Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Tóbaksánauð Hvernig bijóta má hlekkina eftir Asgeir R. Helgason Flestir reykingamenn sem reykja einn pakka á dag eða þaðan af meira vilja hætta að reykja. Hins vegar brestur marga kjark þegar á hólminn er komið. Astæðan er kvíði og ótti við að takast á við eigin langanir. Að þurfa að segja nei við sjálfan sig þegar löngunin í reyk sækir að. En hvers vegna langar reykingamanninn til að reykja, af hveiju er það svo mörgum jafii erfitt og raun ber vitni að hætta að anda að sér eitruðum reyk. Astæðurnar eru nokkuð margþætt- ar en til glöggvunar má greina þær í þijá megin flokka, umhverfisleg- ar, sálfræðilegar og lífeðlisfræði- legar. Lífeðlisleg fíkn Hér eru það einkum tvö efni nikótín og endorfin sem skipta máli. Þó nokkuð skorti á endanlega vitneskju á þessu sviði má með nokkrum rétti draga upp mynd af lífeðlislegri fíkn á eftirfarandi hátt: Nikótín: Nokkuð mikið er vitað um áhrif nikótíns og er það af flest- um talið megin fíkniefnið í tóbaks- reyknum. í dag er ljóst að eins konar móttökutæki fyrir nikótín eru í heilanum. Þessum móttökutækj- um má líka við bolla sem eru ýmist fullir eða hálftómir eftir því hve langt er um liðið síðan reykt var. Hjá þeim sem aldrei hafa reykt eru þessir bollar tiltölulega fáir og þjóna þá líklega þeim tilgangi að taka á móti efnum sem eru tiltölulega lík nikótíni í uppbyggingu. Þegar boll- amir eru fullir af nikótíni er „ró“ í kerfínu en þegar bollamir fara að tæmast, fylgir því pirringur og óþægindi sem lýsir sér m.a. í löng- un til að reykja. Löngunin til að reykja er því í raun löngun til að losna við óþægindin sem fylgja því er nikótínbollamir fara að tæmast. Nikótínþrællinn losar sig undan þeirri áþján með því að „hella uppá“ bollana, en fljótvirkasta leið- in til þess er að reykja. Það er blekking að það sé gott að reykja. Það er vont að reykja. Þeir sem segja að það sé gott eru í raun að segja: Það er óþægilegt að vera með hálftóma nikótínbolla og þessi óþægindi hverfa þegvar ég anda að mér nikótínmettuðum reyk. Þegar menn hætta að nota nikó- tín, fara þessir nikótínbollar að hröma. Óþægindin sem því fylgja geta verið allnokkur og þeim mum meiri eftir því sem nikótínbollarnir em fleiri. Líklegt er að því fleiri sem nikótínbollamir em þeim mun öflugri sé nikótínfíknin. Æskilegt getur verið að draga úr áhrifum nikótínfráhvarfs fyrstu vikur eða mánuði reykbindindis einkum hjá þeim sem em mjög sólgnir í nikótín, því það getur Algengt er að reykingamenn telji sér trú um að það sé gott að reykja. Þessi blekking á rætur að rekja til þeirra breytinga sem verða á taugakerfinu þegar menn taka upp þann undarlega sið að anda að sér nikótínmettuð- um reyk. Hér eru bandarisku læknasamtökin DOC með sina útfærslu á þessari trú og um leið skot á tóbaksauglýsingar. „Ég reyki vegna lyktarinnar". reynst nikótínistanum ofviða að beijast við umhverfísáhrifin og sál- fræðilegu þættina um leið og þá lífeðlislegu. Undir slíkum kringum- stæðum getur nikótíntyggigúmmi reynst gott hjálpartæki. Til em próf sem mæla nikótínfíkn og fylgir eitt slíkt með þessari grein. Þeir sem fá 7 eða hærra á þessu prófi ém í hópi þeirra sem líklegt er að geti nýtt sér nikótíntyggjó með góðum árangri ef það er notað á réttan hátt. Hafa ber eftirfarandi hugfast. Tyggjóið er til í tvennskonar