Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
29
Reglugerðir um stjómun fískveiða:
Grálúðuafli sóknarmarks-
togara úr 1500 í 550 tonn
NIÐURSKURÐUR á heildarafla nokkurra helztu botnfisktegunda, sem
veiðast hér við land, nemur 10% til nœr 50%. Áætlað er að þorskafli
dragist saman um 40.000 tonn, karfaafli um 8.000 og grálúðuafli um
20.000. Veruleg þrenging verður á heimildum til veiða á úthafsrækju
og verður sóknarmark á þeim veiðum aflagt. Hámark sóknarmarkstog-
ara af grálúðu verður 150 til 550 tonn efftir stærð, en mesti grálúðu-
afli einstakra togara á líðandi ári varð meira en 1.500 tonn. Hér fer á
eftir ffréttatilkynning sjávarútvegsráðuneytisins um reglugerðir um
stjórn fiskveiða svo og samanburður á veiðiheimildum og leyfilegum
sóknardögum á næsta ári:
Þær reglur sem gilda munu um
botnfiskveiðar á árinu 1989 eru í öll-
um meginatriðum þær sömu og gilda
í ár, að öðru leyti en því sem leiðir
af lækkun á heildarafla. Fer hér á
eftir stutt yfirlit yfir þessar reglur.
Heildarafli
Úthlutun heimilda til botnfiskveiða
árið 1989 miðast við að heildarafli í
helstu botnfisktegundum verði eftir-
farandi:
1. Þorskur 285 þús. lestir
2. Ýsa 65 þús. lestir
3. Ufsi 80 þús. lestir
4. Karfí 77þús. lestir
5. Grálúða 30 þús. lestir
Sveigjanleiki reglna, sem um botn-
fiskveiðar gilda, veldur því að heildar-
afli af einstökum tegundum getur
vikið nokkuð frá þessum viðmiðunar-
tölum. Veldur þar mestu sóknar-
markið, veiðar smábáta og milli-
færsluheimildir milli tegunda og ára.
Er í reglugerðinni gert ráð fyrir að
heildarþorskaflinn geti af þessum
sökum orðið allt að 325 þús. lestir.
Viðmjðunarafli af þorski er 30
þús. tonnum minni en árið 1988 og
8 þús. tonnum minni af karfa. Við-
miðunarafli af ýsu og ufsa er óbreytt-
ur.
Viðmiðunarafli í grálúðu verður
áfram 30 þús. lestir en hins vegar
er sú mikilvæga breyting gerð, að á
árinu 1989 er sett sérstakt aflahám-
ark á grálúðuveiðar sóknarmarkstog-
ara. Mun þetta leiða til að ársafli á
grálúðu víkur mun minna frá viðmið-
unarmörkunum, en á undanfömum
árum.
Botnfiskveiðileyfi
Botnfiskveiðileyfi fá aðeins skip,
sem slík leyfi fengu á árinu 1985 og
ekki hafa horfið varanlega úr rekstri.
Ný eða nýkeypt skip fá aðeins veiði-
leyfi, hverfí önnur sambærileg skip
úr rekstri.
Botnfiskveiðar allra báta 10 brl.
og stærri eru háðar sérstökum leyfum
og eru þau tvenns konan botnfis-
kleyfi með aflamarki og botnfiskleyfi
með sóknarmarki.
Leyfisval
Eins og á undanfömum árum skulu
útgerðarmenn skipa yfir 10 brl. velja
milli aflamarks og sóknarmarks við
botnfiskveiðar. Skulu þeir hafa lokið
því vali fyrir 1. febrúar nk.
Loðnuskip eiga þó aðeins kost á
botnfiskveiðileyfum með aflamarki á
árinu 1989 eins og á undanfomum
árum. Afsali útgerð loðnuskipa sér
hins vegar rétti til botnfiskveiða, fær
skipið rétt til rækjuveiða og vísast
hér til fréttatilkynningar um úthafs-
rækjuveiðar.
