Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 52
SÍMANÚMER m
606600
Verslunardeild SÍS:
Tuttugu
sagt upp
TUTTUGU manns var sagt upp
hjá verslunardeild Sambands
islenskra samvinnufélaga í gær.
Auk þess kom fram að tveir til
þrír aðrir starfsmenn höfðu áður
sagt sjálfir upp störfiim, þar á
meðal Snorri Egilsson, aðstoðar-
firamkvæmdastjóri deildarinnar,
sem sagði upp um mánaðamót.
Auk þess sem almennu starfsfólki
fækkaði var yfirstjóm deildarinnar
dregin saman, og meðal annars Sig-
urði Jónssyni markaðsstjóra sagt
upp. Ólafur Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri verslunardeildarinnar,
segir að ekki sé ætlunin að ráða aft-
ur í stöðu hans eða aðstoðarfram-
,.kvæmdastjóra.
Ólafur taldi ekki tímabært að
skýra frá frekari hagræðingu í
rekstri deildarinnar. Ekki væri þó á
döfinni að leggja niður neinar af
rekstrareiningum hennar.
Síðustu dagar gömlu
bílnúmeranna:
Lágu núm-
erin boðin
á gjafverði
MIKIÐ hefiir verið um það að
menn reyni að koma gömlum
tveggja eða þriggja stafa bilnúm-
erum í verð síðustu daga, að sögn
bílasala sem Morgunblaðið hafði
samband við. Síðustu forvöð að
setja númer af gömlu gerðinni á
bíla eru i dag, og bjóða menn
þau þess vegna föl á margfalt
lægra verði en áður.
„Tveggja eða þriggja stafa
Reykjavíkumúmer eru núna boðin
á 15 - 20.000 krónur, en voru ekki
föl nema fyrir allt upp í 150.000
krónur áður en breytingin yfir í
fastnúmerakerfí ' var ákveðin,"
sagði starfsmaður á einni bílasöl-
unni, en þar höfðu fjölmargir fal-
boðið lág númer í gær og fyrradag.
Að sögn bílasala er eftirspum
eftir gömlu númerunum í engu sam-
ræmi við framboðið; það eru helst
fáeinir eigendur fombíla, sem eru
á höttunum eftir lágum númerum
þessa dagana. Fáir aðrir sækjast
eftir þeim, enda má ekki flytja núm-
erin milli bfla eftir áramótin og það
verða því fá ár enn sem menn halda
þeim.
„Menn hafa haldið í þessi númer
pg haldið að breytingin myndi taka
lengri tíma en raun varð á. Núna
er þetta að skella á og þá reyna
menn í flýti að Josa sig við lágu
númerin," sagði Ámi Sveinsson hjá
Bflakjörum.
Bylgjan
ágaflinn
Þrjátíu fermetra málverk af vél-
bátnum Bylgjunni piýðir nú hús-
gafl útgerðarhússins við Strand-
veg í Vestmannaeyjum.Á mynd-
inni er listamaðurinn Jóhann
Jónsson að ljúka við málverkið í
brúnni en við hluta útimálverksins
stendur skipstjórinn og útvegs:
bóndinn Matthías Óskarsson. í
fjarska á málverkinu eru Elliðaey,
Eyjafjallajökull og Bjamarey.
Sjá frásögn á bls. 5
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Banaslys á Gufunesvegi
Morgunblaöið/JúHus
IBANASLYS varð á Gufiinesvegi við Reykjavík í gærkvöldi, þegar
tveir bílar lentu þar saman. Ökumaður annars bílsins, 58 ára
gömul kona, lést á leið á sjúkrahús, en ökumaður hins slapp lítið
meiddur og fékk að fara heim að lokinni skoðun á sjúkrahúsi.
Areksturinn varð klukkan 18.54 i gærkvöldi, á Gufunesvegi
skammt ofan við Grafarvog. Ekki er vitað um tildrög þess að
bílarnir, sem voru af Mazda og Volvogerð, óku saman, en árekst-
urinn var mjög harður.
Samband almennra lífeyrissjóða:
Skuldabréfum Atvinnu-
tryffgingarsjóðs hafnað
0
Onógar tryggingar og of lágir vextir
Framkvæmdastjórn Sambands almennra lífeyrissjóða hefur lagt til
við lífeyrissjóðina að þeir kaupi ekki skuldabréf Atvinnutryggingar-
sjóðs útfiutningsgreina. Ástæðurnar eru þær að skuldabréfin eru ekki
með ríkiiábyrgð eða tryggð á annan viðunandi hátt og að þau bera
of lága vexti, eða 5% umfram verðtryggingu. Lffeyrissjóður sjómanna
hefur þegar hafnað skuldabréfakaupum vegna skorts á ríkisábyrgð.
