Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Hljómsveitin Ham, sem vakið hefur athygli tónleikagagn- rýnenda og þá ýmist fengið mjög góðar viðtökur eða mjög slæmar, kom nýverið til landsins eftir að hafa leikið með Sykurmolunum á fimm tónleikum í Þýskalandi. í kjöl- far þess berast svo fregnir af því að One Little Indian, útgáfufyrirtæki Sykurmol- anna í Bretlandi, ætli að gefa út tólftommu með sveitinni í janúar/febrúar og svo stóra plötu seinna á árinu. Ham er um þessar mundir að vinna að nýrri plötu í hljóðveri, en á tólftommunni sem gefin verður út ytra verður eitt nýtt lag, Crime, og tvö eldri. Rokksíðan hitti þrjá Hammeðlimi og staðgengil Sigur- jóns í húsi í Hafnarfirði. Segið mór frá þessari Þýska- landsferð. Hún var mjög góð að öllu leyti. Þetta var glöð ferð, fallegt land, Þýskaland og skemmtilegt fólk, Þjóðverjar. Hluti Ham neðanjarðar f Munchen. Ljósmynd/Schnellfoto Fallegt land, Þýskaland Skemmtilegtfólk, Þjóðverjar— Ham segirfrá Þýskalandsförm.m. Hvernig voru viðtökurnar? Það var baulað á okkur þegar við vorum að spila og við vissum ekki hvað það þýddi, en svo var líka baulað á Sykurmolana, bara miklu hærra. Það er óhætt að segja að okkur hafi verið ótrúlega vel tekið. Þess má geta að austur- þýsk útvarpsstöð sýndi okkur mik- inn áhuga, þannig að kannski eig- um við eftir að spila í Austur- Evrópu. Þá væntanlega fyrst í Transylvaníu. Náðuð þig einhverju sambandi viö áheyrendur? Er einhver þýskumælandi í hópnum? Nei, það talar enginn okkar þýsku, en við lærðum fljótt allra nauðsynlegustu orð eins og „ein bier“ og það sem skipti kannski mestu máli „noch ein bier“. Við horfðum náttúrurlega á áheyrend- ur, en það var mikið af fötluðu fólki fremst og það var upp og ofan hvað því fannst. Þeir sem voru fjærst hljómsveitinni virtust skemmta sér best. Það kom fyrir á einum stað að fólk dansaði. Hvað með plötuna sem One Little Indian gefur út? Við hittum Derek Birkett (aðal- eiganda One Little Indian) í Þýska- iandi, en hann var með í ferðinni til að byrja með. Við spurðum hann hvort hann væri til í að gefa út plötu með okkur og hann sagði „no problem". Það kemur svo út tólf- tomma í lok janúar og önnur fljót- lega eftir það. Við förum sennilega út í febrúar til að spila eitthvað. Ég heyrði að það hefði bæst við nýr meðlimur í hijómsveitina. Já, Jón Egill Eyþórsson heitir hann, fyrrverandi Besti vinur Ham. Hann hefur spilað í nokkrum hljóm- sveitum frá því hann var í Nef- rennsli á sínum tíma. Hann kom inn í sveitina eftir að Gunni hætti, því þessi lög sem við erum með núna verða að hafa tvo gítara. Það kom vel fram á tónleikum í Berlín, því þá datt út gítarmagnarinn hans Sigurjóns og þá þurftum við að reka Jón Egil af sviðinu og spila göhnu lögin, sem var ekki það sem við ætluðum okkur. Þessi plata kynnir vonandi sveitina i Englandi, en ég hef líka heyrt að Ham só vi'ðar þekkt. Já, platan okkar hefur víst verið spiluð víða í Bandaríkjunum, enda voru Sykurmolarnir iðnir við að dreifa plötunni þegar þau voru á sínu ferðalagi. Við fengum t.a.m. bréf frá klæðskiptingi og fatafellu í New York sem iýsti áhuga sínum á að fækka fötum við tónlist okkar. Við þetta má svo bæta þvi að Ham heldur tónleika í Duus 12. janúar næstkomandi og gefst þá mönnum kostur á að fá að heýra í hinum nýja gítarleikara. Hamar hyggjast leika lög sem sveitin er að vinna í hljóðveri þessa dagana, en upphitunarsveit verður Wapp. Forsala aðgöngumiða er í Gramm- inu og hjá Smekkleysu s/rrP/f. SIDAN Mosi Irændi allur Hljómsveitin Mosi frændi hefur vakið blendnar tilfinning- ar á sínum ferli og ýmist hafa menn verið hæstánægðir með hana eða óskað henni alls hins versta. Framanaf var uppistað- an í dagskrá sveitarinnar paród- íur, eða afskræmingar, á lögum annarra tónlistarmanna og þá gjarnan ætlaðar til að sýna poppgoð í spespegli. Smám saman náðu frumsamin lög þó yfirhöndinni