Eigi útgerð kost á leyfí til úthafs-
rækjuveiða, ber sérstaklega að hafa
í huga, að í ár er sú breyting gerð,
að úthafsrækjuveiðileyfí verða ein-
ungis veitt með rækjuaflamarki og
gildir það hvort sem valið er botnfisk-
veiðileyfí með aflamarki eða sóknar-
marki. Teljast þeir dagar sem rækju-
veiðar em stundaðar ekki til sóknar-
daga. Um þetta vísast til frekari skýr-
inga til fréttatilkynningar um úthafs-
rækjuveiðar.
Varðandi val bæði milli afla- og
sóknarmarks til botnfiskveiða, skal
lögð áhersla á, að valið tekur aðeins
til ársins 1989 og eru aðilar óbundn-
ir að því við val fyrir árið 1990. Afli
sóknarmarksskipa á árinu 1989 mun
við úthlutun 1990 vega helming á
móti reiknuðu aflamarki ársins. Bætt
aflareynsla í sóknarmarki 1989 er
hins vegar ekki frekar en í ár trygg-
ing fyrir hækkun aflamarks 1990 þar
sem sóknarmarksskip í heild auka
ekki hlutdeild sína og verður þvi að-
eins um innbyrðis breytingu að ræða
í þeim flokki.
Úthlutun aflamarks og
þorskaflahámarks
A. Aflamark.
Sé aflamark valið, er skipi úthlutað
aflamarki í þorski, ýsu, ufsa, karfa
og grálúðu. Þar sem afli þeirra skipa,
sem sóknarmark völdu á árinu 1988,
hefur áhrif á aflamarksákvörðun fyr-
ir árið 1989, getur orðið nokkur
breyting á aflamarki þeirra skipa,
sem botnfiskveiðar stunduðu undir
sóknarmarki á árinu 1988. Hjá þeim
skipum sem fengu veiðileyfi með afla-
marki á árinu 1988 verður sú breyt-
ing ein sem leiðir af breytingum á
heildarafla einstakra fisktegunda.
Aflamark í þorski og karfa lækkar
um 10% frá síðasta ári. Aflamark í
ýsu og ufsa er óbreytt. Aflamark í
grálúðu lækkar lítillega vegna leið-
réttingar í úthlutunargrunni.
B. Sóknarmark.
Sé sóknarmark valið, er tiltekið
hámark á þorskveiðiheimild hvers
veiðiskips auk hámarks á karfaveið-
um togara. Nýmæli er hins vegar,
að sóknarmarkstogarar sæta einnig
grálúðuaflahámarki. Aflahámark
sóknarmarksskipa er hvort sem
hærra reynist fast aflahámark sam-
kvæmt útgerðarflokki skipa eða eigið
aflamark skips með 10% álagi.
Ákvörðun aflamarks/
aflahámarks
Á árinu 1989 telst undirmálsfiskur
að einum þriðja með í aflamarki og
að fullu sá undirmálsfiskur, sem er
umfram 10% af afla í veiðiferð. Afli,
sem fluttur er óunninn úr landi telst
til aflamarks eða aflahámarks með
15% álagi. Hálfur línuafli í janúar,
febrúar, nóvember og desember telst
sem fyrr utan aflamarks eða afla-
hámarks. Heimild til að millifæra
aflamark milli físktegunda miðast við
5% af heildarverðmæti úthlutunar.
Þá er heimild til að veiða 5% umfram
úthlutun hvers árs af aflaheimildum
næsta árs. Eru allar þessar reglur
óbreyttar frá því sem gilti á árinu
1988.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 29. desember.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Hæsta Lasgsta Msðal- Magn Helldar-
verð vsrð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur ós- 49,00 48,00 48,48 5,643 273.553
lægður Ýsa óflokkuð 99,00 99,00 99,00 2,357 233.343
Ýsa óslægð 92,00 80,00 84,30 0,287 24.194
Steinbítur og hlýri 53,00 50,00 50,48 4,464 225.360
Langa 31,00 31,00 31,00 0,870 26.970
Blandað 51,00 51,00 51,00 0,010 510
Samtals 57,51 13,631 783.930
Selt var úr Höfðavlk AK og netabótum. I dag verður seldur
bátafiskur.
