Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 35
kS
35
t’8ei JlAÚÍiHa'I .1' HUDACIiiADUAJ glQAJHMUDHOM
TtíðRGljNBLAÐIГLAUGARDAGUR 47fEBRÚAR 1989
SVIPMYNDIR ÚR BORGIIMNI/ÓlafurOrmssor,
„Hér er
égmeð
ryksugu“
Tíminn líður, enn eitt árið hefur
hafíð göngu sína, árið 1989, og
aðeins rétt rúmur áratugur til
aldamóta. Það er minnisstæðast
frá liðnu ári og sérstaklega síðari
hluta þess hvað erfiðleikamir voru
sagðir miklir í þjóðarbúskap okkar
íslendinga, kreppan átti að vera
skollin á með ofíirþunga og fjöl-
miðlafólkið flutti okkur fréttir af
bölsýni, varla nokkurs staðar örl-
aði á bjartsýni, það var allt meira
eða minna á niðurleið, stöðugar
fréttir af gjaldþrotum og oddviti
„Happaþrennunnar plús bónus-
inn“, ríkisstjómarinnar, taldi
meira að segja þjóðargjaldþrot
framundan.
En þrátt fyrir óvissutíma nú
um áramót þá eru stjömuspeking-
ar og spámenn, sem tjá sig um
nýbyijað ár í blöðum og tímarit-
um, nokkuð sammála um að árið
verði bara nokkuð gott, og enginn
þeirra les úr spilunum eða af kúl-
unni að verulegt efnahagslegt
öngþveiti sé framundan, hvað þá
þjóðargjaldþrot. Kaupgleði lands-
manna líka í hámarki fyrir síðustu
jól og ég minnist þess ekki að
hafa heyrt frá neinum kaupmanni
að verslunin hafí verið minni fyrir
síðustu jól en jólin á liðnum árum.
Það er líka komið nýtt krítar-
kortafy'rirtæki á vegufn Sam-
vinnuhreyfíngarinnar sem keppir
nú við J>au tvö sem fyrir em og
þeim Islendingum fer stöðugt
ijölgandi sem eru með krítarkort
og geta leyft sér þann munað að
versla búð úr búð og framvísað
kortinu sem er eins og lykill að
lífshamingjunni. Með slíku korti
fínnst sumum að þeir geti jafnvel
eignast allan heiminn, í það
minnsta hálfan. Eg er aftur einn
þeirra sem læt mér nægja spari-
sjóðsbókina með tvö prósent vöxt-
um, og ávísanahefti með svo lág-
um vöxtum að þeir eru varla
umtalsverðir. Það má líklega full-
yrða að það sé ekki í takt við
tímann.
Ég hitti miðaldra hjón á Lauga-
veginum daginn fyrir Þorláks-
messu. Þau eru bæði nýkomin
með krítarkort frá Visa og ein-
hvern veginn hafði ég það á til-
fínningunni að krítarkortin væru
jólagjöfín í ár til þeirra hjóna sem
ég hef þekkt lengi og eru að sumu
leyti eins og dæmigerðir íslend-
ingar sem eyða um efni fram. Það
var fremur kalt í veðri, frost um
fímm stig og eiginmaðurinn kom-
inn í nýjan kuldafrakka sem hann
eignaðist með því að framvísa
krítarkortinu. Bíllinn þeirra stóð
fyrir utan verslunarmiðstöð og
þau hjónin báru inn í bifreiðina
hvem böggulinn af öðrum.
— Hér er ég með ryksugu, Ólaf-
ur, sagði maðurinn þegar hann
kom auga á mig og ég nálgaðist
bílinn, og hann brosti.
