Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 7
'7 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Byggingariðnaður: Næg verkeftii eins og er en dökkt framundan - segir Benedikt Davíðsson for- maður Sambands byggingamanna „MER sýnist eins og er að verk- efiii séu nægjanleg, en þó er greinilegt að farið er að vanta peninga hjá húsbyggjendum," segir Benedikt Davíðsson for- maður Sambands bygginga- manna. Hann segir að ekki sé íarið að gæta atvinnuleysis með- al trésmiða, en allmörgum hafí verið sagt upp að því er virtist í þeim tilgangi að breyta kjörum þeirra. A skrifstofu Félags bygg- ingariðnaðarmanna í Hafiiar- firði fengust þær upplýsingar að þar væri nóg að gera og virtist ætla að verða svo um næstu framtíð. Benedikt Davíðsson segir að at- vinnuástandið hafi trúlega versnað nokkuð í byggingariðnaði undan- farið, en þó hafí ekki borið á at- vinnuleysi ennþá. „Það virðast þó margir vera á uppsagnarfresti, líklega til að breyta kjörum þeirra," segir Benedikt. Hann segir allmörg stór fyrirtæki hafa sagt upp, en einnig meistara með tvo til þijá menn í vinnu, þeir vilji losa um og scgja því upp til að vera viðbúnir samdrætti og eins til að geta breytt launalqörum starfsmannanna. Benedikt sagði uppsagnir eiga að koma til framkvæmda í lok jan- úar eða í lok febrúar og um væri að ræða nokkra tugi manna. „Það var gífurleg spenna hér alveg fram undir haust og mikil eftirspum eft- ir mönnum. Þessi spenna er nú dottin niður, það er morgunljóst. Nú spáir Þjóðhagsstofnun að bygg- ingavísitala hækki um 3,2% vegna vörugjalds, það hækkar meðalíbúð um nálægt 200 þúsund krónum, þannig að líkur eru á að um frek- ari samdrátt verði að ræða,“ sagði Benedikt. I Hafnarfirði er nóg að gera í byggingariðnaði, samkvæmt upp- lýsingum frá Félagi byggingariðn- aðarrrranna. Þar var fremur rólagt á meðan spennan var hvað mest í Reykjavík, en fjörgaðist þegar úr dró í höfuðborginni og er nú með líflegra móti og engar horfur á að úr dragi á næstunni. Við bjóðum nú sem fyrr frábært úrval af stórskemmtilegu áramótapúðri fyrir alla fjölskylduna. Fiölskvldupakkarnir okkar fást ekki annars Þeir eru fullir af áramótafjöri og kosta kr 1200- sá minnsti, millistærð kostar kr. 1800- og sá stærsti kostar kr. 2500- Við vekjum athygli á mörgum tertutegund um á mjög hagstæðu verði. Flugeldar, tertur, bombur, sólir, blys og fuilt af öðrum smáhlutum til notkunar utan- sem innandyra. OPIÐ: þriðjudag 10-18:30, miðvikudag og fimmtudag 8- 18:30, föstudag 8-21:00 og gamlársdag 9- 12:00. Sólir, blys og kúlublys Gos, vaxkyndlar og kerti iiaNnrrs Stjörnuljós í þremur stærðum, kr. 16-, 30- og 160 Neyðarblys Neyðarsól 42 stk. 1200— krónur 55 stk. 1800— kronur 64 stk. 2500- krónur - 3 E Rf ¥ v i ti ! jí b i! -V iecV V Þú borgar minna fyrir flugeldana í ár en í fyrra, hjá Ellingsen Fjölskyldupakki nr. 1 Fjölskyldupakki nr. 2 Fjölskyldupakki nr. 3 l © IA <N VERIÐ VARKAR UM ARAMOTIN Auðvitað tökum við greiðslukort. Grandagarði 2, Rvík, sími 28855 — ........ ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.