Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 15 Girðingin sem nefhd er í textanum, trygg, en ekkert allt of falleg. ir kom urðu þeir þess varir að bif- reið hafði verið ekið inn á svæðið og lagt uppi á lautarbrún. Er þeir könnuðu málið, komu þeir að göml- um manni sem átti bílinn. Var hann í þann mund að tappa olíunni af bíl sínum, en sem alkunna er, getur slíkt valdið mikilli mengun í jarð- Vatni svo nærri vatnsbólum. Þessu slysi tókst að afstýra, en sagan sýnir nauðsyn þess að halda uppi eftirliti og hafa tryggar girðingar. Og það er annað sem nýtur friðar- ins, það er náttúrulífið. Þama er himbrima- og álftavarp, gæsa- anda- mó- og vaðfuglavarp. Gró- skumikill gróður og tjamir fullar af vænum silungi. Þarna er líka mikið af mink, en hann er ekki frið- aður. Þetta mikla náttúrulíf þrífst þarna betur en annars staðar í næsta nágrenni vegna friðarins sem girðingin og eftirlitið veitir. Það er einnig af hinu góða. -gg. Hver myndi trúa því að innan þessara dyra væri að finna 2000 tonna vatnstank? Fækkun nema í meinatækni Ottast fólk smitsjúkdóma? Er hætta á smiti á rannsóknastofum? eftir Mörthu Á. Hjálmarsdóttur og Guðrúnu Yngvadóttur Fyrr í vetur var frétt á baksíðu Morgunblaðsins, sem fjallaði um fækkun nemenda í námsbraut í meinatækni við Tækniskóla ís- lands. Bar hún fyrirsögnina „Hætta á smiti virðist fæla fólk frá námi í meinatækni". Senni- lega hefðum við ekki séð sérstaka ástæðu til þess að ræða þessa grein ef staðið hefði „ótti við smit“. Og þar sem sérstaklega var vísað til hættu á alnæmissmiti er enn frekari ástæða til að tala um ótta en hættu í þessu sambandi. Fylgir smithætta störfum meinatækna? Vissulega fylgir smithætta störf- um meinatækna þar sem þeir fást oft á tíðum við sýni frá sjúklingum með smitsjúkdóma. Einnig geta þeir sýklar, sem venjulega eru til staðar á tilteknum stöðum líkamans valdið sýkingum ef þeir berast út fyrir heimkynni sín. Þetta vita meina- tæknar og leitast því við að draga úr jiessari hættu. I menntun meinatækna er mikið fjallað um meðferð sýna með tilliti til smithættu og meinatæknar í starfi hafa gert auknar kröfur hvað snertir öryggismál. Það má vera að fólk setji þetta starf frekar en önnur í samband við smithættu af ainæmi. Meinatæknar ráku harðan áróður fyrir því að fá úrbætur í öryggismál- um um svipað leyti og fyrst var far- ið að ræða um alnæmi hér á landi. Það var víða pottur brotinn í þeim málum áður og það má segja að meinatæknar hafi notað þennan sjúkdóm til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um úrbætur. Þess ber líka að geta að úrbætur fengust. Rannsóknarstofur heilbrigðis- þjónustunnar eru því nú mun betur búnar með tilliti til smithættu en áður var. Þannig að reyndin er sú að dregið hefur verið verulega úr smithættu á rannsóknarstofum. Athugun á alnæmissmitun heilbrigðisstarfsmanna Athuganir, hafa verið gerðar á þeim tilvikum þegar starfsfólk í heil- brigðisþjónustu hefur smitast af al- næmi. I könnun, sem birt var í Sænska læknablaðinu 38/1988 er talið sannað að 18 starfsmenn í heil- brigðisþjónustu hafi smitast af al- næmi við störf sín. Þessi könnun tók til alls heimsins nema Afríku og tók til þess tíma frá því sjúkdómsins varð fyrst vart og fram í júlí 1988. Þetta er lágt hlutfall miðað við alla þá, sem önnuðust þá 80.000 alnæ- missjúklinga, sem skráðir voru á sama svæði á sama tíma. Flestir smituðust með því að stinga sig á nálum, sem voru meng- aðar af sýktu blóði. Oftast gerðist það þegar verið var að setja hettu á nál að notkun lokinni. Dregið hef- ur verið úr þessari hættu með því að hætt er að ganga frá nálum á slíkan hátt. Önnur tilvik um smitun voru vegna þess að sýkt blóð barst í sár eða á slímhúð. Verulega er dregið úr þeirri hættu með notkun á viðeigandi hlífum. Ljóst er að hætta er fyrir hendi, en mjög lítil. Aukin þekking og góð- ur öryggisbúnaður er sú vöm sem beitt er gegn sýkingum af þessu tagi, sem og öðram. Launakjör I greininni var einnig talað um að launakjör fæli fólk frá