Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 51
íT KNATTSPYRNA Þórhalíur skoraði sigurmark gegn ísrael UNGLINGALANDSLIÐIÐ lagði lið írsaelsmanna að velli, 1:0, á alþjóðlegu knatt- spyrnumóti í ísrael í gær- morgun. „Leikurinn var mjög opinn og sýndu strákarnir góða spretti," sagði Sveinn Sveinsson, stjórnarmaður KSÍ. Það var Þórhallur Jóhannsson úr Fylki sem skoraði sigur- mark íslands á 73. mín., en þá var hann ný kominn inn á sem varamaður. Bestu leikmenn íslenska liðsins voru Sigurður Sig- steinsson frá Akranesi og Ólafur Pétursson, markvörður, frá Keflavfk. Þá léku þeir Amar Grét- arsson, Nökkvi Sveinsson og Steinar Guðgeirsson vel á miðj- unni. íslenska liðið, sem er yngsta liðið í keppninni, hefur vakið at- hygli fyrir prúðmannlega fram- komu og hafa leikmenn liðsins ekki fengið að sjá gult spjald í keppninni, en aftur á móti hafa írar fengið að sjá eitt rautt og þrjú gul spjöld. Liðið leikur gegn Portugal í dag, en Portugal vann stórsigur, 7:0, yfir Lichtenstein í gær. Þá gerðu Rúmenar og írar jafntefli, 2:2. ÍÞRÚmR FOLK ■ SUNDERLAND keypti í gær Tony Norman, markvörð Hull. Sunderland borgaði 400 þús. pund fyrir Norman, sem er 30 ára lands- liðsmarkvörður FráBob Wales. Hull fékk Hennessy tvo leikmenn frá /Englandi Sunderland — þá Iain Hersford, 28 ára markvörð og Billy Whitehurst, sem Sunderland keypti frá Read- ing fyrir aðeins tveimur mánuðum á 100 þús. pund. ■ MIKLAR líkur eru á að Frank McAvennie, sem hefur skorað tólf mörk fyrir Celtic í vetur, fari aftur til West Ham. Celtic keypti hann fyrir 750 þús. pund frá West Ham fyrir átján mánuðum. West Ham hefur aðeins skorað fímmtán mörk í vetur og er á botni 1. deildar. ■ TONY Dorigo, vamarleik- maður Chelsea, óskaði eftir því í gær að vera settur á sölulista hjá félaginu. Chelsea keypti hann frá Aston Villa á 400 þús. pund fyrir tveimur árum. Dorigo hefur verið orðaður við Glasgow Rangers. ■ FÆRRI áhorfendur verða framvegist á bikarúrslitaleikjum á Wembley. Það hefur verið ákveðið að koma fyrir fleiri sætum á þessum sögufræga velli í London. Eftir breytingamar tekur völlurinn 82 þús. áhorfendur, en ekki 98 þús. áhorfendur eins og áður. ■ NEWCASTLE hefur orðið fyrir blóðtöku. Andy Thomas meiddist í leik liðsins gegn Sheffield Wed. á mánudaginn og verður frá keppni í sex vikur. I BRIAN Kilcline, fyrirliði Coventry, missti pflpróf sitt í gær í átján mánuði. Hann var tekinn ölvaður við akstur á dögunum. ■ PAUL Gasgoigne mun ekki leika með Tottenham gegn sínu gamla félagi Newcastle á laugar- daginn. Hann er meiddur á ökkla og verður hvfldur fyrir leik Totten- ham gegn Arsenal 2. janúar. ■ ARSENAL tekur nýju bygg- inguna við völlinn formlega í notkun 2. janúar, þegar Tottenham kemur í heimsókn á Highbury. Ofan á bygginguna verður gamla klukk- an komið fyrir, en klukkan var tekin í notkun á Highbury 20. ágúst 1930, en þá vann Arsenal Leicester, 4:1. Leik Arsenal og Tottenham verður sjónvarpað beint í Englandi. 