Morgunblaðið - 31.03.1989, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989
Kartöflur eru óvenju-
dýr iimflutningsvara
Samt nær Qórfalt ódýrari en innlendar
JÓN Ásbergsson, forstjóri Hag-
kaups, segir að í dæmi, sem hann
setur upp um verðmyndun á inn-
fluttum kartöflum í grein í Morg-
unblaðinu í gær, komi í raun fram
að kartöflur séu óvenjudýr inn-
flutningsvara miðað við innkaups-
verð, þar sem rýrnun sé meiri á
kartöflum en flestum öðrum vör-
um og einnig sé flutningskostnað-
BHMR og ríkið:
Fundi frest-
að um ótil-
tekinn tíma
Samninganefodir rikisins og
BHMR frestuðu samningafondi,
sem boðað hafði verið til í gær,
um ótiltekinn tima eftir að afstaða
ur hlutfallslega meiri vegna þess,
hvað varan sé dýr í innkaupi.
í dæmi Jóns er gert ráð fyrir að
innkaupsverð án tolla á 1. flokks
Bintje-kartöflum frá Hollandi sé 9
kr., flutningskostnaður 6 kr., rýmun
15% eða 2,25 kr., heildsölukostnaður
15% eða 2,60 kr., smásöluálagning
41% eða 8,15 kr. og söluskattur 25%
eða 7 kr. Samtals verða þetta 35 kr.
„Það er mikil rýmun á kartöflum,
og því vildi ég hafa rýmunarþáttinn
ríflegan í dæminu. Á harðri vöm
reiknar maður ekki rýmun," sagði
Jón. „Flutningskostnaður er hlut-
fallslega óvenjuhár, vegna þess hve
kartöflur em ódýr vara.“
Samkvæmt upplýsingum Neyt-
endasamtakanna er opinbert verð
fyrir innlendar kartöflur 42,37 kr.
til bænda. Heildsöluverð frá dreifing-
arstöð er 85 kr., sem þýðir að 101%
er lagt á í heildsölunni. Þar er þó
pökkun og hreinsun innifalin. Smá-
söluverð er síðan 96 kr. án sölu-
skatts, og endanlegt verð á innlend-
um kartöflum til neytenda 120 kr.
Valgeir vann íannað sinn
Morgunblaðið/Þorkell
Lag Valgeirs Guðjónssonar, „Það sem enginn sér“,
vann í gærkvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið
syngur nítján ára gamall söngvari hljómsveitarinnar
Nýdönsk, Daníel A. Haraldsson. Þetta er í annað
sinn, sem Valgeir vinnur keppnina og er fulltrúi
íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Úrslitakeppnin fer fram í Sviss þann 6. maí næst-
komandi. Sjábls.25.
BHMR telur ákvörðun ráðherra um launagreiðslur ólögmæta:
Tilbúinii að greiða fyrir úr-
skurði dómstóla sem fyrst
- segir Olafur Ragnar Grímsson, flármálaráðherra
BANDALAG háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna telur þá ákvörðun
5ármálaráðherra ólögmæta að greiða ekki laun fyrirfram til þeirra
félaga sem boðað hafa verkfall nema fram að verkfallsdegi. Verði
þessi ákvörðun ekki endurskoðuð muni Bandalagið leita réttar síns
fyrir dómstólunum. Ólafor Ragnar Grimsson, Qármálaráðherra, seg-
ir ákvörðun sína standa, þetta hafi verið viðtekin venja siðan í verk-
falli BSRB 1984, þegar ljóst hafi verið við launaútreikning að félög
hefðu boðað verkfall. Hins vegar geri hann ekki athugasemd við
að dómstólar úrskurði i þessu efoi og sé fyrir sitt leyti tilbúinn til
þess að greiða fyrir því að úrskurður liggi fyrir sem fyrst, hvort
sem það sé fyrir Félagsdómi eða Bæjarþingi Reykjavíkur.
aðila hafði verið könnuð fyrir
fondinn.
Að sögn forsvarsmanna BHMR
vildi Samninganefnd ríkisins ræða
málin á „þúsundkallagrundvelli", það
er á grundvelli hugmynda hennar
um 1-2.000 króna hækkun launa í
skammtímasamningi. BHMR væri
ekki tilbúið til þess að fallast á að
forsenda fundar væri þessi óraun-
hæfi umræðugrundvöllur. Ellefu fé-
lög BHMR hafa boðað verkfall, sem
hefst næstkomandi fimmtudag, 6.
apríl, og eitt félag hefur boðað verk-
fall frá 11. apríl.