styrk- leika, 2 og 4 milligrömm. Sam- kvæmt rannsóknamiðurstöðum Þorsteins Blöndals læknis á Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur virðist nást betri árangur með sterkari skömmtunum ef um er að ræða mikla nikótín fíkn. Engin regla er til um það hve mikið á að tyggja daglega en bent er á að fá sér plötu þegar mann langar mjög mikið til að reykja. Þetta getur þýtt allt frá 1-2 plötu á dag hjá sumum upp í 10 hjá öðr- um. Tyggðu rólega uns þú fínnur rammt bragð, hættu þá að tyggja um stund og láttu tyggjóið hvíla út við kinnina. Þegar bragðið er horfið skaltu tyggja aftur nokkmm sinnum. Þetta er endurtekið í 15-20 mínútur og þá ætti allt nikótínið úr plötunni að vera búið. Reyndu að kyngja ekki mjög ört því að nikótínið nýtist best í munn- inum enda síast það mjög vel inn í blóðið gegnum slímhúð í munni og kinnholi. Ekki er heldur til nein regla um það hve lengi þurfi að nota nikótín- tyggjó, noti maður það á annað borð. Oft er miðað við 1-3 mánuði en þó er betra að nota það áfram en byija aftur að reykja. Nikótíntyggjó fæst aðeins gegn lyfseðli enda sjálfsagt að ráðfæra sig við lækni um notkun þess. Endorfin. Hitt efnið sem hugs- anlega gæti haft áhrif á lífeðlislega fíkn í reykingum heitir endorfín. Þó þetta sé ekki nándar nærri eins vel staðfest og nikótínfíknin er sjálf- sagt að hafa eftirfarandi hugfast. í fyrsta lagi er endorfín ekki í reyknum eins og nikótín, heldur er þetta efni sem líkaminn framleiðir sjálfur. Efnið er skylt morfíni og líkaminn framleiðir það í auknum mæli þegar við erum undir miklu líkamlegu álagi, sársauka og lang- varandi streitu. Reykingar auka þéttni þessa efnis í líkamanum. Doðinn sem því fylgir getur orðið fíkn a.m.k. er oft talað um að íþróttamenn, skokkarar og fjall- göngufólk geti orðið háð þreytunni sem fylgir hreyfingu, einmitt vegna þess að mikilli þreytu og áreynslu fylgir mjög aukin þéttni endorfíns. Það segir sig sjálft að ef end- orfín hefur eitthvað að segja í lífeðl- islegri fíkn fólks í reykingar þá má vinna gegn fráhvarfseinkennum endorfíns með því að auka mjög Ásgeir R. Helgason „Eftir að reykingrim er hætt, geta miklar lang- anir í reyk gert vart við sig jafnvel nokkrum mánuðum eftir að nikótínnotkun er hætt, þegar álagið verður mikið ogþegar streita eða þunglyndi sækja að. Þá er mikilvægt að vita að þetta gengur yfir og að fyrsta erfíðleika tímabilið er að jafhaði verst.“ alla hreyfíngu og þreyta sig líkam- lega helst daglega eða 3-4 sinnum í viku. Slík líkamleg þreyta er og eitt besta ráðið við uppsafnaðri streitu. Ef nálastunga hefur eitthvað að segja við tóbakslöngun þá eru áhrif- in líklega í gegnum endorfín því nálamar auka á þéttni þess. Það segir sig því sjálft að nálastunga getur aldrei virkað eins og bólusetn- ing heldur verður að beita henni reglulega. Líklegt er að hugsanleg áhrif hennar séu fyrst og fremst tengd streitu þ.e. að endorfínið sem nálamar framkalla geti dregið tímabundið úr streitueinkennum en streita hefur mjög mikil áhrif á tóbakslöngun á fyrstu mánuðum reykbindindis. Sálfræðilegir þættir Streita eða þunglyndi eru helstu orsakir þess að sumir ganga í gegn- um miklar og erfiðar langanir í reyk jafnvel 12-14 mánuðum eftir að þeir hætta að nota nikótín. Blekkingin um „þægindin" sem Sjónarmið sljómenda til atvinnuþátttöku fatlaðra eftirSvavar Svavarsson