Morgunblaðið - 31.03.1989, Page 12

Morgunblaðið - 31.03.1989, Page 12
12 MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 81. MARZ 1989 Við skulum bara bjóða betur! eftirÁrnaPál Arnason Sigurbjöm Einarsson biskup var spurður þess í haust, hvað honum væri efst í huga í tengslum við þjóð- málaumræðuna hérlendis. Hann svaraði því til að það væri sú stað- reynd að hún snerist fyrst og fremst um efnahagsmál og í reynd væri það tvennt sem einkenndi hana; hversu fyrirferðarmikil hún væri og árangurslaus. Þessi orð hafa verið mér sérlega hugleikin nú undanfarið, í ljósi kjaramálaumræðu undanfarinna vikna, því þótt þessi orð lýsi vel almennri umræðu um efnahagsmál, þá er erfitt að lýsa kjaramála- umræðunni á betri hátt. Kjaramálin og kontór- istarnir — eða á kannski að prófa nýjar leiðir? Fátt hefur farið hærra undanfar- in ár á opinberum vettvangi en deil- ur um kaup og kjör, með tilheyr- andi hamagangi. Framkvæmdin hefur orðið sú að ef einhver hefur samið um eitthvað, hafa allir hinir (sem alls ekki stóð til að fengju neitt) fengið eitthvað; nema þeir sem nóg höfðu fyrir hafa venjulega borið enn meira úr býtum. Árangur- inn sem eftir stendur er að við búum í samfélagi þar sem tekjubilið hefur breikkað, kaupmáttur lægstu launa hefur minnkað og tortryggni og metingur milli starfsstétta blómstr- ar sem aldrei fyrr. Kjaramálaum- ræðan og samanburðarfræðin yfir- gnæfa allt og kontóristamir sem stjóma verkalýðsfélögunum hafa meira en nóg að gera við að lýsa yfir áhyggjum sínum jrfir því að hinir og þessir viðmiðunarhópar hafi nú fengið allt of mikið, hér eða þar. í stuttu máli sagt: Umræðan hefur verð sniðin eftir einhverri til- búinni gerviveröld kontóristanna, stútfullri af merkilegum pappír- smódelum; í þeim heimi þýða himin- háar kaupkröfur það sama og djörf- ung og þor forystumanna, jafnvel þótt niðurstaðan úr öllu saman sé gengisfelling og verðbólga. Nú und- anfarið hefur þó mátt heyra kveða við nýjan tón, t.d. hjá forystu VMSÍ og BSRB, þar sem tekið er mið af raunverulegum hagsmunum og að- stæðum venjulegt fólks. Þar er horft til hækkunar þeirra er lökust hafa kjörin og ýmissa hliðaraðgerða sem hafa raunhæfar lq'arabætur í för með sér, s.s. lækkunar vaxta. BHMR: Við skulum bjóða betur Inn í þennan veruleika steðja hins vegar félagar í BHMR með kröfu- gerð sem er eins og draugur úr ævagamalli fortíð, kröfur um kaup- hækkun upp á 35—70%. Þar er ekki orð að finna um það hvernig eigi að afla fjár til að greiða slíka kaup- hækkun nú þegar þjóðartekjur dragast saman. Ekki orð um hvem- ig koma eigi í veg fyrir að allir fái slíka hækkun (en það er þó augljós- lega ætlunin). Ekki orð um raun- hæfar kjarabætur eins og vaxta- lækkun, nýjar lausnir í húsnæðis- málum, dagvistaruppbyggingu eða eflingu menntakerfisins. Þessi kröfugerð er óábyrg. Og ekki bara óábyrg heldur líka móðg- un. Hún er móðgun við allt það fólk sem hefur fylgst með eyðimerkur- göngu hreyfinga íslenskra launa- manna undanfarin ár; göngu sem engu hefur skilað; móðgun við það fólk sem hefur rannið til rifja ves- öld kontóristanna og skortur þeirra á svöram við erfiðum spumingum. Við slíkar aðstæður er erfitt að vera forystumaður í launþegasamtökum og takast á við vandann, reyna að hugsa uppá nýtt. Þá er miklu auð- veldara að gera líkt og forysta BHMR, — bjóða bara betur! Miklu