— Og veistu? Við vomm svo
heppin að við gátum keypt okkur
ýmis heimilistæki á hálfgerðu út-
söluverði inni í Borgartúni fyrr í
morgun, sagði konan stolt og rað-
aði bögglum inn í farangurs-
geymslu bifreiðarinnar í þeim til-
gangi að rýma fyrir nýjum böggl-
um sem þau vom að safna að sér
þama á Laugaveginum, daginn
fyrir Þorláksmessu. Það var
skuggsýnt og þau vom rétt að
byija jólainnkaupin og við skipt-
umst á jólakveðjum og ámaðar-
óskum þegar þau óku af stað og
yfír í Kringluna, nýju verslunar-
miðstöina þar sem eiginmaðurinn
ætlaði að fá sér alfatnað frá Sæv-
ari Karli og frúin kjól. Þau em
háskólamenntuð, bæði með á ann-
að hundrað þúsund í mánaðar-
laun, búa í einbýlishúsi og eiga
tvo bíla.
Þriðji dagur hins nýbyijaða árs
heilsaði með rigningarskúmm og
þíðu. Bankastarfsmenn búnir að
fara í gegn um áramótauppgjörið,
og inni í Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis við Skólavörðustíg-
inn sá ég hvar Pétur Jónsson,
fulltrúi í Sparisjóðnum og starfs-
maður í fjölmörg ár, gekk um
útidyr og inn í húsið og hljóp síðan
upp stigann, upp á aðra hæð eins
og æfður grindahlaupari. Pétur
er enn á góðum aldri, varla nema
um fertugt og einn af þessum
bankastarfsmönnum sem maður
vill vita af í stofnuninni til halds
og trausts og trúir jafnvel fyrir
lífi sínu og framtíð, miklu fremur
en tölvunni, sem aldrei getur
skapað þau persónulegu kynni
sem góðir starfsmenn em einir
færir um.
A fjórða degi á nýju ári átti
ég leið um miðborgina árla morg-
uns þegar athafnalífíð var að fara
í gang. Við ráðhúsið við Tjömina
sýndist mér allt vera á góðri leið,
framkvæmdir samkvæmt áætlun.
Handan við ráðhúsbygginguna í
virðulegu eldra húsi við Tjamar-
götu númer fjórtán er Ráðgjafar-
og ráðningaþjónusta Guðna Jóns-
sonar til húsa á fyrstu hæð. Ég
leit þar inn í þeim tilgangi að
óska Guðna Jonssyni gæfu og
gengis á nýju ári. Hann er einn
af þeim mönnum sem ávallt reyn-
ir að vera bjartsýnn og á auðvelt
með að koma auga á það góða í
tilveranni, og eftir allt bölsýnista-
lið á haustmánuðum og nú í
skammdeginu í fjölmiðlum og víða
í þjóðfélaginu er beinlfnis holt að
ná tali af bjartsýnum mönnum í
ársbyijun. Starfsemin hjá Guðna
er svona rétt að fara í gang á
nýju ári, fremur rólegt þennan
morgun á fjórða degi á nýju ári,
varla að heyrðist í símanum, og
svo hljótt í steinhúsinu þama við
Tjamargötuna sem staðið hefur í
áratugi á lóðinni, þar sem em þó
skrifstofur á þrem hæðum, að
minnti einna helst á upphaf mið-
ilsfundar áður en farið er með bæn
og framliðnir vinir gera vart við
sig að handan. Er leið að hádegi
hringdi síðan síminn stöðugt.
Guðni hafði svar á reiðum höndum
við spumingum ýmissa aðila.
— Nei. Til þess að koma til
greina þarftu að hafa málakunn-
áttu, minnst þijú tungumál, sagði
Guðni við þann sem var í síman-
um.
Síðan réð hann konu í starf og
bað hana að líta inn síðar um
daginn til að ganga frá málum.
