Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 9 Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-r-200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda íkælum, frystum, lestum, sjó og fleira. SötLatJí^HLogjcLDir <§i VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680 21480 Iðnaðarráðuneytið T æknif ræðingafélag íslands Auglýsing um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sigtæknifræðing. í lögum um rétt manna til að kalla sig verkfræð- inga, húsameistara, tæknifræðinga eða bygging- arfræðinga frá 5. september segir svo í 5. og 6. grein: 5. gr. Rétt til að kalla sig tæknifræðing eða heiti, sem felur í sér orðið tæknifræðingur, hafa þeir menn einir hér á landi, sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra. 6. gr. Engum má veita leyfi það er um ræðir í 5. gr. nema hann hafið lokiö fullnaðarprófi í tæknifræði frá Teknískum æðri skóla sem T.F.Í. viðurkennir sem fullgildan skóla í þeirri grein. Þeir menn, sem fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í 1. mgr. þessarar greinar eiga rétt á, að þeim sé veitt leyfi til að kalla sig tæknifræðinga. Iðnaðarráðuneytið og Tæknifræðingafélag íslands (T.F.l.) hafa komið sér saman um að miða við eftirfarandi reglur við mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig tæknifræðing: 1. Umsækjandi er hlotið hefur grunnmenntun í tæknifræði og eina eða fleiri prófgráður því til staðfestingar skal öðlast leyfi til að kalla sig tæknifræðing ef öllum eftirfarandi atriðum er fullnægt: a) Námið skal verða heilsteypt tæknifræðinám, sem T.F.Í. viðurkennir. b) Próf sé frá skóla eða skólum, sem T.F.Í. telur færa um að veita fullnægjandi tæknifræðimenntun. c) Námslengd sé minnst 107 einingar þar sem hver námsein- ing (c) svarar til einnar viku í fullu námi (próftími ekki með- w talinn). Samsetning námsins uppfylli þar að auki eftirfarandi skilyrði (lágmörk): Stærðfræði 10 einingar Eðlisfræði 6 einingar Aðrar undirstöðugreinar 5 einingar Tæknilegar undirstöðugreinar 20 einingar Rekstrargreinar 7 einingar Tæknigreinar 41 eining Valgreinar 18 einingar________ Samtals 107 einingar d) Skilyrði þau sem Tækniskóli íslands setur hverju sinni um verklega þjálfun og verkskólun skulu vera uppfyllt. Miðað er við að þessar kröfur samsvari 35 einingum. Reglur þessar taka gildi 1. janúar 1989 og skulu auglýst- ar í Lögbirtingablaði, dagblöðum og sérstaklega kynnt- ar nemendum í tæknifræði. Reglur þessar gilda þar til annað verður ákveðið og auglýst með sama hætti. Ákvæði til bráðabirgða. Umsóknir manna sem hafa byrjað samfellt nám í tækni- fræði fyrir 1. janúar 1987 og ekki geta aðlagað nám sitt ofangreindum reglum skulu metnar eftir þeim regl- um sem notaðar hafa verið að undanförnu. Reykjavík, 19. desember 1988. Iðnaðarráðuneytið, Tæknifræðingafélag íslands. öaWáíM? Deilur stjórnarblaða Fyrir skömmu var því slegið fram hér í Stak- steinum, að gengi Stefáns Valgeirssonar væri fallið í stjórnarsamstarfinu, eftir að borgara- flokksmenn hefðu gengið til liðs við stjórnina. Nú er risin alvarleg deila um þetta mál milli málgagna tveggja stjórnarflokkanna, Alþýðu- blaðsins og Þjóðviljans. Er hún á því stigi, að Þjóðviljinn telur ummæli Alþýðublaðsins um Stefán á þann veg, að spurning só, hvort sam- starfsmenn krata verði ekki „að fara að hugsa sinn gang“. Eins og menn muna líkti Ólafur Ragnar Grímsson Stefáni Valgeirssyni við Jón Sigurðsson og eftir að Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir lagði Ólafi Ragnari lið við skattaálögurnar var afstaða hennar orðin „stórbrotin“ að mati formanns Alþýðubandalagsins og til marks um „ pólitískan þroska". Aðalheiði fyr- ir Stefan í forystugrein Alþýðu- blaðsins í fyrradag er þvi fagnað, að Aðalheiður Bjarnfi-eðsdóttir þing- maður Borgaraflokksins skuli hafe gengið til liðs við rikisstjómina og stutt skattafrumvörp hennar. Kennir blaðið það við „mannúð“ að hœkka skattana jafii mikið og raun ber vitni. Um leið skensar það þá þingmenn Borgaraflokksins sem ekki stóðu að skatta- hækkununum með þess- um orðum: „Mannúð sem byggir einungis á ölmusu hinna riku til hinna £á- tæku er hins vegar engin mannúð. Þá væri nær að taia um góðgerðarstarf- semi; þegar hinir efiiuðu hafii efiii á og eru i skapi tíl að sópa brauömolun- nm af