auðveldara, — en þeim mun sið- lausara. Kaupmáttaraukning úr Barclays Bank? Þjóðartekjur hafa dregist saman á síðasta ári og munu einnig drag- ast saman á þessu ári. Þessi stað- reynd segir okkur að við slíkar að- stæður verður kaup eins hóps ekki hækkað nema annar verði beinlínis lækkaður á móti. Hvem á þá að lækka? Og ef við ákveðum að hækka einhvem hóp á kostnað annars, telj- um við þá rétt að hækka endilega háskólamenntaða ríkisstarfsmenn? Ef enginn verður lækkaður er að- eins ein leið til að hækka launin. Hún er sú að taka fé að láni erlend- is. Ætlast BHMR til þess að Barc- lays Bank í London reddi peningum í launaumslagið? Við,aðstæður sem þessar verður að velja og hafna. Við getum ekki öll hækkað í launum, en við getum mögulega valið að hækka laun sumra okkar á kostnað annarra. Það er t.a.m. enginn vafi á að laun fjöl- mennra stétta með laun undir 60 þúsund krónum á mánuði verður barasta að hækka og ekkert múður! Hitt er Iíka jafnljóst að félagar í BHMR verða bara að sætta sig við að vera ekki nein forgangsstærð í dag. Það er nefnilega brýn nauðsyn annars staðar. Það er einföld krafa við þessar aðstæður að forysta launþegasam- taka eins og BHMR axli þá ábyrgð gagnvart umbjóðendum sínum og samfélaginu í heild að sýna á ein- hvem hátt fram á að unnt sé að verða við þeim kröfum sem þeir setja fram. Allt annað heitir lýð- skram. Slík háttsemi dæmir sig sjálf. Hvernig væri að láta sér detta eitthvað nýtt í hug? Það er staðreynd að kjör ráðast ekki einvörðungu af kaupi og kannski af flestum öðram hlutum frekar en kaupi. Reynsla undanfar- inna ára segir okkur a.m.k. að bein- ar og almennar launahækkanir era sérdeilis skammlíf Iq'arabót, ef ekki hreinlega andvana fædd. Kröfugerð BHMR tekur ekkert mið af þessu, frekar en öðra því sem gerst hefur á þessu landi síðustu áldimar, og gengur reyndar í þveröfuga átt. Öll áherslan er lögð á beina kauphækk- un, háa og flotta, — enda vita allir Islendingar að kauphækkanir eiga einmitt að vera háar og flottar, því þá er miklu meira púður í gengis- fellingunni sem fylgir í kjölfarið! Það era hins vegar til aðrar leið- ir. Vaxtaokrið skiptir miklu meira máli fyrir þorra launþega en einhver kauphækkun, þó há sé! Staðreyndin er nefnilega sú að margir háskóla- menntaðir ríkisstarfsmenn lifa hinu ágætasta lífi af sínum launum, á meðan aðrir eiga fullt í fangi með að láta enda ná saman. Það sem þar skilur á milli feigs og ófeigs er Ámi Páll Áraason „Inn í þennan veruleika steðja hins vegar félag- ar í BHMR með kröfu- gerð sem er eins og draugur úr ævagamalli fortíð, kröfur um kaup- hækkun upp á 35—70%. Þar er ekki orð að finna um það hvernig eigi að afla Qár til að greiða slíka kauphækkun nú þegar þjóðartekjur dragast saman. Ekki orð um hvernig koma eigi í veg fyrir að allir fái slíka hækkun (en það er þó augljóslega ætlunin). Ekki orð um raunhæfar kjarabætur eins og vaxtalækkun, nýjar lausnir í hús- næðismálum, dagvist- aruppbyggingu eða efl- ingu menntakerfisins.