Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
Flugeldasala á Akureyri
Morgunblaðið/Rúnar Þói
íþróttafélögin og Hjálparsveit skáta
keppa um flugeldakaupendur
AKUREYRINGUM bjóðast flugeldar til sölu á óvenju mörgum
stöðum fyrir þessi áramót. Hjálparsveit skáta selur þessa vöru
eins og venjulega, og íþróttafélögin KA og Þór gera það nú einn-
ig — og heflir verið talað um „flugeldastríð" í bænum, þó fúlltrú-
ar þessara þriggja aðila vilji alls ekki kalla keppni þeirra um
flugeldakaupendur því naflii.
Hjálparsveit skáta hefur, eitt
félaga, stundað flugeldasölu í
fjölda ára í fjáröflunarskyni og
íþróttafélögin ákváðu að gera það
nú einnig. Skátar hafa haldið því
fram að í gildi hefði verið óform-
legt samkomulag milli þeirra og
íþróttafélaganna þess efnis að
hjálparsveitin sæti ein að flug-
eldasölu, eða yrði a.m.k. látin vita
með góðum fyrirvara, þar sem
þeir verði að panta sínar birgðir
með nærri árs fyrirvara. Það hafi
hins vegar ekki verið gert. For-
ráðamenn félaganna vilja hins
vegar ekki kannast við slíkt sam-
komulag.
Hjálparsveitin selur sína flug-
elda á fjórum stöðum í bænum,
.en íþróttafélögin á einum stað
hvort — KA í skúr við KA-heimil-
ið og Þórsarar í Hamri, félags-
heimili sínu sem er í byggingu.
Forráðamenn félaganna segjast
helst höfða til hörðustu stuðnings-
manna félaga sinna í þessari fjár-
öflun, en „við viljum reyna að
höfða til bæjarbúa í heild í þeirri
von að þeir vilji styrkja okkur.
Það er ekki svo oft sem þeir fá
tækifæri til þess,“ sagði einn fé-
lagsmanna hjálparsveita skáta
sem Morgunblaðið ræddi við í
gær.
Salan virðist hafa farið heldur
rólega af stað í bænum að þessu
sinni, en þriðji söludagur var í
gær.„Þetta fer sæmilega af stað,
en við erum ekkert í skýjunum,
en ég held að við getum verið
þokkalega ánægðir," sagði einn
sölumannanna í gær. Hann gat
þess að venjulega seldist um 80%
flugeldanna síðustu tvo dagana
fyrir áramót, sem sagt í dag og
á morgun.
Sölustaðir íþróttafélaganna eru
á félagssvæðum þeirra sem fyrr
segir en hjálparsveitin býður flug-
elda til sölu á fjórum stöðum —
í húsnæði sínu í Lundi við Skógar-
lund, í Bílvirkja við Fjölnisgötu, í
Gierárgötu 26 og í söluskúr við
Hagkaup.
Rúnar bikarmeist-
ari Skákfélagsins
RÚNAR Sigurpálsson sigraði á
bikarmóti Skákfélags Akureyrar,
sem nýlega fór fram, og telst því
bikarmeistari félagsins. Rúnar
hlaut 8'/2 vinning en annar varð
Kári Elísson með 6V2 vinning.
Mótið var með útsláttarfyrir-
komulagi — keppandi var úr leik
eftir að hafa tapað þremur vinning-
um. Jón Björgvinsson varð þriðji á
mótinu með 5 vinninga og Þór
Valtýsson fjórði með 4 vinninga.
Nú milli jóla og nýárs gekkst
Skákfélagið svo fyrir jólamóti, þar
sem umhugsunartími var aðeins 15
mínútur. Amar Þorsteinsson var
hlutskarpastur í þeim skiptum sem
þarna áttu sér stað; sigraði á mót-
inu með 6 vinninga af 7 möguleg-
um, en í öðru til þriðja sæti urðu
jafnir Ólafur Kristjánsson og Gylfi
Þórhallsson með 5 vinninga hvor.
Þess má geta að í kvöld, 30.
desember, gengst Skákfélagið fyrir
jólahraðskákmóti í húsnæði sínu í
Þingvallastræti 18. Mótið hefst kl.
20.00. Fyrrnefndur Arnar Þor-
steinsson sigraði á jólahraðskák-
mótinu í fyrra og á því titil að veija.
Peningagjöf til FSA
FÆÐINGARDEILD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri barst á mið-
vikudag peningagjöf, 25.000 krónur, sem veija á til áhaldakaupa.
Gjöfin barst frá kvenfélaginu í
Fnjóskadal og það voru þær Kristín
Ketilsdóttir og Hlín Guðmunds-
dóttir sem afhentu gjöfina.
