Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 45
psipv KK.lJtíw? j. sni-n»>(MA;rTM trwAJitrarnracM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 45 k- VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UVlV 'U If / \jt I Gert minna úr börnum er fæðast utan hjónabands Til Velvakanda Mér þætti vænt um að fá upp- lýst atriði sem fleiri en ég hafa ekki skilið. í niðjatali sem nýlega kom út er sonur minn einn af niðj- um. Hann átti dóttur fimm árum áður en hann giftist og á tvö böm með eiginkonu sinni. I niðjatalinu em Er gert minna úr þeim börnum sem fæðast utan hjónabands á tímum þegar hjónaböndum fer fækkandi, spyr amma. _____________spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS I SKATTAMÁL MORGUNBLAÐIÐ aðstoðar að veqju lesendur sina við gerð skatt- framtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt i síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt nm umsjónarmann þáttar- ins „Spurt og svarað um skattamál“. Hann tekur spurningaraar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spura- ingunum sem borist liafa og svör við þeim birtast hér á síðunni. var yfirtekið. Þetta má skýra með dæmi: A yfirtekur lán, sem með áfolln- um vöxtum og verðbótum nemur kr. 200.000 þegar hann yfirtekur það. Lánið ber að greiða með jöfn- um afborgunum af nafnverði þess, sem hjá A telst kr. 200.000. Eftir er að greiða 10 afborganir af ián- inu þegar A yfirtekur það. Árleg afborgun A af nafnverði lánsins telst því vera kr. 20.000 og greið- ir hann þá afborgun tvisvar. Eftir 2 ár selur A B íbúðina og yfirtek- ur B lánið, sem með áföllnum vöxtum og verðbótum nemur þá kr. 220.000. Eftirstöðvar af nafn- verði lánsins hjá A nema kr. 160.000. Áfallnir vextir og verð- bætur sem gjaldfalla sem vaxta- gjöld hjá honum við söluna verða því kr. 60.000. 10. J.H., Reykjavík spyr: Er það rétt að fólk sem selur íbúðarhúsnæði eigi rétt á að fá áfallna vexti af þeim lánum sem fylgja íbúðinni inn í útreikning vaxtafrádráttar? Ef svo er Hvemig hafa skatta- yfirvöld kynnt gjaldendum þenn- an rétt þeirra? Hvemig á að standa að því að reikna þennan frádrátt út, annars vegar þegar viðkomandi hefur átt íbúðina frá upphafi og hins vegar hafi hann keypti hana með áhvílandi lánum? Vinsamlegast takið dæmi. Hvemig er arður af hlutafé skattlagður? Hvað er mikill hluti hans skatt- ftjáls hjá hjónum sem fá arð að flárhæð 250 þúsund kr. 1988, en það samsvarar 3% af hlutafjáreign þeirra? Eru hlutabréf í Flugleiðum hf. eða einhveijum öðmm hlutafélög- um undanþegin framtalsskyldu eða skattskyldu til eignar eða tekna? Svar: Áfallnir vextir og verðbætur á söludegi af lánum sem kaupandi íbúðar yfirtekur teljast vaxtagjöld hjá seljanda og mynda því stofn til vaxtaafsláttar (áður vaxtafrá- drátt) hjá honum. Upplýsingar um þetta koma fram í tölulið 15 á bakhlið eyðublaðsins Greinargerð um vaxtagjöld, sem einkennt er RSK 3.09. Hafi seljandi íbúðar átt íbúðina frá upphafi, eða engin áhvflandi lán yfirtekið þegar hann eignaðist hana, teljast allir áfalln- ir vextir og verðbætur af lánum sem kaupandi yfirtekur, þ.e. mis- munur á flárhæð hins yfirtekna láns og eftirstöðvum af naftiverði lánsins, vaxtagjöld hjá seljanda. Hafi seljandi íbúðar hins vegjar yfirtekið lán með áföllnum vöxt- um og verðbótum þegar hann keypti íbúðina ber í þessu sam- bandi að líta svo á, enda þótt skilmálum lánsins hafí í engu ver- ið breytt, að hið yfirtekna lán hafi allt myndað nýjan höfuðstól (nýtt nafnverð) hjá honum og að þetta nýja nafnverð taki breyting- um miðað við þá vísitölu sem var í gildi í þeim mánuði þegar lánið Svar: Arður telst til skattskyldra tekna. Frá slíkum tekjum má draga kr. 90.000 hjá einhleypingi en kr. 180.000 hjá hjónum. Sá hluti af arði sem er umfram 10% af nafnverði hvers einstaks hluta- bréfs eða hlutar kemur þó ætíð til skattlagningar. í því tilviki sem um er spurt koma kr. 70.000 af arði til skattlagningar. Engin hlutabréf eru undanþeg- in