Morgunblaðið - 30.12.1988, Side 20

Morgunblaðið - 30.12.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Hafnarfjarðarhöfn 80 ára: Ha&iarflarðarhö&i. Afinælissýning í Hafiiarborg Á sýningunni í Haftiarborg Morgunblaðið/Einar Faiur FYRSTA janúar næstkomandi verður áttatíu ára afinælis Hafiiar- fjarðarhafnar minnst, en reglugerð fyrir stofiiun hafnarinnar var gefín út 8. desember 1908 og tók hún gildi 1. janúar 1909. í tilefiii af þessum tímamótum var í gær formlega opnuð afinælissýning í Hafharborg við Strandgötu, þar sem brugðið er upp mynd af sögu hafnarinnar í fortfð, nútíð og framtíð. Á afmælissýningunni er fyöldi ljósmynda, teikninga, yfirlitskorta, skýringarmynda og málverka er lýsa þróun hafnarsvæðisins, sem tekið hefur ótrúlegum breytingum, ekki síst nú á síðustu árum með stórframkvæmdum í Suðurhöfn- inni. Þá eru á sýningunni ýmsir munir og minjar fraá Sjóminjasafn- inu og víðar að, sem tengjast á einn eða annan hátt ssögu Hafnarflarð- arhafnar og útgerðarsögu bæjarins. Fjölmörg líkön af hafnfírskum skip- um og bátum er einnig að sjá á sýningunni. Utan við Hafnarborg, úti vð Fjarðargötu, hefur verið kom- ið fyrir sérstökum festar- og drátt- arsteini frá skútuöld, tæp 10 tonn að þyngd með ísteyptum stálfestum og krókum og bóma upp úr honum miðjum. Hluta af sýningarsalnum í Hafn- arborg hefur verið breytt í kvik- myndasal, þar sem gestum gefst kostur á að sjá merka heimildar- m)md um veiðiferð með nýsköpun- artogaranum Júlí sumarið 1950, einu aflasælasta togskipi Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. Þessa kvik- mynd tók Ásgeir Long, en Hanar- stjóm lét endurgera myndina, sem tekin er I lit, og hljóðsetja hana í tilefni af þessum tímamótum í sögu hafnarinnar. Myndin hefur verið færð yfir á myndband og verður hún til sölu á sýningunni og einnig í bókaverslunum bæjarins. Auk fróðleiks um liðna tíð, upp- byggingu og þróun hafnarmann- virkja í Haftiarfírði, eru á sýning- unni kynntar helstu framkvæmdir sem nú eru í gangi eða á undirbún- ingsstigi. Þar má nefna uppbygg- ingu nýrrar smábátahafnar, loka- framkvæmdir við Suðurgarð og nýbyggingar á uppfyllingunni, auk tillagna og hugmynda um framtí- ðarþróun hafnarmannvirkja utan hafnargarða og í Straumsvíkur- höfn. Sýningin í Hafnarborg verður opin almenningi alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14 - 19 (lokað gamlársdag og nýársdag) fram til 15. febrúar. rgar--------------------------------- m&ÆÆmJm Abendingar frá UBBAB LÖGREGLUNNI: Varúð í meðferð flugelda og blysa Lögreglan vill vekja athygli fólks á að fara varlega í með- ferð flugelda og blysa um áramótin. Óþarfi er að rifja upp þau alvarlegu slys, sem urðu um síðustu áramót, en þau ættu samt sem áður að vera öðrum til viðvörunar að þessu sinni. Fullorðið fólk þarf að hafa vit fyrir bömunum og gæta þess aðð þeim stafí ekki hætta af blysum og flugeldum. Bömin em stundum áköf og vilja gleyma sér við spennandi aðstæður og ganga þá lengra en æskilegt getur talist. Slysin gera ekki boð á undan sér. Lesið leiðbeiningar sem fylgja flugeldum og blysum og farið efitr þeim. En umfram allt; farið varlega. Lögreglan óskar öllum gleði farsældar og friðar á nýju ári. Ályktun aðalsljórnar Borgaraflokksins gegn skattahækkunum; Skil hana sem vítur á þingflokkimi - segir Albert Guðmundsson ALBERT Guðmundsson fráfarandi formaður Borgaraflokksins segist túlka ályktun aðalstjóraar Borgaraflokksins gegn skatta- hækkunum ríkisstjórnarinnar, þannig, að hún sé vítur á þingflokk Borgaraflokksins fyrir að veita þessum skattahækkunum brautar- gengi. