Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1988
Minning:
Ernst Gíslason yfír-
fíugumferðarstjóri
Fæddur 17. október 1921
Dáinn 21. desember 1988
Elsku pabbi er dáinn. Þó að þetta
hafi legið í loftinu í hálft ár, þá er
erfitt að sætta sig við það. En ég
veit að honum líður betur núna.
Krabbamein er oftast ólæknandi
sjúkdómur og í hans tilfelii var
ekkert hægt að gera. En hann gafst
ekki upp og barðist hetjulega í
tæpt ár. Hann gekkst undir erfiða
uppskurði, þá síðustu nú í október.
Hann ætlaði að sigra í baráttunni
við sjúkdóminn. En hún var ójöfn,
því að það var þegar búið að ákveða
hver átti að sigra í þessari baráttu.
Allt sitt líf helgaði pabbi því sem
honum þótti vænst um, íjölskylduna
og starfíð. Við systkinin gátum öll
reitt okkur á hann ef eitthvað bját-
aði á. Hann var alltaf til staðar
fyrir okkur. Ég veit að pabbi verður
alltaf hjá okkur, þó hann sé farinn
yfir móðuna miklu. Hann var alltaf
svo bjartsýnn á framtíðina þó hann
vissi í hvað stefndi. Það var alltaf
auðvelt að fá hann til að hlæja,
hversu þjáður sem hann var. Þó það
sé búið að taka pabba frá mér, þá
á ég minningamar um hann og þær
tekur enginn frá mér. Við áttum
margar góðar stundir saman og ég
er þakklát fyrir þær. Hann var eins
lengi hjá okkur og hann gat og
mun lifa í hugum okkar að eilífu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Sb. 1886 - V. Briem)
Ásdís
Emst Gíslason, yfirflugumferð-
arstjóri, lést í Borgarspítalanum í
Reykjavík þann 21. þessa mánaðar.
Þessi fregn kom á óvart jafnvel
þó að aðdragandinn væri orðinn
nokkur, því að það var í febrúar-
mánuði síðastliðnum, sem Emst
fyrst kenndi einkenna þess sjúk-
dóms, sem leiddi til andláts hans.
Emst fæddist í Stavanger í Nor-
egi 17. október 1921, sonur hjón-
anna Fríðu Tómasdóttur frá Bratt-
holti í Biskupstungum og Gísla Jo-
hannsen frá Ólafsfírði. Hann var
því nýorðinn 67 ára, þegar hann
lést.
Emst kynntist ég fyrst fyrir
ijörutíu árum, er hann hóf störf hjá
Flugmálastjóm íslands og urðum
við samstarfsmenn ásamt fjölda
annarra ungra manna í því braut-
ryðjendastarfi, sem unnið var á
þeim tíma í íslenskum flugmálum.
Þá opnuðust nýir heimar fyrir ís-
lendinga og raunar allar aðrar þjóð-
ir í flugmálum. Tækni á því sviði
hafði fleygt fram og þróast ótrúlega
hratt á stríðsárunum. Nú var komið
að því að nýta þá tækni til hags-
bóta fyrir allan almenning. Hlutur
íslands í alþjóðaflugi varð stórum
meiri en vænta mátti af svo fá-
mennri þjóð.
Okkar afmarkaða svið var flug-
umferðarþjónusta, en við þeirri
þjónustu tóku íslendingar af .her-
námsliði Breta í lok stríðsins og af
Bandaríkjamönnum á Keflavíkur-
flugvelli tíu árum seinna. Þetta var
það andrúmsloft, er ríkti, er Emst
hóf störf hjá Flugmálastjóm 1948.
Þegar hann er nú kallaður burt
frá jarðvist sinni hrannast upp
minningar um liðnar samverustund-
ir, um ýmsar glímur við erfið verk-
efni á liðinni starfsævi, er leystust
á farsælan hátt.
Hæfileikar Emst og rólegt, yfir-
vegað og öruggt fas hans leiddu til
þess, að hann valdist til trúnaðar-
starfa fyrir stofnunina. Hann var í
framvarðaliði því, sem valið var til
að taka við ábyrgð á rekstri flug-
tumsins á Keflavíkurflugvelli af
Bandaríkjamönnum ogtil undirbún-
ings þess fór hann til framhalds-
náms í flugumferðarstjórn hjá flug-
málastjóm Bandaríkjanna.