Samninganefnd ríkisins átti í gær
fundi með Félagi íslenskra síma-
manna og Póstmannafélagi íslands.
Ragnhildur Guðmundsdóttir, form-
aður FÍS, sagði að ekkert markvert
hefði gerst á fundinum. Þau hefðu
fengið fyrirlestur um að efnahags-
ástandið væri slæmt. Þau hefðu lagt
fram kröfugerð um endurheimt
kaupmáttar síðustu samninga og sér
sýndist allt benda til þess að það
kæmist engin hreyfing á viðræður
fyrr en boðað væri til aðgerða. Félag-
ið færi að líkindum að huga að at-
kvæðagreiðslu um verkfall eftir helg-
ina, ef ekki yrði breyting á.
Komst undan
á ofsahraða
LÖGREGLAN í Reykjavík elti f
gærkvöldi bifreið, sem var ekið
á 145 km hraða um götur austur-
borgarinnar.
Lögreglan telur bifreiðina hafa
verið á mun meiri hraða í lokin en
ekki tókst að mæla hann nákvæm-
lega. Ökumaðurinn komst undan
eftirför lögreglunnar.
í greinargerð BHMR segir að
forsenda dóms Bæjarþings
Reykjavíkur, þar sem þetta var
dæmt lögmætt frávik frá þeirri
meginskyldu ríkisins að greiða laun
fyrirfram, hafi verið þágildandi lög
um kjarasamninga BSRB nr.
29/1976, sem hafi fallið úr gildi
við gildistöku samningsréttarlaga
opinberra starfsmanna 31. desem-
ber 1986. í eldri lögunum sé kveðið
á um að þrátt fyrir uppsögn kjara-
samnings skuli eftir honum farið
uns nýr hefur verið gerður eða
vinnustöðvun hefst en í núgildandi
lögum sé það skilyrðislaust að farið
skuli eftir eldri samningi þar til.nýr
hefur verið gerður.
Forsvarsmenn BHMR bentu jafn-
framt á að fyrirliggjandi dómur
skyldaði ekki flármálaráðherra til
að greiða ekki full mánaðarlaun
fyrirfram heldur væri þetta pólitísk
ákvörðun. Þegar þetta hafi verið
ákveðið 1984 hafí öll ríkisstjómin
staðið að þeirri ákvörðun. Fyrir-
framgreiðsla sé viðtekin hjá ríkinu
og fólk hafi gert sínar íjárhagsáætl-
anir með hliðsjón af því. Það sé
ekki um það að ræða að fólk sé á
launum í verkfalli, því auðvitað
verði þetta leiðrétt við næstu út-
borgun á eftir.
Ölafur Ragnar segir dóm Bæjar-
þings byggja á lögum um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna
frá 1954 og hann standi því jafíit
nú og áður. Hann hafi gert sér
grein fyrir að þetta sé viðkvæmt
mál og því tekið það upp tvisvar á
tveimur samningafundum án þess
að það leiddi til einhverra við-
bragða. „Við verðum að geta treyst
því sem gerist á hinum formlegu
fundum og getum ekki byggt á ljöl-
miðlauppákomum eftir á. Hafi þetta
verið slíkt stórmál af hálfo BHMR
er óskiljanlegt að formaður BHMR
skyldi ekki notfæra sér tækifæri á
tveimur á fundum sem hann sat til
að mótmæla því harðlega eins og
hann gerir nú. Það er sannarlega
óskiljanlegt," sagði Ólafur Ragnar.
„Ég skyldi afstöðu félaganna þann-
ig að þau væru sammála um að
þessar niðurstöður dómstólana
tekju af öll tvímæli í málinu."
Þegar ákveðið var 1984 i verk-
falli BSRB að greiða ekki laun fyrir-
fram nema fyrir þá daga sem unn-
ir yrðu olli það miklu flaðrafoki.
