllum.“
í landi þar sem glæpalýðurinn
hefur drepið fjöldann allan af blaða-
mönnum, dómurum, dómsmálaráð-
herra og ríkissaksóknara er ekki
litið á þessi aðvörunarorð sem orðin
tóm. Tilefnið að þessu sinni var
kappleikur milli Santa Fe og Qu-
indio. Heimaliðið, Quindio, var yfir
1 — 0 en samt lét dómarinn fram-
lengja leikinn og þá náði Santa Fe
að jafna.
I óeirðunum, sem óhjákvæmilega
fylgdu, slösuðust nokkrir léikmanna
Santa Fe en ein af skýringunum á
þessari furðulegu dómgæslu er sú,
að vegna ólöglegrar veðmálastarf-
semi mafíunnar á staðnum, glæpa-
samtaka, sem ekki hafa bein tengsl
við eiturlyfjasalana, hafi allt að 200
milljónir dollara verið í húfí. Eru
dómaramir sagðir reyna að hag-
ræða úrslitunum mafíunni í hag.
Afskipti eiturlyflasalanna af
þjóðaríþrótt Kólombíumanna,
knattspymunni, eru auðvitað ekki
ný af nálinni. Fyrstur til að vekja
á þeim athygli og fordæma þau var
Rodrigo Lara Bonilla, dómsmála-
ráðherrann, sem eiturlyfjalýðurinn
myrti árið 1984. Knattspymuáhugi
eiturlyijakónganna á hins vegar
ekkert skylt við leikinn sjálfan,
hann kemur aðeins í framhaldi af
tveimur helstu áhyggjuefnum
þeirra: Hvemig er best að standa
að eiturlyfjasmyglinu til Banda-
ríkjanna og Evrópu og hvað á gera
við dollaraflóðið frá sölunni?
Eiturlyfl askæruliðarnir eru á
þeim endanum, sem snýr að fram-
leiðslu og flutningum, og krefjast
vemdarfjár á þeim svæðum, sem
kókajurtin er ræktuð. Þá eru það
eiturlyfjadýrlingamir, meðal annars
Júdas Thaddeus, vemdardýrlingur
þeirra, sem fást við hið ómögulega,
og á altari hans loga alltaf kerti
eiturlyfjasalanna, sem heita á hann
að standa vörð um eiturlyfjasend-
ingamar. Gott dæmi um eiturlyfja-
þingmann er sá alræmdi Pablo Es-
cobar, einn auðugasti eiturlyíja-
kóngurinn í Medellin. Framan af
þessum áratug var hann fulltrúi
borgarinnar á þingi og gerði þá sitt
til að greiða götu glæpastarfsem-
innar.
Þegar kemur að því að nota eitur-
lyflagróðann kemur eiturlyfjaher-
inn til sögunnar og gætir til dæmis
hagsmuna þeirra, sem hafa fjárfest
í_ nautgriparækt og öðrum búskap.
Á þessu ári hefur hann staðið fyrir
fjöldamorðum á fátækum bændum,
sem hafa neitað að selja landið eða
eru grunaðir um stuðning við
skæruliða.
/ Nautgriparækt, fasteignakaup,
smygl, verðbréfakaup og mikil
einkaneysla geta samt ekki komið
í lóg öllum dollurunum, sem eitur-
lyfjasalan gefur af sér. Þess vegna
hefur verið gripið til þess að kaupa
upp knattspurnufélög og fjárfesta
í leikmönnum. Til þessa hefur lítið
verið kvartað undan því en þegar
glæpalýðurinn neyddi Perez til að
tilkynna, að hann vildi líka ráða