Hann lauk prófi í radsjárflugum-
ferðarstjóm við skóla bresku flug-
málastjómarinnar og upp úr því
hófust afskipti hans af skóla- og
þjálfunarmálum Flugmálastjómar
og kenndi hann radsjárflugumferð-
arstjóm flugumferðarstjórum, er
störfuðu við ratsjár á Reykjavíkur-,
Akureyrar-, ísafjarðar- og Egils-
staðaflugvöllum.
Emst var skipaður varðstjóri við
flugtuminn á Reykjavíkurflugvelli
1963, varðstjóri í flugstjómarmið-
stöðinni 1973, yfirflugumferðar-
stjóri þjálfunar flugumferðarþjón-
ustu 1977 og yfirflugumferðarstjóri
skipulagssviðs flugumferðarþjón-
ustu frá 1. janúar 1986.
Hér hefur verið stiklað á stóm
um starfsferil Emsts. Að baki þess-
ari upptalningu eru ónefnd störf,
sem ekki verða metin 'né vegin.
Hann var einstakt prúðmenni og
vann sín störf með ró og festu.
Emst starfaði mikið að félagsmál-
um, bæði í fagfélagi sínu, Félagi
íslenskra flugumferðarstjóra, þar
sem hann var formaður, og innan
Frímúrarareglunnar.
Emst var gæfumaður í einkalífí
sínu, eignaðist indæla eiginkonu,
Ingunni H. Þorsteinsdóttur og með
henni mannvænleg böm, en þau
Minnmg:
Sveinn Ólafsson
slökkviliðsmaður
Fæddur 31. ágúst 1926
Dáinn 20. desember 1988
Um morguninn 20. desember 1988,
er ég mætti í vinnuna, bárust mér
þær sorglegu fréttir að Sveinn Ólafs-
son slökkviliðsmaður, einn af starfs-
mönnum mínum hefði dáið um nótt-
ina. Lát hans kom mér ekki á óvart,
en samt var það sárt. Sveinn hafði
verið sjúkur í nokkum tíma, barðist
hart við illskeyttan óvin, sem sigraði
loks eins og oft er nú raunin, og
kannski besta lausnin þegar á allt
er litið, eins og hann sjálfur orðaði
það, honum var lagið að sjá hlutina
í réttu ljósi.
Nafni minn, eins og Sveinn heitinn
Eiríksson kallaði hann oft, byrjaði
að vinna í slökkviliðinu á Keflavíkur-
flugvelli 1964. Fljótt kom í ljós að
Sveinn var einstaklega laginn maður
á allt, hvort sem um var að ræða
tæki eða menn, og fór svo að hann
var kosinn af félögum sínum strax
árið 1968 slökkviliðsmaður ársins á
Keflavíkurflugvelli, það er heiður
sem fáum hlotnast. Sveinn átti ekki
alltaf náðuga daga í h'finu, en tók
sínu eins og það var, með skynsemi
og af öryggi, sem aðdáunarvert var.
Það var áberandi hvað Svanhvít,
eiginkona og ævifélagi Sveins, og
hann voru samrýnd, þau voru hvort
öðru allt, börðust saman til hinstu
stundar. Mér er minnisstætt er ég
heimsótti Svein vin minn í síðasta
sinn í þessum heimi, við hlið hans
dvaldi Svanhvít honum til halds og
styrktar dag og nótt, og leyndi sér
ekki að á milli þeirra hjóna ríkti
mikil ást.
Sveinn leysti öll störf af hendi of
sérstakri natni og hæfni hans var
einstök. Hann var öðrum færari að
finna lausn á aðsteðjandi vanda í
viðgerðum á flóknum búnaði
slökkvibifreiða og átti hann stærstan
hlut í því að tekist hefur að halda
tækjum slökkviliðsins í fullkomnu
lagi alla tíð. Þetta er árangur sem
ekki þekkist annars staðar hjá okkar
atvinnurekanda, bandaríska flotan-
eru: Þorsteinn, flugmaður hjá Cont-
inental í Bandaríkjunum, fæddur
1956. Öm, tannlæknanemi, fæddur
1958, Gylfí, flugumferðarstjóri,
fæddur 1961. Birgir, nemandi í við-
skiptafræði, fæddur 1965. Ásdís,
fædd 1969, stúdent sl. vor.