“ að þeir fyrmefndu era skuldlausir á meðan hinir era að bisa við að koma sér þaki yfir höfuðið og þurfa að greiða í kringum 8% raunvexti af lánum sínum. Þannig er dæmi af einum ágætum framhaldsskóla- kennara í ofurvenjulegum íbúðar- kaupum sem greiddi alls 450 þúsund krónur í vexti á síðasta ári. Aðeins í vexti! Þessi maður hefur ekkert að gera við einhveija 10 þúsund króna kauphækkun. Aðbúnaður bama í samfélaginu er annað slíkt mál. Auðvitað væri stórfelld uppbygging dagvistar- heimila og samfelldur skóladagur yngri bama meiri og varanlegri kjarabót en flest annað. Allir, sem vilja, vita að kostnaður fólks við dagvistun nú er himminhár, börn sem þvælast daglangt úr einni vist í aðra eða ganga sjálfala um göt- urnar. Foreldramir búa við linnu- laust öryggisleysi og áhyggjur. Auð- , vitað er það Iq'arabót að lækka þenn- an kostnað sem brennur þyngst á öllu almennu launafólki og auðvitað er það líka kjarabót fyrir foreldra að geta treyst því að bömin okkar njóti lífvænlegra uppeldisskilyrða. Eiga ríkisstarfsmenn að hafa sömu laun og starfe- menn á einkamarkaði? Kröfugerð BHMR byggir að vera- legu leyti að viðmiðunum við laun ákveðinna stétta á einkamarkaði og er rökstuðningur fyrir launakröfun- um m.a.fólginn í niðurstöðunni af þessum viðmiðunum. Vissulega er launamunur milli ríkisstarfsmanna og starfsmanna í einkageiranum nú of mikill en það er líka staðreynd að í einkarekstri era sveiflur í launum mun meiri en hjá opinberam aðilum, jafnt upp á við sem niður á við. Staðreyndin er líka sú að starfs- menn á einkanmarkaði era nú að upplifa slíka niðursveiflu vegna versnandi efnahagsástands, sem þeir verða að þola enda háðir víðfrægum lögmálum framboðs og eftirspumar. Þessi blessaði einka- markaður er nefnilega enginn alls- heijar Hjálpræðisher. Ríkisstarfs- menn njóta einnig umtalsverðra réttinda umfram starfsmenn á einkamarkaði, sem réttlæta fyllilega ákveðinn launamun. Ef kennarar vilja t.d. fá laun sem era algerlega sambærileg við laun á almennum markaði er líka rétt að þeir axli svipaða ábyrgð og fómi þeim réttindum sem þeir hafa um- fram aðra. í því sambandi er rétt að líta til þeirra starfskjara sem kennuram á einkamarkaði era búin; ráðning til árs í senn og framhalds- ráðning háð umsögn nemenda, laun era reiknuð í hlutfalli við fj'ölda nem- enda sem sitja í tíma og að sjálf- sögðu hefðu tölvu- og eðlisfræði- kennarar margföld laun á við íslensku- og lögfræðikennara, í samræmi við markaðsverð, viðvera- skylda í skólanum 8 stundir daglega og 5 vikna sumarfrí. Svo mætti lengi telja. Abyrgðin — og afleiðingarnar Sem kennara í HÍK þykir mér sérstaklega raunalegt að vera í þess- ari kröfugerðarfylkingu BHMR. Ástæða þess er sú að framhalds- skólakennarar hafa hér nokkra sér- stöðu. ítarlegar og endurteknar Fordómar gagnvart Y erzlunarskólanum eftir SifEinarsdóttur Öll hljótum við að furða okkur á því hvemig hinn mikli fjöldi tíma- rita sem nú er á markaðnum getur staðið undir sér fjárhagslega. Mikil samkeppni er á þessum markaði og tímaritin keppast við að höfða til lesenda með athyglisverðum greinum. Ekki sakar að bjóða les- endum eitthvað sem púður er í og gefur tilefni til að hneykslast á. Er þá ekkert hirt um tilfinningar þess fólks sem um er fjallað í greinun- um. Þvl miður eru þess líka dæmi, að blaðamenn víli ekki fyrir sér að fara ftjálslega með sannleikann og láti persónulega fordóma stýra penna sínum. Ritstjóri virts tímarits hér í bæ lét frá sér fara þá fullyrð- ingu, að ósiður væri að leyfa því fólki, sem viðtöl birtast við, að lesa þau yfír og leiðrétta villur áður en þau væru birt. Hann sagði einnig, að góðum blaðamanni væri treyst- andi til að hafa rétt eftir og að túlka viðtalið