Morgunblaðið - 30.12.1988, Side 10
1.10
. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30.' DESEMBER 1988
Hæsta verð
samtímalistar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Fyrir ári skrifaði ég tvær grein-
ar um amerísku listakonuna Ge-
orgíu O’Keeffe, og hef ég í hyggju
að bæta einni við á næstunni, svo
sem alltaf var ráðgert. í annarri
greininni minntist ég þess, að
málverk hennar hefðu náð hæsta
meðalverði lifandi listamanna í
Bandaríkjunum á uppboðum þar
eða einni milljón dollara, þ.e. rúm-
lega 46 milljónum íslenskra
króna, og voru þá nokkur ár liðin
frá því. Hér skákaði hin aldna
listakona karlpeningnum, en nú
hefur þetta met verið margslegið
á næstliðnum árum.
í nýjasta hefti af þýska
listtímaritinu „art“, sem mér barst
í hendur á Þorláksmessudag, seg-
ir í aðalgrein frá pop-listamannin-
um Jasper Johns, og þar kemur
fram, að met O’Keeffe hefur ver-
ið slegið heldur betur á síðustu
árum. Fyrir fimmtán árum olli það
nokkrum æsingi, er mynd eftir
núlistamanninn Jasper Johns var
slegin á 240.000 dollara eða
11.133.600 milljónir og síðan hafa
myndir hans stigið jafnt og þétt
í verði, og þannig vakti það heims-
athygli, er málverk hans „Út um
gluggann" var slegið á 3,6 millj-
ónir dollara árið 1986. Það þýddi
hvorki meira né minna en 1600%
hækkun verka hans frá árinu
1960, er hann var að hasla sér
völl. Ekki vakti það svo minni
athygli, er mynd hans, „Kafarinn"
var slegin á 4,18 milljónir dollara
í maí á þessu ári. Og enn heldur
verðið áfram að stíga, því að er
listtímaritið var í prentun og
greinin um hann fullfrágengin,
barst ritstjórninni sú frétt, sem
birt var neðanmáls í ritstjóra-
spjalli fremst, að mynd Jasper
Johns „Þjófstart" hafi verið slegin
á 17,05 milljónir dollara hjá Sot-
heby’s-uppboðsfyrirtækinu í New
York, sem gerir 790.949.500,00
milljónir íslenskra króna sam-
kvæmt sölugengi 28.12.!
Það er þannig ljóst að myndir
þessa 58 ára gamla málara (fædd-
ur 1930) eru orðnar langsamlega
eftirsóttasta fjárfestingin í núlif-
andi málara og jafnvel Picasso
komst aldrei í lifanda lífi með
tærnar, þar sem Jasper Johns
hefur nú hælana og varð þó rúm-
lega níræður.
— Það var á árunum 1955—60,
sem Jasper Johns þróaði þann
stfl, sem seinna gerði hann heims-
frægan og var undanfari pop-
listarinnar. A þeim tíma vann
hann mikið með Robert Rauschen-
berg og hafði raunar vinnustofu
á hæðinni fyrir ofan hann á Pearl
Street í New York, og þar upp-
götvaði galleríeigandinn og
áhrifavaldurinn Leo Castelli hann,
er hann var í heimsókn hjá Rausc-
henberg og lét tilleiðast að kíkja
á verk félaga hans.
Málverk Jasper Johns eru
byggð á hinum hversdagslegustu
hlutum í kringum nútímamann-
inn, og t.d. gerði hann myndaröð
af ameríska fánanum — einnig
byggir hann margar myndir sínar
upp á tölustöfum. Myndefni hans
eru mjög fá, en hann vinnur í
þeim í áravís en hefur nú skyndi-
Nt. t2/l)ammtjM 198«, DM15 C 1084
Das Kunstmagazm: In Spaníon
bliiht die Szono auf ■ Ein Malorfíirst ducnw
namens Potor Paul Rubons ■ Nouos í,1!!™?.'
, ÖILUERUh
Wonn-Dosign frisch aus Maílcmd ■ kritiken
ln Frankfurt glcinzt Guido Reni
Forsíða tímaritsins Art.
SPORRÆKT
Þeir félagar í listinni, Thor Vil-
hjálmsson og Örn Þorsteinsson,
eru iðnir við kolann í samvinnu
sinni og láta sér ekki allt fýrir
bijósti brenna.
Þannig er tíminn í kringum jól
og nýár vægast sagt hálf ókristi-
legur til sýningarhalds og setur
listrýninn eiginlega í vanda. Það
er bæði, að fólk hefur um annað
að hugsa en almennar listsýningar
og svo telst þetta hámark bóka-
vertíðar og flugelda með tilheyr-
andi ritdómaflóði og auglýsinga-
stormi, svo að menn mega vera
næsta þakklátir, ef þeir koma list-
dómi á skikkanlegan stað í blaðið.
Hins vegar er það síður en svo
óalgengt, að meiriháttar söfn ytra
séu með vandaðar listsýningar
yfir hátíðimar og ekki vantar þá
aðsóknina, en slíkar spanna yfir-
leitt miklu lengri tíma en íslenzk-
ar listsýningar gera almennt, auk
þess sem jólabókaflóðið er upp-
fínning bókmenntaþjóðarinnar, að
ég best veit og henni til takmark-
aðs sóma.
En hvað sem öðru líður, þá er
samvinna þeirra félaga óvenjulegt
og skemmtilegt fyrirbæri á
íslenzkum menningarvettvangi og
vissulega er ekki langur vegur frá
letri til myndlistar, svo sem kalli-
grafían er ljóslega til vitnis um
og myndlistarmenn nota iðulega
almennt letur til að hressa upp á
myndflötinn, svo sem alkunna er.