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, sem greiddi atkvæði með frum- vörpum um tekju og eignarskatt, og vörugjald, segist ekki lita á þessa álytkun sem vantraust á sig. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins vill aðalstjórnin gera það að skUyrði, í væntanlegum við- ræðum um þátttöku i ríkisstjórninni, að eignaskattshækkunin verði dregin til baka. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalstjómarfundinum var svohljóð- andi: „Aðalstjóm Borgaraflokksins ítrekar þá stefnu fíokksins að grund- völlur heilbrigðs efnahagslífs sé að einstaklingamir haldi eftir sem mestu af sjálfsaflafé sínu. Ríkissjóð- ur verði því að ganga á undan með ráðdeild og sparsemi og bendir á, að við ríkjandi aðstæður sé rétt að skera ríkisútgjöld enn frekar niður í stað þess að velta vandanum yfir á heimilin í landinu. Því harmar aðalstjómin þær stór- auknu skattaálögur á þjóðina, sem samþykktar voru á Alþingi fyrir jól. Borgaraflokkurinn mun eftir sem áður starfa í anda mannúðar og mildi og beita sér fyrir öflugu atvinnulífí og fijálsræði á öllum sviðum þjóðlífs- ins.“ Albert Guðmundsson sagði við Morgunblaðið að aðalstjómin hefði staðfest steftiu fíokksins með þesari samþykkt, og hann sagðist skilja hana um leið sem vítur á þingflokk- inn fyrir að hafa breytt útaf þessari stefnu og samþykkt frumvörp ríkis- stjómarinnar. „Það var búið að taka flokkslega ákvörðun, að vera á móti þessum skattafrumvörpum. Þannig voru þau afgreidd í efri deild, en síðan breytt- ist það I neðri deild, strax daginn eftir að ég hætti formennsku, og það var ekki það sem ég bjóst við,“ sagði Albert. Ekkiáleið út úr flokknum Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var það skoðun margra á aðalstjómarfundinum að Aðalheiður Bjamfreðsdóttir væri á leið út úr flokknum, þar sem skoðanir hennar væru á skjön við skoðanir annara þingmanna og flokksmanna. Aðal- heiður sagði hins vegar við Morgun- blaðið í gær að hún væri síður en svo á leið úr flokknum, og hún sagð- ist ekki líta á ályktun aðalstjómar- innar sem vantraust á sig. „Ég hef alltaf gert grein fyrir þeirri afstöðu minni að ég fór eftir eigin sannfæringu. Þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir, þá á ég að- eins einn húsbónda og sá húsbóndi er mín eigin samviska. Ég fer ekkert að breyta út frá því, öldruð kona," sagði Aðalheiður. Þegar hún var spurð hvort hún væri samt ekki að ganga gegn stefnu sem flokkurinn hefði mótað, sagði hún, að enginn stjórnmálaflokkur gæti markað stefnu án þess að eitt- hvað væri á bak við hana. „Menn verða þá að benda á hvaða aðrar leiðir eru færar, og ég álít að flokkur- inn hafí ekki getað það. Mér fannst við ekki standa okkur nógu vel í stjómarandstöðunni og ég tek minn skerf af því,“ sagði Aðalheiður. Sáttir við afstöðu til bráðabirgðalaga