Hér á landi hefur atvinna verið næg á undanfömum ámm og ef marka má atvinnuauglýsingar blaða hefur verið mikil vöntun á fólki til starfa á flestum sviðum atvinnulífsins. Það hefur þvi ekki verið atvinnuleysi hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Þetta land okkar hefur þá sér- stöðu að það býður fámennri þjóð uppá mjög fjölbreytt störf þannig að allir sem vilja og geta unnið eiga að vinna starf við sitt hæfi. Þetta á líka við um þá sem em fatlaðir. Ef vel er að gáð þá starfa fatlaðir nú á flestum sviðum at- vinnulífsins og skila vinnu sinni engu lakar en aðrir og jafnvel betur. En það kæmi mér ekki á óvart, þótt ekki sé það á allra vömm, að fy'öldi fatlaðs fólks sé atvinnulaust og hafi verið það í langan tíma þrátt fyrir það mikla framboð af vinnu sem verið hefur undanfarin ár og þótt við höfum þurft að ráða fólk erlendis frá til starfa. Ætla má að hjá mörgum sé fötl- un þess eðlis að vinna á almennum vinnumarkaði komi alls ekki til greina. Hjá öðmm getur verið um að kenna áhugaleysi á að koma sér á framfæri en afstaða stjómenda fyrirtækja til atvinnuþátttöku hlýt- ur líka að skipta máli. Það er afstaða stjórnenda fyrir- tækja sem ég ætla að ræða hér og þá sérstaklega vegna þeirra sem em mikið fatlaðir. Ef tekið er mið af víðtækri at- vinnuþátttöku fatlaðra verður að telja að stjómendur og þeir sem sjá um ráðningar -í fyrirtækjum séu jákvæðir gagnvart ráðningu þeirra og setji þá á engan hátt skör lægra en ófatlaða sé sá fatlaði líklegur til að geta verið samkeppnisfær í starfí. En ef svo er ekki em miklar líkur á að sá fatlaði verði að láta í minni pokann því samkeppnisstaða fyrir- tækja byggist mjög á hæfni þess starfsfólks sem þau hafa á að skipa. Þar af leiðir að það er hæfnin sem ræður og mun alltaf ráða þeg- ar fyrirtæki velja starfsfólk ef hag- ur fyrirtækisins er hafður í huga. En hver er svo hæfni fyrirtækis- ins til að meta það hvemig fatlaður umsækjandi stendur í samanburði við aðra? Venjulega er ekki um að ræða sérþekkingu á því sviði innan fyrirtækja en þó hún væri fyrir hendi er vafasamt að dæma um það fyrirfram hvernig fatlaður umsækj- andi mun standa sig. Um það verð- ur oft ekki dæmt nema á það fái að reyna. En slík tilraun getur reynst báðum aðilum dýrkeypt sé ekki rétt að henni staðið. Hvernig getum við best staðið að því að útvega fötluðum vinnu? Það hlýtur að fara mikið eftir því hvers eðlis fötlunin er og hve mikil óvissa er um möguleika hins fatlaða til að valda starfinu. Því meiri óvissa, því meira atriði að undirbúa og fylgja honum það vel eftir að hann geti valdið starfinu og haldið því til frambúðar ef hann óskar þess. Það er ekki sjálf ráðn- ingin sem skiptir máli heldur það hvort viðkomandi sé fær um að inna starfíð af hendi og vilji halda því. Sagt er að hægar sé í að fara en úr að komast. Sá sem ber ábyrgð á ráðningum vill frekar taka þátt í því að reyna fatlaðan í starfi ef tryggt er að ráðning geti gengið til baka með skilningi beggja aðila reynist viðkomandi ekki hæfur í starfí. Það er engum greiði gerður með því að fyrirtæki verði geymslu- staður fyrir starfsmann sem átti að geta leyst verkefnið en gat ekki þegar til kom. Hvernig á að leysa slík mál? Hvaða afstöðu tekur sam- starfsfólkið, almenningsálitið eða fjölmiðlar þegar hafna þarf fötluð- um starfsmanni, þeim minni máttar sem