53 herbergi em í nýbyggingunni - átta og tólf manna. Herbergin, sem eru með öllum þægindum fyrir þá sem verða í þeim og horfa á leiki Arsenal, eru leigð til tiu ára og hafa þau öll verið leigð. Leigugjald er 9.9 millj. ísl. kr. ■/ BLAÐINU í gær var sagt að Amór Guðjohnsen hefði verið sóttur til Belgíu í einkaþotu vegna kjörs íþróttamanns ársins 1987, en það er ekki rétt. Arnór kom til landsins með Flugleiðum, en fór aftur til Belgíu í einkaþotu. Þetta leiðréttist hér með og er beðist vel- virðingar á mistökunum. ■ SERGEI Baltacha, landsliðs- maður hjá Dinamo Kiev í Sov- étríkjunum, hefurgert sex mánaða samning við Ipswich í Englandi. Baltacha, sem er 30 ára og hefur leikið 40 landsleiki, verður fyrsti Sovétmaðurinn, sem leikur með ensku knattspymuliði. ■ RAMON Nikolic, 15 ára strákur frá Ástralíu, skrifar undir samning við Rauðu Stjömuna í Júgóslavíu eftir áramót. Nikolic, er fyrsti útlendingurinn, sem kemur til með að leika með Rauðu Stjöm- unni, en faðir hans er innflytjandi frá Júgóslavíu. ■ MANFRED Höner, landsliðs- þjálfari Nígeríu í knattspyrnu hef- ur ekki mætt á landsliðsæfmgar að undanfömu og veit knattspymu- samband landsins ekki hvar þjálfar- inn er, en liðið á að leika gegn Gabon í undankeppni HM 7. jan- úar. í síðustu viku kvartaði þjálfar- inn yfír leikmannaleysi. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Jiirgen Klinsmann til Inter Mílanó? FRÁ þvt var greint í öllum dag- blöðum í Vestur-Þýskalandi á miðvikudinn, að Júrgen Klins- mann, miðherji Stuttgart og vestur-þýska landsliðsins væri búinn að skrifa undir samning við ítalska stórliðið Inter Mflanó og eigi sá samningur að taka gildi í lok yf irstandandi keppnistfmabils. Hvergi kom fram um hve langan samning væri að ræða, en hallast var að því að um tveggja ára samning væri að ræða. Stuttg- art fær að sögn þýskra fjölmiðla 4 milljónir marka fyrir Klinsmann og sjálfur fær hann 2 milljónir marka við undirritun samningsins. Auk þess fær hann 850.000 mörk nettó í árslaun. Fram kemur að forráða- menn Stuttgart séu famir að kemba lendumar eftir arftaka Klinsmann í framlínunni, en engin nöfn hafa verið nefnd enn sem komið er. Klinsmann sagði í gær, að það væri ekki rétt að hann væri búinn að skrifa undir samning. „Ég ákve4»- eftir þetta keppnistímabil hvað ég geri.“ „Eðlilegur leikur" - sagði Bogdan þjálfari Bogdan landsliðsþjálfari var sáttur við vömina, en sagðist gera tvær til þijár breytingar fyrir seinni leikinn, sem hefst klukkan 21 í kvöld. „Héðinn Gilsson verður örugglega með og sennilega skipti ég um einn markvörð og annan mann til. Það er alltaf gott að sigra en munurinn átti að vera meiri. Vömin barðist vel, en sóknarleikur- inn í seinni hálfleik sýnir að ekki er allt eins og það á að vera. En þetta var eðlilegur leikur." Finn Andersen, þjálfari Dana „Það er ávallt erfítt að leika hérna, en miðað við aðstæður er ég ekki svo óánægður. Við byijuð- um illa, en meðan úthaldið var fyr- ir hendi eftir hlé lékum við vel — skoruðum átta mörk gegn einu. Ferðaþreyta sat í mínum mönnum, en vonandi gengur okkur betur í seinni leiknum." Slgurður Sveinsson „Baráttan var í lagi, en enn vantv^ ar eitthvað. Ég fann mig ágætlega fyrir hlé, en týndist eftir það. Dæ- mið gekk upp með tvo línumenn og ég var alltaf ömggur með sig- ur, en við hættum of snemma.