á sanngjaman hátt. — En hver er til að dæma, hvað telst sanngjarnt og hvað ósann- gjarnt? Blaðamaðurinn? Era blaða- menn ekki breyskir eins og aðrir menn? Ég undirrituð stunda nám við Verzlunarskóla íslands og var ásamt nokkram félögum mínum beðin um að koma í viðtal hjá ákveðnu tímariti fyrir skömmu. Við áttum okkur einskis ills von og svör- uðum spumingum blaðamannsins um líf okkar og þeirra, sem við umgöngumst mest, þ.e. samnem; endur okkar úr Verzló og MR. í grein þeirri, sem viðtalið var hluti af, var einnig viðtal við tvó nemend- ur í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Nú virðist sá misskilningur vera útbreiddur að nemendur Verzlunar- skólans séu eingöngu böm ríkra verzlunarmanna, sem þurfi ekkert að hafa fyrir lífinu, en í Hamra- hlíðinni séu fátæku duglegu bömin. Ég held að nemendum beggja skóla sé illa við þessa ímynd, því að þó að nemendumir í Hamrahlíð séu eflaust dugnaðarfólk, þá er ekki satt að þeir lepji dauðann úr skel. Það er heldur ekki satt að nemend- ur Verzló séu eitthvað óduglegri við að vinna fyrir sér en þeir úr MH. Auðvitað hafa allir framhalds- skólanemendur gaman af saklaus- um ríg milli hinna ýmsu skóla. Hver skóli hefur sitt ákveðna and- lit í augum þeirra. En þegar ein- hver fjölmiðill tekur sig til og legg- ur hlutdrægt mat á í hvaða skólum duglega fólkið stundar nám og í hvaða skólum dekurrófumar eru, þá er nú einum of langt gengið. Þegar greinin um þessa tvo hópa birtist, brá mér heldur betur í brún. Ég ætla ekki að halda fram að rangt hafi verið haft eftir okkur, en úr þessu tveggja klst. viðtali vora að- eins hafðar eftir okkur nokkrar setningar og þær oft slitnar úr sam- hengi þannig að raunveruleg merk- ing þeirra breyttist. Svo virðist sem blaðamaðurinn hafi verið búinn að mynda sér sterka skoðun á okkur sem fulltrúum úr Verzlunarskól- anum, áður en hann hóf viðtalið og Sif Einarsdóttir „Nú virðist sá misskiln- ingnr vera útbreiddur að nemendur Verzlun- arskólans séu eingöngu börn ríkra verzlunar- manna, sem þurfí ekk- ert að hafa fyrir lífínu“. síðan eingöngu birt það af fram- burði okkar sem féll að þeirri ímynd. í leiðaranum að greininni standa margar fullyrðingar sem era hreint og beint rangar, og ég veit ekki hvaðan blaðamaðurinn hefur. Ég þekki enga framhaldsskólanemend- ur sem „eiga bara venjulega for- eldra sem lifa venjulegu lífi og era meðaltelq'ufólk, fara oft í viku út að borða, stunda kaffihúsin og dansleikina stíft og klæðast glæsi- fatnaði sem á ytra borðinu virðist kosta formúur" — allt fyrir peninga foreldra sinna. Ég veit ekki hvort það kallast að „fara út að borða“ þegar maður kaupir sér pylsu niðri á Lækjartorgi. Mér fannst blaða- maðurinn gefa í skjm að það væri skömm að því að vinna ekki auka- vinnu með skólanum, eins og sum okkar gerðu. Að auki kallaði hann það að „vinna ekki nema yfir blá- sumarið“, þegar við vinnum allt sumarfríið, sem er 4 mánuðir af árinu. Það fyrsta sem mér dettur í hug, þegar ég les svona greinar, er að nú hljóti tímaritin að vera komin í þrot með gott efni. Það er fremur leitt að geta ekki treyst sannleiks- gildi þess sem maður les í fjölmiðl- unum. Ég fyrir mitt leyti á a.m.k. eftir að taka varlega mark á grein- um f íslenskum tímaritum í fram- tíðinni. Höfundur er nemi í Vcrzlunar- skóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.