framtaisskyldu. Um skatt- skyldu á arði, þ.e. tekjum, hefur þegar verið fjallað. Þeir sem ekk- ert skulda mega draga frá eignum sínum innlendar banka- og spari- sjóðsinnistæður og verðbréf sem hliðstæðar reglur gilda um sam- kvæmt sérlögum, þ.e. samtölu sem fram kemur í reit 11 í tölulið 10.2 í 10. kafla á skattframtali. Einnig mega þeir draga frá hlut- afjáreign og stofnsjóðsinnstæður í samvinnufélögum, þó ekki hærri fjárhæð en kr. 900.000 hjá ein- hleypingi en kr. 1.800.000 hjá hjónum. Hjá þeim sem skulda skerðast þessar frádráttarheim- ildir um fjárhæð skuldanna. Fram skal tekið að skattstjórar sjá um að lækka eignarskattstofn eins og við á í samræmi við þær heimildir sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. hjónabandsbömin talin fyrst a) og b), en elsta bamið utan hjónabands er talið síðast c). Hversvegna er bam sem fæðist fyrst ekki talið a) þó utan hjóna- bands sé? Er þama verið að gera minna ur bömum sem fæðast utan hjónabands á tímum sem þessum, þegar hjónaböndum fer fækkandi, en sambúð er í vaxandi mæli það form sem fólk tekur fram yfir vígða sambúð. Það em fleiri en ég sem óska svars við þessu. amma P.s. Þess skal getið að sami háttur er hafður á um aðra sem eiga böm utan hjónabands, og hefir fram að þessu verið hefð þegar um upptaln- ingu á bömum niðja er að ræða og kemur fram í öllum ættfræðibókum sem út hafa komið. Stafar þetta af fordómum frá fyrri tíð? Gott leikrit Til Velvakanda. Það að ég skrifa Velvakanda og ryðst inn á ritvöll húsmæðra í Vest- urbænum er vegna þess, að nú fyr- ir stuttu var flutt aldeilis ágætt verk Guðrúnar Ásmundsdóttur á dagheimilinu þar sem ég starfa. Verkið er skrifað fyrir skóla og heitir „Mér er alveg sama þó ein- hver sé að hlæja að mér“. Leikar- amir sýndu frábæran leik og náðu vel til bamanna. Þama vom böm á aldrinum þriggja til tíu ára bæði fötluð og ófötluð. Verkið fjallar um það að vera öðravísi en uppskriftin segir til um. Undanfarið hefur verið mikið rætt og ritað um ofbeldi í skólum. Það er jafnvei nóg að eiga ekki rétta tegund af úlpu, hvað þá ef vandinn er stærri. Ég vil hér með skora á skólayfir- völd að fá þetta verk til sýningar í yngri bekkjardeildum grannskól- ans. Nota síðan stemmninguna sem verkið skapar til umfjöllunar og tengja það beint vanda skólans. Með vinsemd og von um undirtektir Sonja Larsen, þroskaþjálfi F 0 0 5985 81 • iiæ-, KAUPÞING HF Húst verslunarinnar, sími 686988 VEXTIR Á VERÐBRÉFAMARKAÐI Tegund skuldabréfa Vextir umfram verðtryggingu % Vextir* alls % |Einingabréf Einingabréfl 12,4%' Einingabréf2 6,8% Einingabréf3 14,5% Lífeyrisbréf 12,4% Skammtímabréf 8,6% |Spariskírteini ríkissjóðs lægst 6,8% hæst 7,5% |Skuldabréf banka og sparisjóða lægst 8,5% hæst 9,8% iSkuldabréf fjármögnunarfyrirtækja lægst 10,6% hæst 11,50/0 |Verðtryggð veðskuldabréf 12,0% 15,0% hæst |Fjárvarsla Kaupþings 21,6% 15,5% 23,9% 21,6% 17,4% 15,5% 16,3% 17,4% 18,8% 19,6% 20,6% 21,1% 24,4% mismunandi eftir sam- setningu verðbréfaeignar *Heildarvextir allra skuldabréfa eru sýndir miðað við hækkun lánskjaravísitölu undanfama 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Einingabréf og Skammtimabréf eru að jafnaði innleyst samdægurs. Einingabréf má innleysa hjá Kaupþingi, Kaupþingi Norðurlands og nokkrum sparísjóðum. Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé f Fjárvörslu Kaupþings er oftast hægt að losa innan viku. Seljum allar gerðir verðbréfa. Veitum alhliða ráðgjöf varðandi kaup og sölu verðbréfa. Wésperh i t a b I á s a r a r í nær aldarfjórðung hafa WESPER hitablásarar verið í fararbroddi hér á landi, vegna gæða og hagstæðs verðs. Þeir eru sérhannaðir fyrir hitaveitu. Eftirtaldar stærðir eru nú fyrirliggjandi: 2540 k.cal. 6235 8775 15401 / 12670 k.cal. 20727/ 16370 22384/ 18358 30104/24180 900 sn./mín. 220V 1400/900 sn./mín. 380V 1 fasa 3ja fasa WESPER UMBOÐIÐ, Sólheimum 26,104 Reykjavík. Sími 91 -34932.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.