Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 14 I heimsókn hjá Vatnsveitunni á Jaðri 2000 tonna vatnstankur gæti tæmst á korteri sveit hefur látið taka af sér mynd- band á þessum slóðum, hljómsveitin Geiri Sæm. Heimsóknin var nú á enda, á leið okkar að rammgerðu hliði Vatns- veitunnar, lá leiðin fram hjá sjálfum Gvendarbrunnum, sem heita í höf- uðið á Guðmundi góða, sem vígði þá. Brunnamir sjálfír em tjam- arkríli sem lítið ber á. Þegar að hliðinu er komið ber enn og aftur fyrir augu girðing sú sem Vatns- veitan hefur reist umhverfis vatns- bólin. Hún er afar rammgerð og að sama skapi áberandi. Svo áber- andi, að styrr hefur staðið út af henni. Náttúmvemdarsinnar reyndu t.d. að stöðva girðing- arsmíðina með lögbanni er hitinn í kolunum var hvað mestur. Girðing- in væri ófögur og stingi í stúf við undurfallegt umhverfið í friðlandi Heiðmerkur. Vatnsveitan sagði hagsmuni manna mikilvægari, vatnsbólin yrði að vemda fyrir utan- aðkomandi ágangi, því þau væm viðkvæmari en orð fá lýst. Sættir tókust í málinu og eftir stendur girðingin, ljót en trygg. Leiðsögumaður okkar sagði deiluna Skammt austan ystu íbuðarhverfa Reykjavíkur í Árbænum er Jað- ar. Hann er stórt afgirt svæði á Heiðmerkurfriðlandinu, lokað óvið- komandi, enda eru þama vatnsból Stór-Reykjavíkursvæðisins og Jaðar veradarsvæði undir umsjá Vatnsveitunnar. Skammt undan eru einnig vatnsból á Myllulækjarsvæðinu svokallaða og allt er þetta lokað og læst óviðkomandi aðilum. Þaraa eru miklir undirheimar, allt að tíu metrum undir hrauninu sem gengið er á. Þar getur mað- ur gengið niður stiga innan um sljóraborð og leiðslur og horft á jarðvatnið í því umhverfi sem það dregur nafii sitt af, sem sagt ofan í jörðinni. Vatnið er aðeins 3 til 4 gráðu heitt og lofthitinn ögn hærri. Það geta því verið mikil viðbrigði að ganga þaraa niður eða koma út aftur, allt eftir hver lofthitinn er úti. Morgunblaðinu gafst kostur á að skoða sig um í þessum iðrum jarðar í haust og útkom- una er hér að sjá í myndverkum ljósmyndarans Árna Sæbergs. Ónafhgreindur leiðsögumaður fór með okkur um neðanjarðarsalina og lýsti því sem fyrir augu bar. Fyrsti viðkomustaður var gamla barnaheimilið á Jaðri, en þar heldur Vatnsveitan til nú orðið. Leiðsögu- maður okkar slóst þar með í förina og var svo haldið að fyrstu dælu- stöðinni sem reist var á þessum slóðum. Það fyrsta sem slær mann er hvað þessar dælustöðvar láta lítið yfir sér, þær eru utan frá séð vart annað en dyr utan á hól, svona eins og álfabústöðum er lýst í þjóðsög- um, án þess þó að þar sé getið nákvæmlega hvernig hurðabúnað- urinn hjá álfunum lítur út. Þegar inn og umfram allt niður er komið, heldur skyldleikinn milli „raun- veruleikans“ og álfasagna áfram, því að þar getur að líta skrýtið sam- bland umhverfis. Þarna eru mann- virki, túrbínur, leiðslur og stjórn- tæki, stigar úr ryðfríu stáli. En þama eru líka dularfullir undir- heimahellar með hyldjúpu tindrandi og tæru jarðvatni sem er aðkomið af enn meira dýpi. Frá einum neðanjarðarhellinum liggur leiðin svo að öðmm, við kíkjum næst á einn geymslutan- kanna sem þarna eru. Það er annar á Myllulækjarsvæðinu og svo nokkrir á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. „Hér eru að jafnaði 2000 tonn af vatni og stanslaust flæði til neyt- enda. Það er eins gott, þvi það tæki Reykvíkinga aðeins 15 mínút- ur að tæma tankinn. Neyslan er um 1000 lítrar á sekúndu, enda margir vaskar í henni Reykjavík,“ segir leiðsögumaður okkur. Enn er litast um. Næst komum við að stórri hurð og glerveggjum utan í hól, göngum inn fyrir. Þarna gat að líta víðáttumikla hellasali, hijúf- ir og stallóttir hraunveggir, en gólf- ið steypt og víða leiðslur með gólf- um og veggjum. í miðjum salnum gat að líta í rökkrinu lítið glerhús, uppljómað að innan og hlaðið stjórntækjum og tölvubúnaði. Skrýtin tilfinning að líta slíkar vörð- ur tölvu- og geimaldar í jafn forn- eskjulegu umhverfi. Á sama tíma og manni fyndist ekkert undarlegt að sjá menn ganga þarna um gólf í geimferðabúningum, orkar um- hverfið þannig á mann að uppryfj- ast tröllasenan í Pétri Gaut, er tröll- in sátu á alla vegu á stöllum í hell- isveggjunum og biðu þess að brúð- kaup Péturs og prinsessu þeirra hæfist. Einhveijum þykir þessir hugrenningar kannski nokkuð yfir- drifnir og má það að nokkru leyti til sanns vegar færa, en satt best að segja eru undirheimar Vatns- veitunnar á Jaðri bæði stórbrotnir, áhrifaríkir og jafn framt dularfullir. Það er eins og þar búi sitthvað fleira en augað nemur. En Ýmsir hafa séð möguleika þarna til listsköpunar, þannig var leikrit Matthíasar Johannessens, Glerbrot, kvikmyndað þama að stórum hluta og að minnsta kosti ein rokkhljóm- Þetta eru sjálfir Gvendarbrunnamir og lætur heldur lítið yfir þeim. Jarðvatnið í sínu rétta umhverfi, ofan í jörðinni. Óeðlilegra að rekast á tröll en menn í svona tvískiptu umhverfi? frá síðasta sumri heldur kjánalega, því allir hlytu að vera sammála um að vatnsbólin yrðu að vera örugg, enda urðu fullar sættir ofan á. Hann sagði okkur að víðast hvar erlendis væri vatnsbóla gætt af vopnuðum hermönnum, þannig að deila á borð við þá sem stóð um girðinguna þætti eflaust brosleg úti í heimi. Hann sagði okkur t.d. frá því, að fyrir örfáum árum þá hefðu tveir starfsmenn Vatnsveitunnar á Jaðri þurft að fara þangað að kvöld- lagi, en vinnudegi var lokið og mannlaust þar upp frá. Er upp eft-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.