Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBElí 1988 13
Þangað koma nú um 15 þúsundir gesta á sumri.
Stephan G. (t.h.) á efri árum ásamt vini (Pétri Hjálmssyni?). Myndin
er í eigu Edwins Stephensens og hefur ekki birst áður.
tónlistarmanna, sem gripu í píanóið
á góðri stund, m.a. Eggerts
Stefánssonar söngvara, Sveinbjöms
Sveinbjömssonar tónskálds (hann
bjó í Calgary um tíma) og Steingríms
Hall frá Dakóta, en hann var þekktur
tónlistarmaður í Winnipeg. Stundum
komu nágrannabændur með
„bjórkagga“. „Þeir komu þangað
sem þeir vissu að þeir voru
velkomnir. Okkur varð þá ekki alltaf
svefnsamt því þeir sungu við raust
alla nóttina. En það er nú betra að
vera að hnotubítast."
Þau hjón hafai verið samhent, og
dijúgt hefur verið við bústörfín og
oft reynt að stuðla að því að Stephan
hefði næði til skrifta. Hún hefur
haft fullan skilning á starfí hans og
áhugamáli. Yndislegur er bréfkaflinn
frá henni til Stephans þegar hann
var I sinni einu heimsókn á íslandi
árið 1917, í boði íslensku
stjómarinnar.
„Ég var lengi búin að bijóta
heilann um það hvort ég ætti ekki
að fara uppá ræðupallinn og lesa upp
kvennaminni þitt. Ég hefði vel getað
lesið það því ég kunni það líka, en
svo vantaði mig kjarkinn, hann brást
þegar á átti að herða. En ég bað
séra Pétur að lesa það, og hann gerði
það með glöðu geði og sagði að það
væri kveðja frá þér. Ég hugsa að
mörgum hafí þótt það gott. Auðvitað
talaði enginn um það við mig, mér
þykir það ljómandi, líklega því ég
skil það svo vel.“
Nágrannamir hafa að þvi er virðist
gert allmikið úr því að Helga hafi
unnið verkin á búinu. Einhvem tíma
á að hafa séð til hennar rogast með
ijómafötumar alla leið til
Markerville, um 6 km leið. Hafa
verður í huga að fyrstu árin vann
Stephan mikið utan heimilisk við
jámbrautarlögn, skógarhögg og
mælingar og hafa þá bústörfín mætt
á Helgu. Helga hafði yndi af að
ferðast, þá sjaldan tækifæri gafst.
Hún átti þess m.a. kost að koma í
fyrri heimkynni í Dakóta. Þar bjó
bróðir hennar, Jón Jónsson
þingmaður í Garðar. Sennilega hefði
hún ekki haft á móti því að fara
með Stephani til Islands í þetta eina
sinn, í boði íslensku stjómarinnar
árið 1917.
Öll böm Stephans bjuggu á
nágrenni við Markerville, sungu sig
inn í sveitina sína eins og Stephan
óskaði Vestur-íslendingunum að
gera í frægri blaðagrein árið 1920
(sjá „Bréf og ritgerðir" IV. bindi,
bls. 230) Yngsta bamið, Rósa, er nú
ein þeirra á lífi. Hún ein naut
skólamenntunar umfram skyldunám,
gekk á landbúnaðarskóla í Oaks, um
50 suður af Markerville. Ég spurði
hana hvort faðir hennar hefði hvatt
hana og stutt til þessa náms. Hún
sagðist hafa átt „ögn af skepnum“
sjálf, sem hún hefði selt í þessu
skyni. Móðir sín hefði stutt sig en
faðirinn hvorki hvatt hana né latt.
Aðspurð hvers vegna sagði hún að
hann hefði ekki getað stutt eldri
bömin til náms og sennilega ekki
viljað gera upp á milli þeirra í þessu
efni þó að fjárráði hafi e.t.v. verið
örlítið meiri þegar hér var komið.
Edwin (Guðmundsson),
sonarsonur Stephans, eignaðist
landið eftir að Jakob sonur Stephans
dó, en Jakob var ókvæntur og
bamlaus. Edwin býr í næsta húsi við
gamla Stephanshúsið. Hann var nú
hættur búskap en hefur ásamt seinni
konu sinni Enidu, eftirlit með húsinu.
Edwin er skemmtilegur og kíminn,
sögumaður góður og á það til að
herma eftir sögupersónum að
íslenskum sið. Hann ólst að nokkru
upp á heimili afa síns og ömmu, var
um fermingu þegar Stephan dó, og
talar íslensku ágætlega. Ekki les
hann þó ljóð afa síns nema í
þýðingum.
Skagfirskar nafngiftir
Ég nefndi það áðan að skólinn
(annar af tveimur í sveitinni) hefði
heitið Hólaskóli. Fleiri nafngiftir
minna á Skagafjörð. Tindastóll var
nafnið á pósthúsinu og reyndar
landnemasvæðinu sjálfu fyrstu árin.