Góður drengur er genginn. Minn-
ingin um hann lifír áfram í hugum
okkar alla tíð.
Fyrir hönd Flugmálastjórnar
sendi ég aðstandendum, eiginkonu
hans, bömum og bamabömum inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Matthíasson
Við fráfall Emsts Gíslasonar
æskuvinar míns úr Vesturbænum
rifjast upp samverustundir okkar á
atvinnuleysis- og kreppuámnum
fyrir 1940, og göngutúmm okkar
niður Túngötu á leið niður í bæ, frá
heimili Emsts við Bræðraborg-
arstíg, en mínu við Hofsvallagötu.
Þá deildum við með okkur draumum
um betri og bjartari framtíð, m.a.
drauminn um að komast í atvinnu-
flug sem þá var að hefjast á ís-
landi. Þá var það draumur að kom-
ast í atvinnu og nám, úr fótboltan-
um í KR sem var aðaláhuga- og
tómstundagamanið. Áhugi til náms
var ríkur í fari Emsts á þeim ámm
atvinnuleysis, eymdar og volæðis.
Leiðir okkar Emsts skildu, því er
verr, þegar ég komst til náins að
Laugarvatni og komst síðan að við
Tollgæslu utan Reylqavíkur sem
tollvörður í Vestmannaeyjum, á
Seyðisfirði, Siglufirði og Ákranesi,
og nokkmm ámm síðar til
Reykjavíkur, eða árið 1942. Emst
komst um svipað leyti til náms og
ég og starfa við flugumferðarstjóm
á Reykjavíkurflugvelli. Ég hitti þó
Emst af og til er ég kom til
Reykjavíkur af landsbyggðinni.
Síðar frétti ég um giftingu og bam-
eignir hans og Ingunnar, eftirlif-
andi eiginkonu hans.
Ég læt þessa fátæklegu upprifjun
á æviminningum frá æsku okkar
Emsts, af hallærisámnum fyrir
stríð, lokið.
Eftirlifandi eiginkonu og bömum
sendi ég hugheilar jólakveðjur og
samúðaróskir vegna fráfalls Emsts
vinar míns. Megi hann hvfla í friði
á þessari ljóssins hátíð sem nú
stendur yfír þessa dagana.
Páll Hannesson
í dag kveðjum við flugumferðar-
stjórar einn af traustustu og ágæt-
ustu frumheijum starfsgreinar okk-
ar á íslandi, Émst Gíslason yfirflug-
umferðarstjóra.
í skammdeginu, þegar lengri og
bjartari dagar hefjast, hóf andi
hans flug sitt til annarrar tilveru,
það flug sem við öll eigum í vænd-
um, aðeins óvíst hvenær. Þegar
ólæknandi sjúkdóma ber að garði
horfast hraustmenni í augu við
staðreyndir, þakka góðar gjafír
skaparans í þessari tilvist, taka því
sem að höndum ber og að loknu
um, enn eitt dæmið um hvað Sveinn
heitinn lagði mikið af mörkum. Hér
fyrir nokkrum árum var það svo að
starfsmönnum slökkviliðsins var
kennd enska og var þá ýmislegt
rætt og kom þá fyrir að ýmis orð
vöfðust fyrir mönnum, þá var það
að Sveinn heitinn kom með réttu
orðin og réttar þýðingar, alltaf tilbú-
inn að hjálpa félögunum. Hann var
sérstaklega vel að sér í enskri tungu.
Hann starfaði fyrir bandaríska her-
inn strax á stríðsárunum, þannig að
lengi hafði hann starfað og haldið
tryggð við sama atvinnurekanda.
Sveinn tók að sér ýmis sérverkefni
i starfinu og var sendur utan til
náms í fræðum slökkviliðsins, einnig
löngu og farsælu ævistarfi er aðeins
góðs að vænta.
Emst fæddist í Stavanger í Nor-
egi og foreldrar hans yoru hjónin
Gísli Jóhannesson frá Ólafsfirði, f.
1877 og Fríða Tómasdóttir frá
Brattholti í Biskupstungum, f.
1888.