Aðalstjómarmenn voru tiltölulega sáttir við þá afstöðu tveggja þing- manna flokksins, Aðalheiðar og Óla Þ. Guðbjartssonar, að sitja hjá við afgreiðslu bráðabirgðalaga ríkis- stjómarinnar. Júlíus Sólnes sagði Morgunblaðinu, að atburðarásinni hefði verið lýst á aðalstjómarfundin- um, þ.e. að þingflokkurinn hefði vit- að fyrirfram um afstöðu þingmann- anna til laganna og hvemig málið yrði afgreitt. Júllus sagði að þótt skoðanir hefðu verið nokkuð skiptar, hefði mönnum þótt þessi niðurstaða ósættanleg, deilumar um lögin hefðu aðallega verið milli Sjálfstæðisflokks og fyrr- um samstarfsflokka hans og ekki snert Borgaraflokkinn, og því hefðu menn verið nokkuð sammála um að ekki hefði verið rétt að láta ríkis- stjómina springa á bráðabirgðaiög- unum. Albert Guðmundsson sagði hins vegar við Morgunblaðið að það hefðu orðið sér vonbrigði að hluti þing- flokksins hefði stutt ríkisstjómina f stóram málum. Hann sagði aðspurð- ur að það væri ljóst að korninn væri upp vinstri vængur í flokknum, vegna þess að ríkisstjómin væri vinstri stjórn. „Ég stofnaði ekki flokkinn til að hann yrði einhver vinstri flokkur. En ég get ekki séð annað en að orðið hafí mikil stefnu- breyting við að ég lét af formennsku og það era mér talsverð vonbrigði," sagði Albert. Eignarskatturinn lækkaður aftur? Á aðalstjómarfímdinum var m.a. rætt um hugsanlegar viðræður við ríkisstjómarflokkana, um þátttöku f ríkisstjóminni, og var samþykkt að þar yrði lögð áhersla á fyrri kröfur flokksins, um afnám lánskjaravísi- tölunnar og matarskattsins, og að auki yrði þess krafíst að sú hækkun eignarskatts, sem samþykkt var á Alþingi fyrir jól, með fulltingi Aðal- heiðar Bjamfreðsdóttur, yrði dregin til baka. Gengið hefur verið frá því að viðræðunefnd Borgaraflokksins verði skipuð Inga Bimi Albertssyni og Óla Þ. Guðbjartssyni, auk Júlfusar Sólnes. Júlíus Sólnes sagði við Morgun- blaðiö, eftir aðalstjómarfundinn, að aðalstjómin hefði verið sammála um að ekki yrði skorast undan viðræðum við ríkisstjómina, yrði eftir þvf Ieit- að, en niðustaðan færi eftir hvaða málefnagrandvöllur fehgist. Þegar þetta var borið undir Albert Guðmundsson sagðist hann ekkert vita um þetta makk við ríkisstjómina því það hefði farið fram á bak við hann að öllu leyti. Albert sagði að þetta yrðu ekki stjómarmyndunar- viðræður, heldur viðræður um hvort flokkurinn færi inn í stjórnina eins og hún er. „Stjómarmyndunarvið- ræður er allt annað en ganga inn í stjóm með stefnuskrá, sem við höf- um verið á móti,“ sagði Albert. Ingi Björn væntan- legur varaformaður Á aðalstjómarfundinum var kynnt sú umsögn laganefndar flokksins, að aðalstjóm gæti tilnefnd varaform- ann tímabundið, fram að landsfundi, en samkvæmt lögum flokksins á að velja stjóm hans á landsfundi. Guð- mundur Ágústsson lýsti þvf yfír á fundinum að hann myndi ekki sækj- ast eftir þessu embætti, og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins styður mikill meirihluti aðalstjómar- innar Inga Bjöm Albertsson til þess embættis. Búist er við að Júlfus Sól- nes muni tilnefna Inga Bjöm sem varaformann fram að landsfundi, á næsta reglulegum aðalstjómarfundi f janúarlok. GSH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.