Fast aflahámark
sóknarmarksskipa og
sóknardagar
Vegna samdráttar í heildarþorsk-
afla er fast þorskaflahámark í ár
u.þ.b. 10% lægra en það var A árinu
1988. Flokkun fiskiskipa í stærðar-
og útgerðarflokka er óbreytt milli
ára. Við ákvörðun aflahámarks fyrir
togara er leitast við að gæta jafnræð-
is milli landsvæða varðandi saman-
lagt hámark í þrosk-, karfa-, og grá-
lúðuafla. Jafnframt er ákveðið með
sama hætti og í fyrra, að togurum
er heimilt að nýta þorskaflahámark
til veiða á karfa samkvæmt gildandi
verðmætahlutfalli.
Sóknardagar togara verða 245 á
árinu 1989 í stað 260 áður. Sóknar-
dögum flestra annarra útgerðar-
flokka fækkar frá fyrra ári. Sóknar-
dögum fækkar um 10 daga hjá þeim
flokkum báta, sem flesta sóknardaga
höfðu en um fimm daga hjá öðrum.
Sóknartímabil eru hin sömu og verið
hafa fyrir einstaka útgerðarflokka.
Varðandi áhrif vals á sóknarmarki
fyrir næsta ár, gildir sama regla og
gilti á fyrra ári, að heildarávinningur
sóknarmarks í hinum einstöku fisk-
tegundum hefur ekki áhrif á úthlutun
til aflamarksskipa á gildistíma lag-
anna.
Hér að ofan hefur verið gerð stutt-
lega grein fyrir nokkrum meginatrið-
um reglna um botnfiskveiðar á árinu
1989. A næstu dögum mun ráðuneyt-
ið senda útgerðum allra skipa yfir
10 brl. upplýsingar, sem gera þeim
kleift að velja milli botnfiskleyfis með
aflamarki og botnfiskleyfis með sókn-
armarki og jafnframt verður skipum
sem leyfí fá til rækjuveiða tilkynnt
um rækjuaflamark. Utgerðir skulu í
síðasta lagi 1. febrúar nk. póstleggja
bréf eða senda skeyti varðandi
ákvörðun sína um val á veiðiheimild-
um. Geri þær það ekki, verður þeim
úthlutað botnfiskveiðileyfi með afla-
marki.
Um veiðar á úthafsrækju
í reglugerð þessari er miðað við
að heildarafli á úthafsrækju á árinu
1989 fari ekki yfír 23 þús. lestir. f
ár miðast úthlutun veiðiheimilda við
36 þús. lestir og er því um mjög veru-
legan niðurskurð í veiðiheimildum að
ræða. Horfur eru á að heildaraflinn
í ár verði þó ekki meiri en 27 þús.
lestir. Helsta breytingin sem felst f
þessari reglugerð er sú, að rækju-
veiðileyfi með sóknarmarki verða
ekki veitt og er öllum skipum sem
rækjuveiðileyfi fá veitt rækjuleyfi
með rækjuaflamarki. Tekur það einn-
ig til skipa sem botnfiskveiðileyfí með
sóknarmarki velja og teljast þeir dag-
ar sem rækjuveiðar eru stundaðar
ekki til sóknardaga. Einungis þau
skip, sem rækjuveiðileyfi fengu á
þessu ári fá rækjuveiðileyfí á árinu
1989.
Aflaheimildir einstakra skipa-
flokka verða sem hér segir:
Loðnuskip
Útgerðum loðnuskipa gefst kostur
á rækjuveiðileyfum með aflamarki
gegn því að þau afsali sér botnfisk-
veiðiheimildum sínum.
Rækjuaflamark hvers loðnuskips
skal á árinu 1989 vera 60% af því
aflamarki, sem sama skipi var úthlut-
að fyrir árið 1988. Auk þess skal
hveiju loðnuskipi heimilt að koma
með að landi 90 lestir af botnfiski I
þorskígildum reiknað.