og sveitin sendi frá sér eina kassettu og eina smáskífu með lögunum Ástin sigrar og Katla kalda Ekki er langt síðan Mosi frændi lagði upp laupana með lokatónleikum í Norðurkjallara MH, sumum til gleði en öðrum til ama. Rokksíðan hitti að máli einn af aðstandendum Mosa frænda til að forvitnast um andl- átið. Hvers vegna hætta? Ástæðan er fyrst og fremst sú að við sjáum okkur ekki fært að gefa Mosa frænda þann tíma sem hann þarf. Okkur hefur alltaf langað meira til að stefna uppá- við en niöur eða beint áfram og til að halda áfran að stefna upp þyrftum við að gefa ýmislegt annaö upp á bátinn og við erum ekki reiðubúnir til þess. Það var því fýsilegra að hætta núna frek- ar en að standa í sömu sporum öllu lengur. Er það ekki með nokkurri eft- irsjá sem Mosi frændi er lagður í gröfina? Jú, þetta hafa verið skemmti- legir 1132 dagar sem við höfum starfað saman og við erum allir, get ég fullyrt, mjög ánægðir og stoltir og þakklátir fyrir að hafa verið Mosi frændi. Við erum þó fegnir því að hætta núna og vera ánægðir með allt sem við höfum gert heldur en að halda áfram inn í einhverja vafasama framtíð. Finnst ykkur að Mosi frændi hafi náð þeim markmiðum sem menn settu sér f upphafi. Já, við náðum öllum þeim markmiðum sem við settum okk- ur í upphafi, náðum þeim marg- faldlega, enda voru þau mjög hógvær. Ég held við getum verið ánægðir með það sem við kom- um í verk. ELDHÚ SKRÓKURINN Tveir veizluréttir Tilvaldir í áramótaboðin „Gratineraður“ kræklingur Meirháttar forréttur fyrir 6 1 stór dós kræklingur - IV2 dl þurrt hvítvín -1 dl vatn -1 lítill laukur - 4 heil svört piparkorn - 1 lítið lárviðarlauf -1 tesk. stein- selja - 250 g sveppir - 50 g smjör eða smjörlíki -1 meðalstór laukur - 2-3 tómatar - 2 matsk. hveiti - 15 g smjör eða smjörlíki -1 eggja- rauða - 3 matsk. ijómi - sítrónu- safí - salt + pipar - 2-3 matsk. brauðrasp (ólitað). Skreyting: steinselja og sítróna. Hvítvín, vatn, fínt saxaður laukur, svört piparkom, lárviðar- lauf og steinselja soðið í um 10 mínútur. Síðan síað. Á meðan það mallar skerið þá sveppina í fjórð- unga, saxið stærri laukinn og lát- ið krauma í smjörinu á pönnu. Bætið svo tómötunum út á pönn- una og látið krauma áfram í fáein- ar mínútur. Komið suðunni upp á síaða leg- inum og jafnið með smjörbollu úr smjöri og hveiti. Látið malla við vægan hita í 5 mínútur. Hrærið saman eggjarauðuna og 3 matsk. rjóma og bætið út í jafninginn. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. Látið renna af kræklingnum og deilið honum síðan ásamt sveppa-jukkinu í litlar eldfastar skálar eða diska. Hellið sósunni yfír og stráið brauðraspi ofan á (helzt úr tvíbökum). Svona má undirbúa réttinn, og þá er ekkert eftir nema bregða honum í 10-15 mínútur í 220 gráðu heitan ofn. Skreytið svo með þunnri sítrónu- - sneið og smá steiriseljukvisti ef vill áður en rétturinn er borinn á borð. Gómsætur ábætisréttur Appelsínusalat með jarðarbeijum og Grand Marnier líkjör, fyrir 6 6 appelsínur - V2 kg fryst jarð- arber - 3 matsk. Grand Marnier- líkjör - sykur eftir smekk - 3-4 matsk. nýpressaður appelsínusafí - þeyttur ijómi. Afhýðið appelsínurnar og fjar- lægið allt þetta hvíta. Skerið app- elsínumar í þunnar sneiðar og látið í skál með hálf-frosnum, nið- urskornum jarðarbeijunum. Notið nokkur jarðarber til að „músa“ með líkjörnum, appelsínusafanum og dálitlum sykri, og hellið þessu yfir. Gott að láta réttinn standa í ísskáp í um klukkutíma. Svo er hann borinn fram með ískældum þeyttum ijóma. Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu stækkað líkjör- skammtinn. Verði ykkur að góðu! Að lokum vil ég svo þakka fyr- ir öll bréfin og upphringingarnar á árinu sem er að líða og vona að framhald verði á okkar góðu samvinnu. Mínar beztu óskir um heillaríkt komandi ár ykkur til handa. Með kveðju, Jórunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.