Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 40
40 : MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4!. FEBRÚAR 1989 í mistrinu; Weaver í hlutverki Dian Fossey og Bryan Brown sem reynir árangurslaust að færa hana aftur til siðmenningarinnar. sem Fossey vingaðist við og rann- sakaði. Það hlýtur að hafa kostað ótrúlegt erfíði að koma kvikmynda- tökuhópi upp fjöllin og það hefur kostað hugrekki að stilla kvik- myndavélunum upp inn á milli gór- illanna, sem eru engin smásmíði, og ekki síst að gabba þær til að leika. En öðruvísi er erfítt að ímynda sér að í þokumistri hefði getað verið gerð af einhveiju viti. Hin frábæru myndskeið með öpun- um gefa myndinni fyrst og fremst aukna þýðingu, spennu og blákalt raunsæi, myndatakan öll er safarí- ferð um gullfallegt, seiðandi og dulúðugt landslag Afríku. Fossey var rétt kona á réttum stað og sama má segja um Weav- er. Það er stundum tekið þannig til orða að leikarar sýni hugrekki þegar þeir velja ákveðin hlutverk, sem eru kannski ekki á allra færi. Það er sjaldnar sem þeir þurfa að sýna raunverulegt, áþreifanlegt hugrekki í hlutverkum sínum eins og Sigoumey Weaver gerir þegar hún sest niður á meðal górillanna og hænir þær að sér. Hún leikur Fossey af miklum eld- móði dg vægðarlaust þegar hún sýnir okkur inní líf þessarar oft ofsafengnu konu, sem jafnvel var reiðubúin að pína lítinn dreng til að komast að veiðimönnunum og brenna kofa innfæddra í hefndar- skyni þegar ráðist hafði verið á górillumar „hennar“. Hún kom sér upp einkaher til að veija þær fyrir veiðimönnunum, sem sóttust ein- göngu eftir hausum og höndum górillanna — annað var ekki sölu- vara — og afkvæmum þeirra fyrir dýragarða í Evrópu. Myndin tekur sterka afstöðu með baráttu Fossey og er þannig mjög áhrifamikill málsvari dýra- og náttúmvemdar en lýsir Fossey í leiðinni án sér- stakrar persónudýrkunar þótt virð- ingin fyrir viðfangsefninu sé alltaf mikil. Hún bar gríðarlega um- hyggju fyrir fjallagórillunum og varð ágengt í baráttunni fyrir fjölg- un þeirra en hún átti líka sínar dökku hliðar og þær fá rúm í túlk- un Weavers. Með górillum í fjallamistrinu Kvikmyndir Amaldur Indriðason í þokumistrinu („Gorillas in the Mist“). Sýnd í Bióborginni. Bandarisk. Leikstjóri: Michael Apted. Handrit: Anna Hamilton Phelan. Framleiðendur: Peter Guber og Jon Peters. Kvik- myndataka: John Seale. Helstu hlutverk: Sigourney Weaver, Bryan Brown. Það vora skiptar skoðanir um hana. Afrísku veiðimennimir, sem hún hrelldi svo mikið, héldu hún væri nom og hún gerði allt til að ýta undir þá trú þeirra. Aðrir sögðu að hún væri óð, enn aðrir stórskrýt- in og í besta falli sérkennileg kona. Kannski var hún allt þetta og meira til en Dian Fossey varðaði aldrei um hvað fólk hélt um hana. Hún var stórmerkileg og starf hennar allt og hún er gott efni í bíómynd, eins og menn hafa bersýnilega gert sér grein fyrir. Hún yfirgaf unnusta sinn og starf í Bandaríkjunum um miðjan sjötta áratuginn og flutti til Kongó í Afríku til að kanna lifnaðarhætti ijallagórillunnar án þess að hafa í rauninni nokkra hugmynd um hvað hún var að fara út í. Hún hafði enga þekkingu á öpum eða villtum dýram yfírleitt, hafði enga þekk- ingu á Afríku, hafði ekki hugmynd um hvemig ætti að bera sig að við rannsóknir á þeim en hún var fjand- anum frekari, ákveðin og metnaðar- full og fylltist næstum sjúklegum eldmóði þegar kom að því að bjarga fjallagórillunni. Þetta er sú lýsing sem gefín er á Dian Fossey í hinni æfísögulegu mynd í þokumystrinu („Gorillas in the Mist“), sem sýnd er í Bíóborg- inni. Um leið og Fossey öðlaðist heimsfrægð fyrir rannsóknir sínar, nábýli við górillumar og baráttu fyrir lífí þeirra, en þær vora og era í mikilli útrýmingarhættu, eignaðist hún óvini og efndi til illdeilna við heimamenn sem endaði með hrylli- legu morði á henni um jólaleytið 1985. í þokumistri lýkur á morðinu án þess að greina frá því nánar. Allt fram að því — en myndin spannar 20 ára tímabil — er óvenjulegt og spennandi ævintýri með Sigoumey Weaver sem Fossey í einu af sínu bestu hlutverkum ef ekki því besta. En það er ekki aðeins athyglisverð sagan og stjömuleikur Weavers, sem gerir myndina jafn góða og raun ber vitni, heldur líka sú stað- reynd að hún er tekin á söguslóðum í Afríku, uppi í flöllunum langt fjarri mannabyggð á meðal apanna, BORGIN VERÐURIÐANDIAF LÍFIUMHELGINA jkvokJopnumviðki 22 AÐGANGS- EYRIR KR. 700,- nincun • • MSKO skemmtíríkvöld. «im®rniL» laaB - Aðgangseyrlr kr. 300 eftlr kl. 21:00. X-Töfðar til JTXfólksíöllum starfsgreinum! OLÆSIBJm____I AUjHE»IUM*lSÍ*Ma22aJ^ LAUGARDAGUR: Allt upppantað í mat. GÖMLU DANSARNIR íkvöldfrákl. 22.00-03.00. Hljómsveitin DANSSPORIÐ ásamt söngvurunum Örnu Þor- steíns og Grétari. Stórsýningin 10 íslenskir söngvarar í hlutverkum 30 heimsf rægra söngvara og hljómsveita. Kynnlr: Bjarni Dagur Jóns- son. Hljómsveitarstjóri: Grétar örvarsson. STJÓRNIN leikur fyrir dansi. BorÖapaníanir ogmiðasala isima 687111. Aðgöngumiðaverð á dansleik kr. 750.- Húsið opnað kl. 19. Hfm |Æ,AND Stjörnuball Bein útsending BrimklO leikur fyrir dansi í kvöld. Kynnar kvöldslns: Gulli Helga, Jón Axel og ÞorgeirÁstvalds. Sórstakur gestur kvöldslns: Karl örvarsson, heitasti söngv- arinn I dag. Verð aðgöngumiða kr. 750,- % BITLAVINAFELAGIÐ Söngskemmtunin GÆJAR OG GLANSPÍUR Diskótek í k v ö I d Pottþétt skemmtun - engin spurning Hollywood - Restaurant Maturframreiddurfrá kl. 20 Frítt inn á sýningu og dansleik fyrir matargesti Aðgöngumiðaverð á dansleik kr. 750,- Borðapananir í síma 83715 H0LUW00D á (/J J jjf.-. (/ (/ (/ (/ (/ (/ (/ (/ 'J- (/ i I . I I '■ I I I ( ! . ’ ( ( Hefst kl. 13.30____________. | Aðalvinninqur að verðmæti__________ t s | __________100 þús. kr._____________ íf Heildarverðmæti vinninqa um _______ TEMPLARAHÖLLIN __________300 þús. kr. ____________ Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.