námi í meinatækni. Það er rétt. Þetta hefur verið vandamál, sem flestar heil- brigðisstéttir eiga við að glíma. Meinatæknar hafa heldur dregist aftur úr viðmiðunarstéttum undan- farin ár. Þetta þarf að lagfæra til þess að nemar fælist ekki frá námi vegna þess. A þessu ári var hlutverki Meina- tæknafélags Islands breytt. Áður starfaði það, sem öflugt fagfélag, en er nú einnig stéttarfélag, sem nær til meinatækna um land allt. Það mun því í framtíðinni semja beint við launagreiðendur og getur þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri milliliðalaust. Störf meinatækna Það era margir sem lítið vita um störf meinatækna þar sem megnið af vinnu þeirra fer fram á rannsókn- arstofum sem aðrir eiga mjög sjald- an erindi til. Þetta á bæði við um sjúklingana og einnig marga starfs- menn heilbrigðisþjónustunnar. Vinna meinatækna er mismun- andi eftir því hvetjar sérgreinar meinarannsókna þeir hafa. Einnig er vinnan mjög_ fjölbreytt innan hverrar greinar. Áður fyrr vora fáar rannsóknir gerðar og fólust þær aðallega í smásjárskoðun og ein- faldri efnagreiningu. Þróun í að- ferðafræði og tælqabúnaði hefur leitt tii fjölgunar rannsókna sem jafnframt hafa orðið nákvæmari og markvissari. Þetta er því skemmti- legt og hvetjandi starf, því stöðugt er eitthvað nýtt að gerast. Menntun meinatækna { samræmi við breytingar á starfi meinatækna hafa orðið breytingar á námsefni meinatækninema. Námið tekur nú 3'/2 námsár og lýkur með B.Sc. prófgráðu frá Tækniskóla ís- lands. Fyrstu tvö árin era eins fyrir alla nemendur og síðan er námið sérhæft, og nemendur velja sér- greinar. Námsefnið skiptist í grófum dráttum í raungreinar, greinar heil- brigðisvísinda og faggreinar. Menntunarmál meinatækna era sífellt í brennidepli í alþjóðasam- starfi og standa íslenskir meina- tæknar fyllilega jafnfætis öðram hvað menntun snertir. Þó er ekki enn hægt að stunda framhaldsnám hér á landi, en góð tækifæri bjóðast víða erlendis bæði til framhaldsnáms og vinnu. Meinatæknar eru lifandi stétt Það er síður en svo að meinatækn- ar séu deyjandi stétt. Því hefur ver- ið haldið fram að svo sé vegna minnkandi aðsóknar í meinatækni- nám 2—3 síðastliðin ár. Það hafa alltaf verið sveiflur í aðsókn að námi meinatækna, sem og annarra stétta. Nú era um það bil 230 meinatæknar starfandi hér á landi, flest allt ungt og hresst fólk. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og í hraðri þróun. Meinatæknafélag íslands og Tækniskóli íslands standa fyrir nám- skeiðum fyrir meinatækna, þar sem fjallað er um helstu nýjungar í starf- inu eða efni, sem era í brennidepli hjá meinatæknum. Má þar meðal annars nefna námskeið um öryggi á rannsóknastofum. Félagið á einnig gott samstarf við erlend meinatæknafélög og er aðili að alþjóðasamtökum meinatækna. Reglulega er boðið upp á námskeið, sem alþjóðasamtök eða deildir innan þeirra standa fyrir. Er það góður fengur fyrir íslenska meinatækna, því ekki er hægt að fjalla um mjög sérhæfð efni nema á slíkum vett- vangi. Ekki má heldur gleyma því að menntun meinatækna nýtist þeim érlendis og oft bjóðast skemmtileg atvinnutækifæri á fjarlægum slóð- um. Af þessu má ráða að orðrómur um yfirvofandi andlát stéttarinnar er stórlega ýktur. Höfundar eru meinatæknar. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍ RTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1985 Hinn 10. janúar 1989 er áttundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 8 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 373,80 Vaxtamiði með 10.000,- kr. skírteini kr. 747,60 Vaxtamiði með 100.000 kr. skírteini kr. 7.476,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1988 til 10. janúar 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2279 hinn 1. janúar 1989. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aidrei eftir gjalddaga Innlausn vaxtamiða nr. 8 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1989. Reykjavík, 30. desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.