“ Einar Þorvarðarson „Svíaleikimir ýttu við okkur. Við tókum okkur saman í andlitinu og höfðum gaman af þessu. Það var gott að fá Geir aftur inn í vömina, en botninn datt úr leik okkar of lengi." ^ Þorgils Óttar Mathissan „Hugarfarsbreyting hefur orðið hjá mönnum og liðið small saman. En þegar munurinn var orðinn átta mörk gerði kæruleysi vart við sig. Úrslitin vom ráðin og við van- mátum Danina, sem má aldrei og við látum okkur það að kenningu verða í seinni leiknum.“ Ísland-Danmörk 24 : 18 Landsleikur í handknattleik, Laugar- dalshöll 29. desember 1988. Gangur leiksins: 2:0, 3:1, 5:2, 7:3, 9:4, 11:5, 14:7, 15:8, 18:9, 18:15, 19:17, 22:17, 22:18, 24:18. ísland: Jakob Sigurðsson 7, Þorgils óttar Mathiesen 5, Sigurður Sveinsson 4/1, Kristján Arason 2, Júlíus Jónasson 2, Alfreð Gíslason 2, Valdimar Grímsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Guð- jón Ámason, Geir Sveinsson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 9, Hrafn Margeirsson. Utan vallar: 2 mínútur. Danmörk: Niels Kildelund 4/4, Flemming Hansen 3, Otto Mertz 3, Bjame Simonsen 2, Lars Lundbye 2, Frank Jergensen 2, John Mortensen 1, David Nielsen 1. Varin skot: Karsten Holm 7/1, Christ- ian Hansen. Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: Um 1.200. Dómarar: Befort og Colling frá Lúx- emborg voru mistœkir. Morgunblaðið/Einar Falur Jakob Slgurðsson var besti maður íslenska iiðsins og hér skorar hann eitt sjö marka sinna, en Karsten Holm, besti maður Dana, kemur engum vörnum við. Danir skoruðu ekki fyrir utan í 40 mínútur ÍSLENSKA landsliðið sýndi allt annan og batri leik en gegn Svíum fyrir jól og sigraði það danska örugglega í gærkvöldi, 24:18. Varnarleikurinn var sór- staklega góður, einkum á miðj- unni, en Danir skoruðu ekki mark fyrir utan fyrstu 40 mínúturnar. Fyrri hálfleikur var mun betri hjá íslenska liðinu og þá réðust úrslitin. Vömin var traust með Ein- ar Þorvarðarson öruggan í markinu og sóknimar gengu Steinþór allar upp nema Guðbjartsson þijár. „Leikgleðin skrifar var n|j hendi, vömin small saman, hraðaupphlaup gengu upp og vel var opnað fyrir mér í hominu og Þorgils Óttari á línunni," sagði Jak- ob Sigurðsson, sem skoraði fjögur mörk úr fjórum tilraunum í hálf- leiknum eins og Sigurður Sveins- son. Skoruðu ekki f 12 mfnútur Dæmið snerist við eftir hlé. Dan- ir komu tvíefldir til leiks, en íslend- ingar slökuðu á og gerðu mörg mistök. Þegar staðan var 17:9 fór allt í baklás, ekkert gekk upp í sókn- inni, liðið skoraði ekki í 12 mínútur og Danir náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá var allur vindur úr þeim, en íslenska liðið rétti úr kútn- um síðustu átta mínútumar. Einar stóð sig vel í markinu, Kristján, Alfreð, Júlíus og Geir voru góðir \ vöminni og Jakob og Þor- gils Óttar voru atkvæðamestir í sókninni ásamt Sigurði í fyrri hálf- leik. Lítið kom út úr Valdimar og Bjarka í hægra hominu, Guðjón var aðeins inná er ekkert gekk upp og fann sig ekki og á sama tíma lék Hrafn í markinu, en varði ekki skot. Danska liðið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í fyrri hálfleik, en var mun betra eftir hlé. Karsten Holm í markinu bjargaði því samt frá mun stærra tapi. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.