Ekki skaðar svo að hafa dálitla
andagift á bak við letrið til að
magna upp innblástur og hræra
upp í hugarflugi myndlistar-
mannsins. Það fylgir einnig slíkri
samvinnu og bókaútgáfu óheyri-
legur kostnaður, svo það er skilj-
anlegt, að þeir félagar reyni að
koma afurðum sínum sem fyrst í
verð til að kljúfa hann að ein-
hveiju leyti í fyrstu umferð, hér
hefur markaðssetningin og eðlileg
viðbrögð Qölmiðla afar mikið að
segja, jafnvel til úrslita. Vinnu-
brögðin eru hér mjög vönduð og
mun léttari blær er yfir myndum
Amar Þorsteinssonar en oft áður,
enda mun hann nú býsna sjóaður
lega söðlað um í tilfinningaríkari
stíl, til mikils hugarangurs fyrir
marga listrýnendur, en það er
önnur saga.
Segja má, að hann sé andstæða
dada-listamannsins Marchels Du-
champs, sem vildi gera listina
hversdagslega og svipta hana öllu
fagurfræðilegu gildi, því að Jasper
Johns vill gera hvunndagshluti að
list og þó eru viðhorf þeirra í raun
náskyld.
— Svona hlutir geta víst ein-
ungis gerst í landi fjárfestingar-
innar og markaðshyggjunnar svo
og' skattafríðinda, veiji menn
miklum peningum veltunnar til
lista og menningar. En því má
bæta við, að amerískum núlista-
mönnum hefur tekist frábærilega
vel að yfírfæra ameríska draum-
inn á dúka sína, þ.e. að spegla
hið fjölþætta, andstæðuríka
ameríska þjóðfélag í myndlist
sinni, hvort heldur það hefur ver-
ið gert á huglægan eða hlutlægan
hátt.
Hér hefur það skipt meginmáli
að mála umhverfí sitt eða vera
undir beinum áhrifum þess og t.d.
forðaðist Jasper Johns eins og
heitan eld að skreyta list sína með
erlendum lánsfjöðrum, þótt
margvísleg áhrif. séu óneitanlega
merkjanleg í dúkum hans ...
Thor Vilhjálmsson og Örn Þorsteinsson.
í tækninni, sem hann notar. Ýms-
ar myndanna væri t.d. upplagt
fyrir hann að útfæra í veigameiri
efnivið, t.d. olíu á striga og það
ekki af minni stærðinni.
Að sjálfsögðu má svo gera ráð
fyrir, að ljóð Thors Vilhjálmssonar
standi fyrir sínu hvað orðgnótt
og andagift snertir, en hér vísa
ég til bókmenntarýnenda, en inn
á þeirra svið fer ég helst ekki.
Að öllu samanlögðu er þetta rök-
rétt framhald af fyrri samvinnu
þeirra félaga og vert allrar at-
hygli.
Allnokkrar höggmyndir eftir
Öm prýða svo sýningarsalina og
gefa sumar þeirra til kynna, að
listamaðurinn sé í góðri sókn á
því sviði ...
Þjóðsaga og samtími
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Jón Dan: ATBURÐIRNIR Á v
STAPA. Að mestu skráð eftir
frásögn Sigurðar Karelssonar.
Skáldsaga. Ónnur útgáfa. Bóka-
útgáfan Keilir 1988.
Atburðimir á Stapa eftir Jón Dan
komu út 1973, en eru nú fáanlegir
í nýrri endurskoðaðri útgáfu. Skáld-
sagan er af þeirri gerð að hún nálg-
ast að vera skemmtisaga, gaman:
saga er orð sem ekki á illa við. í
þessari skáldsögu bregður Jón Dan
á leik. Hann lýsir inn í hugskot
persóna sem standa að hálfu í heimi
þjóðsagna og ævintýra og að hálfu
í samtímanum.
Stapajón er dæmigerð söguhetja
einkennilegrar sögu. I skáldsögunni
er mest rækt lögð við hann. Hann
er ekki allur þar sem hann er séð-
ur, kænn, þijóskur og marglyndur.
Hann verður að sjá sér og sínum
fyrir lífsviðurværi, en er jafnframt
upptekinn af því að njóta lífsins
lystisemda.
Stapajón og hyski hans er langt
frá því að vera aðlaðandi fólk.
Maður er feginn að þurfa ekki að
kynnast því nema í skáldsögu. Engu
að síður er margt af því sem það
tekur sér fyrir hendur efni í sögu
og úr því efni vinnur Jón Dan stund-
um ágætlega. Það sem helst háir
frásögninni er að hún er víða lang-
dregin. Hið fáránlega í henni sem
Jón Dan
var í anda tímanna í upphafí átt-
unda áratugar hefur nú ijarlægst
nokkuð.
Áskriftarsíminn er 83033
Skrifstofutækninám
Tölvuskóli íslands
Símar: 67-14-66
67-14-82
í Nokkrum orðum frá höfundi
að lokum stendur að hann voni að
„Stapajón ásamt skylduliði, Sigga
sögu, Kýrunni, kúm og draugum,
komist ekki síður til skila nú en í
fyrri gerð sögunnar". Undir þetta
má taka, en undirritaður er efins
um að Atburðirnir á Stapa séu þess
megnugir að laða til sín nýja lesend-
ur, aðra en þá sem tilheyra eldri
kynslóð. Sagan stendur þó fyrir sínu
hvað sem hver segir.