Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1989 Ríkisstjórnin um Amarflug: Veitir að- stoð með skilyrðum MEIRIHLUTI ríkisstj ómarinnar er þeirrar skoðunar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að veita beri Amarflugi aðstoð og fyrirgreiðslu, til þess að renna megi stoðum undir rekstur fé- lagsins á nýjan leik. Þetta verður líklegast niðurstaða ríkisstjórn- arinnar, uppfylli Amarflug ákveðin skilyrði. Þannig gæti aðstoð sú, sem rætt hefur verið um að rikið veiti félaginu m.a. í formi afskrifta á lánum, numið um 300 milljónum króna, i stað þeirra 150 milljóna sem hingað til heflir verið rætt um. Ekki er eining um þessa afstöðu innan ríkisstjómarinnar, en ákveð- inn meirihluti stjómarinnar telur nauðsynlegt að tryggja að tvö flug- félög starfi í þessu landi. Steingrím- ur J. Sigfússon samgönguráðherra mun einna einarðastur gegn þess- ari afstöðu og vill að Flugleiðir yfir- taki rekstur Amarflugs með einum eða öðmm hætti. Hann mun í umboði ríkisstjómar- innar ræða við Flugleiðir og kanna hver afstaða þess fyrirtækis er til samstarfs, samruna, eða yfirtöku á Amarflugi. Þessar viðræður em þó án skuldbindinga og hugsaðar sem biðleikur á meðan ríkisstjómin bíður þess að fá fullnægjandi svör frá forsvarsmönnum Amarflugs um ákveðin atriði. Sjá nánar Af innlendum vett- vangi á bls. 19. Laufe á Efra- Ási afiirða- mesta kýrin LAUFA 130 á Efra-Ási í Hjaltadal var afurðamesta kýrin á siðasta ári, injólkaði 9.462 kg, sem eru næst mestu afurðir einnar kýr frá upp- hafi. íslandsmetið á Fia frá Hríshóli en hún mjólkaði 9.551 kg árið 1983. Afurðahæsta kúabúið á síðasta ári var Búrfell í Mið- firði, hjá Jóni Eiríkssyni og Sig- urbjörgu Geirsdóttur. Kýr þeirra mjóikuðu að meðaltali 5.940 kg. Næst afurðahæsta búið var hjá Sverri Magnússyni á Efra-Ási i Hjaltadal, eiganda Laufu, 5.879 kg. Meðaltalið yfir landið er 3.998 kg, og em það mestu af- urðir frá því skýrsluhald naut- griparæktarfélaganna hófst. Sjá frétt bls. 19. Frá dýpkunarfræmkvæmdum í Hafnarfjarðarhöfh. Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Dýpkunarframkvæmdir í HafiiarQarðarhöfii MIKLAR hafiiarframkvæmdir eiga sér stað í Hafnarljarðar- höfin um þessar mundir, en þar er nú meðal annars unnið við smábátahöfnina. Dýpkunarfé- lagið h/f á Siglufirði sér um framkvæmdir. Að sögn Guðmundar Áma Stef- ánssonar, bæjarstjóra hafa fram- kvæmdir við höfnina staðið jrfir síðan skömmu fyrir áramót. Dýpkað er við Óseyrarbryggju, Suðurbakka og við smábátahöfn- ina þar sem fyrirhugað er að leggja út flotbryggju fyrir um 50-100 smábáta. Gert er ráð fyrir að unnið verði fyrir 18 milljónir króna við höfnina þar af fyrir um 8 milljónir króna við smábáta- höfnina. Guðmundur sagði ennfremur að dregið hefði úr umferð um höfnina á síðasta ári. Dregið hefði úr innflutningi á stykkjavöru en aukist til dæmis á salti og öðrum vörutegundum. Þá hefur umferð grænlenskra togara um höfnina aukist mikið. (Guðmundur sagði að lokum að " framkvæmdimar myndu gera': höfnina mun skemmtilegri fyrir gesti og gang- andi. Gamlir og nýir Hafnfirðing- ar gætu bmgðið sér í göngutúr niður að höfn og kynnt sér atvinn- ulífið. Þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar: Kröfuhafar felldu tillögu um málshöfðun gegn SIS Sýslumaður tekur sér frest til úrskurðar Á skiptafundi, sem haldinn var i þrotabúi Kaupfélags Svaibarðs- eyrar á fimmtudag, lagði Jón Oddsson hrl., lögmaður Jóns Laxdal bónda, fram tillögu um að þrotabúið höfðaði mál á hendur Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga til viðurkenningar á eignarrétti og réttindum búsins í SÍS, og að umræddar eignir og réttindi verði dregin undir skiptin. Kröfuhafar greiddu atkvæði um tillögu lög- mannsins og felldu með miklum meirihluta atkvæða. Samband íslenzkra samvinnufélaga og Samvinnubankinn eiga stærstu kröfiim- ar i þrotabúið. Jón Oddsson telur atkvæðagreiðsluna ólögmæta og krefist úrskurðar. — Á fundinum kynnti Örlygur Hnefill Jónsson, hrl., svar SÍS um eignaraðild kaupfélagsins að Sam- bandinu og er niðurstaða lögmanns þess, Jóns Finnssonar hrl., sú, að kaupfélögin eigi engan rétt til að krefjast skipta á eignum Sam- bandsins. í framhaldi