Guðni er snyrtimenni, klæddist
ljósgráum klæðskerasaumuðum
sparifötum, í hvítri skyrtu og með
bindi. Skrifstofan búin nýjum
þægilegum húsgögnum. Hann var
þann tíma er leið fram að hádegi
stöðugt að ganga frá malum í
síma við þá sem hringdu. Ég stóð
upp frá borðum, setti á mig
hanskana, við gengum fram að
útidyrahurð og út á tröppumar
fyrir framan húsið við Tjamargöt-
una. Það vom rigningarskúrir og
áður en ég kvaddi Guðna og veif-
aði til hans frá götunni þar sem
hann stóð átröppunum kallaði ég:
— Þú verður nú búinn að ganga
frá ráðningu nýrrar ríkisstjómar
fyrir vorið.
— Það máttu bóka, Ólafur.
Ekki síðar en á sumardaginn
fyrsta, svaraði hann og brosti
þegar hann gekk inn í húsið og
lokaði á eftir sér útidyrahurð-
inni...
Minning:
Guðrún Bjarnfínns
dóttir (Stella)
Fædd 1. maí 1923
Dáin 29. janúar 1989
Að morgni 29. janúar barst
fregnin um að lífi Stellu væri lokið.
Ávallt setur menn hljóða við slíka
fregn, þótt lífsþráðurinn sem slitinn
var hafí verið veikur orðinn. Ég
kynntist Stellu fyrst er ég kom á
heimili hennar fyrir tæpum 17
áram. Þá tók húm mér opnum örm-
um, og ávallt síðan mátti leita til
hennar hvað sem á gekk. Stella var
sterk kona og bar höfuðið hátt, og
mátti þó margt reyna í stormviðmm
lífsins. Hún hafði alltaf nægri
hjartahlýju af að miðla, og ekki
síður einstakan hæfileika til að
brosa. Gestkvæmt var hjá þeim
hjónum Stellu og Jóni Valgeir
lengst af, og í hlutverki gestgjafans
var hún í essinu sínu. Naut sín þar
ekki síst einstök frásagnarsnilld
hennar. Er nú þar skarð fyrir skildi,
og harmur kveðinn að eiginmanni
og bömum. Með þessum fátæklegu
kveðjuorðum vil ég þakka henni
samfylgdina, og bið Guð að blessa
minningu hennar.
Tengdadóttir
Það mun hafa verið hinn 29. jan-
úar síðastliðinn, sem Stella lést í
sjúkrahúsi Selfoss eftir nokkurra
mánaða dvöl þar. Það gerðu sér
víst flestir ljóst að hún myndi ekki
losna frá stríðinu við erfíðan sjúk-
dóm, svona hlaut að fara, að hún
biði lægri hlut. Samt er það svo að
við, sem eftir stöndum, emm sjaldn-
ast búin til að taka þeim áfanga-
skiptum, þegar einhver sem okkur
er kær hverfur af sviðinu, hefur
fengið lausn frá hlutverki sínu hér
á jörðu. Ég bjóst við þessari frétt,
hvenær sem væri en notaði þó ekki
tímann til að vinna að þeirri grein,
sem verðugt væri í minningu þess-
arar góðu vinkonu okkar hjóna. Ég
skrifa því aðeins fáein orð til að
þakka henni allt, sem við nutum
með henni þó nokkur síðustu árin.
í daglegu tali var hún næstum
alltaf kölluð Stella, en fullu nafni
hét hún Guðrún. Hún fæddist á
Eyrarbakka 1. maí 1923. Foreldrar
hennar vom hjónin Rannveig Jóns-
dóttir og Bjamfinnur Þórarinsson,
þau bjuggu á Eyrarbakka. En
Bjamfínnur mun hafa verið
V-Skaftfellingur að upprana. Hann
lést er böm þeirra þtjú vom enn í
bemsku, en hún varð langlífari og
dvaldi með bömum sínum til sinna
síðustu daga.