reyndi en gat ekki og hefur verið til geymslu í langan tíma hjá fyrirtækinu? Hvaða skyldur hefur fyrirtækið við starfsmanninn, að- standendur ef einhveijir eru, og þjóðfélagið? Hætt er við að sá sem fer með ráðningarmál í fyrirtæki og ber einn ábyrgð á gerðum sínum hugsi til þessara hluta ef hann stendur frammi fyrir vali á fötluðum umsækjanda sem vafi leikur á að geti lagt fram þá vinnu sem til er ætlast. Ef vilji er fyrir því að ná enn frekari árangri við atvinnuútvegun fyrir fatlaða verður að gera ráð fyrir því að ráðningarstjórar fyrir- tækja geti haft tengsl við einhvem þriðja aðila sem sérþekkingu hefur á atvinnumálum fatlaðs fólks. fylgdu því að reykja verður oft til þess að maður lætur glepjast til að reykja þegar þunglyndi og erfiðleik- ar sækja að, ef til vill til að leita sér huggunar. Vitneskjan um hin skaðlegu áhrif reykinganna eru oft léttvæg þegar okkur líður illa. Þá hafa margir til- hneigingu til að hugsa eitthvað á þá leið að lífíð sé nú hvort eð er ekki svo skemmtilegt að það taki því að leggja á sig erfiði til að lengja það. Hér er um tvöfalda blekkingu að ræða. í fyrsta lagi er minningin um ánægju sem sígarett- an veitti blekking eins og fram kom hér að framan í kaflanum um nikó- tín. í öðru lagi klippa reykingar ekki snyrtilega aftan af æfinni held- ur er miklu nær að segja að þær hraði hrömum og auki verulega á líkumar á langvinnum kvalarfullum sjúkdómum. 011 göngum við í gegn- um þynglyndi af og til út æfina, það er því afar mikilvægt að vera meðvitandi um að reykingar gera ekkert fyrir þig í þunglyndinu ann- að en að festa þig aftur í fjötra fíknarinnar. Streitan: Það kann að hljóma eins og þversögn en er engu að síður staðreynd að þeir sem hafa verið streittir í langan tíma sækja í meiri streitu. Ástæðan er líklega sú, að langvinn streita veldur þreytu og sljóleika sem hinn streitti reynir að vinna á móti með því að auka örvun á líkamanum. Nikótín og kaffi em algengir og handhægir örvunar- valdar. þar sem streita er í raun langvinn og óeðlileg örvun eykur nikótínið vemleg á streituna og þreytan eykst. Þetta kallar á enn meiri örvun og þar með hefur mynd- ast vítahringur sem erfitt getur reynst að ijúfa. Líklegt er að slævandi áhrif end- orfínsins sem em þó mjög skamm- vinn geti deyft í stutta stund óþægi- legar hugsanir. Þetta tvennt gerir það að verkum að hafi maður einu sinni ánetjast tóbaki er það mjög ofarlega í huga manns þegar streit- an verður mikil. Streita og þung- lyndi em mjög samofin fyrirbæri og langvinn streita leiðir og beint til þunglyndis. Það sem að framan var sagt um samspil þunglyndis og þeirra blekkingar að „þægilegt" hafí verið að reykja gildir því ein- ungis þegar streitan er annars veg- ar. Eftir að reykingum er hætt, geta miklar langanir í reyk gert vart við sig jafnvel nokkmm mánuðum eftir að riikótínnotkun er hætt, þegar álagið verður mikið og þegar streita eða þunglyndi sækja að. Þá er mikilvægt að vita að þetta geng- ur yfir og að fyrsta erfiðleika Svavar Svavarsson „Vandamálið er ekki bara að fá vinnuna, heldur að undirbúa fatlaðan til starfs á al- mennum vinnustað og fylgja honum það vel eftir að hann geti sinnt starfinu og haldið því til frambúðar.“ Slíkur bakstuðningur er nauðsyn- legur bæði fyrir fyrirtækið og starfsmanninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.