Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLA.ÐÍÖ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 5 Blágóma hrygndi í Fiska- safninu í Eyjum Menn hafa ekki orðið vitni að slíku áður svo vitað sé EINSTÆÐUR viðburður átti sér stað á Fiskasaftiinu í Vestmanna- eyjum í vikunni. Blágóma hrygndi þá í búri sínu og er talið að þetta sé í fyrsta skipti í heiminum sem menn hafa getað fylgst með hrygningu þessa fisks. Blágóman undirbýr hrygninguna. Blágóma er blá að lit, skyld steinbít og svipar talsvert til hans, vatnsmikill fiskur og algjörlega óætur. í Fiskasafninu í Eyjum hafa verið þijár blágómur saman í búri um fimm ára skeið. Fyrir 3 mánuðum hætti ein þeirra að éta um leið og kviður hennar tók að stækka. Ljóst var að hveiju stefndi og nú í vikunni hrygndi fiskurinn. Hafsteinn Guðfínnsson, líffræðingur, var staddur í Fiska- safninu þegar hrygningin átti sér stað og fylgdist með. Hann sagði í samtali við Mbl. að hrygningin hefði tekið talsvert langan tíma og hefði blágóman virst hafa mik- ið fyrir þessu. Fiskurinn virtist eiga erfítt með að stjóma hreyf- ingum sínum og valt á hliðina ef hann var ekki á ferð um búrið. í fyrstu byijuðu að seytla út eitt og eitt hrogn. Eftir um tveggja tíma átök var hiygningu lokið, undir þ.að síðasta komu hrogna- brúskar, í strimlum eins og perlur á bandi. Meðan á þessu stóð synti blágóman um búrið, kom upp undir yfírborð og hlammaði sér síðan niður á kviðinn eins og til þess að þiýsta hrognunum út. Svo virtist sem fiskurinn blési og væri másandi af átökum. Eftir um það bil tveggja tíma átök var hrygn- ingu lokið. Blágómumar sem voru með hrygnunni í búrinu skiptu sér ekk- ert af henni meðan á hrygning- unni stóð nema rétt fyrst, þá kúrðu þær sig upp að henni þar sem hún lá í búrinu. Ekki virtust þær hafa áhuga á að éta hrognin hennar, eins og gerst hefur með steinbítana sem hrygnt hafa. Þeg- ar hrygningu var lokið fóru blá- gómumar, og þá líka hiygnan, að gæða sér lítillega á hrognun- um. Búið er að mæla hrogn blágóm- unnar og em þau svipuð að stærð og steinbítshrogn. „Það var merkilegt að vera við- staddur þetta enda var þama um einstæðan viðburð að ræða. Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé í fyrsta skipti í heiminum sem menn verða vitni að svona hrygn- ingu,“ sagði Hafsteinn Guðfínns- son, líffræðingur og forstöðumað- ur Hafrannsóknastofnunar í Eyj- um. Grímur Hrygningin tók um tvo tíma og virtist blágóman hafa talsvert mikið fyrir henni. í erfiðleikum við Færeyjar Báturinn Særún lenti í vandræð- um skammt norður af Færeyjum síðdegis á fimmtudag. Fékk Sæ- rún á sig brotsjó með þeim afleið- ingum að öll siglingartæki um borð fóru úr sambandi. Að sögn lögreglunnar í Færeyj- um var Særún á leið til Englands er óhappið varð. Skipveijar báðu um aðstoð frá Þórshöfn þar sem þeir höfðu ekki sjókort yfír Færeyj- ar. Færeyski báturinn Tjaldurinn fór og náði í Særún. Dró hann Særúnu til Þórshafnar en þangað komu skipin um kl. 1 aðfaramótt föstudagsins. Að sögn lögreglunnar var slæmt veður á þessum slóðum sem óhapp- ið varð. Skemmdir eru það miklar á brú Særúnar að hún mun ekki geta haldið áfram ferð sinni á næstu dögum. Jákvæðasta viðhorfið til Sólar hf Neikvæðasta viðhorfið til SÍS FLESTIR sögðust hafa jákvætt viðhorf til Sólar hf. en neikvætt tíl Sambands íslenskra sam- vinnufélaga í könnun sem Gallup á íslandi gerði fyrir tímaritið Fijálsa verslun. Fólk var beðið um að nefna þijú fyrirtæki sem það hefði jákvætt viðhorf til. Sól hf. fékk langflestar tilnefningar, helmingi fleiri en Hag- kaup sem var í öðru sæti. Flugleið- ir voru númer þijú og síðan komu: Álafoss, Mjólkursamsalan, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Eimskip, Sláturfélag Suðurlands, SÍS, Ora og Osta- og smjörsalan. Flestir nefndu SÍS og næstflestir Póst og síma þegar þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvort þeir gætu nefnd þijú fyrirtæki sem þeir hefðu neikvætt viðhorf til. í Fijálsri verslun er það tekið fram að marg- ir