Gísli lauk gagnfræðaprófi frá
Möðruvallaskóla, búfræðingsprófí
frá Hólaskóla, stundaði kennslu um
hríð, en fluttist til Stavanger árið
1913 og starfaði þar um 6 ára skeið
í skipasmíðastöð og við siglingar á
fyrri heimsstyijaldarárunum. Hann
lést 1. nóv. árið 1941. Fríða, móðir
Emsts, var systir Sigríðar frá
Brattholti, sem þjóðkunn varð af
hetjulegri baráttu sinni gegn sölu
Gullfoss í Biskupstungum og heim-
sókn sinni til Reykjavíkur til að
koma vitinu fyrir ráðamenn þjóðar-
innar. Fríða hélt bömum sínum
heimili eftir lát eiginmannsins og
vann hörðum höndum, jafnt utan
heimilis sem innan og lést 17. júní
árið 1972.
Emst var 5 ára gamall er hann
fluttist með foreldrum sínum heim
frá Noregi. Fjölskyldan bjó fyrst á
Ránargötunni, en síðar við Hað-
arstíg.
Alsystkinin voru 4, Óskar f. 1917
(dó ungur), Gunnar f. 1919, starf-
aði síðar lengi hjá Reykjavíkurhöfn,
þá Emst f. 1921 og yngst Olga f.
1923. Þijá hálfbræður átti Emst
frá fyrra hjónabandi Gísla, en af
þeim er nú aðeins Þorbergur á lífi,
81 árs að aldri.
Emst stundaði nám f Miðbæjar-
skólanum og var síðan í kvöldskóla
KFUM og náði mjög góðu valdi á
ensku og íslensku, þó skólagangan
yrði ekki löng á kreppuárunum, og
hann ritaði stórglæsilega hönd, sem
vakti sérstaka athygli og gefur oft
fleiri mannkosti til kynna. Eftir
fermingu vann hann að ýmsum
mismunandi störfum, m.a. varhann
þingskrifari Alþingis um vetur, þar
sem hans góða rithönd naut sín vel.
Síðari hluta vetrar árið 1948 sótti
hann bóklegt námskeið í flugum-
ferðarstjóm á vegum Flugmála-
stjömar og var einn hinna fáu, sem
að loknum prófum voru valdir til
verklegs framhaldsnáms og hóf
störf við flugumferðarstjómina í
lauk hann við sémámskeið í faginu
héma heima og var öll hans þátt-
taka í því sem öðm honum og okkur
öllum til mikils sóma.
Sveins Ólafssonar verður lengi
minnst í slökkviliðinu á Keflavíkur-
flugvelli, nafn hans og verk hafa
grópast fast og munu standa áfram
öðrum mönnum til eftirbreytni og
velfamaðar. Blessuð sé minning
hans.
Eiginkonu og öðrum ástvinum
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur á þessari saknaðarstundu.
Guð styrki ykkur.
Haraldur Stefánsson
slökkviliðsstjóri,
Keflavíkurflugvelli.
Með örfáum orðum viljum við vakt-
félagar Sveins minnast hans, kveðja
og þakka góða samfylgd öll þau ár,
sem við höfum fengið að starfa með
honum í slökkviliðinu á Keflavíkur-
flugvelli, þau hefðu orðið 25 í marz
á næsta ári.
Hans sérgrein var viðhald og við-
gerðir á bifreiða- og tækjaflotanum
sem slökkviliðið hefur til umráða.
Þessari sérgrein sinnti Sveinn með
sérstökum ágætum, hann hafði
mikla reynslu fyrir sem hann átti
mjög auðvelt- með að bæta við og
aðlaga þeim öru breytingum sem átt
hafa sér stað, einnig átti hann stór-
an hlut í að betrumbæta og auka
Reykjavík í júlímánuði 1948. Undir-
ritaður hafði þá starfað þar í 2 ár
og ég minnist þess hve fljótt komu
í ljós ágætir hæfileikar Ernsts til
þessa starfs. Traustvekjandi rödd í
talstöðina og róleg yfirvegun
vandasamra viðfangsefna, áður en
ákvörðun var tekin. Ég á vissulega
margar ljúfar minningar frá sam-
starfi okkar, hlið við hlið, í miklum
önnum við erfið starfsskilyrði, áður
en nútímatækni flugsins kom til
sögunnar.