Sérhæfð rækjuveiðiskip
Sérhæfðum rækjuveiðiskipum er
skipt í stærðarflokka og hveiju skipi
er úthlutað rækjuaflamarki eftir
stærð sem hér segin
1. Skip500bri. ogstærri 6001estir
2. Skip 250 brl. og stærri en minni
en 500 brl.: 500 lestir
3. Skip 200 brl. og stærri en minni
en 250 brl.: 400 lestir
4. Skip minni en 200 lestir 300 lesfir
Rækjuaflamark hvers rælquveiði-
skips í þessum flokki skal þó aldrei
vera minna á árinu 1989 en 75% af
rækjuaflamarki sama skips árið
1988.
Sérhæfðum rækjuveiðiskipum skal
ennfremur úthlutað einum þriðja
hluta af botnfiskaflamarki sínu og
gilda um það aflamark almennar
reglur. Botnfiskaflamarkið skal þó
aldrei vera lægra en 180 lestir í
þorskígildum reiknað fyrir skip 250
brl. og minni og 90 lestir fyrir önnur
skip.
Skipum, sem voru sérhæfð rækju-
veiðiskip árið 1988, en velja að halda
fullum botnfískveiðiheimildum árið
1989, skal úthlutað 60% af því rækju-
aflamarki, sem þeim hefði verið út-
hlutað árið 1988, hefðu þau valið að
halda fullum botnfiskveiðiheimildum
það ár.
Þau skip, sem áttu kost á því að
verða sérhæfð rækjuveiðiskip á árinu
1988 en völdu að halda fullum botn-
fiskveiðiheimildum það ár fá 60% af
því rækjuaflamarki sem þeim var
úthlutað árið 1988.
Önnur rækjuveiðiskip
Þessum skipum skal úthlutað
rækjuveiðileyfí með aflamarki, sem
er ákveðið þannig að hvert skip fái
60% af þvi sem hærra reynist, reikn-
uðu rækjuaflamarki ársins 1988 eða
rækjuafla skipsins 1988, hafi skipið
stundað rækjuveiðar með sóknar-
marki það ár.
Veiðar smábáta ;
Samkvæmt ákvæðum laga og
reglugerða er smábátum skipt upp í
þijá eftirgreinda flokka:
1. Línu- og handfærabátar.
2. Netábátar 6 brl. og
stærri.
3. Netabátar minni en 6
brl.
Línu- o g handfærabátar
Bátum, sem eingöngu stunda veið-
ar með línu- og handfærum, eru
bannaðar veiðar frá 1. janúar til og
með 15. janúar, í tíu daga um páska-
helgi og um verslunarmannahelgi og
í sjö daga í júní- og októbermánuði.
Þá eru þeim óheimilar veiðar frá og
með 10. desember til áramóta.
Ekkert aflahámark er á veiðum
þessara báta en útgerðarmenn slíkra
báta geta óskað efir því að fá sérs-
takt veiðileyfi með aflamarki, sem
byggist á eigin reynslu, enda hafi
viðkomandi haft meginhluta tekna
sinna af slíkri útgerð. Þeir sem fá
veiðileyfi með aflahámarki, eru und-
anþegnir ofangreindum veiðibönnum.
Um ákvörðun aflahámarks slíks
veiðileyfis visast til þess sem sagt er
hér á eftir.
Netabátar 6 brl. og stærri
Bátum 6 brl. og stærri sem stunda
netaveiðar einhvem tíma á árinu
1989, skal úthlutað sérstöku veiði-
leyfi með aflahámarki. Aflahámarkið
tekur til allra veiða viðkomandi báts
árið 1989; einnig þess afla sem fæst
í önnur veiðarfæri.
Aflahámarkið ræðst af stærð báts-
ins og er 70 lestir fyrir báta minni
en 8 brl. og 95 lestir fyrir báta 8
brl. og stærri. Þá er og heimilt að
úthluta bátum stærri en 9,5 brl. sem
teknir voru í notkun 1987 eða síðar
og eru að rúmtölu stærri en 50 m3
eða sambærilegum bátum að verði
og afkastagetu, veiðileyfi með 115
lesta aflahámarki.
Um netaveiðar þessara báta gilda
almennar reglur um netaveiðar
þ. á m. bann við netaveiðum um
páska og í júlí og ágúst, en bátar
þessir eru undanþegnir þeim tíma-
bundnu veiðibönnum, sem gilda al-
mennt fyrir línu- og handfærabáta.