Stella giftist Jóni Valgeir Ólafs-
syni. Hann var sjómaður fram á
miðjan aldur, fyrst á bátum, síðar
á togumm. Þau eignuðust átta
böm. Auk þess dvöldu hjá þeim um
árabil móðir hennar, og faðir hans
Ólafur Jónsson og síðari kona hans
Halla Guðmundsdóttir. Nærri má
því geta að Stella hefur haft nægan
starfa þegar bóndi hennar var lang-
dvölum fjarverandi. En hún var
kjörkuð og dugmikil og eftir mínum
kynnum af henni hefur henni víst
aldrei komið uppgjöf í hug, og aldr-
ei vorkennt sjálfri sér. Hún undi
glöð við sitt, hafði meira að segja
tíma til að taka þátt í félagslífinu
á Eyrarbakka, leikstarfí og fleim.
Eftir að hún komst frá heimilinu
vegna bamanna vann hún svo við
fískverkun svo lengi sem heilsa
entist til þess, og stóð á þeim vett-
vangi einnig meðan stætt var.
Kynni okkar hjóna af þeim Stellu
og Jóni hófust ekki fyrr en uppúr
1970 eða þegar börn okkar stofn-
uðu til sambýlis og hjúskapar. Eftir
það höfðum við töluverðan sam-
gang, fómm m.a. tvisvar í nokkurra
daga ferðalag á eigin bifreiðum,
okkur öllum til óblandinnar ánægju.
Alltaf var gott að líta inn til
þeirra á Búðarstíg. Ekki nóg með
að góðgerðir vom með hinni mestu
prýði, heldur var viðmótið einnig
fádæma gott. Það fannst ekki í
neinu að konan á Búðarstíg var
haldin liðagigt og fleira sem lék
hana illa um áratugi, hún var ekki
að kvarta, öðm nær. Við skemmtum
okkur vel við kátínu þeirra, sem
þó var svo í hóf stillt að bæði héldu
fullri virðingu.
Hér áður á ámm könnuðumst
við við þessi hjón, svona vissum
nöfn þeirra og sáum þau af og til.
Mer er vel í minni að ég sá Stellu
fyrst, er hún lék með fleiri Eyrbekk-
ingum í gamla samkomuhúsinu
Fjölni. Kannski hét þátturinn „Háa
C-ið“. Þá hefur Stella tæpast verið
meira en svona 15 ára gömul, én
náði áreiðanlega föstum tökum á
því sem hún flutti. Nokkram sinnum
síðar minnist ég hennar á fjölunum,
og hafði alltaf ánægju af. Reyndist
hún enda bráðskýr og skemmtileg
við nánari kynni.
Ég geri mér alveg ljóst, að þeir
sem lesa þessar línur vita ekki
meira um lífshlaup Stellu eftir en
áður. Það var kannski aldrei ætlun
mín. En nú er hún hefur lokið hinu
mikla hlutverki af frábæmm ágæt-
um, langar mig að þakka allt það
sem fjölskylda mín hefur notið af
hennar lífí og starfí. Að hafa átt
slíkan samferðamann verður seint
ofmetið, og aldrei að fullu launað,
enda var ekki til þess horft af henn-
ar hálfu.
Öllum aðstandendum og ástvin-
um Stellu sendum við hjónin samúð-
arkveðju og vinur okkar, Jón Val-
geir, biðjum við sérstaklega að njóti
blessunar og heilla.
Tjaldið er dregið fyrir, allt ér
myrkt, en við væntum ljóssins.
Vigfús Einarsson
Birting af-
mælis- ogminn-
ingargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafíiarstræti
85, Akureyri.
f Einn vetur stundaði Odd
| nam við Kvennaskólann
I var mun meiri en almen
r síðar við almenna kenns
| Hún var mikil hannyrða
Kvennaskólann á Blönd
IÁrið 1955 hófu systur
Guðrúnar og Pálma á Bj
sunnan Másstaða. Þar
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu Ifnubili.
Frá og með 1. mars nk. erfyrirsjáanleg verulega
aukin kæliþörf á drykkjum hérlendis.
Við framleiðum hvers konar kæli- og frystitæki, auk
þess heilu innréttingarnar í veitingahús, verslanir,
ísbúðir og söluturna.
Önnumst einnig viðhalds- og viðgerðarþjónustu.