Meðal annars iögðu starfsmenn
Ríkisútvarpsins fyrirvaralaust niður
vinnu. Þá talaði Svavar Gestsson,
þáverandi formaður Alþýðubanda-
lagsins meðal annars um löglausar
launasviptingar í I>jóðviljanum í til-
vitnun, sem birt er í fréttatilkynn-
ingu frá BHMR, sem dreift var á
blaðamannafundi samtakanna í
gær. Aðspurður um þessa tilvitnun
sagði Svavar: „Ég held að hún
standist tímans tönn. Ég vona satt
að segja að það komi ekki til hlið-
stæðra átaka gagnvart opinberum
starfsmönnum né öðrum launa-
mönnum í þessu landi og áttu sér
stað 1984, enda hef ég enga trú á
að það verði." Varðandi það að
greiða aðeins laun fyrir tímann til
6. apríl vísaði Svavar til þess sem
komið hefði fram um þau efni af
hálfu íj ármálaráðherra.
Sjá fréttatilkynningu BHMR >
heild á bls. 25.
Staða skólastjóra við Ölduselsskóla
Menntamálaráðherra:
Fjarstæða að þetta sé
af pólitískum toga
Fagleg ákvörðun, byggð á vandaðri rannsókn
„ÞAÐ ER algjör Qarstæða að þetta sé af pólitískum toga spunn-
ið,“ sagði Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, aðspurður um
þau orð Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, í samtali við Morgun-
blaðið í gær að sú ákvörðun að auglýsa stöðu skólastjóra Öldu-
selsskóla lausa til umsóknar sé pólitísk ofsókn gagnvart skólastjór-
anum.
„Hér er um að ræða faglega
ákvörðun sem byggist á vandaðri
rannsókn sem embættismenn
menntamálaráðuneytisins hafa
unnið og varðandi orð Davíðs
Oddssonar í þessu efni vil ég bara
segja það; margur heldur mig sig
og vísa þeim á bug. Að öðru leyti
vísa ég til þess sem fram kemur í
Morgunblaðinu í dag (gær) í við-
tali við Sólrúnu Jensdóttur, skrif-
stofustjóra í menntamálaráðuneyt-
inu,“ sagði Svavar Gestsson enn-
fremur.
Fræðsluráð mótmæl-
ir afskiptum ráðherra
Á FUNDI fræðsluráðs Reykjavíkur í gær var Qallað um ákvörðun
menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólastjóra Ölduselsskóla lausa
til umsóknar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Samþykkti fondurinn
eftirfarandi bókun með fjórum atkvæðum en Þorbjörn Broddason
greiddi atkvæði á móti tillögunni og lagði fram sérstaka bókun.
I samþykkt fræðsluráðs segir:
„Um setningu og skipun á stöðu
skólastjóra við grunnskóla gilda
ákvæði 30. gr. laga nr. 63/1947 um
grunnskóla sbr. einnig 11. gr. laga
nr. 48/1986.
Þar segir að menntamálaráðuney-
tið setji eða skipi skólastjóra að
fengnum tillögum skólanefndar og
fræðslustjóra sem í hlut eiga. Af
þessu ákvæði sést að ekki er unnt
að setja eða skipa í slíka stöðu nema
fyrir liggi umsögn skólanefndar.
Þetta á ótvírætt við í því tilfelli
þegar taka þarf afstöðu til þess hvort
skipa skal settan skólastjóra eða
auglýsa stöðuna að nýju, áður en
ráðuneytið fjallar um slíkt skal til-
laga eða umsögn skólanefndar og
fræðslustjóra liggja fyrir.
Skv. 33. gr. grunnskólalaga skal
stefnt að því að afgreiðsla slíkra
mála fari fram eigi síðar en 1. júlí
árlega.
Engin ástæða er til að flýta af-
greiðslu tillögu um skipun skóla-
stjóra Ölduselsskóla nema fyrir liggi
upplýsingar um einhver þau vanda-
mál er krefiast slqótra viðbragða, svo
er ekki eftir því sem best er vitað.
Sé ráðherra kunnugt um slíkt, eða
fræðslustjóra, ber þeim skylda til að
koma þeirri vitneskju til skólayfir-
valda í Reykjavík sem fara með
stjóm þessara mála í skólahverfinu.
Fræðsluráð Reykjavíkur mótmælir
ástæðulausum afskiptum mennta-
málaráðuneytisins á málsmeðferð
varðandi skipun í stöðu skólastjóra
við Ölduselsskóla."
í bókun Þorbjöms Broddassonar
segir: „Formaður fræðsluráðs talar
þvert um hug sér í ofangreindri til-
lögu. Honum er fuilkunnugt um þann
mikla vanda sem steðjar nú að Oldu-