af niðurstöðu Jóns Finnssonar lagði Jón Oddsson fram tillöguna um málshöfðun, sem er svohljóðandi: „Ákveðið verði að þrotabú Kaup- félags Svalbarðseyrar höfði mál á hendur Sambandi ísl. samvinnufé- laga til viðurkenningar á eignar- Ingi Björn Albertsson: Viðræðurnar við sljórn- ina að renna út í sandinn BORGARAFLOKKURINN fékk I gærmorgun tillögur að samstarfs- grundvelli frá ríkisstjórainni og efitir að viðræðuneflid flokksins hafði gert við þær athugasemdir voru þær sendar rikisstjórninni aftur. „Þetta er fyrst og fremst orðið taugastríð," sagði Júlíus Sólnes í samtaii við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ingi BjÖrn Albertsson telur að viðræður við ríkisstjórnina séu að renna út í sandinn þar sem þær hafi ekki leitt til neinnar niðurstöðu. „Við bíðum nú eftir viðbrögðum hvetju athugasemdir viðræðunefnd- frá ríkisstjóminni við athugasemd- um okkar, en ágreiningur er fyrst og fremst um söluskatt á matvæli. Tíminn er að renna út og öllum ætti að vera ljóst að það verður að vera kominn botn í þetta mál þegar Alþingi kemur saman á mánudag- inn,“ sagði Júlíus. Ingi Bjöm Albertsson, sem sæti á í viðræðunefnd Borgaraflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að honum væri ekki kunnugt um í arinnar við tillögum ríkisstjómar- innar væru fólgnar, þar sem hann hefði orðið að hverfa af fundi nefnd- arinnar áður en honum lauk I gær. „Við höfum verið með fastmótaðar kröfur varðandi matarskattinn, og litið á það sem ákveðinn þröskuld sem við verðum að komast yfír til þess að áframhald geti orðið á þess- um viðræðum. Ég sætti mig ekki við þær hugmyndir sem komið hafa frá ríkisstjóminni þar sem þær bjóða ekki upp á að við komumst yfir þennan þröskuld. í mínum huga höfum við ekkert komist áfram þessar þijár vikur sem viðræður hafa staðið þar sem þær hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu, og því má segja að þær séu alveg að renna út I sandinn," sagði Ingi Bjöm. í dag verður fundur aðalstjómar Borgaraflokksins haldinn á Selfossi og einnig almenn flokksráðstefna. Júlíus sagði að þar sem málið væri ekki til lykta leitt væri ekki hægt að taka ákvörðun um tillögur ríkis- stjómarinnar. „Við munum kynna tillögumar fyrir aðalstjóm og leita álits hennar á þeim, og ég tel líklegt að fundurinn muni senda frá sér sérstaka ályktun um tillögumar," sagði Júlíus Sólnes. Frá Svalbarðseyri. rétti og réttindum þrotabúsins í Sambandi ísl. samvinnufélaga, dótt- urfyrirtækjum þess og öðrum eign- um og rekstri því tengdu og að umræddar eignir og réttindi verði dregin undir skiptin. Um er að ræða hlutdeild Kaupfélags Sval- barðseyrar í ofangreindu er féllu til þrotabúsins við gjaldþrotaúr- skurð á búi Kaupfélags Svalbarðs- eyrar 28. ágúst 1986. Um er að ræða efnislega hlutdeild þrotabús Kaúpfélags Svalbarðseyrar í öllu eigin fé eða hreinni eign hinnar óskiptu sameignar samvinnufélag- anna í Sambandi ísl. samvinnufé- laga og eignum og réttindum þvi tengdu, þ.e. þeirra samvinnufélaga er aðild eiga að Sambandi ísl. Sam- vinnufélaga." Atkvæðagreiðsluna um tillöguna, þar sem hún var felld, taldi Jón ekki lögmæta og mótmælti henni, þar sem hann taldi, að samkvæmt 108. og 114. grein gjaldþrotalag- anna frá 1978 hefðu Sambands- félögin ekki atkvæðisrétt, þar sem þau væru aðilar að málinu. Krafðist Jón úrskurðar í þessu máli. Dómarinn, Halldór Kristinsson, sýslumaður, tók sér frest til úr- skurðar og er hans að vænta áður en langt um líður. Jón Oddsson áskildi sér rétt til að áfrýja úrskurð- inum til Hæstaréttar. Lagmeti fyrir 250 millj. kr. til Sovétríkjanna SAMNINGAR um sölu íslenzks lagmetis tíl Sovétríkjanna voru undirritaðir á Akureyri i gær. Söluverðmæti lagmetisins er um fimm milljónir Banda- ríkjadala, eða um 250 milljónir króna. Að sögn Theodórs Hall- dórssonar, framkvæmdastjóra Sölustofiiunar lagmetis, er þetta stærsti samningurinn við Sovétmenn frá upphafi. Fulltrúar sölustofnunar lag- metis undirrituðu samningana fyrir hönd sjö lagmetisfyrirtækja, en sovézki samningsaðilinn er fyr- irtækið Sovrybflot. Báðir aðilar voru ánægðir með nýja samning- inn. Sjá „Sovétmenn kaupa. . .“ á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.