Auðvitað voru ömefnin í landareign
Stephans íslensk. Flagghóll var eins
og áður segir hóllinn skammt
norðaustan við bæinn, þár sem
skólinn stóð upphaflega og
mannamót voru haldin. Þama var
líka Fell, Langás, Fagrabrekka og
Mosamýri — og Sjónarhóll handan
við ána, þar sem systir Stephans
bjó. Ain heitir á ensku Medicine
River, en nafnið mun upphaflega
þýtt úr indíánamáli. Hún átti að
geyma vatn sem hefði dularfullan
mátt. Þessvegna kallaði Stephan
hana Huld. „Ain er öll í bugðum,"
segir Rósa, „hún mætir sjálfri sér.“
Að lokinni vesturferð
Ég átti þess kost að spjalla við
ýmsa menn vestra sem stuðlað hafa
að því að gera veg Stephans G. —
og þá um leið hinnar íslensku
Markervillenýlendu — sem mestan í
Albertafylki. Við ræddum það meðal
annars að æskilegt væri að
fræðimenn beggja vegna hafsins
hefðu með sér samstarf um
rannsóknir og þýðingar á verkum
skáldsins. Á þessu sviði er margt
ógert enn. Tiltölulega fá af kvæðum
Stephans hafa verið þýdd á ensku,
og enn færri kvæðum fylgja
nauðsynlegar upplýsingar og
skýringar. Aðkallandi er að fá þýtt
úrval úr bréfum Stephans og
ritgerðum svo enskumælandi menn
megi átta sig sem best á manninum
og skáldinu. Margt er enn
órannsakað varðandi þá
hugmyndastrauma sem leikið hafa
um skáldið á löngum ferli. Samhliða
rannsóknum af þessu tagi þyrfti að
skipuleggja sérstök námskeið um
skáldskap Stephans við háskólana í
Albertafylki og annars staðar í
Kanada. Hér gætum víð íslendingar
lagt eitthvað af mörkum, enda málið
okkur skylt.
Ég gat um það hér að framan að
það væri okkur íslendingum
fagnaðarefni að Kanadámenn sýndu
minningu Stephans G. og skáldskap
sóma. En jaftiframt verðum við að
spyija sjálf okkur hvort við gætum
ekki ræktað garð Stephans G. hér
heima betur en við höfum gert um
skeið. Það væri hollt og hressandi
fyrir okkur að líta einstaka sinnum
í ljóð og bréf þessa sérkennilega
Skagfírðings sem fór 19 ára og án
skólastimpils frá íslandi, nam land á
þremur stöðum í Vesturheimi, bjó
við kröpp kjör, orti alla tíð á íslensku
og heftir verið kallaður eitt mesta
skáld sem lifað hefur í
Norður-Ameriku.
Ég minnist á að skólaböm í
Albertafylki væru frædd um Stephan
G. Mætti ekki fræða skólaböm hér
um þennan mannvin og skáld, og
tengja þá fræðslu vesturferðum
íslendinga, velgengni og raunum, og
hugmyndum þeira um líf og tilveru,
ættjörð og fósturland, skáldskap og
trúmál, stríð og frið?
PS: Ég við ekki láta undir höfuð
leggjast að þakka nefnd á vegum
utanríkisráðuneytisins — og þá
sérstaklega dr. Finnboga
Guðmundssyni — fyrir að gefa mér
kost á að fara til Markerville til að
taka þátt í hátíðahöldunum sem getið
var um hér að framan og ræða við
starfsfólk Stephanshússins.
Embættismenn Albertarstjómar
studdu mig á allan hátt þær þijár
vikur sem ég dvaidi vestra ásamt
komu minni. Og móttökur og
gestristni Vestur-íslendinga eru
ógleymanlegar.
Hér skal bent á nokkur nýleg rit sem
tengjast nafni Stephans G.
Stephanssonar:
Bréf til Stephans G. Stephanssonar I-III.
Finnbogi Guðmundsson annaðist útgáfuna.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins. Rv. 1971—75.
Finnbogi Guðmundsson: Stephan G.
Stephansson in RetrospecL Seven Essays.
Menningarsjóður. Rv. 1982.
Jane W. McCracken: Stephan G.
Stephansson: The Poet of the Rocky
Mountains. Alberta Culture. Edmonton
1982. (Þessi bók um líf Stephans og starf
ber þess merki að íslenskir fræðimenn hafa
ekki verið fengnir til ráðuneytis.)
Stephan G. Stephansson. Seiected Prose &
Poetry. Kristjana Gunnars þýddi. Red Deer
Collega Press 1988. (Kvæðin sem þýdd eru
birtast einnig á frummálinu.)
Stephan G. Stephansson. Selected
translations from Andvökur. The Stephan
G. Stephansson Homestead restoration
Committee. Edmonton 1987. (Þetta er safn
ljóðaþýðinga frá ýmsum timum.)
Að lokum skal vakin athygli á skemmtilegri
grein Rósu Benediktsson um foreldra sína
sem birtist í bókinni Foreldrar mínir.
Endurminningar nokkurra fslendinga
Vestanhafs. Finnbogi Guðmundsson bjó til
prentunar. Bókaútgáfan Minning. Rv. 1956.
Þá ber að minna á að ekki ómerkari menn
en Halldór Laxness, Sigurður Nordal,
Hannes Pétursson og Óskar Halldórsson
hafa skrifað merkar greinar um Stephan
G. Stephansson.
Höfúndur er kennari við
Kennaraháskóla ísinnds.
BMW umboðið
flytur að Króldiálsi 1
Þessa dagana standa yfir flutningar á
BMW umboðinu frá Suðurlandsbraut 20,
að Krókhálsi 1 í Reykjavík
Varahlutaverslunin er þegar komin í
nýja húsnæðið.
Söludeildin opnar 2. janúar í rúmgóðum
sýningarsal að Krókhálsi 1.
Við vonum að viðskiptavinir sýni okkur
þolinmæði meðan flutningar standa yfir.
Þjónustuverkstæðið verður fyrst um sinn
áfram að Suðurlandsbraut 20. Tekið er við
tímapöntunum í síma 686661.
Gleðilegt ár.
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, sími 686633, Reykjavík.