aðspurðra vildu ekki svara þess- ari spumingu. Fjármálaráðherra breytti fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar: Eignar Jóni Baldvin allan hallann á ríkissjóði RÍKISSTJÓRNIN gallaði um og samþykkti fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins á fundi sínum í fyrradag, sem var um afkomu ríkissjóðs á liðnu ári. Það kom svo á daginn í gær að Ólaf- ur Ragnar Grímsson ijármála- ráðherra sendi fjölmiðlum aðra og breytta útgáfu, þar sem eftir- farandi málsgrein hefúr verið felld út: „Einkum á þetta við um síðasta ársfjórðunginn, en þá gerðist hvort tveggja í senn, að útgjöld fóru um 2 milljörðum króna fram úr áætlun og tekjur urðu 2 milljörðum lægri.“ Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra og fyrrverandi fjár- málaráðherra, var í gær spurður álits á þessum vinnubrögðum nú- verandi fj'ármálaráðherra. Hann kvaðst ekkert hafa um málið að segja annað en það að menn gætu borið saman þann texta sem sam- þykktur var í ríkisstjórn og þann sem fjármálaráðherra sendi út til fjölmiðla. „Þetta er ekkert hnútukast á milli mín og Jóns Baldvins," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær um breytta útgáfu hans á fréttatilkynningu þeirri sem af- greidd var í ríkisstjóminni í gær. „Við fórum yfír þessa greinar- gerð. Þetta voru svona drög og uppköst, sem ég sýndi ríkisstjóm- inni. Það var þarna ákveðið orða- lag, sem var villandi að því leyti að það var eins og það hefði verið stofnað til þessa útgjaldaauka á síðasta ársfjórðungi," sagði fjár- málaráðherra. Hann sagði að það væri auðvitað alrangt, því þótt þetta hefði verið greitt út á síðasta árs- fjórðungnum, þá hefði verið stofnað til megin hlutans áður. „Samanber, án þess að ég sé nokkuð að eltast við Þorstein Pálsson, þegar hann fór til Finnlands og seldi rollukjöt, en fráfarandi ríkisstjórn hafði gleymt að ganga frá útflutnings- uppbótunum á þetta ket, en þetta var nú ein af stærstu upphæðun- um.“ Ólafur Ragnar var spurður hvort hann væri ekki að láta í veðri vaka, með því að breyta orðalagi í þessu plaggi, sem afgreitt hafði verið í ríkisstjóm, að Jón Baldvin Hanni- balsson bæri í raun og veru meiri ábyrgð á halla ríkissjóðs á sl. ári, en raun bæri vitni: „Nei, nei, alls ekki. Það eina sem ég er að segja að meginhlutinn af þessum út- gjaldagreiðslum sem komu þama á síðustu mánuðum ársins voru vegna útgjalda sem voru löngu ákveðin af ráðhermm og fyrrverandi ríkis- stjóm.“ Til dagblaða og íréttastofa fjármAlaráðuneytið ARNARHVOLt. REYKJAVtK Fréttatilkynning Nr. 3/1989 Greinargerð um afkomu rfkissjóðs árið 1988 Ura og upp úr miðju ári fór hins vegar að gaeta vaxandi samdráttar í efnahagslifinu. Þetta kom fram í minnkandi tekjum rikissjóðs af veltusköttum, tregari innheimtu og þar með auknum rekstrarhalla. Jafnframt fóru ýmsir útgjaldaliðir fram úr fyrri áætiunum, fyrst og fremst vaxtagjöld, niðurgreiðslur og framlög til heilbrigðismála. Af þessum ástæðum varð afkoma rikissjóðs mun verri á síðari hluta ársins en áætlað hafði verið. Einkum á þetta við um siðasta árs- fjórðunginn, en þá gerðist hvort tveggja i senn, að útgjöld fóru um 2 milljörðum króna fram úr áætlun og lekjur urðu 2 milljörðum lægri. fjArmAlarAðuneytið ARNARHVOLI. REYKJAVlK Til dagblaða og fréttastofa Fréttatilkynning Nr. 3/1989 Greinargerð um afkomu rfkissjóðs árið 1988 Um og upp úr miðju ári fór hins vegar að gæta vaxandi samdráttar í efnahagslifinu. Þetta kom fram í minnkandi tekjum ríkissjóðs af veltusköttum, tregari innheimtu og þar með auknum rekstrarhalla. Jafnframt fóru ýmsir útgjaldaliðir fram úr fyrri áætlunum, fyrst og fremst vaxtagjöld, niðurgreiðslur og framlög til heilbrigðismála. Af þessum ástæðum varð afkoma rikissjóðs mun verri á síðari hluta ársins en áætlað hafði verið. Til vinatri er k.iflinn, eins og hann var samþykktur í rikisstjórninni, en til hægri ritskoðuð útgáfa Ólafs Ragnars Grímssonar að kaflanum onm QQniliirlrlrfiiK liofAi ímníri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.