Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 26

Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Ódæði unnið í háloftunum Starfslaunin koma ekki að- eins listamönnum heldur öllum borgarbúum til góða - sagði Davíð Oddsson borgarstjóri við af- hendingu starfslauna Reykjavíkurborgar Rannsóknir með fullkomn- asta tækjabúnaði hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, að sprengja hafi grandað Boeing 747 breiðþotu Pan American flugfélagsins sem skall til jarðar í bænum Lockerbie í Suður- Skotlandi 21. desember síðast- liðinn. Alls 270 manns týndu lífí í slysinu. Öll kurl eru ekki enn komin til grafar við rannsókn málsins, enda dreifðist brak úr vélinni yfír 250 ferkílómetra svæði. Til dæmis er ekki vitað á þessari stundu, hvar sprengjunni var komið fyrir í vélinni eða hvort henni var laumað um borð með farþegum eða farangri í Frankfurt eða London, þaðan sem vélin hélt í hina örlagaríku ferð áleiðis til New York. Flugvélin lagði af stað frá London 25 mínútum á eftir áætl- un. Ef um tímasprengju var að ræða, hafa ódæðismennimir líklega reiknað með því, að hún yrði komin út á Atlantshaf í átt- ina að íslandi, þegar hún splundraðist. Samkvæmt áætlun átti vélin að fara inn á íslenskt flugstjómarsvæði um tveimur tímum eftir flugtak, vera innan þess í einn og hálfan tíma og lá leiðin um 80 mflur fyrir sunnan Keflavík. Hefði vélin horfíð yfir Atlantshafí er óvíst, að nokkru sinni hefði tekist að komast að hinu sanna í málinu. Sprengiefnið sem notað var til ódæðisins er kennt við plast vegna þess, hve auðvelt er að hnoða það. Má til dæmis búa til úr því styttur eða myndaramma, einnig er unnt að fletja það út og mynda einskonar slq’öld í fóðri á töskum. Kunnasta sprengiefni af þessarigerð, Semtex, erfram- leitt í Tékkóslóvakíu. Það er þannig úr garði gert, að ekki er unnt að nema það með röntgen- geislum, hins vegar eiga þeir að duga til þess að fínna hvellhettur og víra, sem em óhjákvæmilegur hluti af slíkum sprengjum. í Frankfurt og London eru einhveijir stærstu flugvellir í heimi. Allir sem um þá fara vita, að þar er haldið uppi öryggis- gæslu. Hún hefur þó ekki dugað í þessu tilviki. Einhveijum ill- virkja, hvort heldur hann er venjulegur, ótíndur glæpamaður eða fulltrúi einhvers hryðju- verkahóps eða samtaka, hefur tekist að smygla hinu banvæna efni fram hjá öryggisvörðum. Sérfræðingar fullyrða, að til þess að vinna slíkt verk sem þetta þurfí menn meiri kunnáttu en ýmis öfgasamtök hliðholl frönum hafa yfir að ráða. Á hinn bóginn beinist athyglin einkum að lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vafalaust verður erfíðara að fínna sprengjumennina en að staðfesta að tilræði þeirra heppnaðist. Krafan um að ná þeim og veita þeim makleg mála- gjöld er hávær og stjómvöld hvorki í Bandaríkjunum, Bret- landi né Vestur-Þýskalandi víkjast undan að gera allt sem í þeirra valdi stendUr til þess að svo megi verða. Eftir að Banda- ríkjastjóm taldi sig hafa fengið óyggjandi sannanir fyrir því að hryðjuverk gegn bandarískum borgumm ættu upptök í Líbýu lét Ronald Reagan í apríl 1986 gera loftárásir á búðir hryðju- verkamanna. Hafði það sín áhrif auk þess sem árásin sýndi, hvers þeir geta vænst er beita þeim lúalegu vinnubrögðum að gera saklausa borgara að fómarlömb- um vegna glæpahneigðar eða pólitísks ofstækis. Tveimur vikum áður en Pan American vélin var sprengd hringdi torkennilegur maður í bandaríska sendiráðið í Helsinki og hafði uppi hótanir um hryðju- verk gegn bandarískum flugvél- um. Vom boð um þetta send til flugfélaga, flugvalla og sendi- ráða. Nú er um það deilt, hvort þessa hótun hefði átt að birta öllum almenningi. Bandarísk yfírvöld segja, að miðað við allar aðstæður hafí það verið óeðli- legt. Á hinn bóginn byggja lög- fræðingar þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sprengjunn- ar kröfur sínar meðal annars á þessu. Hér er vikið að afar við- kvæmu atriði. Því miður virðist ógerlegt að búa þannig um hnúta að við- skiptavinir flugfélaga séu óhultir fyrir voðaverkum. í raun á ef til vill að skilgreina aðförina að þeim sem hemað með allt öðmm aðferðum en við höfum áður kynnst. Þá á einnig að líta á flug- stöðvar sem einskonar öryggi- smiðstöðvar eða virki í þessum hemaði, þar sem allt er gert í mannlegu valdi til að tryggja öryggi hins almenna borgara. Þetta er óhugnanlegt en stað- reynd samt. Hjá mörgum ræður það úrslitum um það, hvort þeir ferðast með flugvélum eða ekki að vel sé að þessari hlið gætt við brottför. Ætti að vera kapps- mál allra jafnt hér á landi sem annars staðar að láta ekki undir höfuð leggjast að huga sem best að þessari hlið almenns öryggis borgaranna. TVEIR listamenn fengu starfs- laun Reykjavíkurborgar í ár. Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld hlýtur þriggja ára starfs- laun, en Jóhanna Bogadóttir myndlistarmaður verður borg- arlistamaður um árs skeið og fær starfslaun á meðan. Hulda Valtýsdóttir, formaður menn- ingarmálanefndar Reykjavík- ur, sagði í ávarpi sinu við af- hendingu starfslaunanna á Kjarvalsstöðum í gær, að borg- aryfírvöld gerðu sér vel ljósan áhuga almennings á blómlegri listsköpun i borginni og menn- ingarmálanefhd hefði reynt að vernda menningararfleifðina, um leið og hlynnt væri að ný- græðingnum. Davíð Oddsson borgarstjóri af- henti Jóhönnu Bogadóttur starfs- launin, en Hjálmar gat ekki verið viðstaddur og sendi kveðjur frá ísafírði. Borgarstjóri lét svo um mælt að það hefði verið skynsam- leg ákvörðun er farið var að veita borgarlistamanni starfslaun og borgarbúar hefðu séð ríkulegan afrakstur þess, sem kæmi ekki eingöngu listamanninum til góða þetta eina ár, heldur öllum borg- arbúum um langa framtíð. Ákveðið var árið 1986, í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur- borgar, að veita þremur lista- mönnum starfslaun til þriggja ára, næstu þijú árin. Hjálmar H. Ragnarsson er því annar listamað- urinn, sem fær þessi laun, en Sig- urður Pálsson ljóðskáld fékk þau fyrstur í fyrra. Sigurður var við- staddur athöfnina á Kjarvalsstöð- um, og sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér hefðu komið starfs- launin afar vel. „Þau veita mjög góðan starfsgrundvöll. Þeir sem starfa á listasviðinu eru eiginlega hver og einn með lítið einkafyrir- tæki með einum starfsmanni. Þetta er eins og rekstur á hvaða fyrirtæki sem er, eilíf óvissa um afkomuna," sagði Sigurður. „Svona ótryggur starfsgrundvöll- ur er til lengdar mjög hamlandi fyrir listamenn, og þess vegna er skiptir sú tekjutrygging og ör- yggi, sem listamannalaunin veita miklu máli. Nú get ég gert áætlan- ir sem samræmi er í og unnið skipulega, látið sverfa til stáls í stærri verkum en ella.“ Sigurður sagði að þriggja ára starfslaun væru viðamestu laun Hulda Valtýsdóttir flytur ávarp á Kjarvalsstöðum í gær. Til vinstri situr Sigurður Pálsson, en hægra mej dóttir og Gunnar Kvaran, listráðunautur borgarinnar. Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright: Jóni Jónssyni veitt heiðursverðlaunin JÓNI Jónssyni fískifræðingi og fyrrum for- stjóra Hafrannsóknarstofnunar voru í gær veitt heiðursverðlaun úr verðlaunasjóði Asu Guð- mundsdóttur Wright við hátíðlega athöfn f Norræna húsinu. Þetta var 20. úthlutun úr verðlaunasjóðnum. Jon veitti verðlaununum, silfurpeningi, heiðursslgali og 135 þúsund krónum, viðtöku úr hendi dr. Sturlu Friðriks- sonar, sem situr i sjóðssjórn, ásamt dr. Jóhann- esi Nordal og dr. Armanni Snævarr, og veitir henni forstöðu. Dr. Sturla Friðriksson rakti náms- og starfs- feril Jóns Jónssonar, gat helstu rannsókna og verk- efna sem hann hefði unnið að og þeirra trúnaðar- starfa sem hann hefði gegnt hérlendis og erlendis fyrir íslands hönd. Þá vék hann að nýútkomnu fýrsta bindi ritverks Jóns, Hafrannsókna við ís- land, sem bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út og fjallar um hafrannsóknir við ísland, frá önd- verðu og fram til ársins 1937. Það rit bæri að meta sem verðugt framlag til aukinnar þekkingar á sviði náttúruvísinda hér á landi. Fyrir útgáfu bókarinnar og mikilvæg rannsóknarstörf á físki- stoftium á íslandsmiðum, allt frá 1946, hefði stjóm Ásusjóðs ákveðið að veita Jóni Jónssyni heiðurs- verðlaun ársins 1988. í stuttu ávarpi þakkaði Jón Jónsson þá viður- kenningu sem honum væri sýnd og rakti hvemig ýmsar framfarir á síðustu áratugum hefðu sann- fært stjómvöld og aðra um að með rannsóknum á iífríki hafsins við strendur landsins yrði bókvitið í askana látið. Ör þróun hefði á skömmum tíma breytt hlutverki Hafrannsóknarstofnunar og und- anfara hennar úr því að aðstoða sjómenn við að auka aflann í ráðgjöf til stjómvalda varðandi leyfi- legan hámarksafla á einstökum nytjastofnum. Þá sagði Jón að ýmis stjómunarstörf hefðu hin síðari ár rýrt þann tíma sem hann hefði haft til rannsókna og sér hefði því verið það ánægjuefni að geta látið af starfí forstjóra Hafrannsóknar- stofnunar árið 1984, „og geta farið að stunda rit- störf, merkilegri en að skrifa upp á reikninga." Hann kvaðst nú vinna að útgáfu seinna bindis af fyrrgreindu riti um Hafrannsóknir við ísland. Vinna við það væri komin talsvert áleiðis og yrði væntan- lega gefíð út innan tveggja ára. Jón Jónsson úr hendi dr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.