Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 27
mc:-. m'ittiím & <M<aA,ismwÆOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 Æ 27 Skákeinvígið í Seattle: Auðveldara að horfa á nú en í einvíginu við Kasparov - segir Natalia Bulanova eiginkona Anatolíjs Karpovs Frá Valgerði Hafetað, fréttaritara Morgunblaðsins í Seattle. FÁAR fconur voru S áhorfendahópnum, þegar 3. einvígisskák Jóhanns Hjartarsonar og Anatolíjs Karpvos var tefld, en á aft- asta bekk sat pelsklœdd kona, Ijóshærð með fínlega andlits- drætti. Hún var Natalia Bulanova, eiginkona Karpovs. Fréttarit- ari Morgunblaðsins spurði hana hvernig henni liði að sitja á áhorf- endabekk. „Auðvitað er það spennandi," sagði hún, „en það er mun auðveldara nú en þegar Karpov tefldi við Kasparov á Spáni í hitteðfyrra.“ Hún sagðist einu sinni áður hafa komið til Bandaríkjanna og hún sagði það hafa komið sér mest á óvart hvað fólkið væri vin- gjamlegt og tilgerðariaust eins og í Sovétríkjunum. Hún sagði bandarískar konur ekki vera ólík- ar sovéskum nema í klæðaburði. Hún sagðist sjaldan fylgja Karpov á skákmót vinnu sinnar vegna en hún starfar á handritadeild bóka- safns í Moskvu. Aðspurð hverju Perestrojka hefði breytt í lífí hennar, sagði hún hana hafa fært Sovétmönnum meira lýðræði og frelsi: „Nú getur fólk látið skoðanir sínar í ljós í dagblöðum,“ sagði hún að lokum. í skákskýringarherberginu skýrðu John Donaldson og Elena Aksjmilosskaja skákina. John er bandarískur og alþjóðlegur meist- ari í skák, hún rússneskur stór- meistari kvenna. Þegar þau voru gefín saman i Grikklandi í nóvem- ber í fyrra þótti það ástarævintýri aldarinnar í skákheiminum. Þau tóku bæði þátt í Ólympíuskákmót- inu sem þar var haldið, en hún, ein sterkasta skákkona heims, flúði með Donaldson til Banda- ríkjanna þegar þremur umferðum var ólokið. Nú hafa þau hjónin sótt um leyfi fyrir dóttur hennar frá fyrra hjónabandi til að komast til Bandaríkjanna, en ekkert svar hefur enn borist frá Sovétríkjun- um. Elena sagði fréttaritara Morgunblaðsins að það erfíðasta við dvölina hér væri að hafa dótt- ur sína ekki hjá sér. „Vandamálin eru mörg I Bandaríkjunum," sagði hún, „t.d. er skákíþróttin ekki nærri eins vinsæl hér og í Sovétríkjunum, og hér verð ég alltaf að tefla við karla. í Sovétnkjunum tefldi ég eingöngu við konur.“ Elena kvaðst bjartsýn á að Gorbatsjof héldi völdum í Sov- étríkjunum. „Hann á við mikla erfíðleika að stríða, en ég vona að eftir 3-4 ár verði ástandið betra.“ Hún lýsti auk þess yfír ánægju með batnandi samskipti Bandaríkjanna og Sovétríknanna. Hún sagðist sakna vina sinna, landsins og tungumálsins, en hún sagðist einnig vera sannfærð um að í framtíðinni fengju vinir henn- ar að heimsækja hana. „Tímamir hafa breyst," sagði hún og brosti. Frá tónleikunum á miðvikudagskvöld. Mosfellsbær: Húsfyllir á tónleikum Mosfelubær TÓNLEIKAR hjá nemendum Tónlistarskóla Mosfellsbæjar eru nú reglulega haldnir einu sinni í mánuði hveijum og þá ávallt á miðviku- dögum kl. 17.30. Þetta nýmæli var tekið upp í haust sl. og bauð sóknamefnd hús- næði sitt við Þverholt endurgjalds- laust til þessara nota. Tvennir tón- leikar voru haldnir fyrir áramót en á miðvikudagskvöld voru þeir þriðju og var húsfyllir svo sem áður heftir verið. í vetur sækja um 260 nemendur skólann og starfandi em 6 kennar- ar að meðtöldum skólastjóra sem er Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari. Kennslan er með hefð- bundnu sniði að mestu en þó er mjög mikil þátttaka eldri nemenda sem ekki em skólaskyldir og einnig miðaldra fólks sem er mikið í söng- námi. Sumir telja að þessi söng- áhugi sé að hluta til vegna þess hve öflugt söngstarf er hjá hinum fímm starfandi kómm héraðsins, auk þess sem fólk er að leika sér í minni sönghópum. Næscu hljómleikar verða haldnir miðvikudaginn 22. febrúar á sama stað kl. 17.30. - Fréttaritari. . Fuglaskoðun: Yetrarmglar heimsóttír 5. febrúar á Innnesjum Fuglaverndarfélagið gengst fyrir fúglaskoðunarferð sunnudaginn 5. febrúar. Hugað verður að fuglum á Innnesjum. Að vetrarlagi er fuglalífíð þar ekki sfður Qölbreytt en á sumrum. Erfítt er að gera nákvæma ferðaáætlun. En eins og gefur að skilja ræður veðurfar miklu á þess- um árstíma. Ráðgert er að athuga eftirfarandi staði eftir því sem að- stæður leyfa: Hvaleyrarlón, Hafnarfjörð og Álftanes. Þar má vænta vetrargesta eins og gráhegra, fjömspóa, rauð- brystinga og bjartmáfa, auk ýmissa ánda, máfa og vaðfugla. Skildinganes. Á Skeijafírði við Skildinganes má búast við íjölmörg- um andategundum og máfum, jafnt algengum sem sjaldgæfum vetrar- gestum. Af fuglum sem hafa haldið sig þar undanfarið má nefna 