Þetta kemur fram f nýju firéttabréfi SAL, sem dreifit var í gær.
Framkvæmdastjóm SAL ákvað á
fundi skömmu fyrir jól að leggja til
við lífeyrissjóðina „að þeir hafni
skuldbreytingum með þeim hætti
sem kveðið er á um í reglugerð At-
vinnutryggingarsjóðs útflutnings-
greina," segir í fréttabréfínu.
Tvíþættar skýringar eru gefnar,
annars vegar að lánin séu ekki með
ríkisábyrgð, hins vegar að ávöxtun
þeirra sé ekki næg.
Atvinnutryggingarsjóður á að
ábyrgjast lánin með eignum sínum.
Um það segir svo í fréttabréfí SAL:
„Samkvæmt reglugerðum lífeyris-
sjóða skortir algjörlega heimildir að
taka við slíkum bréfum. Lífeyrissjóð-
um er því óheimilt að taka við skulda-
bréfum Atvinnutryggingarsjóðs til
lúkningar iðgjaldaskuldum, án þess
að til frekari ábyrgðar komi, t.d.
ríkis- eða bankaábyrgðar. Tekið skal
fram að Lífeyrissjóður sjómanna hef-
ur fyrir sitt leyti hafnað öllum skuld-
breytingum vegna skorts á ríkis-
ábyrgð."
Um ávöxtunina segir í fréttabréf-
inu: „Skuldabréf Atvinnutryggingar-
sjóðs eru verðtryggð, - lánstfminn
er 6 ár en vextir eru aðeins 5%.
Talið er að hægt sé að selja þessi
skuldabréf á verðbréfamarkaði með
20-25% afföllum. Ljóst er að vaxta-
kjör þessara skuldabréfa eru í ósam-
ræmi við þá raunvexti sem almennt
bjóðast á fjármagnsmarkaðnum. Má
í því sambandi geta þess að í ný-
gerðu samkomulagi lífeyrissjóða við
stjómvöld var samið um 6,8% fasta
vexti til 15 ára en sambærileg bréf
til skemmri tíma bera hins vegar
almennt enn hærri raunvexti."
• Hrafn Magnússon framkvæmda-
stjóri SAL sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ekki væri fært fyrir
lífeyrissjóðina að kaupa skuldabréf
Atvinnutryggingarsjóðs með þessum
skilmálum. „Það er alveg ljóst að
jafhvel þótt viðunandi ábyrgðir fengj-
ust, þá mun þessi ávöxtun standa
í lífeyrissjóðunum," sagði Hrafn.
Grafarvogur:
Sækja um lóðir undir
iðnað á hafiiarsvæði
BJÖRGUN hf. og Ármannsfell hafa sótt um lóðir undir léttan iðnað
í Grafarvogi. Á því svæði er sótt er um er gert ráð fyrir hafnarað-
stöðu samkvæmt aðalskipulagi.
Reykjavíkur og því síðan frestað.
Svæðið sem hér um getur nær
frá núverandi hafnaraðstöðu Björg-
unar og Sementsverksmiðjunnar og
fram undir Gullinbrú. Hannes
Valdimarsson aðstoðarhafnarstjóri
segir að hafnaryfirvöld í Reykjavík
séu ekki tilbúin að svo komnu máli
að láta þetta svæði undir annað en
hafnaraðstöðu eins og gert er ráð
fyrir í aðalskipulagi og því hafí
málið verið lagt til hliðar í bili.
„Það þarf að fara fram mat á
Málið var kynnt í hafnarstjórn
því hvort þau hafnarsvæði önnur,
sem til eru eða áformuð, muni duga
á þeim tíma sem aðalskipulagið nær
til áður en við getum tekið ákvörð-
un í þessu máli,“ segir Hannes.
„Ljóst er að samkvæmt tillögum
Björgunar og Ármannsfells um
þetta svæði er ekki gert ráð fyrir
neinum hafnarrekstri á því.“
Aðaðskipulagið sem hér um ræð-
ir nær yfir árin 1984 til 2004.