allsnægtarborði sínu yfir þur&ndi al- þýðuna. Sem betur fer standa rætur Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur ekki i slíkum jarðvegi." Þessi orð Alþýðublaðsins eru vafolaust skrifuð til að vega upp á móti hóli Ólafo Ragnars Grimsson- ar um Aðalheiði i Þjóð- viljanum á aðfongadag, þar sem hann sagði af- stöðu hennar „stór- brotna". Verður fróðlegt að fylgjast með þvi hveraig Aðalheiður bregst við lofinu. Eftir að Alþýðublaðið hefur hyUt Aðalheiði Bjarafreðsdóttur segir i forystugrein þess: „En atkvæðagreiðslan í neðri deUd i fyrri viku [um skattana] minnir á aðrar staðreyndir. Hún minnir til að mynda á þá staðreynd að núverandi ríkisstjóm var meðal annars stofiiuð á granni þeirra yfirlýsinga Stef- áns Valgeirssonar að hann gæti tryggt örugg- an meirihluta i báðum deildum. F(jótlega var þessi meirihluti nefiidur huldumenn Stefáns Val- geirssonar. Þessar yfir- lýsingar tryggðu Stefáni Valgeirssyni valdastöðu sem margir hafe jafiiað við ráðherrastól. Stefiui Valgeirsson hefur hins vegar ekki reynst sá umboðsmaður i álfheim- um sem margir hugðu. Bág frammistaða Stef- áns Valgeirssonar f um- bjóðendamálum sinum og svildn loforð filjóta að vekja þá spuraingu, hvort ríkisstjórnin þurfi að standa við sinn hluta samningsins. Nú er mikið rætt um hugsanlega stjórnarþátttöku Borg- araflokks og Kvenna- lista. Gangi þær umræð- ur i hönd með aðild ann- arra hvorra umgetinna flokka, eða jafiivel beggja, hljóta hins vegar að vakna spumingar um framtíðarstöðu Stefáns Valgeirssonar." Til vamar Stefani Þjóðviljiim situr ekki þegjandi undir þvi að Alþýðublaðið lýsi Stefán Valgeirsson „verð- iausan“, manninn sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur líkt við Jón Sig- urðsson. Í upphafi for- ystugreinar sinnar i gær minnir Þjóðviljinn á, að Alþýðublaðið og Tíminn hafi þá sérstöðu að vera „milliliðalaus málgögn stjóramálaflokka" (hvað er þá Þjóðvi[jinn7). Rit- stjórí Alþýðublaðsins sitji reglulega þingflokks- fundi Alþýðuflokksins og greiði þar atkvæði um afotöðu flokksins i lands- málum eins og kjörair þingmenn. Þeim mun undarlegra sé að sjá í ritstjómargrein Alþýðu- blaðsins hugleiðingar um að ríkissfjórnin gæti sem hægast kastað Stefoni Valgeirssyni fyrir borð fengi hún stuðning ein- hverra Borgaraflokks- manna. Þá segir Þjóðvilj- „Rikissfjóra Stein- gríms Hermannssonar sem nú situr er mynduð af feraum stjómmála- samtökum, — Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Samtökum um jafiirétti og félagshyggju. Stuðn- ingur frá fúlltrúum þess- ara flokka tryggir ráðu- neyti Stcingríms filskil- inn þingstyrk tíl að verj- ast vantrausti og koma i gegn fjárlögum. Þessir Qórir stjóra- málaflokkar hafo allir sett sitt mark á stjómar- stefhuna, og Samtök þau sem Stefon er fulltrúi fyrir hafo hingað til i engu brugðist samstarfo- aðilum sínum við land- stjómina. Eitt af þvi sem forystu- menn núverandi rfkis- stjóraar sögðu i upphafi samstarfe var að innan hennar mundu menn reyna að vinna saman af fullum heilindum. Rit- stjómargrein Alþýðu- blaðsins lýsir ekki slfkum heilindum i garð Sam- taka um jafiiréttí og fé- lagshyggju. Sé þar á ferð afetaða Alþýðuflokks- forystunnar hljóta aðrir samstarfomenn krata en þeir Stefon að fora að hugsa sinn gang.“ Á kreiki eru sögusagn- ir um að þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin Hannibalsson ætli að efiia til sameiginlegra funda um landið á næst- unni. Þeir ættu að bjóða Stefoni Valgeirssyni með sér til að slétta yfir þann ágreining, sem upp er kominn milli málgagna þeirra um gildi hans. Vegna fyrirsagnar á forystugrein Þjóðvi[jans og niðurlagsorða hans, þar sem AA-samtökin eru dregin inn f þessa andkannalegu deilu stjórnarmálgagnanna, skal aðeins sagt, að með öllu er ómaklegt að bendla þann góða félags- skap við þetta mál. Bankabréf Landsbankans eru gefin út af Landsbankanum og aöeins seld þar. Bankabréf cru vcrðtryggö miðað við lánskjaravísitölú og árs- ávöxtun er nú 8,5-8,75% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Endursöluþóknun er aðeins 0,4%. Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslu- bréf, til allt að fimm ára, og eru seld í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Gjaldfallin bankabréf bera almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.