10 andategundir: hvinandahóp, hús- endur, toppendur, stokkendur, urt- endur, gargönd, rauðhöfðahóp, grafönd, hávellur og æðarfugla, svo og bjartmáfa, hettumáfa o.fl. Reykjavíkurtjöm. Þar gefst kost- ur á að skoða í návígi álftir, grágæs- ir, blesgæsir, stokkendur, skúfend- ur og fleiri vatnafugla ef ísafar er hagstætt. Skógræktina í Fossvogi. í Skóg- ræktinni er stærsti náttstaður stara hérlendis og oft má sjá þar smyrla, uglur, hrossagauka, grá- og svart- þresti auk annarra spörfugla og keldusvíni getur bmgðið fyrir ef heppnin er með. í bakhendinni em svo Elliðavatn, Amamesvogur o.fl. Lagt verður upp frá Umferðar- miðstöðinni að vestanverðu klukkan 10.00 og birtan nýtt. Leiðsögn verð- ur í höndum kunnugra fuglaskoð- ara. Öllum er heimil þátttaka. Fjölmenn barnaguðs- þjónusta í SÓKNUM Reykjavíkurprófast- dæmis fer fram öflugt og lifandi bamastarf. Hópur af börnum kemur á hverjum sunnudegi (eða laugardegi) og tekur þátt i bamaguðsþjónustum. Nú hefur verið ákveðið að hópar þessir hittist og við ætlum að halda eina, stóra bamaguðsþjónustu sunnudaginn 5. febrúar í Hallgríms- kirkju. Bamaguðsþjónustan hefet klukkan 11.00 og verður farið frá flestum kirkjum eða safnaðarheim- ilum um klukkan 10.45. Áriðandi er að bömin komi tímanlega svo þau missi ekki af rútunum. Einnig er nauðsynlegt að foreldr- ar komi með yngstu bömunum. Frekari upplýsingar fást hjá sókn- arprestunum. (Fréttatilkynning) Kópavogur: RáðsteftiaSjálfstæðis- flokks um ísland og EB Utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins gengst í samvinnu við Sjálf- stæðisfélögin I Kópavogi fyrir ráðstefhu um samskipti íslands og Evrópubandalagsins. Ráðstefnan, sem haldin verður þriðjudaginn 7. febrúar í Hamraborg 1 í Kópavogi, hefet klukkan 17.30 með ávarpi Matthíasar Á. Mathiesen fyrrverandi utanríkisráðherra. Framsöguerindi flytja Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins; Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og Magnús Gunnars- sonar, framkvæmdastjóri Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda. Að loknu kvöldverðarhléi verða pall- borðstimræður með þátttöku Geirs H. Haarde, alþingismanns, Bryn- jólfs Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra Granda, Bjöms Friðfinnsson- ar, ráðuneytisstjóra, Ara Skúlason- ar, hagfræðings og Víglunds Þor- steinssonarformanns Félags íslenskra iðnrekenda. Umræðustjóri verður Halldór Jónsson formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi en ráðstefnustjóri verður Hreinn Lofts- son formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Atriði úr myndinni „Salsa“ sem Regnboginn hefúr tekið til sýn- inga. Salsa, ný dans- og tónlistarmynd REGNBOGINN hefiir tekið til Alvarado. Leikstjóri er Boaz inn „Konungur Salsa" í árlegu sýninga dans- og tónlistarmynd- Davidson. danskeppninni á aðaldansstaðnum ina „Salsa“. í aðalhlutverkum Aðalsöguhetjan, Rico, gerir við í hverfínu. Dansana í myndinni eru Robby Rosa, Rodney Harvey bíla á daginn og dansar á kvöldin. samdi og sá Kenny Ortega um, líkt og systurnar Magali og Angela Hann dreymir um að hremma titil- og í „Dirty Dancing". Lífifræðifélag íslands: Erindi flutt hjá RALA um beitarrannsóknir Á VEGUM Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Búnaðarfélags íslands eru hér staddir tveir sérfræðingar á sviði beitarrannsókna. Þeir munu halda erindi á vegum Líflræðifélags íslands, mánudaginn 6. febrúar klukkan 20.30 í stofii 101 í Odda, húsi Félagsvísindadeild- ar Háskóla íslands. Allt áhugafólk er velkomið. Dr. Frederick D. Provenza heldur erindi um „Learning mechanisms in food selection by livestock: implications for research and man- agement". Hann er prófessor í beit- arfræðum við Utah State Univers- ity í Bandaríkjunum. Sérsvið hans eru beitarfóðurfræði og beitarat- ferli. Hann hefur stundað rannsóknir á beitarletjandi aukaefnum plantna, hvemig beit hefur áhrif á myndun þessara efna og áhrifum þeirra á beitardýr. Þá stjómar hann rann- sóknum á þróun fæðuvals húsdýra.- í þeim rannsóknum hefur hann mikið sótt hugmyndir og aðferðir til tilraunasálfræðinnar. Rannsókn- ir hans flokkast að miklu leyti und- ir grunnrannsóknir, en hann leggur jafnan mikla áherslu á hagnýti rannsókna. Dr. Mike Alcock heldur erindi um „Sylvopastoral systems of agro- forestry their potential and research requirements". Hann er lektor við Landbúnaðar- og skógræktardeild háskólans í Bangor í Wales. Þar kennir hann m.a. um graslendi, túnrækt, beitarvistfræði og land- nýtingu, umhverfísvemd og land- búnaðarskógrækt og er hann meðal fróðari manna í Bretlandi um hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.