Gjöfin er til minningar um
Amdísi Kristjánsdóttur ljósmóður
frá Víðivöllum í Fnjóskadal sem
lést í nóvember síðastliðnum. Á
mynd Rúnars Þórs em frá vinstri:
Jónas Franklín læknir, Kristín Ket-
ilsdóttir, Hlín Guðmundsdóttir,
Bjami Rafnar yfirlæknir og Frið-
rika Ámadóttir yfirljósmóðir. Þess
má geta að fæðingardeildinni barst
önnur gjöf í síðustu viku — þá komu
Lionessur í Ösp í heimsókn og
færðu deildinni mynbandstæki í
jólagjöf.
Ffett þessi birtist í Morgunblað-
inu í gær með rangri mynd og birt-
ist því aftur nú. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á mistökunum.
Innanhússknattspyrna:
KA sigraði á eig-
in afinælismóti
A-LIÐ Knattspyrnufélags Akureyrar sigraði á innanhússknatt-
spyrnumóti sem haldið var í íþróttahöllinni í fyrraflag, í tilefni af
60 ára aflnæli félagsins sem var fyrr á þessu ári. A-liðið lék við
B-lið KA í úrslitum, og hafði betur, 6:4, eftir mikla og skemmtilega
baráttu.
Keppt var í tveimur fjögurra liða
riðlum, en um boðsmót var að ræða.
í öðrum riðlinum voru Þór, Tinda-
stóll, A-lið KA og Ungmennafélag
Svarfdæla og í hinum Magni, B-lið
KA, Reynir, Ársskógsströnd og
Leiftur. Völlurinn var breiðari en
venjulega í knattspymu, mörkin
stærri, fimm leikmenn voru í hveiju
liði og þar af einn markvörður.
Sama fyrirkomulag var notað á
Bautamótinu í fyrra, í fyrsta skipti
hér á landi, og gafst vel. Leikimir
þykja skemmtilegri en með gamla
laginu; leikurinn líkist meira þeirri
knattspymu sem leikin er utanhúss
en „gömlu innanhússknattspyrn-
Unni“ sem leikin hefur verið hér á
landi um árabil.
Jólatré Þórs
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór heldur
árlega jólatrésskemmtun sína á
Hótel KEA í dag. Skemmtunin
hcfst kl. 16.00 og stendur til kl.
18.00.
Úrslitin í riðlunum urðu þessi:
A-riðill
Tindastóll-KA A.............1:9
Þór-UMFS....................2:1
UMFS-KA A...................0:8
Þór-Tindastóll..............4:2
Tindastóll-UMFS.............6:8
KA A-Þór....................6:4
B-riðill
KA B-Reynir.................5:2
Magni-Leiftur...............1:1
Leiftur-Reynir..............4:4
Magni-KAB...................1:1
KAB-Leiftur.................3:1
Reynir-Magni................1:1
Síðan var keppt um sæti, Reynir
hreppti 7. sæti eftir 11:3 sigur á
Tindastóli, Leiftur varð í 5. sæti
eftir að hafa lagt UMFS 3:2 og Þór
varð í 3. sæti eftir 3:2 sigur á
Magna. Til úrslita léku svo KA-liðin
tvö, og í byijun höfðu menn á orði
að ekki væri Ijóst hvort væri hvað.
B-liðið komst nefnilega í 2:0 með
kröftugum leik í byijun, en síðan
réttu A-liðs drengimir úr kútnum
°g tryggðu sér sigur, 6:4, í
skemmtilegum og fjörugum leik.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ormarr Orlygsson, sem lék í fyrsta skipti með KA eftir nokkurra
ára veru hjá Fram, skorar síðasta mark A-liðsins í úrslitaleik af-
mælismótsins.
A-lið KA, sigurvegari á afmælismóti KA, frá vinstri: Guðjón Þórðar-
son þjálfari, Bjarni Jónsson, Gauti Laxdal, Ormarr Örlygsson, Frið-
finnur Hermannsson, Þorvaldur Örlygsson, Birgir Arnarson, Haukur
Bragason.
Brotist inn
í fjárhús
og kindum
misþyrmt
AFLÍFA varð tvær gimbrar á
Þorláksmessu eftir að þeim
hafði verið misþyrmt hrottalega
í fjárliúsi við Lónsbrú. Kind í
húsinu var einnig misþyrmt, en
ekki þurfti að aflífa hana.
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri hefur málið til rannsóknar.
Þegar eigandi fjárins kom í fjárhús
sitt um hádegi á Þorláksmessu sá
hann hvers kyns var og lögregla
og dýralæknir voru kvödd á vett-
vang. Sá er braust inn í fjárhúsið
hafði átt við dýrin og úrskurður
dýralæknis var sá að eitthvert
áhald eða verkfæri hafði verið not-
að, auk þess sem viðkomandi er
grunaður um að hafa notað dýrin
kynferðislega. Gimbrarnar voru
taldar vera svo skaddaðar inn-
vortis að þær varð að aflífa.
Rannsókn málsins er enn á byij-
unarstigi. Rannsóknarlögreglan á
Akureyri hefur einnig til meðferðar
sams konar mál frá því um sama
leyti í fyrra. Þá varð að aflífa tvær
gimbrar.