Ernst var við framhaldsnám í
Atlanta í Bandaríkjunum, 1950-
1951 og varð einn af fyrstu rat-
sjársérfræðingum Flugmálastjóm-
ar, sótti einnig framhaldsnámskeið
í þeirri grein í London og kenndi
síðan öðrum flugumferðarstjórum
hér á Fróni. Hann starfaði um hríð
í flugtuminum á Keflavíkurflug-
velli, einn fyrstu íslendinganna þar,
en annars löngum í gamla flugtum-
inum í Reykjavík, tumi og flug-
stjómarmiðstöð, þar til starfsemin
var flutt í nýrri flugtumsbygging-
una, 1962—1963. Þar varð hann
varðstjóri á efstu hæðinni, sjálfum
tuminum, um árabil og jafnframt
kennari og leiðbeinandi í ratsjár-
málum. Síðar varð hann varðstjóri
í flugstjómarmiðstöðinni þar til
hann var valinn jrfirflugumferðar-
stjóri kennslu og þjálfunar flugum-
ferðarstjóra, sem hann annaðist um
10 ára skeið, eða til ársloka 1985.
Við skipulagsbreytinguna í árs-
byijun 1986 varð hann fyrsti yfir-
flugumferðarstjóri skipulagssviðs
flugumferðarþjónustu og gegndi því
starfi þar til veikindin komu til sög-
unnar, í febrúar 1988.
Emst hafði áhuga fyrir félags-
málum, var m.a. formaður Fél. ísl.
flugumferðarstjóra árið 1973 er
alþjóðaþing flugumferðarstjóra var
haldið hér í Reykjavík og hefir lengi
starfað í félagsskap frímúrara.
Emst kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Ingunni H. Þorsteinsdóttur,
25. júní 1955 og þau eignuðust 5
mannvænleg böm, Þorstein f. 1956,
sem er atvinnuflugmaður og starfar
hjá flugfélaginu „ContinentaT í
Bandaríkjunum, kvæntur Þórlaugu
Daníelsdóttur, Öm f. 1958, nem-
anda í tannlækningum, Gylfa f.
1961, flugumferðarstjóra, sem
kvæntur er Þorbjörgu Jónsdóttur,
Birgi f. 1965, nemanda í viðskipta-
fræðum og Ásdísi, einu dótturina,
augastein föður síns, f. 1969, lauk
stúdentsprófi sl. vor og starfar nú
hjá Eimskipafélagi íslands.
Nú, að leiðarlokum, þakka ég og
starfsbræðumir Emst Gíslasyni
ágætt samstarf, þeir elstu um 40
ára skeið, við söknum vinar og
góðs félaga.
Innilegustu samúð okkar vottum
við Ingunni, bömum þeirra, bama-
bömum og öðmm vandamönnum.
„Fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.“
Valdimar Ólafsson
öryggi tækja okkar, en þær breyt-
ingar hafa náð langt útfyrir okkar
slökkvilið. Sveinn var mikill hæfi-
leikamaður, á eldstað var hann ætíð
ein styrkasta stoðin, yfirvegaður
eins og alltaf kunni hann einhver
ráð ef eitthvað ætlaði að fara úr-
skeiðis.
Nærvera hans var okkur mikill
styrkur í orðsins fyllstu merkingu.
Hann er einn af fáum sem hafa
verið valdir af okkur vinnufélögun-
um, slökkviliðsmaður ársins. Kímni-
gáfa hans var rík, léttur og skemmti-
legur vinnufélagi sem gott var að
umgangast.
Sveinn bar tilfinningar sínar ekki
á torg en við sem þekktum hann
vissum að hann hafði hjartað á rétt-
um stað.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu við
þann erfiða sjúkdóm, sem Sveinn
veiktist af fyrir tæpu ári, gat hún
ekki endað nema á einn veg. Hann
vissi að hveiju stefndi, lagði fastur
og öruggur á brattann yfírvegaður
eins og alltaf.
Nú er hann lagður af stað í ferða-
lagið mikla sem fyrir okkur öllum
liggur, við biðjum Guð að gefa hon-
um góða heimkomu í landi ljóss og
friðar.
Við vottum eiginkonu og öðrum
aðstandendum innilega samúð.
Minningin um góðan dreng er hugg-
un í harmi. Vaktfélagar