Útgerðarmenn þessara báta geta
einnig sótt um að fá veiðileyfi með
aflahámarki, sem byggist á eigin
reynslu og vísast til þess sem sagt
er hér á eftir.
Netabátar undir 6 brl.
Aðeins er heimilt að veita útgerð-
armönnum báta undir 6 brl. neta-
veiðileyfi að þeir hafi stundað slíkar
veiðar á árinum 1986 eða 1987.
Veiðileyfin eru þá veitt með 60
lesta aflahámarki og tekur það afla-
hámark til allra veiða bátsins árið
1989, einnig afla, sem fæst á línu
eða á færi.
Bátar, sem netaveiðileyfi fá, eru
undanþegnir tímabundnum veiði-
bönnum, sem gilda almennt um veið-
ar línu- og handfærabáta, en almenn-
ar reglur um netaveiðar taka til neta-
veiða þessara báta.
Einnig hér geta útgerðarmenn sótt
um að fá veiðileyfi með aflahámarkl;
sem byggist á eigin reynslu og vísast
hér til næstu greinar.
Aflahámark sem byggist á
eigin reynslu
Eins og fram hefur komið hér á
undan geta útgerðarmenn sótt um
að fá veiðileyfí með aflahámarki sem
byggist á eigin reynslu. Tekur þetta
til útgerðarmanna allra netabáta og
ennfremur útgerðarmanna línu- og
handfærabáta, sem hafa meginhluta
tekna sinna af slíkri útgerð. &*•
Aflahámarkið er þá ákveðið sem
85% af meðalafla tveggja bestu ár-
anna af 1985,1986 og 1987 eða sem
70% af afla ársins 1987, eftir því
hvort reynist hærra. Aflahámarkið
skal þó aldrei vera hærra en 180 lest-
ir.
Sæki menn um veiðileyfi með afla-
hámarki sem byggist á eigin reynslu
skulu þeir leggja fram skýrslur er
sýni afla þeirra árin 1985—1987,
hafi þeir ekki fengið slík veiðileyfi á
árinu 1988.
Þeir aðilar, sem fengu veiðileyfí
með aflahámarki 1988 munu almennt
fá um 6% lægra aflahámark 1989.
Aflahámarkið fyrir þá báta sem
mestu aflareynsluna hafa lækkar þó
hlutfallslega meira.
Ákvæði varðandi
aflahámark
Sjávarútvegsráðuneytið getur
heimilað flutning á aflamarki af skip-
um 10 brl. og stærri til báta undir
10 brl., ef sérstaklega stendur á, að
fenginni umsögn Landssambands
smábátaeigenda, sveitarstjómar og
stjómar sjómannafélags á viðkom-
andi stað. Hins vegar er aflahámark
óframseljanlegt.
Aflahámark er f öllum tilvikum
greint í óslægðum fiski en þegar
breyta skal óslægðum fiski í slægðan
skal margfalda þorsk, ýsu og ufsa
með 0,80.
Aflahámarki verður úthlutað í
þorskígildum og tekur það til veiða
á þorski, ýsu og ufsa. Þegar þorskí-
gildi er reiknað er miðað við eftirfar-
andi verðmætahlutföll: þorskur 1,00,
ýsa 1,10 og ufsi 0,57.
Við línuveiðar f janúar, febrúar,
nóvember og desember reiknast 50%
aflans ekki til aflahámarks.
Allan þorsk-, ýsu- og ufsaafla, sem
fluttur er óunninn á erlendan mark-
að, skal reikna til aflahámarks með
15% álagi.
Þorskur og ufsi undir 50 cm og
ýsa undir 45 cm telst ekki að tveim-
ur þriðju hlutum til aflahámarks,
enda sé fiskur undir þessum stærðum
ekki yfir 10% af afla í veiðiferð og
fyrir liggi staðfesting matsmanna um
magn. Allur fiskur sem veiddur er á
handfæri reiknast þó til aflahámarks.
Ýmis ákvæði
Skylt er að koma með allan fisk
að landi en þó skal sleppa þorski og
ufsa undir 50 cm og ýsu undir 45
cm sem fæst á handfæri.