Morgunblaðið - 30.12.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 30.12.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Hlutafélagið Kögun stofiiað um rekstur IADS - ratsjárkerfis HLUTAFÉLAGIÐ Kög^in hf. var stofhað í gær í Reykjavík. Til- gangur fyrirtækisins er að ann- ast viðhald og endurbætur á IADS-ratsjárkerfinu, sem verið er að byggja upp hér á landi á vegum NATO. Að félaginu standa i upphafi Þróunarfélag íslands hf., sem á 70% hlutafjár, auk 37 hugbúnaðarfyrirtækja. Þá á Félag íslenskra iðnrekenda litinn hlut i fyrirtækinu. Hlutafé við stofnun er 20 milljónir króna. Að sögn Ólafs Davíðssonar, framkvæmdastjóra FÍI, hafa Þró- unarfélagið, vamarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og FÍI unnið að undirbúningi stofnfundar Kög- unar í samráði við ýmis hugbúnað- arfyrirtæki. Fyrirhugað er að Þró- unarfélagið dragi sig smátt og smátt út úr rekstrinum eftir því sem félagið eflist og kemst á legg, og munu hlutabréf þess verða seld í áföngum á Verðbréfaþingi íslands. Hlutabréfm verða föl öllum jslensk- um lögaðilum. Að sögn Ólafs er búist við því að þegar á næstu vik- stofna," sagði Kristján Ragnarsson. Sjá tilkynningar sjávarútvegsins á bls. 29 Reglugerð sjávarútvegsins: Útflutningstekj - ur minnka um 10% „ÞETTA þýðir stórminnkaðar tekjur fyrir okkur, en við lítum á málið raunsæjum augum og teljum að það séu ekki efni til að krefjast þess að fá að veiða meira, þar sem það myndi koma niður á okkur síðar,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær eftir að sjávarútvegsráðu- neytið hafði birt reglugerðir um fiskveiðisljórnun næsta árs. Tal- ið er að samdráttur í afla nokk- urra helztu nytjategunda okkar, svo sem þorski, karfa, grálúðu um muni fleiri hugbúnaðarfyrirtæki kaupa hlut í félaginu af Þróunarfé- laginu. Kögun mun þegar á næsta ári ráða kerfisfræðinga í vinnu, en þeim mun síðan fara Qölgandi hjá fyrirtækinu fram til ársins 1994, en þá er áætlað að 40 kerfísfræð- inga þurfí til reksturs IADS-kerfís- ins. Utanríkisráðherra mætti á stofn- fundinn í gær og flutti ávarp. Að stofnsamningi og samþykktum fé- iagsins samþykktum var kosin stjóm, en hana skipa þeir Geir Gunnlaugsson, Gunnlaugur Sig- mundsson, Þorgeir Pálsson, Sigurð- ur Hjaltason og Örn Karlsson.. Stjómin mun síðar kjósa sér stjóm- arformann. Nafnið Kögun er fundið með aðstoð Þórhalls Vilmundarsonar hjá Ömefnastofnun. Kögun mun merkja að litast um eða skima (sam- anber Kögunarhóll, þ.e. útsýnis- hóll). ' hRHNI i , I t AGUKT UKn Morgunblaðið/Bjarni Frá og með 1. janúar 1989 verða plastpokar seldir í verslunum. Á pokana verður prentað sérstakt merki þar sem greint er frá verði þeirra að helmingur þess renni til Landvemdar. Plastpokar í versluniim seldir frá áramótum og rækju, dragi útfiutningstekj- ur af sjávarafúrðum saman um 10% eða 4 til 5 miljjarða króna miðað við afúrðaverð og gengi gjaldmiðla um þessar mundir. „Við teljum rétt mat að draga úr þorsk- karfa- og grálúðuveið- inni, en okkur er hins vegar ómögu- legt að bera þetta tekjutap einir, þetta verður að koma fram í minni tekjum allrar þjóðarinnar. Við von- umst til að fá betri tekjur síðar með því að spara núna sókn í þessa Helmingur andvirðisins rennur til Landverndar Plastburðarpokar verða seldir í verslunum á íslandi frá og með 1. janúar 1989. Stærrí pokar munu kosta fimm krónur en minni pokar Qórar krónur og mun helmingur af andvirði hvers poka renna til Landvemdar, landgræðslu og náttúruverndarsam- taka íslands, en hinn helmingurínn mun ganga upp í þann kostn- að sem verslanir hafa af pokunum. Samstaða hefur náðst um þetta innan Kaupmannasamtaka ís- mál milli Landvemdar, kaupmanna lands, Verslunardeildar Sambands Einkarekstur lækna: Heilbrigðisráðherra fundar með framkvæmdastj órum sjúkrahúsa Heilbrigðisráðherra ætlar að kalla framkvæmdastjóra sjúkra- húsa á sinn fúnd eftir áramótin. Þar verða ræddar athugasemdir Ríkisendurskoðunar við það, að Qölmargir læknar, sem séu í fullu starfi hjá sjúkrahúsum, hafi jafnframt miklar tekjur af Rýmkaðar heimildir inn- flytjenda til gjaldfrests Viðskiptaráðherra hefúr ákveð- ið að rýmka reglur um heimild innflytjenda til gjaldfrests við vöruinnflutning. Verið er að ganga frá nýjum reglum í ráðu- neytinu og verða þær gefnar út á næstunni. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að reglumar verði rýmkaðar þannig að almennt geti innflytjendur fengið allt að þriggja mánaða greiðslufrest ef þeir þurfí ekki banka- ábyrgð. Vonast hann til að breyttar reglur hjálpi til við að halda aftur af hækkun vöruverðs. einkastofúm sínum. Ráðherrann vill kanna sérstaklega hvort þetta komi ekki niður á vinnu- tima læknanna á stofnunum, þar sem þeir eru ráðnir. „I tengslum við viðræður við lækna um kaup og kjör verður at- hugað hvort þessar háu greiðslur eru tengdar sérstökum fögum," sagði Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra. „Okkur virðist að sérfræðingar á rannsóknarstofum hafi fengið vemlega háar greiðslur og það verður sérstaklega skoðað í samningagerðinni. Þar viljum við endurskoða taxtann og hvemig hann er upp byggður, en það er ekki þar með sagt að það sé neitt athugavert við reikningsgerðina." Ríkisendurskoðun gerði einnig athugasemdir við skort á sam- ræmdu bókhaldi spítala, óglögg skil milli rekstrareininga i skýrslum sjúkrahúsa og milli sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Þá var gagn- rýndur starfsmannafjöldi sjúkra- húsa, sem yfírleitt væri umfram heimildir fjárlaga. Heilbrigðisráðherra sagði að stefnt væri að því að taka upp sam- ræmt bókhaldskerfi og reiknings- skilagerð sjúkrastofnana á fóstum fjárlögum á næsta ári. Hvað starfs- mannahald á heilbrigðisstofnunum áhrærði, sagði ráðherra að það væri vitað, að starfsfólk væri víða umfram heimiluð stöðugildi. „Það er ekki einfalt að ætla að snúa ofan af því öllu í einu og ég hef litið svo á að þetta væri með vitund og vilja stjómvalda og Alþingis," sagði Guðmundur. „I íjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir verulegum spam- aði og aðhaldi í launagreiðslum og það þarf að taka á þessum málum sérstaklega." íslenskra samvinnufélaga og helstu stórmarkaða utan þessara heildar- samtaka. í framkvæmd mun þetta ganga þannig fyrir sig að við- skiptavinur óskar eftir tilteknu magni poka þegar hann greiðir fyrir vörumar og fær þá afhenta við búðarkassann. Pokamir verða merktir að ósk hvers kaupmanns, eins og hingað til, en á hveijum plastpoka verður einnig áprentað sérstakt merki þar sem greint er frá verði hans og að hluti andvirð- is hans renni til Landvemdar. Þeir viðskiptavinir sem þess óska geta auðvitað komið í búðimar með gamla plastpoka, burðamet eða töskur eins og áður var algengt. Verslunarfyrirtækin segjast hafa ákveðið þessa gjaldtöku eink- um af tveimur ástæðum. Með því að láta helming andvirðisins af sölu pokanna renna til Landvemd- ar vilja þau örva og efla land- græðslu og umhverfísvemd á ís- landi. Einnig mur. rekstrarkostn- aður verslana lækka mikið þar sem þær hafa þurft að bera ínikinn kostnað vegna pokakaupa. Áætlað er að íslendingar noti alls um 50 milljónir plastpoka árlega og 'að þar af séu á milli 30-40 milljón pokar notaðir í matvöruverslun- inni. Kostnaður við hvem plast- poka er um 3 krónur. Talsverðir fjármunir munu renna til Landverndar í kjölfar þessarar gjaldtöku og verður þeim varið til verkefna á sviði land- græðslu og umhverfísvemdar. Verkefnin verða valin af kostgæfni í þeim tilgangi að stuðla að nátt- úruvemd, gróðurvernd og land- græðslu en það hefur frá upphafi verið meginmarkmið Landvemdar. Finna þarf ný hæli fyrir þrjá ósakhæfa afbrotamenn í gær var með dómi aflétt örygg- isgæsluúrskurði yfir fjórða mannin- um sem ástatt hefur verið um með þessum hætti hérlendis. Þá herma heimildir Morgunblaðsins að mál sé nú til meðferðar í réttargæslu- kerfínu þar sem líklegt er talið að maður, sem sakaður er um afbrot, verði dæmdur ósakhæfur. Að auki afplánar annar maður nú hælisvist erlendis, samkvæmt dómi Hæsta- réttar. FINNA verður þremur afbrota- mönnum, sem taldir eru ósak- hæfir, en hafa verið dæmdir til öryggisgæslu og eru nú vistaðir. í fangelsum hérlendis, nýjan samastað frá áramótum. Þá taka gildi lög sem gera vistun slíkra manna í fangelsum óheimila, að sögn Þorsteins A. Jónssonar deildarsfjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Hann sagði að unnið væri að lausn málsins en niður- staða lægi ekki fyrir. Lagthald á 300 lítra afbruggi LÖGREGLA hefúr lagt hald á þijúhundruð lítra lögn af bruggi í húsi í Kópavogi. Aætlað er að úr hefði mátt sjóða um 120 lítra af 42-45% sterkum landa. Tveir menn um fer- tugt hafa játað á sig brugg- ið fyrir rannsóknardeild- um lögreglunnar í Reykjavík og Kópavogi, en þær unnu saman að málinu. Annar mannanna hefur áð- ur átt aðild að svipuðu máli. Bruggunin var á frumstigi þegar lögreglan skarst í leik- inn. Rannsóknarlögreglumenn kváðust ánægðir með að hafa náð brugginu áður en það komst í neysluhæft ástand. Bruggarar byggju oftar en ekki yfír takmarkaðri efna- fræðikunnáttu og frumstæð- um tækjakosti. Því mætti lítið fara úrskeiðis til að þeir sem drykkju afurðimar ættu eitrun á hættu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.